Dagblaðið - 13.07.1981, Page 6

Dagblaðið - 13.07.1981, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. Andstæðingar útitaf Isins héldu f und á laugardag: Krefjumst þess að grasbrekkan verði aftur sett á sinn stað — segir í undirskriftalistum sem dreift var á f undinum „Okkur fannst nú bara vel mætt, ég er ekki góður að gizka á hversu miðað við hinn stutta boðunartima, en margir voru á fundinum,” sagði Þor- Mjög mikil ölvun á Akureyri: Fjörutíu manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar — og tíu teknir grunaðir um ölvun við akstur Mjög mikil ölvun hefur verið á Akureyri um helgina samfara lands- mótinu sem þar stendur yfir. Höfðu 40 manns gist fangageymslur á Akureyri i gærmorgun. Þá voru 10 teknir, grun- aðir um ölvun við akstur. Að sögn lög- regiunnar eru þetta mest allt unglingar 18 ára til tvítugs og ailt niður f 16 ára. Tvöföld vakt hefur verið hjá lögregl- unni á Akureyri um helgina vegna ólát- anna og hafa þeir samt ekki haft við. Að öðru leyti hefur helgin gengið stór- slysalaust á Akureyri. -ELA. steinn ö. Stephensen, en hann var einn þeirra sem stóðu fyrir útifundi við Bernhöftstorfuna á laugardag til að mótmæla fyrirhuguðu útitafli viö torf- una. „Fundurinn stóð i um klukku- stund og ávörp fluttu Siguröur A. Magnússon, Edda Þórarinsdóttir og ég,” sagði Þorsteinn. „Meðal annarra sem stóðu að fund> inum má nefna ritstjórana Jónas Kristjánsson og Matthias Johannessen, Svein Skorra Höskuldsson, Tómas Guðmundsson, Stefán islandi og Ragn- ar Jónsson i Smára,” sagði Þorsteinn. Á fundinum var lesinn upp texti sem er i haus undirskriftalista og er hann svohljóðandi: „Við undirrituð mót- mælum eindregið þeim skemmdarverk- um, sem nú er verið að vinna á Bern- höftstorfu, með því að útrýma þar grasi og gróðurmold, en setja í staðinn taflborð úr steinsteypu. Við krefjumst þess, að ásýnd Bernhöftstorfunnar, grasbrekkan framan við húsin, verði aftur sett á sinn stað, og öilu grjótí verði útrýmt þaðan nú þegar.” að sögn Þorsteins var um 100 undirskriftalist- um dreift á fundinum., ,Þá verður opið hús hjá mér aö Laufásvegi 4 þar sem fólk getur komið og fengið undir- skriftalista eða skrifað nöfn sin á lista. Hins vegar verða allir listar að vera komnir tíl mín fyrir þriðjudagskvöld því þetta á að ganga hratt fyrir sig,” sagði Þorsteinn ö. Stephensen að sfðustu. -SA. Sigurður A. Magnússon ríthöfundur flytur ávarp sitt. Að baki hans stendur Þorsteinn Ö. Stephensen leikarí. DB-myndir Jónas Haraldsson. Orlofshús BSRB: ATHUGASEMD VEGNA UMMÆLA STARFS- MANNA ÞAKS H.F. Vegna ummæla Heiðars Elimarsson- ar hjá Þaki hf. 1 Dagblaðinu 10. þ.m. skal eftirfarandi tekiö fram: Eins og allir félagsmenn B.S.R.B. og margir fleiri vita, eru orlofshús samtak- anna ekki aðeins notuö á sumrin, heldur allan ársins hring. Það er þvi full ástæða til að B.S.R.B. miði upp- byggingu næsta áfanga orlofsheimila sinna við þessa staðreynd. Þegar borin eru saman hinar ýmsu gerðir húsa samkvæmt tilboðum, sem bárust, kemur í ljós, að verulegur munur er á þeim á margan hátt, sem eðlilegt er. Við höfum mjög góða reynslu af húsum frá Húsasmiðjunni hf., en þegar vandað er til hlutanna hækkar verö þeirra, og