Dagblaðið - 13.07.1981, Side 12

Dagblaðið - 13.07.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLl 1981. 12 frýálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. v. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoöarritatjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrif stofustjóri ritstjóman Jóhannos Raykdai. íþróttir: Hallur Slmonarson. Manning: Aðalsteinn IngóHsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anno Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjón: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðiö hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10 Áskríftarverð á mánuðl Rr. 80,00. Vérö í lausasölu kr. 5,00. Sjöfnerbezt Vegna Sjafnar Sigurbjörnsdóttur er hægt að fyrirgefa borgarstjórn Reykja- víkur margt. Hún hefur lag á að koma á óvart og raska geðprýði þríeykis Sigur- jóns Péturssonar, Björgvins Guð- mundssonar og Kristjáns Benedikts- sonar. Eins og sönnum stjórnmálamönnum sæmir hafa reykvískir borgarfulltrúar komið sér upp tveggja mánaða sumarleyfi á fullum launum. Þennan lúxus hefur Sjöfn nú sprengt í loft upp og reitt samstarfs- mennina til reiði. Ástæðan er sennilega sú, að í fyrra misnotaði þrí- eykið sumarfrí borgarstjórnar og tveggja mánaða al- ræðisvald til að samþykkja í borgarráði að kaupa nokkra íkarus strætisvagna, sem ekki var meirihluti fyrir í borgarstjórn. Að vetrarlagi eru borgarstjórnarfundir yfirleitt tvisvar í mánuði og stundum einu sinni, þegar frídag ber upp á fimmtudag. Það ætti því ekki að lama borg- arstjórn, þótt eins mánaðar hlé sé milli ákvarðana á sumrin. Nefndir og ráð borgarinnar starfa á sumrin. Ekkert bendir til, að borgarstjórnin sjálf þurfi lengra sumarfrí en aðrir. Hún getur látið sér nægja einn mánuð milli funda í júlí og ágúst, svo er Sjöfn fyrir að þakka. Raunar var það alltaf einstaklega ólýðræðislegt, að borgarstjórn afsalaði sér völdum á sumrin og fól borgarráði alræðisvald. Það gekk, meðan meirihluti var traustur, en var andstætt anda lýðræðis. Sjöfn gerði raunar ekki annað en að leggja til, að ákvarðanir borgarráðs á alræðistímanum yrðu síðan bornar undir borgarstjórn á haustin. Þetta er raunar svo sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa um það tillögu. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn er auðvitað upprunalega ábyrgur fyrir hinu ólýðræðislega kerfi. Fulltrúar hans skákuðu í skjóli þess, að batnandi manni er bezt að lifa, og studdu tillögu Sjafnar til sigurs. Það var rétt ákvörðun, þótt ekki væri nema bara til að sýna fram á, að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík er enginn meirihluti, nema þegar Sjöfn þóknast. Og sem betur fer þóknast henni ekki alltaf. Svo hella sjálfstæðismenn salti í sár þríeykisins með því að heimta fund í borgarstjórn til að sýna fram á, að þeir séu ekki að tefja fyrir framgangi neinna mála. Þeir segj ast tilbúnir að mæta í vinnu. Þetta bragð kom í opna skjöldu meirihlutamönn- um, sem voru í vellystingum praktuglega í útlöndum. Þeir verða nú að hlaupa upp til handa og fóta til að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er von, að þeir séu reiðir. Enginn borgarfulltrúi hefur á þessu kjörtímabili verið skammaður oftar og rækilegar en einmitt Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Kannski er það hún, sem hefu gert Björgvin svo gráhærðan, að hann er að draga r í hlé útgerðarstjóra. Sjöfn er hins vegar merkari borgarfulltrúi en hinir, sem hafa nítt hana niður. Hún hefur ekki misst sjón barnsins, sem sá að keisarinn var ekki í neinu. Hún veit, að hún hefur lýðræðislegt umboð