Dagblaðið - 23.05.1981, Qupperneq 6
DB náðí doktorsritgerðinni umtöluðu eftir Ingimar Jónsson:
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1981.
Stjómmál og íþmttir eni
Dagblaðið hefur náð í eintak af
margumræddri doktorsritgerð Ingi-
mars Jónssonar, námsstjóra rikisins í
íþróttum og forseta Skáksambands
íslands, þá er hann varði i Leipzig í
Austur-Þýzkalandi árið 1968 og
fjallar um þróun íslenzkra iþrótta á
fyrri hluta tuttugustu aldar.
Ritgerðin fjallar ðllu meira um
pólitík en íþróttir. Niðurstöður
hennar eru i stuttu máli þessar:
1. Upphaf nútíma íþrótta á ísiandi,
einkum í ungmennafélögunum, er
dæmi um þá staðreynd, aö stjórn-
mál og íþróttir eru eitt.
2. 1 þróun íþrótta á íslandi kom
strax i ljós, að kenning borgara-
stéttarinnar um, að Iþróttir séu
ópólitiskar, var lygi.
3. Framsóknarflokkurinn dró úr
framfarahug ungmennaféiag-
anna. Sömu áhrif, en minni,
hafði Alþýðuflokkurinn, af því
aö hann var ekki marxiskur og
vann ekki að byltingu gegn
borgarastéttinni.
4. Léleg frammistaða borgaraflokk-
anna i frelsisstriði íslands leiddi
til þess, að iandiö hlaut ekki fullt
sjálfstæði árið 1918.
5. Framsóknarflokkurinn hindraði
pólitíska vakningu æskulýös
íslands á vegum verkalýðs-
æskunnar í kjölfar hinnar miklu
októberbyltingar í Sovétríkjun-
um.
6. íþróttasamband fsland hafði ekki
forsendur til að leiða íslenzkt
íþróttalif, af því að pólitík þess
var andsnúin öreigastéttinni og
ekki bara óþjóðleg, heldur and-
þjóðleg.
7. Hinir borgaralegu iþróttaleiðtogar
voru fyrr sem nú ófærir um að
kynna og innleiða hinar jákvæðu
hliðar ólympíuhugsjónarinnar, af
því að hugmyndin um vináttu
þjóða var þeim framandi.
8. íþróttafélög verkamanna á vegum
íslenzka kommúnistaflokksins
náðu ekki að þróast vegna svika
Alþýðuflokksins við einingu
verkalýðsstéttarinnar.
9. íslenzkir íþróttaleiðtogar komu
skammarlega fram á ólympíuleik-
um Hitlers árið 1936 og mætti það
aö kenningu verða íslenzkri
íþróttaæsku.
10. íþróttasamband íslands sló úr og
í gagnvart hinu bandaríska her-
námsliði.
11. Sá árangur, sem íslenzk verka-
lýðsstétt náði i hinu grimmasta
stéttastríði á árum síðari heims-
styrjaldarinnar, var forsenda
blómstrunar íþrótta á fimmta tug
- ajdarinnar. Ennfremur var
árangurinn, t,d. á ólympluleikun-
um 1948, tengdur þjóðarhreyf-
ingu íslendinga gegn veru banda-
ríska hersins.
12. íþróttasamband íslands studdi
svik íslenzku borgarastéttarinnar
við hagsmuni fslands gagnvart
heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.
13. Þar sem borgarastéttin er ófær
um að láta islenzkar íþróttir
blómstra, er eitt mikilvægasta
verkefnið innan íþrótta-
hreyfingarinnar að styrkja
lýðræðisöflin (les: kommúnista)
og veita þeim aukin áhrif innan
hreyfingarinnar. Að þessu mark-
miði verða framfarasinnaðir
íþróttamenn að vinna með því aö
tengja lýðræðissinnuð og fram-
farasinnuð öfl landsins undir
forustu verkalýðsstéttarinnar.
-JK.
DCR.UFliCIUCHTi. DF.S UFOHT.i III IUUXD
in iiep mrei des ío. J*::':iniim».n~.
Titilsiða doktorsritgerðarinnar.
Kristján Jónsson á Hamra Svani, af lakóngur Vesturlands:
ENGINN AFU Á HEFÐ-
BUNDNUM NETASLÓÐUM
—ástæðan kuldi
ísjónumog
skorturáæti
Nú þegar lokið er einni ill-
viðrasömustu vetrarvertíð sem um
getur í manna minnum er ekki úr vegi
að heyra aðeins hljóöið í aflakóngi
Vesturlands á þessari vetrarvertíð. En
það er Kristján Jónsson frá Hellis-
sandi, skipstjóri á Hamra Svani SH-
261 frá Rifi.
Þegar okkur btu aö garði var
Kristján ásamt áhöfn sinni að neyta
góðgerða í boði útgerðarinnar, í mat-
stofu Fiskverkunar Sigurðar Ágústs-
sonar Rifi.
— Kristján, hvað var aflinn mik-
ill, og hvað viltu segja um vertíðina?
