Dagblaðið - 12.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. 2
[( Erlent Erlent Eríent Erlent
- -
1
REUTER
D
( : GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Í- r-
Argentína:
Hafnarverka-
menn hand-
teknir
Margir hafnarverkamenn voru hand-
teknir í Argentínu í gær er þeir báru
kröfuspjöld við höfnina í Buenos Aires
þar sem krafizt var frjálsra verkalýðs-
félaga. Verkföll eru bönnuð af her-
stjórninni í Argentínu.
Alexander Haig staðf estir ágreining f ríkisstjórninni:
HAIG VAR EKKIFYLGJANDI
NIFTEINDASPRENGJUNNINÚ
—telur ákvörðunina munu torvelda endurnýjun meðaldrægra kjarnorkueldf lauga
íEvrópu
Alexander Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagðist í gær efast
um réttmæti þeirrar ákvörðunar að
hefja framleiðslu nifteindasprengju
en þær efasemdir ættu þó fyrst og
fremst við tímasetningu þessarar
ákvörðunar.
Á ráðstefnu í New Orleans stað-
festi Haig blaðafréttir þess efnis að
hann hefði látið í ljósi efasemdir
sínar er þetta mál var til umfjöllunar í
Hvíta húsinu.
Samkvæmt þessum fréttum lét
Haig í ljósi þá skoðun að ákvörðun-
in, sem örugglega myndi leiða til
mótmæla andstæðinga kjarnorku-
vopna, yrði til þess að torvelda
endurnýjun Atlantshafsbandalagsins
á meðaldrægum kjarnorkueldflaug-
um í Evrópu.
Haig sagði að áróðursvél Sovét-
ríkjanna hefði ekki stöðvazt frá því
að ákvörðun Bandaríkjastjórnar var
tilkynnt um helgina.
Hann sagðist óska þess að þeir sem
nú gagnrýndu ákvörðun Bandarikja-
manna beindu spjótum sinum af
sömu grimmd að hinum sovézku SS-
20 eldflaugum sem nú þegar ógnuðu
Vestur-Evrópu og Kína.
Weinberger, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í fyrrakvöld að
framleiðsla nifteindasprengjunnar
væri þegar hafin og bætti því við að
nifteindasprengjan gerði Atlantshafs-
bandalaginu mögulegt að verjast
öflugri skriðdrekainnrás Sovétríkj-
annaíMið-Evrópu.
Friöargöngumenn
mótmæltu í sendi-
ráðum í Hollandi
Um þrjú hundruð friðarsinnar
stóðu fyrir mótmælum í sex sendi-
ráðum i Haag í Hollandi í gær.
Mótmælin í gær voru skipulögð af
friðarsamtökunum IPMO sem hófu
fjórtán daga baráttu 2. ágúst er um
sjö hundruð friðarsinnar frá mörgum
Vesturlöndum settu upp búðir í
Beilen í Norður-Hollandi.
Lögreglan fjarlægði um 20 mót-
mælendur úr spænska sendiráðinu
eftir að þeir höfðu setzt að í tveimur
herbergjum þar í nokkrar klukku-
stundir og krafizt þess að fá að tala
við spænska sendiherrann.
Meirihluti þeirra var Spánverjar
sem vildu mótmæla þeirri fyrirætlun
spænskra stjórnvalda að gerast aðilar
að Atlantshafsbandalaginu.
Lögreglan fjarlægði einnig mót-
mælendur sem hindruðu fólk í að
komast inn í sendiráð Bandarikjanna
og vildi þannig andmæla þeirri
ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
hefja smiði nifteindasprengju.
Einnig voru mótmæli við sendiráð
Frakklands, Sovétríkjanna, Ítalíu og
Vestur-Þýzkalands.
KINVERJAR
SAKAÐIR
UM ÖGRANIR
Vietnamar hafa sakað Kínverja um
að vera með ögranir á landamærum
þjóðanna sem leitt hafi til átaka að
undanförnu. Segjast Víetnamar hafa
handtekið nokkurn fjölda kínverskra
hermanna er haldið hafi uppi skotárás-
um á landamærunum.
Mótmæli eru hafin
við Berlínarmúrinn
Um hundrað manns stóö í gærkvöldi
fyrir minningarathöfn um þá sem látið
hafa lífið við að reyna að fiýja yfir
Berlínarmúrinn. Athöfnin fór fram
vestan við múrinn í gærkvöldi að því er
talsmaður Alþjóðlegu mannréttinda-
stofnunarinnar skýröi frá í gær.
Þeir er tóku þátt í athöfninni báru 76
trékrossa, einn fyrir hvern þeirra
Austur-Berlínarbúa sem látið hefur
lífið við tilraunir til að komast yfir til
Vestur-Berlinar frá því að múrinn var
reistur í ágúst 1961.
Margir fyrrverandi íbúar í A-Þýzka-
landi hófu um leið hungurverkfall á út-
sýnispalli í sömu götu. Vildu þeir með
því mótmæla múrnum og leggja
áherzlu á kröfur um að ættingjar þeirra
fái að flytjast frá A-Þýzkalandi.
Hvort tveggja var liður í aðgerðum
Alþjóðlegu mannréttindasamtakanna í
Frankfurt til að minnast tuttugu ára af-
mælis múrsins.
Kristilegfriðarráðstefna íPrag:
Fordæmir ákvörðun
Bandaríkjaforseta
aðeins torvelda afvopnunarviðræður
stórveldanna.
Sprengingar í
Kaupmanna-
höf n í gær
Tvær sprengjur sprungu á skrifstofu
svissneska flugfélagsins Swissair i
Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Einn
maður særðist. Ekki var vitað hver bar
ábyrgð á sprengingunni.
Kristilega friðarráðstefnan í Prag
fordæmdi í gær þá ákvörðun Reagans
Bandaríkjaforseta að láta hefja fram-
leiðslu á nifteindasprengjunni og sagði
í yfirlýsingu frá ráðstefnunni að
ákvörðun þessi yrði til að auka vig-
búnaðarkapphlaupið.
Yfirlýsingin var birt af Ceteka-frétta-
stofunni sem er hin opinbera frétta-
stofa Tékkóslóvakíu. Þar sagði að
framleiðsla sprengjunnar myndi ekki á
neinn hátt auka öryggi Bandaríkjanna
eða bandamanna þeirra og myndi
-*• • ~ **- • .
Þegar fréttist að Thomas Mclwee hefði iátizt af völdum mótmælasveltis um helgina héldu konurnar I kaþólsku hverfunum i
Belfast út á göturnar og tóku að slá sorptunnulokum i götuna. Þannig hafa fréttirnar um dauða fanganna i Maze-fangelsinu
jafnan verið fluttar út frá því Bobby Sands varð fyrstur þeirra til að láta lifið af völdum mótmælasveltis. Er þetta háttemi
kvennanna orðið að táknrænni sorgarathöfn þar í borg. Alls hafa nú níu fangar látizt af völdum mótmælasveltis í Maze.
’9R ÚTSALA
ÁHÚSGÖGNUM
Við rýmum fyrir nýjum vörum
40%
M.A.:
VEGGSAMSTÆÐUR, SÓFABORÐ, BÓKAHILLUR,
HLJÓMTÆKJASKÁPAR, FORSTOFUSPEGLAR,
BARNA OG UNGLINGASKRIFBORÐ O.M.FL.
• Góðir greiðsluskilmálar
• Sendum um attt land
NOTIÐ ÞETTA
EINSTAKA
TÆKIFÆRI
HUSGOGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100