Dagblaðið - 23.05.1981, Síða 8
DAGBLADID. LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981.
Krossgáta
Jb» F£tTfí 1 SOLIUR Ý % L'/Tfí TujJ/fw 3 mfíÐUR tónn r°8m 5TRÖH6L PRNíR ÚTT ÍÍTT GÖF6I SvElft 5TfliJui Ri$t/ SvfíRft
« o- _ TmDf)
F LJOT i|, flrtD5r l 1 UTfín ÍÐ > RF5KR nmiD ■
||II|||I|| 5 m HL JL LfERP Tfí)LR
mn mPiTTiJÍl STEFLRI £G6jfí tíLDmi mipHR
/D/NíV mEir-f
l TóNN /IEJN5
FoPfí maÐ löfíU > 'fí LiTNtJ WslR SfíFNflV/
QOfíáfí GLfíÐi9 *
WtHólS sfímw. T'ONN ÞYN6D
V » 6léD/ Tonn ph'óín
f PÚLfí VE6UJ?
//ÆDfí fí LiTirftl
ÞRumtj .R/TftR stlikiR msfi Ðl£
v~ 'OLE/Tl SftmnL LfíÖftft 'ftVoXj
TeTPJ V/LJU6?) opfírnfí A'A/ L/TfíN ’/HUáft
VÓR6 RR 5KST-
1, r ■
/) M/fíSfí áRóÐuE L'n Nt> KLyr .
rnsto \ 'oúm'y úf?.. Lfífíl Komfíir (msm) SEND/ 8REF/N O.FL./
PÚlVfí NR UNG HSSTft BöR
UkJ WWr HUNÞUjí IN/V V S£RHL. mytvnl/ P/EjNTfl ►
Tir/tt /VUS. Sl&fl FoRS L'/T/i) HfíPP
ÞNL).
iRjrn STHRR S’fíR ’fl NÝ Sftmsí
OTfl B/E/Tfí
V > T >
f E/NS^ 1/lRÐi y SToRt ’/LRT fíUTu/H ERFÐ
FUÖL^R 5P/kií> Rarr'/ ÞéSSu >
f > Kom /ftST
KflRL T/ÍP/p /LL msit)
qc -4 3 ■x Ck R4 > 3i 3; 3 3 3 3 >0 3 3 3 3 3
- ar -3 MD >3 3 £ 3 3 3 3 3 5 3 3 3 3 3
3 '-U 'U ko 34 vl 3) -3 o: 3 3 K \ 3 3 3 ■ >3 3 3 3 •
cc Cv: lu r: P 4j a: 34 s 3 3 3 3 Nl 3 3 3 3 3 3
Uj -- 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3
3 '43 V V4> 0 o. 3 3 3 3 3 'N 3 \ 3 3 N 3
VQ 3 '3 -- u 3: . 3 3 3 3 3 3 45 3 3) 3 3 3
CQ 3 0 Uc > 3 3 U 3 fö k 3 3 3 3 3 <3 K
> SN 3 44 34 3 3 3 3 3 3 3 3 3
3 3 <3 -3 3J 3 3 3 3 3 3 3 CÞ \ k 3
3 4j 3 3: CC4 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3
3 N -Q 3) VD o: 3 3 3 k Cn N 3 k 3 3 3 3
3V 3 3 3 3 3 '■3 S
bð
(/>
Cft
3
eS
(/>
“<0
0)
3
J3
-1
Þrjár þrjátíu
leikja skákir
—á þrítugsafmæli Karpovs
Sigur Anatoly Karpovs á stór-
meistaramótinu í Moskvu kom varla
nokkrum á óvart en hitt þótti nokkr-
um tíðindum sæta hversu fyrir-
hafnarlaus sigurinn var. Mótið var
óvenju vel skipað, eða í styrkleika-
flokki 15, sem merkir að meðaltal
Eló skákstiga var yfir 2600. í slíku
_ móti eru 9 vinningar af 13 frábær
árangur, jafnvel á Karpovmæli-
kvarða.
Skákstíll heimsmeistarans og traust
byrjanakerfi bjóða ekki upp á miklar
sviptingar snemma tafls heldur fyrst
og fremst „eðlilega þróun mála”.
