Dagblaðið - 18.08.1981, Síða 5

Dagblaðið - 18.08.1981, Síða 5
I DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. Hamstur úr Gullfiskabúðinni. Hann nagar gat á allt sem hann getur. Kanínur, hamstr- ar og naggrísir Siggi Salamandra vekur óskipta athygli þeirra sem koma f Gullfiskabúðina. Skjaldbökur og salamandra Að lokum má geta tveggja sér- kennilegra dýrategunda sem við sáum í Gullfiskabúðinni. Voru það litlar vatnaskjaldbökur og salamandra. Skjaldbökurnar lifa við svipuð skilyrði og fiskar en þurfa meiri umönnun. Til er í dæminu að þær neiti að éta. Þær- kosta 85 krónur örsmáar en eiga að vaxa upp og geta orðið það stórar að baðkerið þurfi undir þær. Salamandran kostar 180 krónur. Hún er hvlt á lit og hreint ekki fögur. En hún er sjaldgæf og margir koma í búðina hreinlega til að skoða hana. -DS. Skjaldbökurnar eru örsmáar þegar þær eru keyptar. En með réttri umönn- un geta þær orðið mjög stórar. DB-myndir Einar Ólason. Hvers konar loðin dýr sem eru mjúk að leggja við vanga sinn er það sem freistar margra barna. Hamstrar, naggrísir og kanínur fylla þennan flokk ásamt með köttum og hundum. Þrjár fyrrtöldu tegundirnar hafa þann kost að lifa I búrum og þarf því ekki sífellt að vera að hugsa um að viðra dýrin. En þau eru dýrari i innkaupi og á fóðrum en hundar og kettir sem éta eiginlega hvað sem er. Kanínur, naggrisir og hamstrar þurfa sérstakt fæði sem fæst I dýra- búðum. Þau þurfa einnig góð og rúm búr, sag til að grafa sig 1 og gera þarfir sínar I, gott loft, birtu og hita. Hægt er að kaupa þessi dýr ýmist sem unga eða fullvaxin og fer verðið eftir því. Kanínur eru hin einu af þeim sem ala má til eldis en það er annar kapítuli. Hamstrar kosta 15 krónur I Amason (ungar) og 20 krónur I Gullfiskabúðinni (fullorðnir). Nag- grísir kostar 70 krónur í Amason og 80 í Gullfiskabúðinni. Kaninur kosta 70 krónur í Amason. í Gullfiska- búðinni fæst auk þess eitt mjúkt dýr enn ókeypis. Kettlingur fæst ef verzlað er fyrir 150 krónur eða meira handa honum. Naggrísirnir, hamstrarnir og kan- ínumar naga allt sem að kjafti kemur og þarf að gæta þess vel hvað um þessi dýr verður ef þau sleppa úr búrunum. Búrin þurfa líka að vera sæmilega rammbyggð. Þau þurfa að standa í góðu ljósi á daginn og algjöru myrkri á nóttunni og í góðum hita. -DS. Kanlnur þessar fást I Amason. Mjúkar, loðnar og fallegar. I! Háþrýstídæ/ur Tökum að okkur að háþrýsti- þvo hús, undir málningu, skip og vélar. Hreingernmgar í heimahúsum, fyrirtækjum og stofnunum. Teppa- og húsgagnahreins- anir. Gluggaþvottur, úti og inni. Fyrsta fíokks árangur HREINSIR l ENGIHJALLA1 - KÓPAV0GI • SlMAR 40795 - 45461 Hringurinn bakkaður í þágu þroskaheftra — Hallgrímur Marinósson bakkar hringinn í kringum landið næstu ellef u daga — Þroskahjálp hagnýtir sér bakkið í f járöf lunar- og kynningarskyni Næstu ellefu daga geta vegfarendur á leið um hringveginn átt von á því að mæta bakkandi ökumanni. Óþarfi er fyrir þá að láta sér bregða þegar þeir mæta honum, því; þar er á ferð Hall- grímur Marinósson sem hefur einsett sér að komast allan hringinn, um 1560 kilómetra, akandi afturábak. Hallgrimur bakkar hringinn til fjár- öflunar fyrir Þroskahjálp og um leið til að vekja athygli á sumardvalarheimili sem samtökin hyggjast koma á fót. Er þar um að ræða skammtímafóstur- heimili, sem opið yrði frá vori til hausts, til að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum þroskaheftra tækifæri til hvíldar og eðlilegs sumarleyfis. Jafn- framt yrði um sumarleyfi að ræða fyrir þann þroskahefta. Sumardvalarheimilið veitti þroska- heftum fullkomna þjónustu meðan á dvöl stæði, hvort sem þeir kæmu frá stofnunum, skólum eða einkaheimil- um. Yfir vetrartímann er ætlunin að nýta húsnæðið til ráðstefnu- og námskeiða- halds fyrir foreldra þroskaheftra, kennara og aðra sérfræðinga sem að þessum málum vinna. Þá yrðu einnig haldin námskeið fyrir þroskahefta á vetuma, sérstaklega þá sem að stað- aldri dvelja I heimahúsum. Hér er um brýnt verkefni að ræða, að sögn Egg- erts Jóhannessonar, formanns Þroska- hjálpar. HaUgrímur Marinósson byrjar að bakka í dag. Hann Ieggur upp frá bensínafgreiðslu Skeljungs í Árbæjar- hverfi kl. 13 en Skeljungur annast þjónustu við bifreiðina meðan á ferð- Hallgrimur Marinósson bakkar Skódanum væntanlega eftir að mæta þeim á hriugnum. gær. Margir vegfarendur eiga DB-mynd Gunnar Örn. inni stendur. Jöfur hf. leggur til SKODA-bifreið sem hafa verið gerðar smábreytingar á. Hafa m.a. verið höfð endaskipti á ljósabúnaðinum. Tímaritið Samúel hefur, ásamt Hall- grími, annast undirbúning ferðarinnar. Þroskahjálp var síðan nýlega gefinn kostur á að hagnýta sér bakkið í fjár- öflunar- og kynningarskyni. Hefur Þroskahjálp selt auglýsingar á bUinn og gefið út límmiða í tilefni akstursins. Eru límmiðarnir til sölu. Að sögn Þórarins J. Magnússonar, ritstjóra Samúels, er það einsdæmi að slík vegalengd sé bökkuð. Takist Hall- grími áform sitt er líklegt að hann lendi í heimsmetabókum fyrir vikið. -KMU. Froðuhreinsum, sótthreinsum fiskiskip • fiskvinnslustöðvar • sláturhús • mjólkurbú með viðurkenndum hreinsiefnum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.