Erfiðasta
vetrarvertíðin
’ ,,Við fengum 910 tonn i 78 sjó-
ferðum héðan frá Rifi, auk þess
fórum við suður tvær ferðir núna
síðasta hálfan mánuðinn og lönd-
uðum einu sinni þar og tvisvar hérna
heima, en það er inni 1 þessari tölu.
Þetta er erfiðasta vetrarvertið sem ég
man eftir og það hef ég heyrt eldri
menn segja líka. Veðrið var jafnvont
allan tímann. Kuldar voru mjög
miklir, hreinar frosthörkur, svo að
oft lá við vandræðum vegna ísingar.
Kristján Jónsson skipstjóri: „Hafnaraðstaðan i Rifi er orðin slæm, svo ekki sé mcira
sagt.” DB-myndir Hafsteinn Jónsson.
29555 29558
Hef kaupanda að fasteignatryggðum verðbréf-
um, þriggja til fimm ára, fyrir allt að 500.000,-
nýkr.
EIGNANAUST
VERÐBRÉFASALA, LAUGAVEGI96.
SÍMAR 29555 OG 29558
Áhöfnin á Hamra Svani. Kristján Jónsson skipstjóri lengst til vinstri.
En snögg áhlaup geröi ekki utan einu
sinni þama i febrúar en þá voram við
komnir inn á Patreksfjörð”.
— Fenguð þið þennan afla í afla-
hrotu eða dreiföist þetta?
„Þetta dreifðist nokkuð jafnt yfir
vertíðina hjá okkur, ef línuvertíðin er
undanskiiin, en hún var alveg sérstök
hvað aflasæld snerti. Við fengum t.d.
i einum línuróðri 17 1/2 tonn en slíkt
hefur ekki skeð i áraraöir. Linu-
vertíðin hjá okkur gerði um 200
tonn.”
Yfirbygging
breytir miklu
— Er Hamra Svanur yfirbyggður
og hvað er hann stór?
,,Já, hann er með yfirbyggt dekk
og um 170 tonn. í sambandi við yfir-
byggt dekk vil ég taka fram að það er
allt annað líf fyrir mannskapinn að
geta unnið inni í misjöfnum veðrum,
svo er maður sjálfur aldrei hræddur
um mennina á dekkinu. Á móti þessu
kemur að í kuldum eins og í vetur þá
verður ísing meiri.”
— Hvar fenguð þið þennan afla
eftir að netavertiðin byrjaði?
„Við fengum engan afla á hefð-
bundnum netaslóðum okkar hérna í
firðinum. Við urðum að kanna alveg
nýjar slóðir og leita fyrir okkur mjög
djúpt úti, þar sem aldrei hafa
verið lögð net áður. Þar úti viödjúp-
kantinn fékkst þessi afli. En eins og
ég sagði þá gekk enginn fiskur inn á
Breiðafjörð.”
— Hver heldurðu að hafi verið
ástæðan fyrir því?
,,Ég held að það sé fyrst og fremst
kuldinn í sjónum og svo vantar fisk-
inn æti. Loðnuganga kom engin í
Breiðafjörð að þessu sinni og fiskur-
inn kom ekki til hrygningar eins og
vant er. Hann fór allur suður djúpt
undan landi.”
Mikil áhœtta tekin
til að komast inn
— Hvað vilt þú segja um lands-
höfninai Rifi?
„Hafnaraðstaðan í Rifi er orðin
slæm, svo ekki sé meira sagt. Hún
hefur farið versnandi ár frá ári hvað
dýpi snertir og fyrir báta eins og
Hamra Svan hefur oröið að sæta
sjávarföllum til þess að komast inn
og út. Og í veðrum eins og 1 vetur var
oft tekin mikil áhætta til þess að
komast inn. Baujan á Tösku, sem
er við innsiglinguna, var oft eitt
klakastykki svo dögum skipti, ljós-
laus og lá auk þess stundum á hlið-
inni. Ekkert var gert til þess aö laga
þetta ástand í langan tíma þrátt fyrir
itrekaðar kvartanir okkar.
Annað vildi ég minnast á fyrst ég er
byrjaður að kvarta á annað borö, og
það er sambandsleysi okkar við land
á VHF-stöðvunum sem era (hverjum
einasta báti nú til dags. Það er aðeins
hægt aö ná i Rif nokkrar mílur út, og
svo er allt steindautt. Alls staðar
annars staðar við landið er þetta
samband i lagi. Að visu höfum við
um borð stóru, gömlu stöðvarnar en
þær notar enginn lengur nema i
sárustu neyð.
Ég tel brýna nauðsyn á að dæit
verði upp úr höfninni í Rifi I sumar.
Þaö er til háðungar að þetta skuli
vera landshöfn og henni ekki sýndur
meiri sómi en þetta. Ef ekkert verður
að gert þá geta bátar á stærð við
Hamra Svan ekki róið frá Rifi nema
nokkra daga í mánuði, það er þegar
stórstreymter.”
-Hafstelnn, Hellissandl