Dagblaðið - 10.06.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1981.
Harrison og
Isodore
Skólaslití Vélskóla íslands:
Bátverjar á Sœljóninu kepptust við ad klára þorskanet. Boprandi jremst a mynu■
inni er Kristinn Hauksson. Frá vinstri eru svo: Gunnar Þórarinsson, Sveinbjiirn
Hjöricifsson, Vuiur Hauksson og Gunnþór Sveinbjörnsson.
Dyttað að bátum
og veiðaifœrum
í Dalvíkurhöfn
skemmta í
Óðali
Trommuleikarinn Bobby Harrison
er staddur á landinu um þessar
mundir. Ekki ætiar hann að skemmta
gestum Hótel Esju aö þessu sinni
heldur verður hann i Óðali ásamt
gítarleikaranum Gus Isodore og fleiri
góðum mönnum.
í nokkru stappi stóð að Harrison
fengi atvinnuleyfi hér að þessu sinni.
Fyrsta kvöldið lék hann þvi leyfis-
laus. Nú hefur það mál hins vegar
verið leyst og hefur hann leyfi til að
spila hér á landi til mánaðamóta. All-
an þann tfma verður hann i Óöali og
kemur þar fram með félögum sinum
fjórum sinnum i viku.
Fyrsta kvöldið sem Bobby Harri-
son, Gus Isodore, Gunnar Hrafnsson
og Einar Jónsson léku saman i Óðali
áttu þeir í erfiðleikum með hljóm-
kerfi hússins. Nú eru þeir setztir að í
hlöðunni svokölluðu. Þar hefur verið
komið upp sterkara kerfi svo að nú
ætti leikur þeirra að komast betur til
skila en áður. Harrison og félagar
koma fram milli klukkan ellefu og
tólf þau kvöld sem þeir skemmta. ÁT
IJtskrifaðist á 60
ára átskrifunar-
afinœli langafans
Þegar Vélskóla fslands var slitið nú
á dögunum útskrifaðist meðal
annarra Böðvar Eggertsson, 21 árs
piltur. Sama dag hélt langafi hans,
Guðjón Benediktsson, upp á sextiu
ára útskrifunarafmæli sitt sem vél-
stjóri.
Guðjón er aldeilis ekki sá eini sem
eftir lifir af sextíu ára árganginum.
Þórður Runólfsson og Ebenezer
Ebenezersson voru með honum í
skóla á sínum tima. — Guðjón er nú
orðinn 91 árs gamall. Hann hætti
að vinna fyrir rúmum áratug og býr
nú á Hrafnistu.
-ÁT-
Bobby Harrison trommuleikari. I nokkru stappi stóð aö útvega honum atvinnu-
leyfi að þessu sinni en það hafðist. DB-myndir: Einar Ólason.
tœkur i lögum Jirni heitins Hendrix.
Þeir lönduðu grálúðu 1 stórum stíl
úr togaranum Björgúlfi við gamla
hafnargaröinn. Á nýja garðinum
bætti Skafti net, Sæljónsmenn klár-
uðu þorskanet og Blikamenn máluðu
farkostinn sinn. Þannig var ýmislegt
um að vera við höfnina á Dalvík einn
dag i mai þegar Jón Þ. Baldvinsson
fréttaritari DB á staðnum rðlti um
svæðið með ljósmyndatólin sín.
Á ýmsu gekk í útgerðarmálum
þeirra Dalvíkinga i vetur eins og les-
endur ef til vill muna. Þannig var tog-
arinn Björgvin mánuðum saman frá
veiðum vegna alvarlegrar vélarbilun-
ar. Björgvin er nýútskrifaður af
skurðarborði Slippsmanna á Akur-
eyri og farinn á veiðar. Grásleppu-
karlar á Dalvík eru hins vegar 1 sól-
skinsskapi. Vertíðin hjá þeim var af-
burða góð að þessu sinni, sú bezta
árum saman.
Þorskveiðar i net stóðu frá miðjum
janúarmánuði. Niu bátar skiluðu að
landi alls 2141 lest. Aflahæstur bát-
anna var Brimnes EA 14 með 458.5
lestir.
-ARH.
Landshomarokkarar eru nýjasta
hljómsveitin i bransanum. Svo ný að
hún hefur enn ekki leikið opinber-
lega. Úr þvi verður þó bætt um næstu
helgi.
„Við ætlum að byrja á föstudags-.
kvöldið kemur og troða þá upp á
Bakkafirði. Kvöldið eftir verðum við
á Raufarhöfn,” sagði Axel Einarsson
gitarleikari og söngvari Landshorna-
rokkara. Með honum I hljómsveit-
inni eru Ágúst Ragnarsson bassa-
leikari og Ólafur Kolbeins trommari.
„Það er ætlunin hjá okkur að
þeytast landshornanna á milli í
sumar,” sagði Axel. „Við verðum
samt að taka okkur smáhlé síðast i
júní og fyrripartinn i júlí vegna þess
að Ágúst ætlar til Spánar. En að því
fríi loknu tökum við upp þráðinn að
nýju.”
Axel sagðist ekki búast við að
hljómsveitin kæmi fram í Reykjavik
á næstunni. „Við ætlum að nota
sumarið til að vera sem mest úti á
landi. Þó er aldrei að vita nema við
dettum óvart inn á einhvem dansleik-
inn 1 Reykjavík.”
Allir eru þeir Landshornarokkar-
arnir gamalreyndir rokkarar. Axel á
að baki langan feril i islenzkum
hljómsveitum. Ágúst og Ólafur hafa
oft leikið saman i hljómsveitum
áður. Enginn þeirra þriggja hefur þó
haft sig mikið i frammi upp á sið-
kastið. Axel hefur siðastliðið hálft
annað ár dvalið i Bandarikjunum þar
sem hann stúderaði meðal annars
upptökutæki. Ólafur hefur leikið
lítils háttar i stúdíóum og Ágúst hefur
leikið með Dansbandinu.
-ÁT-
Boðvar Eggertsson og Guðjón Benediktsson iangafi hans við skólaslitin i
Vélskóla íslands. DB-mynd: Bjarnlerfur.
Skafti Þorsteinsson i Efsta-Koti bætir
rækjunet af bátnum Tryggva Jónssyni,
sem er i eigu Jóns Tryggvasonar. Þau
eru ófá götin á netum Dalvíkurbáta
sem Skafti og félagar hans á Netaverk-
stæói Dalvíkur hafa saumað saman um
dagana.
DB-myndir: Jón Þ. Baldvinsson.
Landshornarokkararnir Axel Einarsson, Agúst Birgisson og Ólafur
Kolbeins. Á prógramminu hjá þeim verður alls kyns rokk og önnur
danstónlist DB-mynd.
Landshomarokkarar
rokka af staö
FÓLK