Dagblaðið - 12.08.1981, Page 18

Dagblaðið - 12.08.1981, Page 18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1981. Gart er ráð fyrir vestan og suð-- vestangolu eða kalda um alit land. Skúr á vestanverðu landinu en bjart á Austuriandl. Kl. 6 var sunnan 2, láttskýjað og 7 stlg ( Reykjavlt, breytlleg átt 2, al- skýjað og 7 stig á Gufuskálum, breytlleg átt 2, súld og 4 stlg á Galtar- vita, sunnan 3, skýjað og 9 stig á Akureyrl, vestnorðvestan 1, skýjað og 8 stlg á Raufarhöfn, vestan 2, látt- skýjað og 11 stig á Dalatanga, breyti- leg átt 2, léttskýjaö og 8 stig á HÖfn, vestsuðvestan 2, láttskýjaö og 8 stig a btórhöf ða. ( Þórshöfn var abkýjað og 10 stlg, í Kaupmannahöfn léttskýjað og 161 stig, ( Osló þokumóða og 17 stig, ( Stokkhólml léttskýjað og 17 stig, ( London þokumóða og 12 stig, (Ham- borg skýjað og 13 stig, ( Parfs hálf- skýjað og 13 stig, I Madrld helöskfrt og 17 stlg, f Lissabon þokumóða og 16 stig, í New York skýjað og 24 stig. VUhjálmur Ingólf Steinsson, er lézt á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. júlí sl., var fæddur að Hring í Stíflu, Austur- Fljótum Skag. 1. sept. árið 1919. For- eldrar hans voru búandi hjón þar, Elín- björg Hjálmarsdóttir og Steinn Jóns- son. Vilhjálmur Ingólf stundaði nám í bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal og var búandi á Hring og síðar á Nefs- stöðum í sömu sveit, allt til ársins 1959 er hann fluttist til Siglufjarðar. Þar stundaði hann ætíð nokkurn búskap með sinni daglaunavinnu. Eftirlifandi kona hans er Kristin Ólafsdóttir og áttu þau fjögur börn. Jörgen Höberg Petersen varð bráð- kvaddur að heimili sínu, Overgaden/o Vandet 38 Kaupmannahöfn, 5. ágúst. Hann var fæddur í Reykjavík 6. apríl 1916. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Biering Petersen og Peter Peter- sen sem þekktur var undir nafninu Bíó- Petersen. Árið 1935, þá 19 ára, fór Jörgen til Kaupmannahafnar í verk- fræðinám, síðan starfaði hann við kvikmyndahús föður síns, Atlantic Bio. Síðar gerðist hann forstöðumaður skrifstofu Loftleiða í Kaupmannahöfn þar til hann tók við rekstri kvikmynda- húss föður síns, en vann síðustu árin hjá Rafmagnsveitu Kaupmannahafnar. 18. ágúst 1940 gekk hann að eiga æsku- vinkonu sína og skólasystur, Þóru Jónsdóttur. Eignuðust þau fjögur börn, Björn, Eddu, Helgu og Rún. Barnabörnin eru sex. Sveinn J. Ásmundsson lézt á Borgar- spítalanum 6. ágúst. Hann fæddist á Heggsstöðum í Andakílshreppi í BorgarFirði. Foreldrar hans voru Ásmundur Þorláksson og Kristbjörg Þórðardóttir. 1910 fluttist Sveinn til Vestamannaeyja og gerðist þar vél- stjóri á fiskibátum. Árið 1919 fluttist hann til Hafnarfjarðar og hóf að stunda bifreiðarakstur. Árið 1923 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf, árið 1925, störf við bifreiðaviðgerðir hjá Sveini Egilssyni og gerðist meistari í þeirri iðn. 22. maí 1926 kvæntist hann Louise Lúðvíksdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Ellen. Áður hafði Sveinn eignazt þrjá syni, Jóhann, Pétur og Adolf. Jón Þórir Gunnarsson lézt 1. ágúst 1981. Hann fæddist 6. október 1928. Faöir hans var Gunnar Samúelsson en móðir Marta Bjarnadóttir. