Dagblaðið - 05.05.1981, Page 20

Dagblaðið - 05.05.1981, Page 20
20 (í DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUÐAGUR 5. MAÍ 1981. Menning Menning Menning Menning I SUMARMALA- TÓNLQKAR Tónlaikar Þóru Johanaen samballeikara og Wim Hoogawarf gítariaikara f Norrœna húsinu á sumardaglnn fyrsta. Efnlsskrá: Antonlo Vivaldl: Concerto In Ra magglora; Jónas Tómasson: „Ballett II"; Qott- frado Patrassl: „Allas"; Porkall Sigurfojöms- son: FJÓlur; Haitor Vllla-Loboa: Etýður nr. 1, 6, 8, 10; Qarard van WoHaran: Mada in Lapland; Atll Halmir Svalnsson: OutJook. Eftir drjúglangt hlé eru aftur haldnir tónleikar í Norræna húsinu. Vonandi tákna forstjóraskiptin ekki að tónlistin verði í næstu framtíð af- skipt á þeim bæ. En alltaf eru ein- hverjir til að halda þar tónleika á eigin vegum, oftast ungir listamenn, sem halda tryggð við húsið. Tveir slíkir listamenn, sem einmitt komu fyrst fram í Norræna húsinu í fyrra- sumar, Þóra Johansen og Wim Hoogewerf, fundu hjá sér köllun til að boða sumarkomuna í tónum. Semball og gitar eiga glettilega vel saman. Nú mákannski segjasemsvo að upphaflega hafi það verið semb- allinn og lútan sem gjarnan hafi verið saman spyrt, en gítarinn gefur ekkert eftir, ef vel er á haldið. Það er líka gaman að hlýða á efnisskrá, sem samsett er úr öldnum og nýjum verk- um. Ballett II eftir Jónas var bráðlag- legt verk og langtum fremra því verki, sem hann samdi handa Wim Hoogewerf i fyrrasumar. Ballett II byrjar á skemmtilegum synkoperuð- um svörunum sembalsins og gítarsins en endar svo í glitrandi vef af tóna- þráðum beggja. Um Fjólur Þorkels Sigurbjörns- sonar var fjallað þegar þær voru frumfluttar í fyrra. Þær standa enn sem eitt eðlilegast skrifaða stykki fyrir þessi hljóðfæri og ef nokkuð er, þá vinna þær frekar á í endurflutn- ingi. Það er mikillgróanði og kraftur I Outlook Atla Heimis. Mér fannst hann beita sembalnum öllu betur en gítarnum og ekki vera jafn opinn fyrir sjarma gítarsins. Grunnt er á prakkaranum í Atla Heimi, en hann kann að hemja prakkarann í sér við tónsmíðar, svo úr verður húmoristi og verkin hæfilega krydduð. Litið fann ég sem minnti á Lapp- land i stykki Gerard van Wolferen, en þetta var ágætis músík og vel flutt eins og annað á tónleikum þessum. Samleikur Þóru og Wim er góður og þau eru jafnvíg á gamalt og nýtt. Þau ráðast ótrauð í frumflutning verka og buðu vissulega gleðilegt sumar með tónleikum sínum í Norræna húsinu. -EM. Þóra Johansen og Wim Hoogawerf. 1 ? Tónlistl 1 Lmelsted AZJ9 \

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.