til að fara eftir samvizkunni. Vonandi fá Reykvíkingar aftur tækifæri til að greiða Sjöfn atkvæði til borgarstjórnar. Við þurfum á henni að halda og fleiri slíkum, svo að lýðræði verði virkara í stjórnmálum. Sjónvarp og útvarp dauðadæmt í núverandi formi Söguglefsur Engin aðgerð opinberra aðila hefur verið eins langt frá því að yera i takt við tímann og beiðni um rannsókn Rannsóknarlögreglu rfkisins á notk- un myndsegulbanda í fjölbýlishúsum i Reykjavík. Þessi aðgerðarbeiðni hinna opinberu aðila er og verður þeim og stofnun þeirra til ævarandi skammar. Það er eins og þessir menn hafi lokazt inni i dimmum kjallara og ekki haft hugmynd um þá sögu og þróun sem er búin að vera i þessum málum og væri rétt að rifja örlítið upp af henni. Ef lagabókstaf fjar- skiptalaga hefði verið framfylgt hefðu liðið áratugir þar til eins sjálf- sagt tæki og dyrabjalla hefði verið tekið í notkun á islandi. Frægt er þegar langan tima tók að fá tal- stöðvar í slökkviliðsbilana i Reykja- vik. Radióamatörar þurftu að brjóta fjarskiptalögin við sína starfsemi þótt sams konar starfsemi væri leyfð jafn- vel í Sovétinu fyrir stríð. Myndsegul- bönd voru búin að vera í gangi i varð- skipunum og nokkrum öðrum skipum, held ég, í tvð ár eða meira þegar rannsóknarbeiðnin kom fram. Fólk á hinum Norðurlöndunum hefur i mörg ár verið að koma sér upp búnaði ekki eingöngu til þess að geta séð sjónvarpsdagskrár Norður- landa á milli heldur einnig þýzkar. Mér er ekki kunnugt að danska rann- sóknarlögreglan hafi fengið beiðni um rannsókn á uppsetningu slíkra mastra. Og hvað með útvarpið sjálft? Hér dembast yfir okkur úr ljósvakan- um hundruð stöðva með tónlist og talað mál við góð skilyrði og nokkrir tugir við léleg skilyrði. Engin rann- sóknarbeiðni hefur komið fram um þessa innrás í íslenzka hluta ljósvak- ans. Því stunda hér hundruð erlendra aðila útvarpssendingar í islenzka hluta, ljósvakans, eða þess hluta ljósvakans sem er yfir íslenzku landi. Það eina sem útlendingarnir gera ekki er að útvarpa á íslenzkri tungu en hins vegar á tungu sem ef til vill 1/3 þjóðarinnar skilur. Samkvæmt þessu er ekki stætt á að banna is- lenzkum aðilum útvarp á tónlist þvi það er í raun svipting á réttindum ts- lendlnga til jafns við útlendlnga á nýtingu á Ijósvakanum yfir islenzku landi. Það atriði eitt út af fyrir sig er þjóðniðingsverk. Hver vogar sér að gerast talsmaður þess að útlendingar eigi meiri rétt til nýtingar Ijósvakans yfir okkar elgin landi en við, hinir frjáisu borgarar þessa lands? Hvað er þá eftir af einkaleyfi ríkis- ins og einokuninni? Jú, útsending á töluðu máli á íslenzku. Einokunar- sinnarnir geta ekki komið í veg fyrir útsendingu á töluðu máli, en ennþá er hugsanlegt vegna tæknistöðu að einoka útsendingu á töluðu islenzku máli. Nei, málið verður alltaf fárán- legra og fáránlegra eftir því sem dýpra er skoðað. Verður síðar í grein- inni bent á hvernig tæknin er um það bil að brjóta niður þessa einokun. Hvað hefur einkaleyfi ríkisins og hlutleysi Riklsútvarpsins þýtt raun- veruiega i framkvæmd? Ekkert ann- að en einokun pólltiska valdsins á rikisfjölmlðlunum. Það er í raun og veru furðulegt í lýðræðislegu þjóð- félagi, eins og við tölum um að við búum við á íslandi, að yfirstjórn út- varps og sjónvarps skuli skipuð pólitískum kommísörum, kosnum pólitiskri kosningu á Alþingi, og hver meðlimur fulltrúi fyrir pólitískan flokk. Nú er það vitað að um ákveðna samtryggingu stjórnmála- mannanna er að ræða og ótrúlega samvinnu þegar kemur að spurningu um vald og valdaaðstöðu. Og þá er ekki verið að hafa fyrir því að leita álits