Dagblaðið - 13.07.1981, Qupperneq 5
5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ1981.
Skeljongur á Suöurlandsbraut 4 selur þessi grill. Lengst til vinstrí er þýzkt grill úr
járnblöndu. Það kostar 179 krónur. Lengst til hægrí á mvndinni er annað sömu
gerðar en með hjóium og vindhlif og kostar það 296 krónur. Við hiiðina á fyrr-
nefnda þýzka grillinu er ferhyrnt pottgríll sem hentar til ferðalaga. Það kostar
344 krónur. Kringlótt pottgríll kostar 271 krónu. Fyrir framan er verulega
sniðugt gasgrill sem kostar 844,70 krónur. Hægt er að grilla á þvi undir gasloga,
hita á þvi matinn og jafnvel nota sem ofn með þvf að snúa gashellunni á ýmsa vegu.
Gaskútur með 11 kilóum af gasi kostar 200 krónur og endist hann meira en
sumarlangt. Kolapoki með 2 1/2 kg af kolum kostar 63,75 og endast kolin svona
2—3 skipti.
Sumarhúsamálið:
„EITTHVAÐ SAGT EF
ATVINNUREKENDUR
KÆMU SVONA FRAM”
—segir framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna
um framkomuBSRB
— Það er alveg furðulegt hvernig
BSRB hefur staðið að þessu máli. Þetta
virðist hafa verið eins konar hug-
myndasamkeppni hjá þeim, en ekki
venjuleg tilboð eins og þó er skýrt tekið
fram i útboðsgögnum, sagði Þorleifur
Jónsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands iönaðarmanna, er hann var
spurður álits á „sumarhúsamáiinu”
svokallaða. Sem kunnugt er þá óskaði
BSRB eftir tilboðum í gerð sumarhúsa
fyrir bandalagið en eftir að tilboðin
höfu borizt var þeim öllum hafnað og
teknar upp viðræður við umboðsmann
danskra húseininga.
— Ég get ekki séð annað, sagði Þor-
leifur, — en að þarna sé verið að koma
aftan að mönnum. Þarna er verið að
bjóða út sumarhús og er venjan sú að
leita eftir sem lægstum tilboðum. í
þeirri trú hafa islenzkir framleiðendur
skilað inn tilboðum sinum, bara til að
sjá þeim hafnað og viðræður teknar
upp við fulltrúa ibúðarhúsaframleið-
enda i Danmörku.
Þorleifur sagði að þessi framkoma
BSRB væri enn ámælisverðari fyrir
þær sakir að með þessu heföu margir
framleiðendur einingahúsa á íslandi
verið sama sem útilokaðir frá þvi að
gera tilboð í verkið. Ef BSRB var að
óska eftir vönduðum heilsárshúsum þá
átti að taka þaö fram i útboðsgögnum,
sagði Þorleifur.
Þorleifur sagði annars að þetta dæmi
sýndi að byggingariðnaðurinn væri að
verða meiri og meiri samkeppnisiðn-
aður. Samkeppnisaðstaðan væri hins
vegar hrikalega slæm og mætti nefna
að ef sumarhús væru keypt erlendis frá
væru þau tollfrjáls og sumum fylgdu
meira að segja toilfrjáls hreinlætistæki
og eldavélar. — Þetta er bara eitt dæmi
um samkeppnisaðstöðuna, sagði Þor-
leifur og bætti þvi við að hann væri
undrandi á að launþegasamtökin skyldu
haga sér svona. — Það væri eitthvað
sagt ef það væru atvinnurekendur sem
kæmu svona fram, sagði Þorleifur
Jónsson.
-ESE.
«1
Þessi grill fundutn við í Hagkaupi (eða Hagkaupum). Lengst til vinstri er ferhyrnt
ferðagrili, sem hægt er að leggja saman, úr potti á 339 krónur. Næst í röðinni er
kringlótt grill úr járnblöndu sem kostar 179 krónur og fremst til vinstri lítið ferða-
griil sem kostar 89 krónur. Sams konar grill er til með loki og kostar það 129
krónur. Loks er kringlótt pottgrill á 269 kr.
Litið var til í Ástund af griilum þegar við litum þar inn. Þessi tvö eru úr járn-
blöndu og kostar það minna 195 krónur og það stærra 280 krónur.
DB-myndir: Gunnar örn.
Dýrustu grillin, sem til eru I
bænum, eru jafnframt nýstárlegust
ásamt gasgrillunum. Þessi grill eru
bandarísk og uppsett eins og kúla i
laginu. Kúluna er siðan hægt að opna
til að koma kolum og mat fyrir en
siðan er henni lokað á meðan hann
steikist. Á lokinu er lofttúða sem á að
nægja sem loftræsting. Okkur er tjáö
að útilokað eigi að vera, jafnvel fyrir
byrjendur, að eyðileggja mat í þess-
um griilum.
Úrvalið er geysilegt. Nær allar
bensínstöðvar, íþróttavöruverzlanir
og fjöldi annarra búða selja grill og
allt mögulegt sem þarft til glóðar-
steikingar. Eru það jafnt kol sem
ýmiss konar áhöld. Einn kaupmanna
sem við hittum orðaði það svo við
okkur að það borgaði sig varla lengur
að vera með grill, allir væru komnir
með þetta þannig að þó mikið væri
selt seldi hver einstakur engin ósköp.
-DS.
^S
Snæfellsnesið:
Bflamir liðast í sundur á óf ærum vegum
— aldrei verið eins slæmir og núna, segir Bæring Cecilsson
„Vegirnir hér eru hreint út sagt
hræðilegir. Bílarnir, sem hér fara um,
hristast í sundur og ekkert er gert. Mér
finnst að það ætti að bjóða ráðamönn-
um hingað og leyfa þeim sjálfum að
aka á vegunum,” sagöi Bæring Cecils-
son fréttaritari DB í Grundarfirði er
hann hringdi hingaö til okkar. Bæring
var afar óhress yfir að vegagerðin skuli
ekki hefla vegina. Sagði hann að gjör-
samlega allt Snæfellsnesið væri ófært.
„Vegavinnuverkstjórar hér fyrir
vestan virðast alveg máttlausir og geta
ekkert gert nema með leyfi æðri valda
úr Reykjavík. Þeir fyrir sunnan vita
bara ekkert hversu slæmir vegirnir
eru,” sagði Bæring og vonaðist eftir
aðgerðum sem fyrst. .p, .
SOUND INNOVATOR
MESTA URVALIÐ
BESTA VERÐIÐ
MESTU GÆÐIN