Dagblaðið - 12.08.1981, Síða 9

Dagblaðið - 12.08.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. 1 I Erlent Erlent Erlent Erlent Tvífarar brugðu á leik: „Bretadrottning” reyndi að sníkja sérfar með bíl Þetta var fjörug samkoma. George Washington Bandaríkjaforseti, Nelson flotaforingi, Lincoln B. Bandaríkjafor- seti, Jimmy Cartert, Elísabet Breta- drottning, Ronald og Nancy Reagan og Henry Kissinger höfðu um nóg að tala. Nelson þurfti að segja frá orrustunni við Trafalgar árið 1805 þegar hann lét lífið á dekki flaggskips Breta, Victory, og Abraham Lincoln varð tíðrætt um leikritið sem hann var að horfa á þegar hann var myrtur. Flókið? Ekki svo. Allir viðstaddir voru nefnilega tvífarar þeirra er þeir áttu að vera. Og fólkið var allt saman- komið fyrir tilstuðlan Ron Smith, sem hefur atvinnu af því að láta taka aug- lýsingamyndir af tvíförum. Tvífararnir sjálfir fá svo auðvitað dágóðar summur fyrir sinn snúð. Eftir langar og gagnmerkar um ræður brugðu tvífararni r á leik og reyndu að snikja sér far með bifreið. Sagnir herma að bílstjórarnir hafi orðið nokkuð hissa þegar Elísabet drottning og forsetarnir Lincoln, Washington og Reagan stóðu við veg- kantinn veifandi bílunum. Sjálfsagt mundi íslendingum verða svipað um ef þeir sæju Hannes Hafstein og Hallgrím Pétursson biðja um far á Vesturlands- veginum. Abraham Uncoln og Ne/son fíotaforingi. Norsk fjölskylda var 14 mánuði á leiðinni til fóstur- jarðarinnar: Sigldi á seglbát alla leiðina jrá Ástralíu Larsen-fjölskyldan sem býr á Trom- eyju fyrir utan Arendal í Noregi kom nýlega heim aftur eftir 10 ára dvöl í Ástralíu. í sjálfu sér er það ekki í frá- sögur færandi, utan hvað heimferðin tók 14 mánuði, en fjölskyldan sigldi alla leiðina frá Ástralíu á seglbátnum Santosha sem fjölskyldan hafði sjálf smiðað. Ævintýralöngun rak hjónin Steinar og May og börn þeirra Tine, 14 ára, og Audun, 16 ára, til Ástralíu fyrir sléttum áratug. Ástralska stjórnin greiddi far- miðana fyrir fjölskylduna til Ástralíu, en á móti lofuðu Norðmennirnir að vinna í landinu næstu tvö árin. Steinar er trésmiður og átti létt með að fá vinnu og fyrstu árin kunni fjölskyldan vel við sig meðal andfætlinganna. En siðan kom heimþráin til sögunnar. Skútuna hafði fjölskyldan smiðað fyrir sex árum og fyrir tveimur árum ákvað fjöl- skyldan að sigla á henni heim til Noregs. Lagt var af stað frá Brisbane i Ástraliu í maí í fyrra og þaðan var haldið til Jólaeyjunnar, skammt suð- vestur af Jövu. Áfram var siglt yfir Indlandshaf unz komið var til Durban i Suður-Afríku. í Durban hélt fjölskyld- an kyrru fyrir í þrjá mánuði og beið eftir heppilegum staðvindum fyrir sjó- ferðina yfir Atlantshafið. Loks byrjaði að blása úr réttri átt, en þá gerðist það óhapp að dísilmótor bátsins bilaði. Alla leiðina frá syðsta odda Afríku varð fjölskyldan því að treysta á segl- búnað skútunnar og hann stóð svo sannarlega fyrir sínu. Prófraun segl- anna var ofsaveður út af Góðrarvonar- höfða, vindhraði komst í 11 vindstig en seglin gáfu sig hvergi og norska fjöl- skyldan hélt áfram siglingu sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Norsararnir sigldu næst yfir til Brasilíu með viðkomu á St. Helens eyju, þar sem Napóleon eyddi síðustu ævidögum sínum. Þá var haldið upp með strönd Suður-Ameríku, alla leið til Karíbahafsins. Frá Barbados var strikið tekið til Jómfrúareyja og Azor- eyja i miðju Atlantshafinu. Nú var leiðin tekin að styttast og kunnugleg lönd í Evrópu birtust við sjóndeildar- hringinn: Möneyja í írlandshafi, þá Skotland og loks var siglt góðum byr yfir Noðursjóinn til Noregs. Fjölskyld- an var komin heim. May Larsen með börn sin tvö, Audun og Tine. í baksýn sést segl skútan Santosha sem fjölskyldan sigldi 6 frá Ástralíu. Gabriela Mistral, sem hlaut nóbels- verðlaunin I bókmenntum árið 1945, var nýlega veittur einhver æðsti heiður sem hægt er að veita nokkurri manneskju í Chile. Mynd af henni prýðir nýja peningaseðla sem gefnir voru út I landinu og Mistral varð þvl fyrst kvenna i Chile til aðfá mynd af sér á seðla. Seðlar þessir eru 5000 pesóa-seðlar (jafngildi um 960 króna) og verðmestu peningaseðlar í umferð I Chile. Mistral lézt l Hampstead í Banda- rikjunum árið 1957,68áraað aldrí Oabriela Mlstral hlaut nóbelsverö- launin 1945. Laxinn stökk í fang Svíans Svíi nokkur varö nýverið fyrir þeirri merkilegu reynslu að lax hoppaði beint í fang hans. Atburður þessi gerðist í ánni Lágen, serrrer rétt vestan við Oslófjörð. Svíinn var á bát úti á ánni er hann vissi ekki fyrr en 11 punda lax stökk upp úr vatninu og í næstu andrá sat Svíinn með hœnginn í fang- inu. Svíinn varð að sjálfsögðu steinhissa en fannst fiskurinn víst góð búbót. Þessi sama veiðiaðferð vœri kannski reyn- andi í Elliðaánum!

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.