Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 10
10
DAOBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JCINÍ 1981.
LAUSSTAÐA
Staða deildarstjóra / kennara í byggingadeild Tækniskóla
íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík, fyrir 3. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið, 3. júní 1981.
Tónmenntakennarar
Tónmenntakennara vantar við Grunnskóla Pat-
reksfjarðar. Æskilegt að sami aðili geti verið
skólastjóri Tónskóla Patreksfjarðar.
Upplýsingar gefa Gunnar R. Pétursson í síma
94-1367 og Gísli Viktorsson í síma 94-1340.
LAUSSTAÐA
Staða lektors (50%) i sýklafræði í tannlæknadeild Háskóla tslands er laus
til umsóknar. Staðan verður veitt til tveggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6. 101
Reykjavik, fyrir 3. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið, 3. júní 1981.
Frá
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Kennarastöður eru lausar til umsóknar við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti í eftirtöldum greinum: Eðlis- og efnafræði,
heilbrigðisfræðum og stærðfræði.
Umsóknarfreshir er til 22. júní nk.
Skólameistari verður til viðtals í skólanum dagana 10.— 12.
júní frá miðvikudegi til föstudags kl. 10— 12 og 14—16 að
veita frekari upplýsingar.
Skólameistari.
Skattskrá Reykjavíkur
árið 1980
Skattskrá Reykjavíkur árið 1980 vegna álagningar á
tekjur og eignir ársins 1979 liggur frammi á Skattstofu
Reykjavíkur, Tryggvagötu 19, frá 10. júní til 24. júní n.k.
að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugar
daga, frá kl. 10.00—16.00.
Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að þessari birt-
ingu — álagðra opinberra gjalda í skattskrá 1980 vegna
tekna og eigna ársins 1979 — fylgir ekki sjálfstæð kæru-
heimild.
Reykjavík 9. júni 1981
Skattstjórinn í
Reykjavík
Gestur Steinþórsson.
OSAMKEPPNI UM GERÐ
VEGGMYNDAR VIÐ
STÖÐVARHÚS
SIGÖLDUVIRKJUNAR
Landsvlrkjun býður til samkeppni um gerð veggmyndar
við stöðvarhús Sigölduvirkjunar.
Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku.
Heildarverðlaunaupphæð er allt að kr. 50.000,00. Þar af
nema 1. verðlaun kr. 20.000,00.
Keppnisgögn eru afhent af trúnaðarmanni dómnefndar,
Ólafi Jenssyni, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, gegn skilatryggingu að fjár-
hæðkr. 100,00.
Skila skal tillögum til trúnaðarmanns eigi síðar en 15.
sept. 1981.
t dómnefnd eru dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður
Landsvirkjunar, Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt og
Hörður Ágústsson listmálari.
Reykjavík, 11. júní 1981
Landsvirkjun
Kuldatíðin á Norður- og Austurlandi:
Snjór í fjöllum,
skaflar á túnum
—og lambfé yf irleitt enn heima á túnum
,,Hér hefur engin framför sézt á
gróðri í hálfan mánuð til þrjár vikur,
enda við frostmark á nóttunni og jafn-
vel éljagangur. Eitthvað er um kal í
Múiasýslum en þó ekki i stþrum stíl svo
vitað sé,” sagði Páll Sigurbjörnsson
ráðunautur Búnaðarsambands Austur-
lands i samtali við Dagblaðið um
gróðurfarið í kuldatiðinni undanfarið.
„Vetur settist að fyrstu dagana i
október i fyrra og okkur þykir orðið
nóg um hvað hann endist lengi.
Bændur eru litið farnir að sleppa fé
enda ekkert að hafa i sumarbeitUönd-
unum.”
Ævar Hjartarson ráðunautur
Búnaðarsambands Eyjafjarðar hafði
sömu sögu að segja og koUegi hans á
EgUsstöðum.
„Ástandið er ískyggilegt þó enn sé of
snemmt að slá föstu neinu endanlegu
um kaiskemmdir i túnum i Eyjafirði.
Sakir stöðugs kulda grær ekkert og út-
litið er verra vegna þess. Mest er kaUð i
túnum út með firði; á Árskógsströnd, í
Grýtubakkahreppi og i Svarfaðardal.
Eins er kal innst f Eyjafirði, annars eru
mörg tún slæm um aUt svæðið.”
Ævar sagði að yflrleitt væri reglan sú
að bændur hafi fé enn á túnum. Snjór
væri í fjöUum og skaflar viða niðri i
byggð.