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna og Jón Þóri. Faðir Jóns lézt tæplega þrítugur að aldri. Móðir hans, Marta, giftist aftur, þá Vilmundi Sigurðssyni og eignuðust þau þrjú börn. Síðastliðin 16 ár var Jón starfsmaður hjá olíufélaginu Skeljungi hf. Hann kvæntist árið 1962 Þorsteinu Andiát Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri, lézt 3. ágúst sl. Ólafur Þ. Kristjánsson var þjóðkunnur maður, skólamaður, ættfræðingur, sagnfræð- ingur, félagsmálamaður á vegum Al- þýðuflokksins, einnig forystumaður bindindismanna um árabill Ólafur fæddist 26. ágúst 1903 í Hjarðardal ytri i önundarfirði. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson og Bessabe Halldórsdóttir. Ólafur var elztur fjögurra systkina. Ólafur tók kennarapróf 1928. Hann var mikil- hæfur skólamaður og var skólastjóri Flensborgarskóla frá 1955 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Af kennslubókum sem Ólafur ritaði má nefna mannkynssögu handa fram- haldsskólum og kennslubækur og orðasafn í esperantó. Hann sat í stjórn félagsskapar esperantista, í skólanefnd- um og fræðsluráði í Hafnarfirði um árabil og var formaður Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar áratugum saman. Ólafur var fyrsti formaður Kaupfélags Hafnfirðinga frá stofnun þess 1945 til 1953. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnar- firði i 12 ár. Ólafur kvæntist 7. september 1931 Ragnhildi Gisladóttur úr Selárdal í Arnarfirði. Þau eignuðust 3 börn: Ást- hildi, Kristján og Ingileifu. Barnabörn- in eru tólf og barnabarnabörnin átta talsins. Ólafur var jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 11. ágúst. RAUÐIHERINN MÁTTLAUS? Er hinn voðalegi rússneski, rauði her, þegar allt kemur til alls, skipaður illa þjálfuðum hermönnum sem ekk- ert hafa í höndunum nema úrelt tæki? Ástandið virðist nú ekki vera alveg svo slæmt (eða gott) en töluvert kom það mér á óvart að sjá i brezkri heimildarmynd í sjónvarpinu i gær að Rauði herinn er alls ekki sú grýla sem Mogginn hefur.verið að ala á árum saman. HræðsTa Moggans, Reagans forseta og hans fylgisveina virðist, ef ekki óþörf, þá að minnsta kosti allt of mikil. Rússneski björn- inn er greinilega ekki ósigrandi eins og okkur hefur verið kennt. Gott fyrir okkur, nú losum við okkur snar- legavið Kanann. Myndin um rauða herinn var mun óvæntari endalok en leikrit með sama nafni næst í dagskránni á undan. Reyndar kom mér á óvart, eins og til var ætlazt, að eiginmaðurinn skyldi finna bílstjórann upp í hjá konu sinni. En þetta sýnir bezt að ekki skyldi skjóta mann án þess að vera viss um að hann sé sá rétti. Þegar Kan- inn er farinn vita Rússarnir að við erum ekki sá rétti til að skjóta. Meðan hann er hér geta þeir fengið rangar hugmyndir. De Gaulle virtist alltaf vita hver sá rétti var. Eftir fræðslumynd um hann að dæmá virðist hann hafa náð völdum og áhrifum í krafti persónu- leika síns eins. Óskandi að við hefðum slíka menn hér í hverju rúmi. Eða haldið þið að ekki væri munur ef ísland yrði snarlega gert að stórveldi. En slikt er auðvitað fjarlægur draumur. Myndasagan um Pétur fannst mér verulega ómerkileg og