Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNl 1981.
DB á ne ytendamarkaði
ANNA
BJARNASON
Á að kaupa nýja skó
eða láta gera
við þá gömlu?
....
Kifiandi þcssa skós var grcinilcga á þvi að fullscint væri aó fara mcð hann i við gerð og skildi hann þvi eftir á viðavangi.
SÓLNING KOSTAR
ÞRKMUNG SKÓVERÐS
DB-mynd R.Th.
,,Á ég að láta gera við skóna mina
eða fá mér nýja?” Þessi spurning
vaknar ugglaust i huga flestra aö
minnsta kosti einu sinni á ári. Þegar
,,góðu” skórnir eru farnir að slitna,
verða ljótir og jafnvel óþægilegir.
Svo virðist sem flestir láti það fremur
verða sitt verk aö kaupa nýja skó en
að láta gera við þá gömlu. Ef til vill er
það merki um velmegun að fólk geti
veitt sér nýja skó f hvert sinn sem
gömlu skórnir taka að slitna. Ef til
vill er það merki um dýrar skóviö-
gerðir og jafnvel trassaskap fólks að
láta ekki fremur gera við en kaupa
nýtt.
Rúnar Magnússon hjá Skóvinnu-
stofu Sigurbjörns Þorgeirssonar var
spurður um það hvað kostaöi að láta
gera viö skó á þessum síðustu og
verstu tímum. Hann sagði aö sólning
á skóm með leðursólum kostaði 84
krónur. Sólning með nælonsólum 71
krónu og 50 aura. Nýir hælar kosta
88.50 og plata undir hæl kostar 47
krónur.
Þetta gefur nokkra mynd af því
hvað viðgerðir kosta en þarna er enn
eftir allt sem heitir saumaskapur sem
miklu erfiðara er að verðleggja í
heild.
Lítum á málið nánar. Nýir skór
kosta núna um 250 krónur. Þaö má
þvi láta sóla skó eða skipta um hæla á
þeim allt að þrisvar sinnum fyrir verð
á nýjum skóm. Að visu er hægt að fá
bæði dýrari og ódýrari skó, frá sand-
ölum upp i sérstaka gönguskó. Einn
nýtinn vinur Neytendasíðunnar hefur
þaö fyrir sið að láta skipta um hæla á
skóm sinum þegar þeir komast úr
tizku. Við það eitt verða þeir eins og
nýir fyrir þriðjung af skóverði.
Möguleikar á slíkum skiptum eru þó
vitaskuld alltaf takmarkaðir þvi skó-
lagið bindur nokkuð hælagerö og
hæð.
Dýrt eða
sanngjarnt
Mörgum finnst það þó ugglaust
nokkuð dýrt að borga þriðjung skó-
verös fyrir nýja sóla eða nýjan hæl.
Rúnar var spurður að því hver
ákvæöi verðlagningu á skóvið-
gerðum. Hann sagði að skóvinnu-
stofur reiknuðu út á 3 mánaða fresti
þær hækkanir sem orðið hefðu á efni
og vinnu. Verðlagsráði væri siðan
send hækkunarbeiðni sem það af-
greiddi á grundvelli þessara útreikn-
inga. Rúnar var spurður að því hvort
i gamla daga, þegar verðið var upp-
haflega sett upp, hefði verið miðað
við eitthvert ákveðið hlutfall af skó-
verði. Hann sagði að sér væri ekki
kunnugt um það.
Þó að skóviögerðir hafi breytzt
nokkuð siðan fyrst var farið að gera
við skó er mesta vinnan enn fram-
kvæmd i höndunum. Slípa þarf sól-
ana niður í rokkum og stjómar
mannshöndin því hvernig það er
unnið. Saumavélunum þarf einnig að
stjóma. Kaup er einnig orðið hærra
en það var og meiri kröfur eru gerðar
til húsnæðis. í gamla daga þótti sjálf-
sagt og eðlilegt að skóvinnustofur
væru i litlum skúrum, jafnvel óein-
öngruðum. Núna lætur enginn skó-
smiður bjóöa sér slíka vinnuaðstöðu.
Þvi er það aö þó sjálf vinnan hafi
minnkað eitthvað hefur kostnaður-
inn við hana aukizt að sama skapi.
Draga ekki
of lengi
Eitt ættu menn að athuga þegar
þeir velta fyrir sér hvort gera á við
skóna eða henda þeim i stað nýrra.
Það er að draga viðgerðina ekki of
lengi. Þaö þýðir ekki aö láta sóla skó
með útvöðnu yfirleðri sem er að
morkna i sundur. Reyndar virðist
mörgum íslendingnum þykja þægi-
legast að ganga á slíkum skóm og að
skór séu þá fyrst orðnir góðir að
þeir eru verulega ljótir. En þá er lika
eins gott aö henda þeim þegar sólinn
er kominn i sundur. Annars fer svo
að menn sitja uppi með flna sóla á
ónýtum skóm og hafa hent peningun-
um útumgluggann.
Einu enn má bæta við. Það er
hreint ótrúlegt hvað íslenzkir skó-
smiðir geta gert við. Margir láta sér
til dæmis ekki detta i hug að hægt sé
að skipta um rennilás i háum skóm.
Að slíku leika þó skósmiðir sér. Þeir
geta einnig saumað skó sem rifna viö
sólann þannig að ekki sjáist.
DS.
Hvað kostar vegabréfíð?