fólksins eða jafnvel athuga hvað þjónar hagsmunum þess. Og hvernig er svo hagað frjálsræðinu og hlut- deild hins almenna borgara í dagskrá stofnunarinnar? Þar er þess vandlega gætt að hagsmunir flokkanna séu ekki fyrir borð bornir og svo til öllu, PéturGuöjónsson sem fiokkast undir málefni sem við- kemur stjórnmálum eða stjórnmála- skoðunum, er vandlega skipt milli flokkanna. Þvi höfum við svo til enga viðmælendur i sambandi við, stjórnmál nema flokksfulltrúa, sem eru þá oftast sömu mennirnir og svo leiðinlegir og segja svo lítið að ef fólk væri ekki neytt til að hlusta eða horfa á þá vildi ekki nokkur maður hafa þá á skerminum. Hvenær eru menn ekki tengdir stjórnmálum beint beðnir um að lýsa áliti sínu á hinu og þessu við- víkjandi málefnum sem efst eru á baugi? Og hvaða möguleika hefur aðili úti í bæ til þess að koma á fram- færi efni áhugamála sinna í ríkisfjöl- miðlunum? í sjónvarpinu er mögu- leikinn svo til ekki neinn þar sem eng- inn fastur þáttur er ætlaður til þess- ara hluta. Það veltur á mati einstakra dagskrárstjórnenda hvort út fyrir raðir pólitíkusanna er farið í sam- bandi við umsagnir og umræðu þeirra hluta sem efstir eru á baugi. En það er því miður allt of oft sem ein- göngu koma fram stjórnmálamenn eða fulltrúar pólitiskra flokka í slíkum þáttum. Og hvernig er þessu farið í útvarpinu? Þar er einn þáttur i 20 mínútur einu sinni í viku, Um daginn og veginn, sem flokkazt getur undir frjálsræði i umræðu. Ef hann væri ekki til væri ekki til einn fastur þáttur i starfsemi rikisfjölmiðlanna þar sem haldið væri uppi frjálsræði á ábyrgð flytjendanna. Því er ástandið hér svo hroðalegt að það eru aðeins 20 minútur i viku sem skilja milli íslands og kommúnistaríkjanna í austri i föstum liðum fjölmiðladag- skrár og menn látnir skilja að þeir eru ekki velkomnir nema á 6 mánaða fresti. Nú er svo komið að kommún- istaríkið Pólland er um það bil eða orðið lýðfrjálsara en ísiand í þessu efni. Það verður að hætta að kjósa kommísara i útvarpsráð og kjósa í það menn óháða stjórnmálum. Það verður að búa til fasta þætti bæði i útvarpi og sjónvarpi þar sem hinn „þögli meirihluti” á aðgang, sem er eini möguleikinn að færa dauða- höndina af ríkisfjölmiðlunum og brjóta niður rikiseinokunina á þeim og færa þá i öllu tilliti til meira frjáls- ræðis. Opinberir starfsmenn á ævi- ráðningu í ríkisfjölmiðlunum, sem eru um það bil að lenda i harðri sam- keppni við alþjóða sjónvarp og út- varp, eru öruggir tortímendur stofn- ana sinna. Sjónvarp og útvarp f þvi formi sem það er nú er dauðadæmt. Því vildi ég sérstaklega beina orðum minum í þessari grein til þeirra sem tala um að halda uppi íslenzkri menn- ingarstarfsemi í útvarpi og sjónvarpi. Vísasti vegurinn til tortímingar hug- sjóna þeirra er sú pólitíska einokun rikisfjölmiðlanna sem við búum við í dag. Ef hægt er að blása nýju lífi í ís- lenzka rikisfjölmiðla þá er vísasti vegurinn til þess að upp komi inn- lendir samkeppnisaðilar í útvarpi og sjónvarpi. „Stundaglasið tæmist tíðum, tíminn áfram hraðar för,” kvað tog- araskáldið Blásteinn S. Blásteins. Ríkisfjölmiðlarnir eiga ca 2 ár til þess að koma sínum málum í lag. Það' verða komnir á loft gervihnettir, sem tslendingar geta tekið beint efni frá, innan 700 daga og innan 1200 daga er líklegt að fslendingar geti tekið sjón- varpsefni beint frá milli 5 og 10 stöðvum. Ekki nóg með það, þessir hnettir verða með upp i 20 talrásir svo hægt er að útvarpa texta á 20 tungumálum. Það má búast við því að fyrirtæki eins og Coca Cola, General Motors, Mercedes Benz, Osram, kaupi auglýsingatíma í þess- um