ekkert við því aö segja. Húsasmiðjan reisti 13 hús í Munaðar- nesi fyrir B.S.R.B. Þau hafa verið notuð i 10 ár. Þetta eru mjög vönduð hús og Húsasmiðjan, fyrirtæki Snorra FILMUR OG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Halldórssonar, í alla staði traust. Ekki unnt að hugsa sér betri og ánægjulegri viðskipti en þau, sem B.S.R.B. áttí við Snorra Halldórsson, syni hans og starfsmenn. Hús Þaks hf. eru vafalaust góð. Á þau skal enginn dómur lagður hér, en þau voru ekki talin henta nægilega vel fyrir þá notkun, sem um er að ræða hjá B.S.R.B. Það er rangt hjá Heiðari Elimars- syni, að B.S.R.B. sé að taka hæsta til- boði. Hæsta tílboð var kr. 503.602,- á hús (60,3 m1) eða kr. 8.351,- á fer- metra. Sú hússtærö, sem verið er að ræða um við fyrirtækið Hosby hús sf. Akur- eyri, er 63,8 m1 og verð á hús rétt innan við 300 þúsund kr. uppsett eða um kr. 4.670,-áfermetra. Það er einnig alrangt að norsku húsin frá Trybo, sem reist voru í Mun- aðarnesi 1973—74, „haldi hvorki vatni né vindum”, eins og Heiðar Elimars- son hjá Þaki hf. segir í Dagblaðinu. Norsku húsin i Munaðarnesi eru skemmtileg, vel einangruð og hafa aldrei lekið dropa. Umboðsmenn norsku húsanna sendu ekki tilboð. Auðvitað verður Þak hf. að hugsa um sina hagsmuni, það er auðskilið. Sama gildir um aðra iönrekendur. Á sama hátt munu menn skilja, að B.S.R.B. verður að haga samingum sinum um byggingu orlofshúsa með hliðsjón af hagsmunum samtakanna. Þess ber að lokum aö geta, að öll vinna við þetta verk er innt af hendi af íslendingum, nema framleiðsla eining- anna. Kristjón Thorlacius. T ®ör SKATTEKLASSEH THÖR RANDERS Á Hinn vinsœli THOR pilsner aftur kominn á narkaðinn Heildsölubirgðir: XCO h/f. Sími27979 slt.HIM I IM IXt.tiBSIONS, Fundarmenn stóðu hrínginn i kringum sirið fyrir framan Bernhöftstorfuna. DB-vinningur í viku hverri: SÓL SJÓR, LÍF 0G FJ0R A P0RT0R0Z — hvaða áskrifandi verður heppinn í þessari viku? DB-leikurinn heldur áfram og í þess- ari viku eru það engin smáverðlaun sem i boði eru. Þú, áskrifandi góður, getur átt von á þvi að flatmaga í sólinni í Portoroz áður en langt um líður verðir þú svo heppinn aö nafnið þitt verður dregið upp. Einhvern dag 1 þessari viku birtast spumingar tengdar smáauglýs- ingum á baksíöu blaðsins. Daginn eftir að spurningarnar birtast er að finna einhvers staðar i smáauglýs- ingunum nafn heppins áskrifanda. Sá á kost á að svara spurningunum og fyrir rétt svör fæst ferð tíl Portoroz, sem stundum er kölluð júgóslavneska Rivi- eran. Allir áskrifendur blaösins eiga jafnan möguleika á að nafnið þeirra verði dregiö, svo betra er fyrir þig að fylgjast vel með og vera viðbúinn þegar nafniö þitt kemur upp. Það er ferðaskrifstofan Útsýn sem sér um Portoroz ferðina fyrir okkur og enginn verður svikinn af slikri ferð. Portoroz er í skjóli hæðanna við Piron- flóann á vesturströnd Istriaskagans. Staðurinn er frægur heilsubaðstaður með röð nýtlzku hótela og veitinga- staða við strandgötuna. i kring eru skógi vaxnar hæðir og vínakrar. Askrifendur DB geta þegar farið að láta sig dreyma og jafnvel þú gætir sólað þig á Portoroz á næstunni. -ELA. i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.