• ARH
MITTÁMILU
ALLS SEM ER
Sigurður örlygsson hefur í
myndUst sinni unnið óvenju mark-
visst að hugðarefnum sínum. Upp-
haflega kompóneraði hann með
miklum viðáttum lita en síðan hefur
hann fundið sér samastað einhvers
staðar mitt á mUU óhlutbundinnar
veraldar litanna og hlutveruleika
hvunndagsins. Þannig er i einu og
sama verkinu að finna stóra, bjarta
litfleti andspænis eða i samfloti með
öðrum flötum sem geta verið stækk-
aðir bútar af einhverri maskinu,
mublu eða öðru því sem Ustamaður-
inn hefur hrifist af. Stundum hefur
Sigurður ekki einu sinni fyrir þvf að
dulbúa þessi föng eða endurgera,
heldur fellir hann þau beint inn i sam-
hengi myndanna, sjaldnast út frá
eiginlegri merkingu þessara hiuta
heldur með tiUiti til formlegra kosta
þeirra, hvernig þeir lita út i samheng-
inu.
A0 kjarna málsins
Nú þarf málarinn ekki lengur að
vera þræU pensla sinna því alls kyns
ljósmynda- og prenttækni hefur gert
honum kleift að yfirfæra myndefni
beint á striga.
Sigurður stundaöi um hríð að fella
aðfengið efni inn i myndir sinar með
hjálp lims, skæra og heftara en i
seinni tiö hefur hann tekið ljós-
myndatæknina i þjónustu sina f æ
rikara mæli, ásamt öðrum þeim sem
stunda svipaöa myndgerð.
En tæknin hefur engan veginn yfir-
tekið myndverk Sigurðar, gert þau
steríl eða staglkennd, heldur hjálpað
honum að komast að kjarna málsins i
hverju verki, stytt honum leiöina.
Með öUum þessum innviðum er svo
sett i gang mikU togstreita i myndum
listamannsins, mUli hreinUtu flatanna
og lfnanna og hinna þriviðu hluta
sem þarna er vitnað tU, mUU víðáttu
og þrengsla i myndinni, reglustikunn-
ar og lifrænna fyrirbrigða.
Form og ekki form
Þegar vel er á spöðum haldið, iöa
myndir af þessu tagi af innra lifi.
Hins vegar er ég ekki alltaf sáttur viö
þá afstöðu sem Sigurður og aörir á
svipaðri bylgjulengd hafa til aðfeng-
inna hluta, eða mynda af hlutum, i
verkum sinum. Þeir Uta á þá sem
hrein og klár form, burtséð frá nota-
gildi þeirra, merldngu og menningar-
legu hlutverki. Sjálfur get ég ómögu-
lega horft á stól og séð aöeins
„form” stólsins, svona eins og
Platon sá það, heldur verður mér
einnig hugsað til þess aö stóU er til aö
sitja á, hann er lagaöur eftir þörfum
mannslíkamans o.s.frv.
Þegar Sigurður & Co. hafa gert
upp hug sinn gagnvart heUdarmerk-
ingu aðskotahluta sinna, þá skal ég
endurskoða afstöðu mina tU þeirra.
Myndir Sigurðar Örlygssonar
dag (10. júni). HeUsteypt er sýningin
m.a. vegna þess að iistamaöurinn
hefur leyft sér að sýna einvörðungu
tUbrigði um eitt og sama viðfangs-
efnið, lyftuhjól og trossur sem hann
sá úti i Kaupmannahöfn. Þetta efni
verður Sigurði tUefni mikiUa og
skemmtUegra leikja, bæði i málverki
og máluðum mónótýpum. Lyftuhjól-
in eru alvöru hjól, þau geta iika verið
hringlaga form, sldfa með litrófinu,
sólarminni o.m.fl. Stundum eru þessi
hjói að tosa upp alvöru lóðum eða þá
að lóðin breytast f ljósmynd af lóðum
sem hanga i alvörukrókum. Þarna,
mitt á miUi alls sem er, virðist
Sigurður una sér best. Og gera sín
bestu verk. - AI
Myndlist
Sigurður Örlygsson — Tvö málverk.
(DB-myndir Sig. Porri).
Alvöru hjól
Nú heldur Sigurður litla en heU-
steypta sýningu i Djúpinu sem lýkur i
Siguröur Urlygsson — Mynd, máluð og þrykkt mónótýpa.