Dagblaðið - 05.05.1981, Page 16

Dagblaðið - 05.05.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAl 1981. Nuiegg eg augun aftur Lftikfélas fUykjavlcun BARN f G ARDtNUM aftir 8am Shapard Þýfling: Birgk Sigurðsson Lýsing: Danisl WUllamsson Lsikmynd og búningar Þórunn 8. Þorgrfms- dóttir LaHcstjóm: Stafán Baldursson Það má svo sem vera að barnið í garðinum, grafið barn 1 leikriti Sam Shepards eigi eitthvað skylt við likið sem T.S. Eliot plantaði og farið er að spíra og blómgast í kvæðinu um eyði- landið, The Waste Land. Og vera má að sólin sem rennur upp í leikslokin sé hin sama sól eða sambærileg við þá sem í lokin á Afturgöngum Ibsens skin framan f hann Ósvald Alving. En þó svo væri — hverju erum við áhorfendur þá eiginlega nær fyrir það? Sjón og heyrn Eiginiega engu. Nema þá því sem að visu blasir við af leikritinu sjálfu, leiknum á sviðinu — að þar er ekkert sem sýnist, að fólk og atburöir, orðræðan í leiknum þarf á einhvers konar ráðningu, túlkun að halda til að öðlast fulla merkingu sína. En nöfnin sem nú voru nefnd, Eliot og Ibsen, gefa þá til kynna að undirróta undir leiknum sé að leita ekki bara i myndhverfri orðlist módernisma og simbóiisma heldurlíka i frásagnarefni og aöferöum realisma og natúral- isma. Og vísast má finna fleiri beinar og óbeinar bókmenntalegar skirskot- anir og tilvísanir í leikriti Sam Shepards — til alþýðlegs raunsæis og rómantískra úrlausnarefna hjá höfundum eins og Erskine Caldwell, John Steinbeck, William Faulkner, Tennessee Williams. Gagnvart slíkum skýringum er að visu ævinlega heimilt að spyrja eins og áður: er nokkur neinu nær fyrir þær? Þarf leikurinn virkilega á ráðningu, skýr- ingu að halda umfram það sem eyrað og augað nemur á sviðinu? Það sem augað sér og eyrað heyrir i sýningu Leikfélags Reykjavíkur er að vísu sitt með hvoru mótinu. Satt best að segja finnst mér leikmynd Þór- unnar S. Þorgrímsdóttur alveg óskilj- anlegt verk eftir forsendum leikrits- ins, man ekkert skýrara dæmi þess hvernig leikmynd getur, þegar svo ber undir, beinlínis unnið gegn tilætl- un og takmarki leikrits eins og þetta verður ráöið af texta þess, orðanna hljóðan á sviðinu, og hreint og beint hamlað skilningi áhorfanda á þvi sem fer fram fyrir augum hans. í þetta sinn held ég að væri heillaráð aö fara í leikhúsið með lokuð augun — ef menn vilja reyna upp á eigin spýtur að ráða í þaö sem fyrir höfundinum vakir. Ekki bætir það úr skák aö leik- mynd Þórunnar Sigríðar er í sjálfri sér mjög svo áhrifamikið verk og veitir áhorfandanum þegar i stað sterka sjónræna upplifun þegar tjaldið fer frá í upphafi leiks. Ekki kem ég i bili fyrir mig gleggra dæmi um áhrifamikla litasetningu á sviði en notkun rósanna i þriðja þætti leiksins. Og þannig mætti eflaust rekja úr leiknum fieiri dæmi um skapandi sjónlist af leikmyndarinnar hálfu. Gallinn er bara sá að leik- myndin lætur áhorfandann horfa á allt annarskonar sjónleik en eyra hans heyrir samtímis fara fram í orðræðu, orðaskiptum fólksins á sviðinu. Og það er vægt sagt dálltið -undarleg og annarieg reynsla. En hvað þeim Þórunni og Stefáni Baldurssyni gengur til með þessum vinnubrögðum, þeirri oftúlkun, of- skýringu leiksins sem þau að endingu fela í sér, um það skal ég engu spá frekar en annað hið táknræna efni þessarar sýningar. Um tákn og furflur Samkvæmt leikmyndinni 1 upphafi sýningar gerist leikurinn í hyldjúp- um, koldimmum kjallara, á sviði sem eftir öllum sinum myndrænu vís- bendingum á að geyma