Dagblaðið - 12.08.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGUST 1981.
s
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
/~
Beiiínarmúiinn á tuttugu ára af mæli:
\
SJOTIU MANNS HAFA LATK)
IÍFID A LEH) YFIR MÚMNN
r
— Ibúar A-Berlínar þekkja vöruverð í verzlunum hinum megin múrsins þó þeir geti aldrei verzlað þar
v
í dögun sunnudaginn 13. ágúst
1961 hófu hermenn og einkennis-
kiæddir verkamenn að reisa gadda-
vírsgirðingu í gegnum miöja Berlín.
Þar með komst kalda stríðið á nýtt
stig. Berlinarmúrinn var fæddur.
Núna, á tuttugu ára afmæli múrs-
ins, er hann enn tákn um skiptingu
Evrópu í austur og vestur — áþreif-
anlegt dæmi um járntjaldið svo-
nefnda og andrúmsloft kalda stríðins
sem virðist nú vera að leysa af hólmi
slökunarstefnu síðasta áratugar.
Fólk hefur smám saman vanizt
múrnum. Ný kynslóð er vaxin úr
grasi sem ekki þekkir Berlín án múrs-
ins og andstaöan gegn honum hefur
þar af leiðandi minnkað.
Erfiðast á fólk austan múrsins með
að sætta sig við að geta ekki keypt
ýmis matvæli og munaðarvörur sem
það sér auglýst á hverju kvöldi í sjón-
varpinu. Konur í Austur-Berlín
þekkja afgreiðslutima og vöruverð i
verzlunum sem þær hafa enga mögu-
leika áað verzla i.
í austurhluta Berlínar verður af-
mælið haldið hátíðlegt af opinberum
yfirvöldum. Veggspjöld þar hafa að
geyma mynd af Brandenburgarhlið-
inu, sem eitt sinn var tákn þýzka
Berlinarmúrinn er helzta aðdráttarafl
ferðamanna sem koma til Vestur-
Berlínar.
heimsveldisins. Á myndinni eru
einnig nútíma austur-þýzkir her-
menn. Á myndinni stendur: „13.
ágúst 1961 vegnaöryggis okkar”.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan
múrinn var reistur hefur hann smám
saman orðið helzta aðdráttarafl
ferðamanna sem koma til Vestur-
Berlínar. Margs konar minjagripir
eru seldir er á einn eða annan hátt
snerta Berlínarmúrinn.
Múrinn sjálfur er minni en flestir
ferðamenn búast við. Hann er hvergi
hærri en rúmir þrír metrar en þessi
hvítsteypti múr sem íbúar Vestur-
Berlínar sjá er aðeins síðasta hindr-
unin á vegi þeirra sem vilja reyna að
flýja frá Austur-Berlín.
Raunar eru veggirnir tveir. Landa-
mærasvæðið á milli þeirra er allt að
200 metrar á breidd. Á þessu svæði
eru skurðir, margs konar hindranir
aðrar svo og varðturnar. Þarna eru
líka fjölmargir varðhundar. Áður var
löng ól bundin við háls þeirra en því
hefur nú verið hætt og þeir látnir vera
lausir. Ástæðan er sú að nokkrir
þeirra er voru á flótta yfir múrinn
notuðu ólarnar til að kyrkja hundana
og þagga þannig niður í þeim.
Múrinn er 166 kílómetra langur
hringur sem er kringum Vestur-Berlín
eins og í bylgjum. Landamærin sem
múrinn markar fylgja gamalli
hverfisskiptingu sem ákvörðuð var af
prússnesku skrifstofubákni frekar en
af verkfræðilegu hugviti. Af þvi
hefur leitt margs konar óhagræði.
Eftir 13. ágúst 1961 kom til dæmis
í ljós að ibúar Steinstuecken, lítils
hverfis í suðvesturhluta borgarinnar
sem átti opinberlega að tilheyra
Vestur-Berlín, voru einangraðir og
þurftu að fara í gegnum landamæra-
skoðun til þess að verzla.
