Dagblaðið - 07.08.1981, Side 10

Dagblaðið - 07.08.1981, Side 10
frfálst, áháð dagMað Útgefandi: DagblaOiö hf. v . _ .. _ Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoóarritstjóri: Haukur Heigason. Fráttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur P&lsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hukf. Hákonardóttir Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir. Bjamlorfur Bjamlerfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sig'jrflur Þorri Sigurðssor og Sveinn Þormóflsson. Skrrfstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorierfsson. Augl'/singastjóri: Már E.M. Hali dórsson. Drerfingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifsb .fur: Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síflumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áekrrftarvarfl á ménufli kr. 80,00. Verfl f lausasöiu kr. 6,00. Fyrsti fundurinn í Alusuisse-við- ræðunum fór vel. Þar voru mættir til leiks fulltrúar allra stjórnmálaflokk- anna sömu megin við borðið, sem er því miður of sjaldgæf sjón. Og þeir stóðu ekki uppi í hárinu hver á öðrum. Einnig kom Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra ekki fram eins og Alusuisse væri sérstakt full- valda ríki. Hann setti bara fundinn, en tók síðan ekki þátt í honum. Fagmenn ráðuneytisins tóku við forust- unni. Þetta kemur til móts við sjónarmið stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem hafði óskað svokallaðrar faglegrar meðferðar málsins. Þetta tryggir, að stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar eiga að geta staðið saman í málinu. Sá búhnykkur fylgir þessari málsmeðferð, að við- ræðurnar milli íslendinga og álmanna tengjast ekki sérstaklega persónu Hjörleifs, sem hefur ítrekað látið þung orð og sumpart óþarflega þung orð falla í garð Alusuisse. Enda kom í ljósá þessum fyrsta fundi, að deiluaðilar gátu talað saman án þess að stökkva upp á nef sér. Báðir rökstuddu málstað sinn og ákváðu að hittast aftur 4. nóvember. Engum dyrum var lokað, sem betur fer. Ekki var við að búast, að samkomulag mundi nást á þessum fyrsta fundi. Málið er viðamikið og sumpart ekki fullrannsakað, til dæmis lánsviðskipti og viðskipti í rafskautum. Báðir aðilar þurfa enn að afla gagna. - -Að baki eru lög og samningar, sem voru kjölfesta þessa fyrsta samningafundar og verða enn frekar horn- steinar hinna næstu. Þessi vinna tekur öll sinn tíma, jafnvel þótt einstakir aðilar forðist hér eftir óþarfa æsing. Með þessum fyrsta sáttafundi er áldeilan loksins fallin í eðlilegan farveg. Um leið er nauðsynlegt, að Morgunblaðið og Þjóðviljinn láti af moldviðri, — átti sig á, að hin innlenda umræða um álmálið er orðin að þrástagi. í lýðræðisþjóðfélagi verða einokuna’-menn að sæta harðari gagnrýni á opinberum vettvangi en aðrir, oeinlínis af því að þolendur þeirra hafa litla aðra möguleika á að koma skoðunum sínum á framfæri, — eiga erfitt með að hætta viðskiptum. Ef fólki líkar ekki mjólkin í Reykjavík, getur það ekki flutt viðskipti sín frá Mjólkursamsölunni. Ef því líkar ekki kartöflurnar, getur það ekki flutt viðskipti sín frá Grænmetisverzlun landbúnaðarins. Ef fólki líkar hins vegar ekki eitthvert dagblaðanna í Reykjavík, þarf það ekki nauðsynlega að skrifa les- endagrein eða kjallaragrein um málið. Það hreinlega hættir að kaupa blaðið og beinir viðskiptum sínum annað. Þannig fer gagnrýni fram í samkeppnisgrein- um. Þetta gildir ekki um útvarpið og sjónvarpið, af því að það eru einokunarstofnanireins og Mjólkursamsalan og Grænmetisverzlunin. Fólk verður bara að rífa kjaft, ef því finnst þær standa sig illa. Og sé sjónvarpið lokað, er útvarpið í sviðsljósinu. Það er hreinn barnaskapur, þegar ráðamenn og ein- stakir starfsmenn útvarps eru að væla undan harðorðri gagnrýni af hálfu þolenda þeirra. Hún er bara eina aðhaldið, sem einokunarmenn hafa, svo að þeir falli ekkií dá. