Dagblaðið - 13.07.1981, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981.
Kæru ættingjar og vinir.
Ég þakka ykkur hlýjar kveðjur, heimsóknir og
gjafir á níræðisafmæli mínu 20. júní sl. Þið
gerðuð mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Gísfína Sigurðardóttir.
TUkynning
ti/ sö/uskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
6. júli 1981.
Framkvæmdastjóri - Suðurnes
Höfum verið beðnir að leita eftir fram-
kvæmdastjóra fyrir Skipaafgreiðslu Suðurnesja í
Keflavík.
Starfsins vegna er nauðsynlegt að fram-
kvæmdastjórinn sé búsettur á Suðurnesjum.
Umsóknir með sem gleggstum upplýsingum
sendist Gísla Erlendssyni, Rekstrartækni sf.,
Síðumúla 37 Reykjavík, fyrir 18. júlí nk.
rekstrartækni sf.
Síðumúla 37 - Sfmi 85311
HAPPDRÆTTI
HEYRNARLAUSRA '81
Dregið var í happdrættinu þ. í. júlí sl. Vinn-
ingsnúmer eru þessi:
1. 23.004 6. 27.047 11. 11.989 16. 28.973 21. 19.285
2. 22.401 7. 30.156 12. 49.113 17. 428 22. 194
3. 31.497 8. 25.917 13. 21.934 18. 19.500 23. 16.979
4. 21.167 9. 33.590 14. 35.444 19. 3.137 24. 5.782
5. 15.604 10. 40.608 15. 500 20. 48.748 25. 38.593
Þökkum veittan stuðning
FÉLAG HEYRNARLAUSRA
Skólavörðustíg 21. Simar 13560—13240
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboði í lagningu
hluta nýs Bláfjallavegar sem mun liggja af Krísu-
víkurvegi um Undirhlíðar, meðfram Lönguhlíð
og í Bláfjöll.
Gera skal undirbyggingu og burðarlag á um
5,0 km kafla frá Óbrynnishólum að Lönguhlíð.
Vegbreidd er 6,5 m.
Verkinu skal að fullu lokið 30. okt. 1981.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera
Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, frá og með
mánudeginum 13. júlí, gegn 500 kr. skilatrygg-
ingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og
breytingar skulu berast til Vegagerðar ríkisins
skriflega, eigi síðar en 16. júlí.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og
skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til
Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykja-
Vík, fyrir kl. 14.00 hinn 20. júlí 1981 og kl. 14.15
sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstödd-
um þeim bjóðendum er þess óska.
Reykjavik i júB 1981
VEGAMÁLASTJÓRI.
„Ákvæðin um lágmarks-
hvfld hluti af vio-
tækari lögum”
„Þetta eru ekki vökulög heldur eru
ákvæðin um lágmarkshvild milli vakta
hluti af lögum um aöbúnaö, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustööum sem
gildi tóku 1. janúar sl. Lögreglan i
Reykjavík fékk hins vegar sex mánaða
frest til að hagræöa vöktum þannig að
þær féllu að ákvæðum laganna,” sagði
Vigfús Geirdal hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins vegna fréttar i DB á fimmtudag um
fáskipaða næturvakt hjá lögreglunni.
„Samkvæmt þessum lögum skal
vaktavinnufólk fá a.m.k. átta klukku-
stunda hvild milli vakta en hjá lögregl-
unni hagar þannig til að aðra hverja
nótt vinna lögreglumenn frá klukkan
átta að kvöldi til þrjú að nóttu. Hina
nóttina vinna þeir hins vegar til kl. sex.
Dagvakt hefst kl. 12.30 og er til 20,
þannig að þdr sem hafa unnið til sex um
morgun fá ekki átta stunda hvild þurfí
þeir aö mæta á dagvakt. Málið hefur
verið leyst þannig i praksís að leyfa
þeim lögreglumönnum aö mæta kl. 14,
en þannig fá þeir tilskylda hvild,”
sagði Vigfús Geirdal hjá Vinnueftirlit-
inu. -SA.
VEIÐIVON
4
Hofsá:
Veiðin heldur dræm
Hofsá i Vopnafiröi opnaöi 2. júlí.
Hofsá, hvers vegna skyldu menn
þekkja hana, þegar minnzt er á ána?
Jú, ætli það sé ekki vegna þess að
Karl Bretaprins hefur verið árlegur
gestur í henni. En 1 sumar mun hann
verða af þeim veiðum. Brúðkaupið
ber upp á sama tlma og hann er vanur
að veiða.
En hvernig skyldi veiðin hafa verið
það sem af er? Bragi Vagnsson sagði
veiöina heldur dræma er við höfðum
samband við hann i gærmorgun.
Veiðzt höfðu á bilinu 10—20 laxar.