Með samningaviðræðum tókst þó
fljótlega að koma því til leiðar að
mjór vegur og járnbrautargöng voru
opnuð inn í hverfið en múrinn er þétt
beggja vegna vegarins.
Skammt frá er svipað hverfi sem
tilheyrir Austur-Berlín en liggur inn
fyrir hin eðlilegu mörk Vestur-
Berlínar og múrinn umhverfis er eins
og gullfiskaskál að sjá.
Furðulegast af öllu saman er sá
hluti múrsins þar sem dyr eru og
dyrabjöllur á múrnum sjálfum. Tvær
litlar íandræmur á vesturbakka
Havel-árinnar hafa að geyma 33 litla
húsgarða og sumarhús, sem eru í eigu
fjölskyldna í Vestur-Berlín. Þessi hús
eru hluti af Vestur-Berlín en aðskilin
frá vesturhlutanum með þrjátíu metr-
um af Austur-Þýzkalandi.
Eigendur þessara bústaða verða að
17. ágúst 1961, aðeins fjórum dögum eftir að A-Þjóðverjar höfðu reist Berlinarmúrinn var Peter Fechter skotinn til bana
eftir að hafa verið kominn yfir múrinn. Það var a-þýzkur varðmaður sem skaut hann á flóttanum. Myndin var tekin við minn-
ingarathöfn á þeim stað þar sem Peter Fechter lézt.
hringja á dyrabjöllu á Berlínarmúrn- Hér hefur múrinn verið lagður þvert yfir leið sporvagna.
um og ganga síðan í fylgd varðmanna
þangað eftir að dyrnar hafa verið
opnaðar fyrir þeim. Þeim er hvorki
leyfilegt að veiða eða synda 1 ánni
Ströng vegabréfsskoðun er i landamærunum.
vegna þess að hún er hluti af Austur-
Þýzkalandi sem og fiskarnir.
En hártoganirnar um skiptingu
Berlínar eru ekki aðeins landfræði-
legar. Bandamenn — Frakkland,
Bretland og Bandarikin — viður-
kenna ekki Austur-Berlin sem höfuð-
borg Austur-Þýzkalands. Fyrir þeim
er hún sovézkt svæði hertekinnar
Berlínar.
Þegar opinberir embættismenn
bandamanna halda yfir til Austur-
Berlínar í bifreið lita þeir á austur-
þýzku landamæraverðina sem
sovézka staðgengla og neita að láta
þá snerta skjö! sín en sýna þau í gegn-
um uppskrúfaöar rúður bifreiðarinn-
ar.
Þó svo að austur-þýzka stjórnin
verji vegginn sem varnargarð sósíal-
ismans gegn kapítalismanum er henni
ljós sá áróðursmáttur sem felst í
veggnum fyrir vesturveldin.
Á síðasta ári var múrinn endur-
byggður í nýrri gerð við Bernauer-
götu en þar höfðu húshliðar myndað
vegginn í nítján ár. Margir ljós-
myndarar höfðu tekið áhrifamiklar
myndir af gluggum lokuðum með vír
eða rimlum þar sem stundum mátti
sjá gardínur fyrir innan.
Vitað er um meira en sjötíu
Austur-Þjóðverja sem hafa látið lífið
við að reyna að flýja yfir múrinn.
Múrinn hefur komið i veg fyrir að
A-Þjóðverjar hafi misst úr landi fólk
sem þeir geta illa verið án sökum
menntunar þess og á þann hátt hefur
hann kannski dregið úr þjóðfélags-
legum skaða A-Þýzkalands.
Á vesturhlið múrsins hafa verið
krotuð ýmiss konar háðsyrði um
múrinn, svo sem: „Made in USSR”
(búinn til í Sovétríkjunum),
„Slökktu, herra Honecker (a-þýzki
flokksleiðtoginn), þú ferð síðastur.”
Það er svo kannski dálítið skopleg
tilviljun að vinsælasta lagið í Austur-
Berlín í sumar er lag rokkhljóm-
sveitarinnar Pink Floyd, lag sem
flytur vinstrisinnaðan boðskap og
nefnist: „Þegar allt kemur til alls ert
þú aðeins einn múrsteinninn í viðbót
í veggnum.”