Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1981. { Útvarp DALLAS—sjónvarp kl. 21,20: Sue Ellen reynir að vinna hylli Jocks Sjónvarp I —afbrýðisemin lætur ekki að sér hæða íþættinum í kvöld sem er fyrsti í 24 þátta f ramhaldi Vert er að geta örlítiö um Dallas hér á síðunni, þar sem okkur er tjáð að nú fari alvaran fyrst að hefjast. Fyrstu fimm þættimir, sem nú hafa verið sýndir, vom nokkurs konar kynning á fjölskyldunni en þátturinn i kvöld er fyrsti þátturinn af 24 sem verða I beinu framhaldi hver af öðmm. Þannig tengist þátturinn f kvöld sfðasta þætti þar sem minnzt er á fósturmissi Pamelu. Heilmargt gerist hjá Ewing fjðlskyld- unni i kvöld eins og búast má við i slík- um þætti. Sue Ellen, eiginkona J.R., hefur ekki gleymt þungun Pamelu og afbrýðisemin brýzt í henni. Auk þess telur hún Jock, tengdaföður sinn, vera hlýlegri og betri við Bobby og Pam en þau J.R. 1 þættinum i kvöld reynir hún því allt hvað hún getur til að ná hylli tengda- pabba. Meðal annars veröur Jock gamla þaö á að láta skammaryrði fjúka um Digger, föður Pamelu. Þau orð reita Bobby til reiði og Sue Ellen gerir hvað hún getur til að ýta undir sundur- lyndið milli þeirra. Ekki er ráðlegt að segja mikið frá þættinum en óhætt er fyrir þá sem fylgjast með þættinum að vænta heil- mikillar spennu og óvæntra endaloka. Þýðandi Dallas er Kristmann Eiðsson. -ELA. JÚGÓSLAVÍA EFTIR FRÁFALL TÍTÓS - sjónvarp kl. 22,10: JUGOSLAVIA AN EINRÆÐISHERRA skýrt frá nútíma þ jóðlífi í landinu í stuttri f réttamynd Titó Júgóslaviuforseti á meðan hann var á llfi. Hvernig hefur þróunin orðið i landinu síðan hann féll frá? Þvi lýsir fréttamynd í sjónvarpinu í kvöld að einhverju leyti. Júgóslavia eftir fráfall Títós nefnist stutt fréttamynd sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl. 22.10 eða á eftir mynda- fiokknum Dallas. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna er i henni sagt frá jveim breytingum sem orðið hafa i Júgóslaviu eftir lát Títós. Sagt er frá forsætisnefndinni svo- kölluðu sem tók við störfum Títós en eins og kunnugt er er ekki lengur einræðisstjórn í landinu. Nefndin reynir aö halda goðsögninni um hinn látna einræðisherra lifandi og fylgir stefnu hans í utanríkismálum — hinni óháðu stefnu. Skýrt er frá nútima þjóðlífi, stjórn- skipan, verkalýðsfélögum og þátttöku verkamanna i atvinnulífinu. Myndin er um tiu mlnútna löng og þýðandi og þulur er Þórhallur Guttormsson. -ELA. Þau skötuhjú Suc Ellcn og J. R. koma mikið við sögu i Dallas i kvöld og þá scrstak lcga vegna afbrýðiscmi Suc Ellcn í garð Bobby og Pamdu. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. FILMUR QG VÉLAR S.F. Góð varahlutaþjónusta Jón Þ. Þór þýddl og les Keisara sjávarins. A undan timanum í 100 ár. fyrir 1 steinsteypu. Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyririiggjandi. 'Armúla 16 sími 38640 Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Venlliréfa - Alarlaifliiriiui Nýja húsinu v/Lækjartorg. 12222 KEISARISJÁVARINS—útvarp kl. 22,35: AFRÍSKT ÆVINTÝRI —smásaga eftir Nígenumanninn Obi B. Egbuna Keisari sjávarins er smásaga eftir Nígeríumanninn Obi B. Egbuna. Þýðandinn, Jón Þ. Þór, les fyrri hluta sögunnar i kvöld en siðari hlutinn verður á dagskrá útvarpsins kl. 21.30 á föstudagskvöldið. Jón Þ. Þór kvaðst hafa reldzt á þessa mögnuðu sögu i smásagnasafni eftir afriska höfunda en sagðist vita litil deili 'á Egbuna. Hann væri vist maður um fertugt, skrifaði á ensku og hefði verið 1 skóla i Englandi og Bandarikjunum, aö Jón hélt. Brezka útvarpsstöðin BBC mun hafa flutt eitthvað af verkum Egbuna sem einkum sækir efnivið sinn i afriskar sögur og sagnir. í Keisara sjávarins tekur Egbuna upp gamalt ævintýri og lætur aldna konu segja söguna á dánarbeði. Jón sagöist álita aö þetta væri ádeila á valdamenn i Afrlku, náunga eins og Idi Amin, Bokassa og fleiri af sama sauöahúsi. -FG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.