—ogmyndatakan
stööum þar sem við spurðum, enda
verðskrá til yfir þær myndir. Á
nokkrum af þeim stöðum voru einnig
fáanlegar svarthvítar myndir og voru
þær nokkuð ódýrari. Verðið fer hér á
eftir:
Nú er sá tlmi sem flestir huga að
utanlandsferðum. Einn nauðsynleg-
asti hlutur sem ber að hafa með sér ei
auðvitað vegabréfið. Gildir það jafnl
um Noröurlönd sem önnur lönd
Þrátt fyrir að vegabréfið sé ekk
nauðsynlegt til að komast inn í
Norðurlöndin þá er hvergi hægt að fá
skipt ferðatékkum án þess að sýna
vegabréf. Þar fyrir utan getur ýmis-
legt gerzt og þá betra að vera með
skilriki i lagi.
En eins og aörir hlutir hér á landi
kostar vegabréfið sitt. Þaö þarf tvær
myndir og vegabréflð sjálft kostar
hvorki meira né minna en 90 krónur.
Er þá átt viö þá sem eru orönir 18 ára
en ekki orðnir 67 ára. Undir 18 ára
aldri og ellilífeyrisþegar greiða 50
krónur. Fyrir þá sem eru undir 18 ára
gildir skirteiniö f 5 ár en hina i 10 ár.
Við könnuðum á nokkrum stöðum
hvað tvær litmyndir, skyndimyndir,
kosta. Verðið var svipað á þeim
Amatör Laugavegi 55........ tvær myndir i lit 85 kr., 65 kr. i svarthvitu
Hraðmyndir Hverfisgötu 59 ... tvær myndir 1 lit 85 kr., ekki til s/h
Minútumyndir Hafnarstræti 20 tvær myndir 1 lit 88 kr., 72 kr. s/h
Stúdió Guðmundar Einholti 2 .. tvær mvndir í lit 85 kr., 70 kr. s/h
Barna- og fjöiskylduljósmyndir
Austurstræti .................... tvær myndir í lit 88 kr., ckki til s/h
Passamyndir Hlcmmtorgi .... tvær myndir i lit 85 kr., 72 kr. s/h, cn ckki
til eins og cr.
Ávaxtar
vindlinga-
peninga og
ætlar í
veglegt
sumarfrí
,,Þá er ég aftur byrjuð á
búreikningnum, byrjaði um áramót..
ég ákvað að senda ekki inn tölur fyrr
en ég væri viss um að ég héldi
áfram,” segir m.a. 1 bréft frá
húsmóður á Patreksfirði. Hún hafði
sent okkur upplýsingaseðla áður fyrir
nokkrum mánuðum. Við bjóðum
hana velkomna i hóp heimilisbók-
haldsmanna og birtum fleira úr bréfi
hennar. y
,,Það er nú orðinn svo mikill vani
hjá mér að skrifa niður hverja krónu
að ég held að mér sé óhætt. Þó ég
hafl ekki haldið reikning hef ég alltaf
séð hvað ég fer með mikiö i mat, þvi
ég er í reikningi i kaupfélaginu. Ég
hef alltaf borið mig saman við meðal-
talið og hef alltaf verið mun hærri.
Samt flnnst mér ég ekki bruðla f
mat.”
Patreksfjarðarhúsmóðirin sendir
okkur sundurliöun á liönum
,,annað” , sem er upp á hvorki
meira né minna en tæplega 17.500 kr.
Þar á meðal er afborgun af húsi tæp
4 þúsund, gjafir fyrir tæp 1200 kr.,
bensín og viðhald á bil 1240, slmi 859
kr., happdrætti 2600 og annað upp
árúml. 6þús. kr.
„Rétt er að taka fram að í liðnum
happdrætti er endurnýjun 1 H.H.Í.
fyrir apríl og mai þannig að það er i
hærra lagi. Það verður þó mun
minna næst. Þó ég endurnýi fyrir
þetta háa upphæð á mánuði hef ég
alltaf komið út meö tvö- til þrefaldan
hagnaöeftir árið.
í liönum annað eru m.a. 850 kr.,
sem ég dreg frá, legg mánaðarlega
inn á vaxtaaukareikning, og ætla að
nota sem sumarleyfispeninga. Þessa
upphæð fæ ég út með þvi að áætla að
hvort okkar hjóna reyki einn
sfgarettupakka á dag, sem við gerum
ekki.
Ég er búin aö leggja svona inn i
rúmt ár og er ákveöin í að halda þvi
áfram og reyna að komast með fjöl-
skylduna f veglegt sumarfrí annaö
hvert ár.
Jæja, ég vona svo að meðaltaf
fimm manna fjölskyldu hækki ekki
mjög mikiö frá því sem verið hefur.
Ein á Patró."
Raddir
neytenda
Meiri
mjólk
Mjólkurframleiðsla er nú að
aukast aftur frá þvi sem var f byrjun
ársins. Reyndar er framleiðslan
ennþá minni en hún var i fyrra en
munurinn er ekki eins geysilegur og
hann var í ársbyrjun.
Fyrstu tvo mánuði ársins var sam-
drátturinn 14,7%. í marz var hann
slðan 8,6% en í aprfl aðeins 3%.
Heildarsamdrátturinn fyrstu fjóra
mánuðina var þannig um 10%. Þykj-
ast forvígismenn bændastéttarinnar
nú hafa náð góðum árangri i þv! að
stjóma mjólkurframleiðslunni
þannig að hún miðist eingöngu við
þarfir landsmanna. Biðja þeir nú f
hljóði um það aö mjólkin taki ekki
aftur upp á þvf að flæöa yfir landið f
alltofstórum stfl.
-DS.