Þannig stefnir hann að tafljöfnun, er
hann stýrir svörtu mönnunum, en
með hvitu lætur hann sér nægja
örsmátt frumkvæði. Á mótinu í
Moskvu kom þetta berlega í ljós. Er
Karpov hafði svart lauk öllum skák-
um hans með jafntefli en afköstin
voru þess meiri með hvítu. Þá vann
hann 5 skákir og allar af miklum létt-
leika.
Þrjár þessara vinningsskáka heims-
meistarans eru reyndar keimlíkar,
skákirnar við Smyslov, Geller og
Timman. f þeim öllum fær Karpov
frumkvæði út úr byrjuninni og hvít-
reita biskupinn og drottningin sjá um
sigurinn með sóknardirfsku gegn
svarta kónginum. Að auki eiga skák-
Bridgefréttir
irnar sameiginlegt að allar eru þær
um 30 leikir að lengd og 30. leikurinn
réð reyndar úrslitum í þeim öllum!
Og talan 30 virðist fylgja Karpov. í
dag, laugardag, heldur hann upp á
þrítugsafmæli sitt og óskar skák-
þátturinn honum til hamingju.
En hér koma skákirnar.
Hvítt: Karpov
Svart: Smyslov
Slavnesk vörn.
1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. d4 Rf6 4. e3 g6
5. Rc3 Bg7 6. Be2 0-0 7.0-0 Bg4
Smyslov skipti yfir úr Slavneskri
vörn í afbrigði sem kennt er við
austurriska jafntefliskónginn
Schlechter sem uppi var um alda-
mótin. Schlecter þessi var frægur
fyrir að semja um jafntefli í betri
stöðum og tefla jafnteflislega. Þegar
hann svo loksins þurfti jafntefli til
þess að tryggja sér heimsmeistaratitil-
inn tók hann upp á því að tapa! Það
var í einvígi við Lasker 1910.
í fyrstu umferð lék Smyslov 7. —
b6, gegn Torre og fjölmargir aðrir
leikir koma til greina.
8. b3 Rbd7 9. Bb2 He8 10. Hcl Re4
11. h3 Rxc3 12. Bxc3 Bxf3 13. Bxf3
dxc4 14. bxc4 e5 15. Db3 exd4 16.
exd4 Hb8 17. Hfdl Dc7 18. Da3 Bf8
19. Db2 c5.
Bridgefélag
Akureyrar
Síðasta lotan i Minningarmóti um
Halldór Helgason var spiluð 12. maí.
Þetta var sveitakeppni með þátttöku
14 sveita. Spilað var eftir Board-a-
match fyrirkomulagi.
Sigurvegari nú varð sveit Páls Páls-
sonar sem hlaut 211 stig. Auk Páls eru í
sveitinni Frímann Frímannsson, Soffía
Guðmundsdóttir, Ævar Karlesson,
Grettir Frímannsson og Ólafur Ágústs-
son.
Röð efstu sveita varð þessi:
stig
1. sv. Páls Pálssonar 211
2. sv. Magnúsar Aðalbjörnssonar 204
3. sv. AlfrcOs Pálssonar * Í94
4. sv. Ferðaskrifstofu Akureyrar 193
5. sv. Gissurar Jónassonar 182
6. sv. Stefáns Ragnarssonar 166
7. sv. Jóns Stefánssonar 165
8. sv. Stefáns Vilhjálmssonar 163
Meðalárangur er 156 stig.
Þetta var síðasta keppni hjá Bridge-
félagi Akureyrar á þessu starfsári, en
opið hús var að Félagsborg 19. mai.
Keppnisstjóri hjá BA var eins og und-
anfarin ár Albert Sigurðsson og stjórn-
aði hann öllum keppnum félagsins og
er óhætt að segja að þar sé réttur
maður á réttum stað.
Sveitir Páls Pálssonar og Stefáns
Ragnarssonar munu spila á Norður-
landsmótinu í bridge sem verður í
Varmahlíð í Skagafirði 5.—8. júní. Þar
spila 10 sveitir víðs vegar af Norður-
landi. Núverandi Norðurlandsmeistari
er sveit Páls Pálssonar frá Akureyri.
Einnig munu sveitir frá Akureyri spila í
bikarkeppni Bridgesambands íslands i
sumar.
