Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 4

Dagblaðið - 13.07.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ1981. DB á ne ytendamarkaði Geysttegtúrvaí aigriUumog fy\g\h\U^U,n GASGRILL SU NÝJUNG SEM MEST BER A Glóðarsteiking á mat hefur færzt mjög í vöxt hin síðari ár. Á björtum sumarkvöldum má finna nær hvar sem er í Reykjavík ilm af glóðar- steiktum mat, enda er matur, sem eldaður er á glóð, einhver sá bezti sem hægt er að fá. Hver fjölskylda, sem mögulega getur komið því við, er komin með grill eða hefur hugsað sér að eignast það. Á þetta að minnsta kosti við hér á höfuðborgarsvæðinu þó þessi tízkustraumur hafi e.t.v. ekki náð eins út á land. En á ferð okkar um bæinn á dög- unum komumst við að því að sitt- hvað er grill og grill. Það eru til ótal tegundir og þær sem fyrst náðu vin- sældum eru nú sem óðast að hverfa í skuggann fyrir nýjum. Það nýjasta hér á landi eru gasgrill sem þekkt eru erlendis. Þau hafa þá kosti að vera fljótari að hitna og steikja matinn. Þau eru einnig ódýrari í rekstri því gasið er ódýrara en kolin. En margir halda því fram að þau hafi jafnframt þann galla að maturinn bragðist ekki eins vel úr þeim og það sé atriðið sem mestu máli skipti. Fylgismenn gas- grilla benda hins vegar á að með réttu Póstverzlunin Akrar flytur inn þessi grill. Þau eru amertsk og heita Weber. Þau eru húóuö með postulinshúð sem ekld i að skemmast þritt fyrir mikla notkun. Þeim fylgir Gmm ira ábyrgð og eiga þau að geta enzt von úr vití. En þau eru dýr. Stóra grillið kostar 3.090 kr. hvitt og 3.190 kr. I öðrum Ut. Litla griIUð tíl vinstri er eitthvað ódýrara en nikvæmt verð li ekki fyrir þegar þetta var skrifað. Sömu sögu er að segja um ferðagrillið til hægri. Erlendis eru tii gasgrill með sömu upp- byggingu en þau hafa ekki ennþi verið flutt hingað tíl lands. I ÚtiUfl var langmest úrval af grillum af þeim stöðum sem við komum á. Varð að mynda þau I tvennu lagi, þau komust ekki fyrir á einni mynd. Urðu þó nokkur útundan. Lengst tíl vinstri á þessari mynd er gasgrill sem kostar 620 krónur. Við hUð þess er grill úr pottí á 271 krónu. Þá kemur lítið einnota grill á 25 krónur. Þetta er aðeins álform með hálmi og nokkrum kolamolum. Við hUð þess er sprittkynt plata sem notuð er til að halda mat heitum. Hún kostar 125 krónur. Fyrir aftan hana er pottgrill sem kostar 22 krónur. Yzt tíl hægri á myndinni er síðan gasgrill á 677 krónur. Meira af grillum úr Ctílifi. Lengst tíl vinstri er mjög stórt grill úr járnblöndu. Merkið Lusifer, sem á þvi er, var lengi aðal- merkið á markaðnum. Við hUð þess kemur grill með loki sem kostar 316 krónur. Þá kemur annað á 184 krónur og bak við það grill I sérsmíðuðu borði. Þvf er haldið saman af 4 skrúfum og þvl þægilegt að setja það upp hvar sem er. Næst kemur grill á 269 krónur og loks grill sem kostar 415 krónur. Liðurinn „annað” upp úr Klln wolrli Nýja krónan dugaralls ekki OIIU VaiUI beturen súgamla V JÓ SVÍNAskrokkar I frystinn T Verð kr. ' 45,00 pr. kg. l : i 'MIÐ STÖÐIN Laugalack 2.s.86511 ] VBRZLIO VID FAGMENN „Liðurinn „matur og hreinlætis- vörur” var svipaður í maí og hann var í apríl. Liðurinn „annað” er mun verri, enda ýmislegt sem tínist til,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður á Norðausturlandi. Hún er með 650 kr. í meðaltal á mann í mat og hreinlætisvörum. Dálkurinn „annað” hljóðar upp á 14.453 kr. Þar er m.a. afborgun á húsnæðisláni og vextir 5.341, loft- klæðning í hluta hússins 6.824 kr., trygging og flutningur frá Reykjavík og austur 428 kr. og skattur og útsvar 807 kr. „Svo tínist alltaf ýmislegt smotterí til. Ekki endist mér nýja krónan betur en sú gamla, held bara að hún blekki mann,” segir þessi húsmóður. Vegna þess að nýlega vorum við beðin um að segja frá upphæðum í dálkinum „annað” ætluð við í framtíðinni að tína til eitt og eitt bréf þar sem einhver grein er gerð fyrir þessum útgjaldalið. -A.Bj. kryddi megi fá „rétta” bragðið fram. Hins vegar sé engin hætta á því að brunabragðið, sem stundum kemur af kjöti grilluðu á kolum, láti á sér kræla. En þó menn hyggist ekki fara svo langt út í nýjungarnar, sem gasgrill eru, er eigi að siður hægt að endur- nýja og fá sér nýja gerð kolagrilla. Þau fyrstu, sem voru hér á markaði, voru langflest, ef ekki öll, úr þunnri járnblöndu. Þau vildu því ryðga ef þau náðu að blotna. Grill úr potti eru hins vegar það nýjasta og eiga þau ekki að ryðga. Þau eru þyngri en hin griltin en að minnsta kosti sum þeirra er hægt að leggja saman þannig að IJtið meira fer fyrir þeim en gömlu góðu ferðagrillunum. Potturinn á að vera þægilegri að þrífa og auðveldari í allri umhirðu. En hann er nokkuð dýrari. Gömlu, góðu grillin Enn er hægt að fá gamaldags grill úr járnblöndu í miklu úrvali allt frá ferðagrillum sem nánast að segja ekkert fer fyrir og upp í mjög stór grill sem eiginlega verða að eiga sér fastan samastað í garðinum eða á svölttnum. í Útilifi rákumst við meira að segja á eitt grill með áföstu borði sem töluvert mikið fór fyrir en leit óneitanlega út fyrir að vera anzi hreint þægilegt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.