varla börnum bjóðandi. Kannski finnst einhverjum óvitum gaman að svona dellu en ég get ekki ímyndað mér að hin sem farin eru að stækka láti sér þetta nægja. Fréttir voru ágætar í sjónvarpinu. Mér gezt vel að því nýnæmi sem við sjáum nú æ oftar að sýna myndir á bak við þann sem segir fréttirnar. Af útvarpsdagskrá heyrði ég ekki annað en fréttir. Varð að eftirláta heimavinnandi húsmæðrum, börnum og gamla fólkinu klassísku tón- listina, Þorkel og Jón Þórarinsson um morguninn og Dvorak og Brahms í efdrmiðdaginn. Hefði ég gjarnan viljað heyra þetta allt saman ef því hefði verið valinn • annar tími i dagskrá. -DS. Svanlaugu Guðjónsdóttur. Þeim varð ekki barna auðið en dóttur Þorsteinu, Sigrúnu, reyndist hann sem bezti faðir. Ingvar Haukur Sigurðsson hefur nú verið kvaddur í hinzta sinn. Hann fæddist 24. desember 1957 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurðar Hauks Eiriks- sonar og Auðar Ingvarsdóttur. Þórunn Jónína Meyvantsdóttir, Hagamel 45 Reykjavík, lézt í Landa- kotsspítala að morgni 11. ágúst. Ingimundur Kr. Gestsson, Seljalandi 3, lézt í Borgarspítalanum 10. ágúst. Sæunn Bjarnadóttir, Austurvegi 10 Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju 14. ágúst kl. 14. Sigurður Ben Sigurðsson verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni 14. ágúst kl. 10.30. Þorsteinn Sveinsson lögmaður, Flóka- götu 60, lézt að morgni 6. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. ágúst kl. 15. Steinunn Magnúsdóttir, Eyvík Gríms- nesi, lézt 8. ágúst í Hafnarbúðum, hún verður jarðsungin frá Stóru- Borgarkirkju 15. ágúst kl. 14. Guðjón Ólafur Guðjónsson, Kamba- seli 65, lézt í gjörgæzludeild Borgar- spítalans 10. ágúst. Guðný Bjarnadóttir frá Hraunsnefi lézt í Dvalarheimilinu í Borgarnesi 10. ágúst. Útivistarferðir Föstudagur 14. ágúst kl. 20: Þórsmörk — hclgarferö og vikudvöl, gist í nýja Útivistarskálanum í Básum. Gönguferðir viö allra hæfi. Einsdagsferö í Þórs- mörk á sunnudagsmorgun. Borgarfjöröur eystri — Loömundarfjöröur áföstudagsmorgun. Síöustu for- vöö að komast með. Fararstjóri Aðalbjörg Zophoníasdóttir frá Loömundarfirði. Upplýsingar og farseölar á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, sími 14606. Knattspyrna Miðvikudagur 12. ágúst Melavöllur Fylkir — Þróttur, 1. fll A. Fimmtudagur 13. ágúst Melavöllur KR-Fram, l.fl.B.kl. 19. 4. fiokkur, úrslit. 5. fiokkur, úrslit. Golf Miðvikudagur 12. ágúst „Greensome”, Gkl. Keilir. 11.—15. ágúst Golfkiúbbur ólafsfjaröar: Útgerðarfélagsbikarinn, 36 holur með forgjöf. 75 ára afmæli á í dag, 12. ágúst, Marínó GuOmundsson frá Borgarfirði eystra, Ásvallagötu 6 hér í borg. Hann hefur verið starfsmaður hjá Reykja- víkurborg í rúmlega 40 ár, fyrst í Gas- stöðinni og síðar hjá Rafmagnsveit- unni. Marinó er að heiman í dag. Vernharöur Jósefsson, bóndi aö Brekku í Hnífsdal, er 75 ára í dag. Hann tekur á móti afmælisgestum í félagsheimilinu þar í bæ eftir kl. 20 í kvöld. Kona Vernharðs er María Frið- riksdóttir, sem ættuð er úr Aðalvík. Skák- og borðtennismót Á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og í tengslum við opnun nýrrar félagsmiðstöðvar í Árbæ verða þar haldin skákmót fyrir fatlaða og ófatlaða þriðju- daginn 18. ágúst og borðtennismót fatlaðra mið- vikudaginn 19. ágúst. Mótin hefjast kl. 20. Skráning i skákina verður á staðnum. Þátttaka í borðtennis tilkynnist fyrir föstudag i sima 66570. Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavik og nágrenni og íþrótta- félag fatlaðra. Grafískir kvikmyndadagar Kvikmyndakynning II. Miðvikudaginn 12. ágúst kl. 20—22 að Kjarvalsstöðum. ,,Form ogstíll”. Fjallað verður um hina mismunandi tjáningar- möguleika sem grafíska kvikmyndaformið býður upp á. Sýndar verða nýlegar kvikmyndir sem væntanlega munu örva umræöur um þetta tján- ingarform', tæknina sem notuð er og almenn stíl- brögð. MYNDALISTI: Genetics: Einföld mynd unnin með pappír en með- höndluð í „optical printer” svo áð úr verður sérstæð útgáfa á þróunarsögunni. Ecosystem: Verk unnið með þanþol miðilsins i hgua. Tækni og stílbrögðum er beitt á mismunandi hátt í stuttum myndskeiðum. Dluminations: Athyglisverð tilraun með samspil ljóss og skugga sem byggir á nýstárlegri meðferð hefðbundins tækjabúnaðar til tjáningar á persónu- legri hugmynd. Chapter 21: Sérstæð meðferð á tímahugtakinu til að mynda tíma og rúm. Þessi mynd er einnig grund- völluð á nýstárlegri notkun hefðbundins tækjabún- aðar. Mindscape: Kvikmynd unnin í eitt af elztu formum grafisku kvikmyndarinnar; tæki sem samanstendur af þúsundum svartra prjóna á hvítum grunni sem mynda sveigjanlega tjáningarfieti. The Thieving Magpie: Fögur saga unnin með vaxi og brúðum til að auka hreyfimöguleikana. Renaissance: Þrividdarmynd sem byggir á um- sköpun lifandi myndar i grafik. Street Musique: Heillandi og persónulegur teikni- máti er einkenni þessarar myndar sem grundvallast á einföldum og algengum stilbrögðum. The Metamorphosis of Mr. Samsa: Sandur notaður til að skapa lifandi myndir með beina frásögn í huga. Umræflur áeftlr. Hörður ekki meðíMoskvu Þess misskilnings gætti í myndatexta á bls. 5 í Dagblaðinu í gær, að þar mætti sjá Hörð Helgason ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu í röð ís- lenzkra alþingis- og embættismanna á Rauða torginu í Moskvu. Þetta var missýni blaðamanns, Hörður Helgason hefur aldrei til Moskvu komið. Dag- blaðið biður hann velvirðingar á þessum mistökum. -ÓV GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr. 148 — 10. ágúst 1981 gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7,676 7,685 8,465 1 Sterlingspund 13,504 13,539 14,893 1 Kanadadollar 6,168 6,184 6,802 1 Dönsk króna 0,8486 0,9510 1,0461 1 Norsk króna 1,2225 1,2257 1,3483 1 Sœnsk króna 1,4181 1,4228 1,5651 1 Finnsktmark 1,6361 1,6404 1,8044 1 Franskur franki 1,2418 1,2461 1,3696 1 Belg.franki 0,1822 0,1827 0,2009 1 Svissn. franki 3,4681 3,4772 3,8425 1 Hollenzk florina 2,6866 2,6936 2,9984 1 V.-þýzktmark 2,8841 2,9918 3,2910 1 ftölsk llra 0,00605 0,00606 0,00667 1 Austurr. Sch. 0,4248 0,4260 0,4686 1 Portug. Escudo 0,1133 0,1136 0,1250 1 Spánskurpesotí 0,0748 0,0750 0,0834 1 Japansktyen 0,03221 0,03229 0,03493 1 irsktound 10,904 10,933 12,159 SDR (sórstök dróttarróttindi) 8/1 8,4788 8,5012 Símsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.