táknlega Steindór Hjörlelfsson i hlutverki sinu. (DB-myndlr Einar Ólason). merkingu af einhverju tagi. Það hygg ég að taki flesta áhorfendur góða stund að átta sig á þvi að í raun réttri fer leikurinn fram á ofur-venjulegu fátæklegu bændabýli og bak við siæðuverkið allt i svörtu, brúnu og gráu sem umlykur sviðið, er ofur- venjulegt landslag, verönd fyrir opnum gluggum til vinstri, eldhús og Hanna Maria Karlsdóttir, Guð- mundur Pálsson og Margrét Ólafs- dóttir f hlutverkum sfnum i Barni i garðinum. húsagarður á bak við innganginn á hægri hönd, stiginn himinhái innst á sviðinu liggur bara upp á ofurvenju- lega efrihæð í húsinu, kannski ein- hverslags kvistherbergi. Meira að segja er í textanum sjálfum alveg skil- merkileg fyrirsögn eða forskrift um leikmyndina: húsið þar sem leikurinn gerist er eins og mynd eftir Rockwell Kent. Eitthvað mikið og djúpt hlýtur að vaka fyrir þeim Stefáni og Þór- unni úr því þau víkja svo afgerandi frá þessari einföldu forsögn. Hvað sem það er. Leikmyndin verður hinsvegar til þess alveg frá byrjun að beina athygli áhorfandans frá því að það sem fram fer, orðræða og persónugerð á sviðinu er umfram allt af raunsæis- legu tagi. Fyrsta leikatriðið, þar sem þau talast við gömlu hjónin í leikn- um, Dodge og Halie, hann á sviðinu við sjónvarpið, hún uppi á lofti, er alveg raunsæislegs efnis. Það er ekki fyrr en sonur þeirra Tilden kemur inn méð fangið fullt af mais úr garðinum að atburðir fara að taka stefnu á burt frá hinni trúverðugu veruleikalýsingu sem leikurinn i upphafi gefur til kynna. Og fram eftir öllum leik, ef ekki leikinn út ! gegn, er hráefni raunsæis, veruleika auðnumið í at- burðum, orðræðu, manngerðum leiksins. Dramatísk þróun, spenna leiksins felst þá á meðal annars í þv! að yfirborði veruleikans er fiett burt •eða lýst i gegnum þaö, athyglinni hægt og hægt beint að undrum og stórmerkjum, táknum og furðum sem undir því búa. Og hvað sem öðru líður um mynd- rænan og táknrænan efnivið leiksins, duldar eða ljósar tilvisanir hans til annarra bókmennta, er hitt ljóst að aðal-tákn leiksins, dána barnið, barnið í garðinum, myrt og jarðsett fyrir mannsaldri síðan, stendur fyrir efnisatriði, hugmynd sem algeng er í margskonar raunsæislegum skáld- skap: synd og skömm sem fortíðin geymir og allir þykjast hafa gleymt, tákngerving þeirrar fortiðar sem' að endingu ræður nútíð fólksins í leikn- um, og leikurinn gengur út á að afhjúpa. Barnið í garðinum gæti þess vegna verið komið beint frá Ibsen. Hvaö sem úrvinnslu þessa efnis líður i leiknum — þar sem virðast eiga að vegast á ívið stílfærð, natúralisk veruleikalíking og rómantískar hug- myndir, tákn- og likingamál um úr- kynjun dauða og endurnýjun lífs. Og hvað sem þeim Stefáni og Þórunni gengur til að leggja slikt ofurkapp sem þau gera á táknlega merkingu leiksins: sýning þeirra opnar ekki áhorfandanum táknheim og skáid- heim að baki hversdags og veruleika heldur lætur mann þvert á móti ráða i efnivið hversdagsleika og veruleika í absúrdum skáldheimi sviðsins. Sem ég held að lýsi algerum misskilningi leiksins. En ég hef að vísu gefið mér það að leikmyndin sé þeirra uppá- tæki og eigi enga stoð í fyrirmælum textans eða höfundarins. Sýnd og reynd í þá átt bendir líka, finnst mér, að leikmátinn á sýningunni er engan veginn eins nýstárlegur og ögrandi og umgerð leiksins á sviðinu. Hér er lýst meö stílfærðu, natúralísku mód manngerðum og kringumstæöum sem eiga að vera heimfæranlegar þeim veruleika sem