Það eru eingöngu íslendingar sem
veiða núna i ánni til 19. júlí. Veður
var gott, hlýtt en kannski of bjart til
að veiða. Sjórinn er ennþá kaldur og
þess vegna gengur fiskurinn ekki. En
þetta stendur allt til bóta. í fyrra var
mjög lélegt sumar í ánni, það veidd-
ust ekki nema um 600 laxar 1 stað
12—1300 eins og vaninn er. Þó veiðin
byrji ekki vel núna mun vonandi fara
að glæðast innan tíðar.
-GB.
Breiðdalsá:
Veiðimenn hirða ekki
um að gefa upp af lann
Veiðin í Breiðdalsá fer yfirleitt ró-
lega af stað. Sjórinn er oftast kaldur
um 20. júní þegar áin er opnuð og
þess vegna veigrar laxinn sér við að
ganga. Þetta á reyndar við fleiri ár.
Árferði skiptir höfuðmáli. En nú um
mánaðamótin er laxinn vanur að
koma og þá fer hann að veiöast. Við
höfðum samband við Sigurð Lárus-
son bónda á Gilsá til að afla frétta
um Breiödalsá. Heldur var dauft í
honum hljóðið. ,,Þvl miður lítil veiði
vegna þess að sumir veiðimenn gera
bara alls ekki grein fyrir veiðinni,
skila ekki veiðiskýrslum og þá er ekki
von til að fiskurinn sé bókaður úr
ánni. Það hafa aöeins veiðzt 3 laxar
sem vitaö er um, gætu hæglega verið
fleiri. En töluvert hefur veiðzt af sil-
ungi. Sumir hafa fengiö 30—40 fiska
á dag, þetta er 1—3 punda fiskur.”-
Veiðivon hvetur veiðimenn til þess að
skila veiðiskýrslum. Það er til lítils að
gefa upp aflamagn í á ef ekkert er að
markatöluna.
Náttúrufegurð er mikil i Breiðdal,
óvenju fjölbreyttur og fallegur fjalla-
hringur umlykur sveitina. Víða eru
góðir veiðistaðir í ánni og oft má fá
góöan fisk er liður á, enda nóg af
hyljum í ánni: Ármótahylur, Gljúfra-
hylur, Gunnlaugshlaup, Beljandahyl-
urinn, Stapabreiðan, Móhylur og
Heyhólshylur, svo einhverjir séu
ÞAÐ ER FALLEGT VK> S0GK)
— af latölur heldur óljósar
Það er gaman að renna fyrir lax í
fallegu umhverfi sé eitthvað af fiski,
enda laðar náttúran menn til sín. Við
Sogið er virkilega fallegt og reyna
veiðimenn að ginna fiskinn eftir
beztu getu. Hann er þó ekki alltaf til-
búinn að gefa sig. Sogið er talið
mesta bergvatnsá landsins og eitt af
allrafegurstu vötnum þess. Það er 19
km langt, þegar mælt er frá upp-
tökum að ósi, þar af um 12 km lax-
gengir. En Sogið sjálft er þó ekki svo
langt vegna þess að það er sundurslit-
ið af tveimur allstórum vötnum,
Úlfljótsvatni og Álftavatni. Veiði-
staðir eru margir góðir og gjöfulii;.
Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur
næstum allt sogið á leigu. Er þvi skipt
1 fjögur svæði, Blldsfells-, Ásgarðs-,
Syðri-Brúar- og Alviðrusvæði. Því
má sjá rennt fyrir fisk um' alla
ána. Áflatölur eru heldur óljósar en
sumir hafa veitt ágædega. En þekkja
verður ána vel til þess að vita hvar
fiskurinn heldur sig. Sogið er frægt
fyrir sína stóru laxa. Um siðustu
helgi skruppum við austur og tókum
nokkrar myndir. Veiðin var svona og
svona. Flestir höfðu orðið varir við
fisk, en hann var heldur tregur. Einn
hafði misst góðan fisk eftir um
tveggja tíma baráttu. Já, laxinn hefur
stundum betur og veiðimaðurinn
situr eftir með sárt ennið. Við
munum birta aflatölur ef viö fréttum
af þeim. Hefur þú frétt eitthvað?
nefndir. Það má nefna að eftirspurn
eftir veiðileyfum á vatnasvæöinu
hefur aukizt mikið, enda gaman að
renna fyrir fisk i ánni. Og þó þú fáir
ekki lax færöu silung því af honum er
vist nóg í ánni. Breiðdalsáin hefur sitt
aðdráttarafl eins og reyndar fiestar ár
á íslandi.
-GB.
Löng bflalestin truflar ekki veiðimanninn við Sogið.
DB-mynd Gunnar Bender.