Bridgesamband
Austurlands
Austurlandsmót 1 sveitakeppni 1981
var haldið dagana 24.—26. apríl sl. á
Borgarfirði eystra.
Áður ákveðinni keppnistilhögun
varð að breyta því tvær Hornafjarðar-
sveitir mættu ekki til leiks og var það
tilkynnt of seint til að tækist að fylla
nema annað skarðið. Sveitirnar áttu að
vera 13 en urðu þess í stað 12. Með
þeim sveitafjölda er ekki hægt að halda
hraðsveitakeppni og var því ákveðið að
breyta keppnisforminu í það að allir
spiluðu við alla, 16 spila leiki, 11 um-
ferðir. Fyrirséð var að þetta mundi
verða mjög stift og reyna á þolrif spil-
ara en ekki þótti annar kostur þó væn-
legri.
Keppnin hófst kl. 8.00 á föstudags-
kvöldinu i ágætu félagsheimili Borg-
firðinga, Fjarðarborg, að afloknum
kvöldverði og snjallri ræðu formanns
Bridgefélags Borgarfjarðar, Skúla
Andréssonar. Þetta fyrsta kvöld voru
spilaðar tvær umferðir og síðan fór
hver í sitt ból en Borgfirðingar höfðu
þann hátt á að þeir deildu aðkomu-
mönnunum niður á heimili sín til gist-
ingar.
Alkunn er gestrisni þeirra Borgfirð-
inga og voru einhverjar vangaveltur
milli eiginmanna og kvenna þeirra um
hvort taka skyldi upp ágætan sið sem
tíðkast mun á Grænlandi. Munu hafa
flogið vísur, kveðnar og hálfkveðnar
milli innfæddra dagana fyrir mótið.
Á laugardagsmorgni hófst spila-
mennskan kl. 9.00 og var nú spilað allt
hvað af tók og hver umferðin eftir aðra
að velli lögð, með ákaflega rýrum mat-
ar- og kaffihléum. Undruðust nokkrir
að Sigfinnur Karlsson verkalýðsforingi
skyldiláta þettaóátalið.
Um kl. 1.00 um nóttina, þegar búnar
voru 8 umferðir, tilkynnti keppnisstjór-
inn, Björn Jónsson, af sinni alkunnu
grimmd að ekki væri nóg að gert og
spila ætti eina umferð enn. Hann skotr-
aði augum á Sigfrnn, því þetta var aug-
ljóst brot á vökulögunum, en sá var þá
byrjaður að gefa og tók ekki eftir
neinu. Var 9. umferðin spiluð og var
kátt í salnum, sumir komnir með svefn-
galsa og lauk spilamennskunni kl. 3.00
um nóttina. Hafði lota þessi staðið í 18
tíma og voru menn þrátt fyrir það mjög
hressir og kátir.
Á sunnudegi var að sjálfsögðu byrj-
að kl. 9.00 og þá með aðalfundi. Þor-
steinn Ólafsson setti fundinn og sleit
honum 45 sekúndum síðar, án þess að
aðrir kæmust þar að. Þótti þetta góður
fundur og til fyrirmyndar, var og mikið
klappað.
Keppnin hélt áfram, tvær síðustu
umferðirnar spilaðar og lauk mótinu
umkl. 15.00.
Úrslit voru nú kunn og kom í ljós að
alkunnir refir, sveit Aðalsteins Jóns-
sonar, höfðu sigrað eftir harða keppni
við sveit Kristjáns Kristjánssonar, en
innbyrðis leik þeirra lauk með sigri
Alla, 12 stig gegn 8. Sveit Alla er líka
miklu þyngri, höfðu enda hæstu
meðalvigt allra sveita sem kepptu á
mótinu, jafnvel þó Alli væri ekki vigt-
aður með.
Úrslit:
Stig
1. svell Aöalslelns Jónssonar, B.R.E. 190
auk hans Sölvl Sigurðsson, Krlst-
mann Jónsson og Ólafur
Bergþórsson
2. sveit Kristjáns Kristjánssonar B.R.E. 183
3. sveit Siguröar Stefánssonar B.F. 138
4. sveit Björns Pálssonar B.F. 136