áhorfendur sjálfir þekkja. Það finnst mér raunar mergurinn málsins í leikriti Sam Shepards, hann lýsir ofur-venjulegu fólki, manngerðum og einstakling- um, sem ratað hafa í einkar óvenju- legar og afkáralegar kringumstæður, spinnur úr efnivið hversdagsmáls sinn öfgafengna og annarlega skáld- heim á sviðinu. Hvaö sem hann á um siðir að merkja. En hvað sem þvi líður þóttu mér leikendur fara eftir þessum hætti allvel og sumpart ágætlega vel með hinn annarlega efnivið hlutverkanna. Margrét Ölafsdóttir og Steindór Hjörleifsson eru gömlu hjónin, Þor- steinn Gunnarsson og Sigurður Karlsson synir þeirra, Tilden og Bradley, Hjalti Rögnvaldsson Vince, sonarsonur þeirra og erfingi bú- garðsins um síðir, og Hanna María Karlsdóttír, Shelly, vinkona hans í heimsókn hjá afa og ömmu, Guð- mundur Pálsson var presturinn þeirra og lagsmaður þeirrar gömlu, séra Dewis. Ég held það sé til marks um það að sýning þessi sé í eðli sinu á misskiln- ingi byggð að leiktúlkunin sjálf, leikurinn í heild og hvert einstakt hlutverk, mundi sóma sér jafnvel, og þar með betur, í sýningu sem héldi fast við hið augljósa og opinskáa frá- sagnarefni leiksins. Hvað sem öðrum merkingarsviðum eða merkingarþátt- um hans liður. Tákn og likingar sjá um sig sjálfar — ef þær eru einhvers staðar. DEBUT A KJARVALSSTOÐUM TónMkar Hólmfrfflw Sigurflwdóttur ptonótoflc- ara afl KJarvatoatflflum 21. apríL Efntoakré: Haydn: Sónata í IwnoN Hob. XVI: 32; Mozart: 8ax tNbrigfli um Saiva tu Domina, í F- dúr KV4M; Baathovan: 8ónata í As-dúr op. 2«; Chopin: Mazurka ( cto-moU op. 63 nr. 3, Noctuma f Fto-dúr op. 16 nr. 2 og Etýfla í a-moM op. 28 nr. 4; Maaaiofln: Rondaau; 8chumann: b Wian op. 2fl. Heimsmet Hólmfriður Sigurðardóttir, píanó- leikari frá fsafirði, hélt sina fyrstu tónleika í Reykjavík að Kjarvals- stöðum á þriöjudagskvöld. Ætli hún sé ekki heimsmet framleiðslan á pian- istunum i þessum fámenna kaupstaö norður undir heimskautsbaug? Séu aðrir háskólamenntaðir tónlistar- menn meötaldir verður heimsmetið margfalt og það getur, aö sjálfsögðu, enginn annar eignað sér en eldhuginn siungi, Ragnar H. Ragnar. — Hólm- friður hefur nýlokið námi við Tón- listarháskólann 1 MUnchen. Efnis- skráin á þessum debut tónleikum hennar bar tvimælalaust keim af tíl- efninu. Þar er nokkuð viða komið við, en innan þröngs ramma þó. Mikilfimi, lítifllff Fyrri hlutínn var helgaður klassíkerunum. Haydn keyrði Hólm- fríður i gegnum, auðsýnilega allt of spennt, og Mozart brunaði hún i gegnum án þess að skeyta minnsta um öll þessi finu blæbrigði, sem tíl- heyra honum. En tæknin, fingrafim- in, hún var i lagi og hraðinn meö þvi allra mesta. Beethoven gekk betur, nema hvað sorgarmarsinn, þriðji kaflinn, var allt of hraður. Chopin hlaut allt aðra og betri meðferð og á eftir honum kom Messiaén, besta stykkið á tónleikun- um, hreint glæsilega leikið. f Faschingschwank, Schumanns, lá Hólmfriði aftur svo ofboð mikiö á að ljúka sér af, að hún þaut f gegnum r n EYJÓLFUR MELSTED V i hann með ógnarhraða af mikilli fimi,' en gáði minna að hlýju, mýkt og öllu því. Þá á greinilega betur við Hólmfríði að leika verk rómantískra og nútima- höfunda en klassiskra. Tækni hennar er frábær, en hvort sem ótta við reyk- vfska áheyrendur eða öðrum spennu- valdi er um að kenna, þá gleymdist Tónlist 1 11 r -mi ^ r Hólmfriður Sigurðardóttir. henni að minnsta kosti á þessum tón- leikum að gæða leik sinn nægjanlegu lifi. -EM

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.