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. Línurnar teknar að skýrast íNicaragua: Einkafyrirtækin eru þjóðnýtt og hernaðar- aðstoð berst frá Sovét Skæruliðar sandinista fagna sigrí yfir einvaldinum Anastasio Somoza Garica árið 1979. Nú sýnist augljósara en áður hver er hin nýja stjórn Nicaragua. Hernaðaruppbygging f Nicaragua er mikil. Sandinistar hafa þjálfað upp 40 þúsund manna herlið sem koma á I staðinn fyrir þjóðvarðliða Somoza. Ráðamenn I Nicaragua hafa nú viðurkennt að þeim berist hergðgn frá Sovétrikjunum. Hópur bandariskra þingmanna sem heimsótti Nicaragua f apriimánuði siðastliðnum skýrði frá því að heimsókninni iokinni að pólitisk stefnumörkun varðandi framtiðina í landinu hefði enn ekki átt sér stað. Á þessu virðist nú vera að verða talsverð breyting. Stjórn landsins (með sandinista í broddi fylkingar) skýrði frá því fyrir skömmu að hún hygðist gera upptækar eignir fjórtán einkafyrirtækja og þjóðnýta sykurdreifinguna svo og útflutning á rommi. Einnig sagði stjórnin að eignir sem stæðu auðar í sex mánuði og ónotað land yrði tekið eignar- námi. Samyrkjubú yrðu sett undir stjórn ríkisins. Daniel Ortega, herforingi og leiötogi sandinista í stjórn Nicaragua, skýröi frá þessum fyrirhuguðu ráðstöfunum á fundi i Managua fyrir skömmu. Þar lét hann menn ekki velkjast I neinum vafa um að árs löngum viðræðum stjórnvalda við kaupsýslumenn í landinu væri lokið. „Héðan i frá mun stjórn þjóðfrelsis- hreyfingar sandinista, ríkisstjórnin og alþýðan setja leikreglurnar,” sagði hann. „Þeir sem ekki vilja spila eftir þessum leikreglum geta farið.” Bjartsýni þeirra kaupsýslumanna, sem haldizt hafa við i landinu eftir byltinguna 1979 er enda á þrotum. Fyrstu viöbrögð þeirra voru að halda vel á veg komin. Ótti við innrás frá Hondúras af hálfu stuðningsmanna Anastasio Somoza, fyrrum einvalds í Nicaragua, hefur fengið sandinista til að þjálfa upp 40 þúsund manna herlið sem koma á í stað þjóðvarðliða Somoza sem voru 14 þúsund talsins. Auk þessa sérstaka liðs þjálfa sandinistarnir 200 þúsund manna lið og Jaime Sheelock, úr stjórnarnefnd sandinista, hefur staðfest fréttir um að Nicaragua haft fengið skriðdreka frá Sovétríkjunum. Sagt er að margir hernaðarráðgjafar sandinistanna komi frá Kúbu. Bandarikin, sem hættu allri aðstoð við Nicaragua í aprílmánuði siöastliðnum eftir aö hafa sakað sandinista um að hjálpa byltingar- mönnum í E1 Salvador, eru ekki líkleg til að hefja aðstoð við landið í náinni framtíð. Thomas Ender, aðstoðar- utanrikisráðherra Bandaríkjanna er hefur málefni Rómönsku Ameriku á sinni könnu, sagði að eftir að nokkurt hlé hefði orðið á vopna- sendingum frá Kúbu og Nicaragua til E1 Salvoador þá sæjust nú að nýju óheillavænleg tákn á himni. Hug sinn til Bandarlkjanna sýndu sandinistar svo á táknrænan hátt nýverið er þeir stóðu fyrir opinberum hátfðahöldum til að fagna því að ellefu ár voru liðin frá því að Gaddafi ofursti lét loka bandarfskum herstöðvum f Líbýu. áfram í vonina þótt augljóst virtist að sú von væri vonlaus. Ekki sáust merki um nýjan landflótta kaupsýslumanna, bænda og annars miðstéttarfólks. Þannig varð ekki umtalsverð fjölgun f hópi þeirra Nicaraguabúa sem áður höfðu setzt að f Flórida í Bandaríkjunum. En stjómin er tekin að herða tök sfn bæði f pólitísku og efnahags- legu tilliti. Sagt er að ráðizi hafi verið á heimili stjórnarandstæðinga og komið hefur verið i veg fyiir að sumir stuðningsmenn þeirra gætu haidið baráttufundi. Dagblaöi stjómarand- stöðunnar, La Pensa, var nýverið lokað f tvo daga. Mannréttindahreyfingin Amnesty International hefur kvartað undan réttarkerfi sandinistanna sem gerir dómurum kleift að ákveða sérstakar „sönnunarreglur” að eigin geðþótta. Hernaðaruppbygging f landinu er J

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.