Dagblaðið - 23.05.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981.
3
Um Sunnudagsgátuna:
Ymsir byrjunarörðug-
leikar hafa komið í Ijós
—fyrsta myndin verður endursýnd og verður á skjánum í fullar 30 sek.
Guðmundur Gunnarsson skrifar f.h.
fjáröflunarnefndar Kórs Langholts-
kirkju:
Sl. fimmtudag skrifar einhver, sem
ekki þorir að segja til nafns, pistil þar
sem hann sér ástæðu til að reka horn
í síðu Kórs Langholtskirkju vegna
svonefndrar Sunnudagsgátu.
Nafnlaus bréf eru frekar lágkúru-
legur tjáningarmáti en fyrst hafin eru
á annað borð blaðaskrif þá er rétt að
nota tækifærið og gera örlitla grein
fyrir fyrirbrigðinu Sunnudagsgát-
unni.
Kór Langholtskirkju hyggur sem
kunnugt er á söngför til Kanada og
Bandarikjanna. En kór samanstend-
ur af mörgum einstaklingum og
þegar svona ferð kemur til álita er
ekki þar með sagt að allir geti pakkað
niður og arkað af stað með það
sama. Ræður þar misjafn fjárhagur
mestu. Þá er gjama brugðið á það ráð
að leita til almennings til stuðnings
við fyrirtækið og eru notaðar til þess
ýmsar leiðir, sumar meira en aðrar,
og sumar svo að fólki er farið að leið-
ast þófið. Vesturheimsferð er dýrt
fyrirtæki og því nægði ekki að selja
kökur og syngja á skemmtunum. Við
bjuggum því út þennan leik, Sunnu-
dagsgátuna, og vonuðumst til að
þetta nýja happdrættisform (dregið
verður úr réttum lausnum) ásamt
sæmilega veglegum vinningum fengi
góðar viðtökur hjá almenningi. Sú
varð og raunin.
En Sunnudagsgátan er nýtt fyrir-
brigði sem aldrei hefur verið reynt
áður og því hafa ýmsir byrjunarörð-
ugleikar orðið á vegi okkar. Til
dæmis hefur komið í ljós að sölukerf-
ið hefur ekki verið nógu vel útfært
þannig að menn, því miður, hafa
jafnvel átt erfitt með að útvega sér
miða sem augljóslega er slæmur galli
svo ekki sé meira sagt. Ennfremur
kom í ljós að við höfðum áætlaö sýn-
ingartíma gátunnar of knappan óg
hefur því verið ákveðið að endursýna
myndina úr fyrstu Sunnudagsgátunni
þann 31. maí á undan 3. og siðustu
gátunni. Verður hver mynd kyrr á
skjánum í fullar 30 sek. Hafa nú allir
möguleika á að ganga úr skugga um
hvaða þjóðfrægur staður á landinu
skartar þessu umrædda fjalli.
Hvað varðar fyrrgreint bréf þá
sjáum við ekki ástæðu til að gera efni
þess að umtali frekar en orðið er.
Margir urðu til að hringja í okkur og
benda okkur kurteislega á hvað betur
hefði mátt fara og sögðu að sjálf-
sögðu til nafns. Við kunnum þessu
fólki þakkir fyrir ábendingarnar og
sömuleiðis landsmönnum öllum fyrir
...................
Nýbylgjurokkari hafði gaman af
kveðjutónleikum Utangarðsmanna
þrótt fyrir að þeir hafi ekki komið ó
óvart.
Kveðjutónleikar
Utangarðsmanna:
Skemmti-
legirtón-
leikar
— mörg laga Utangarðs -
manna þannigadþau
verða skemmtilegri
eftirþvísem maður
heyrirþauoftarflutt
Nýbylgjurokkari skrifar:
Ég rakst um daginn á lesendabréf í
DB þar sem auglýsingabrella Einars
„umba” i sambandi við kveðjutón-
leika Utangarðsmanna var gagnrýnd.
Einar sagði fyrir tónleikana að á tón-
leikunum myndi ýmislegt koma á
óvart. Þetta stóðst ekki. Þvi tek ég
undir gagnrýnina, í áðurnefndu
lesendabréfi, á þetta atriði.
Hins vegar hafði ég gaman af
umræddum tónleikum. Utangarðs-
menn eiga það til að breyta útsetning-
um og textum við lög sín á milli
hljómleika. Á kveðjutónleikunum
vöktu þeir t.d. mikla kátínu fyrir
nýja útfærslu á Rækjureggae (ha, ha,
ha). Þá eru mörg laga Utangarðs-
manna þannig að þau verða skemmti-
legri eftir því sem maður heyrir þau
oftar flutt. Eitt gleggsta dæmið um
slíkt er lagið hans Mike Pollocks,
Where Are The Bodies, af plötunni
45 rpm.
„HJÁLPARHELLAN" í ELDHÚSINU
Loksins er komin lítil þægileg hræri-, hakkavél og kvörn. Allt fylgir með frá
byrjun. Vélin gerir ótrúlegustu hluti, en verðið er enn ólrúlegra:
aðeins kr. 792,00
Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvað „hjálparhellan” frá Husqvarna gerir,
hún getur miklu meira ...
r
\mriai S^ó^eitóóan h.f.
SUÐURLANDSBRAUT 16,
SÍMI35200
annars ágætar undirtektir við þessari
liðsbón okkar. Að lokum viljum við
ítreka að hver miði Sunnudagsgát-
unnar gefur þátttakendum fjóra
vinningsmöguleika og í þessu happ-
drætti ganga allir vinningar út.
BLANDAR
SÚPU
HAKKAR
KJÖT
SNEIÐIR
GÚRKUR OG
KARTÖFLUR
HNOÐAR
DEIG
RÍFUR
GULRÆTUR
ÞEYTIR
RJÖMA
SAXAR HNETUR
RÍFUR
HVÍTKÁL
SAXAR
STEINSELJU
OG
DILL
RÍFUR
0ST
Spurning
dagsins
Hvað mundir þú
gera ef þú eignaðist
10 þús. kr. í dag?
Guðvarður Mór Gunnlaugsson af-
greiðslumaður: Ég hef ekki hugmynd
um það.
Kristin Eggertsdóttir, vinnur i Arnar-
holti:Ég hugsa að ég mundi bara kaupa
mér föt.
Vigfús Jónsson, atvinnulaus: Ég mundi
leggjaþæribíi.
Einar Guðmundsson, atvinnulaus: Ég
mundi kaupa Spánarferð.
Brynja Viðarsdóttir, atvlnnulaus: Ég
mundi leggja þær í bil.