hnöttum og láti senda islenzkan texta ásamt texta á 19 öðrum málum. Hvað er þá orðið eftir af forsendum fyrir ríkiseinokun á útvarpi og sjón- varpi? í kjölfar þessa koma lokuð sjónvarpskerfi, eins og í öllum öðrum menningarlöndum, sem bjóða upp á allar tegundir myndefnis allan daginn en einnig hljómlist 24 tíma í sólar- hring og annað hljóðvarpsefni tekið beint úr gervitunglum eða af segul- böndum. Sennilega er það næsta sem skeður að islenzkt hljóðvarpsefni verður tekið upp hér eða erlendis og sent gegnum þessi kerfi til almenn- ings. Tækjabúnaðurinn er nú þegar fyrir hendi á þúsundum heimila. f þó jafnfrjálsu landi og fsland er verður notkun þessarar nýju fjarskiptatækni ekki stöðvuð með úreltum fjarskipta- lögum. Það verður fróðlegt að sjá við- Ibrögðin hér á fslandi á næstunni við Ihinni nýju tækni og hvort fyrirsvars- unenn og menningarvitarnir i kring- ium íslenzku ríkisfjölmiðlana, þótt |þar séu nokkrar mjög virðingar- 'verðar undantekningar, skipi sér i flokk þeirra manna og þjóða, sem sjá' dauðaógn vofa yfir sér með inn- lleiðingu hennar. Heimsveldisrússar iog þeirra aftaniossar ásamt negra- isinræðisherrum í Afríku hafa gert ákveðnar tilraunir til þess að hefta eðlilegar athafnir blaðamanna með reglugerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og reglum um sendingar frá gervihnöttum. Það var svo sem við þessu að búast því að frjáls upp- lýsingamiðlun er eitur í beinum þess- ara aðila. En það sem vakti furðu var hversu hreint þeir gengu til verks og opinberlega þvi um leið opinberuðu þeir sína einokun og kúgun. Nú er áhugavert að fylgjast með viðbrögð- unum hér á fslandi þegar ákveðnir forsvarsmenn og menningarvitar gera sér loksins ljóst tæknistig dagsins í dag. Ætla þeir að sverja sig í sálu- félag með Heimsveldisrússum og stöðubræðrum Idi Amins eða söðla þeir um og bjóða upp á frjálsræði og samkeppni sem er hinn eini rammi sem megnað getur að halda uppi ís- lenzkri ljósvakafjölmiðlastarfsemi í framtiðinni. Nýja rfkisútvarpshúsið Ekki er að sjá að forsvarsmenn ríkisfjölmiðlanna geri sér minnstu grein fyrir þróuninni á næstu árum því þeir hugsa i þessum efnum eins og brjálaður verðbólgubraskari sem sér ekkert nema steinsteypu. öllum þeim peningum sem hugsanlega gætu farið í fjölbreyttara starf rikisfjölmiðl- anna. hefur nú þegar verið ráðstafað í steinsteypu sem enginn hefur neitt við að gera og verður ekki nýtt í dauðri stofnun í framtíðinni. Því er hér verið að kasta á glæ milljörðum gamalla króna sem frekar ættu að fara til að endurskipuleggja og losa rikisfjölmiðlana úr pólitískri ein- okun. Bygging milljarðahússins, sem er 40 árum of seint á ferðinni, verður eins og blóðsuga á fjármagnið sem nauðsynlegt er til endurskipulagn- ingarinnar. Það hefur verið hægt að bjóða íslendingum upp á ýmislegt ófrjáls- ræði á umliðnum áratugum sem okkur finnst jafnvel vera fáránlegt í dag. Meginástæða þess var að allir fjölmiðlar í landinu voru undir stjórn aðila er stóðu að pólitískri einokun fjölmiðla; pólitísku flokkarnir að dagblööunum og sömu aðilar að rikisfjölmiðlunum gegnum pólitiskar kosningar í útvarpsráði. Það var ertg- inn marktækur frjáls fjölmiðill tíl í landinu, þó er það forsenda þess að eitt þjóðfélag geti talað um sig sem lýðræðislegt. En nú eigum við Dag- blaðið og það er vafalaust tilbúið til orrustu gegn hverjum þeim aðila sem hefta vill eðlilegan aðgang og notkun Íslendinga að hinni nýju tækniþróun sem mun koma okkur fram hjá póli- tískum kommísörum og i beint sam- band við umheiminn. Pétur Guðjónsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.