Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981.
£r samkeppní við Breið-
holtskjör haldiö niðri?
—ekki erallt sem sýnist
Breiðholtsbúi vill geta keypt kók i sjoppunni Sval og vill jafnframt að Svalur fái
kvöldsöluleyfi. DB-mynd Ari.
Breiðholtsbúi hringdi:
Það er maður með verzlun, Breið-
holtskjör, hér við Arnarbakka 4—6,
og er hann einnig með lúgusölu eftir
venjulegan lokunartíma.
Á kvöldin eru alltaf langar biðraðir
hjá honum fram eftij öllu kvöldi, í
hvernig veðri sem erf því einungis er
um tvö sölugöt að ræða og mann-
eskjurnar hafa ekki undan.
Síðan setur annar maður upp
sjoppu hérna við hliðina á sjoppunni
hans Jóns í Breiðholtskjöri en hún er
ekki fyrr komin til sögunnar en hún
er svipt kvöldsöluleyfi. Það er þó
hægt að standa inni í nýju sjoppunni
(raunar er þar líka lúga) en það á að
neyða mann til þess að verzla við
Breiðholtskjör.
Hvemig stendur á að þessi einokun
er látin viðgangast? Réttur neytand-
ans er borinn fyrir borð og allri sam-
keppni við Breiðholtskjör er vand-
lega haldið niðri.
Skömmu eftir að nýja sjoppan
opnaði var ekki einungis kvöldsölu-
leyfið tekið af henni, heldur fær hún
ekki að selja kók — af einhverjum
undarlegum ástæðum. Hvar eru
þessir frjálsu verzlunarhættir?
Hver eftirlætur þessum Jóni alla
kvöldverzlun, þannig að maður er
neyddur til þess að standa í löngum
biðröðum og oft í kulda? Hvað á
þetta allt saman að þýða?
Þetta fer einstaklega í taugarnar á
okkur hér í hverfmu og við viljum fá
einhverjar skýringar.
Vegna þessa símtals hafði DB
samband við þá menn, sem nafn-
greindlr eru, og spurðist fyrir um
þeirra sjónarmið.
Sval synjað um
kvöldsöluleyfi
og sölu á kók
Helgi Birgisson, sem sér um sjopp-
una Sval: ,,Það er alveg rétt að bæði
vorum við sviptir kvöldsöluleyfi og
synjað um sölu á kók. Þegar eigand-
inn hreyfði andmælum og benti for-
stjóra Coca-Cola á það að þetta bryti
í bága við löggilta viðskiptahætti hér
á landi, svaraði Pétur því til að eig-
andi Svals gæti þá komið og keypt
það sjálfur. Hann sagðist ekki vilja
styggja stærsta viðskiptavin sinn, Jón
í Breiðholtskjöri, með því að keyra út
kók til okkar.
Þetta hefur víst líka verið reynt við
Sanitas og Egil en þeir keyra til okkar
gos eins og ekkert hafi ískorizt, þótt
Jón í Breiðholtskjöri hafi sjálfur
komið út og bannað þeim að leggja
bílum á bílaplani hérna fyrir framan.
Hjá Agli taka þeir ekkert mark á
þessu en Sanitas bílarnir leggja á veg-
inum fyrir utan planið og kassarnir
eru síðan bornir langar leiðir. Þeir
segja að það sé samkvæmt skipun
forstjóra, því Jón hafi hótað öllu illu.
í sambandi við kvöldsöluleyfið, þá
vorum við búnir að fá öll leyfi frá
borgarráði en svo stoppaði þetta allt í
borgarstjórn, fyrir tilmæli Magnúsar
L. Sveinssonar, að okkur var sagt.”
Enginn affermingar-
staður beint fyrir
framan búðina
Jón B. Þórðarson, kaupmaður i
Breiðholtskjöri: „Ég hef engin áhrif
haft á þessi mál fram yfir að benda á
að það er enginn affermingarstaður
beint fyrir framan búðina mína, þar
sem að öllu jöfnu er fjöldi barna og
fullorðinna á ferð. Það stafar því
slysahætta af affermingu á þessu
plani.
Ég sagði því m.a. Pétri í Coke að
ég myndi kæra þá ef þeir affermdu
hér fyrir framan til þess að afgreiða
Sval.
Ég held Iíka að ofangreind ástæða
hafi valdið því að kvöldsöluleyfi
þessa manns var afturkallað.”
Coca-Cola vill
leysa vandann
Pétur Björnsson, forstjóri Vífil-
fells (Coca-Cola): „1 fyrsta lagi er
Jón í Breiðholtskjöri ekki „minn
stærsti viðskiptavinur”. Hann kom
til mín fyrir löngu siðan og sagði mér
að það væri rakari þarna, sem ætlaði
að fara að selja kók, og að það væri
brot á verzlunarlögum að afgreiða
hann, þar eð rakarinn hefði ekki rétt
skilríki frá bænum til þess að stunda
verzlun í því formi sem hann óskaði.
Síðan kemur maðurinn til mín og
segist vera í þann veginn að fá þessi
skilríki og spurði, hvort ég myndi
ekki afgreiða hann þegar þau lægju
fyrir. Ég sagðist að sjálfsögðu mundu
gera það, því það væri á móti verzl-
unarlögum að gera það ekki og fyrir
slíka neitun gæti hann kært fyrirtæk-
ið.
Þetta sama sagði ég við Jón í
Breiðholtskjöri.
Það skiptir engu máli viðvíkjandi
afgreiðslu á kók þótt ekki sé hægt að
leggja beint fyrir framan staðinn, því
þannig háttar til víða, t.d. í miðbæn-
um.
Ef eitthvað annað hefur komið í
veg fyrir að umræddur maður fái af-
greiðslu, þá óska ég eftir upplýsing-
um um það og mun reyna að leysa
vandann.”
Kvöldsöluleyfi brýtur í
bága við ákvæði f
lóðasamningi borgar-
innar
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavikur:
„Það kom erindi frá lögfræðingi
Jóns B. Þórðarsonar, Ragnari Aðal-
steinssyni hrl, þar sem réttmæti
leyfisveitingarinnar var vefengt og
sýnt fram á að slíkt bryti í bága við
ákvæði i lóðasamningi borgarinnar
við Jón B. Þórðarson.
Þetta erindi lögfræðingsins kom
fyrir borgarstjórn og eftir að málið
hafði verið kynnt, þá var ég ekki einn
um að mæla gegn því, heldur vorum
við níu.”
Hvernig leggst
haustiðíþig?
Jóhannes Laxdal bifreiðarstjóri: Bara
vel.
Anna Jónsdóttir, sjúkraliði og
húsmóðir: Alveg prýðilega eftir gott
sumar.
Valdimar Björnsson verzlunarmaður:
Það leggst vel i mig.
Halidóra Jóhannsdóttir, húsmóðir og
verkakona: Ég veit nú ekki hvað ég á
að segja um það. Það leggst ekkert of
vel í mig.
Þorbjöm Eyjólfsson, fyrrverandi verk-
stjóri: Það leggst vel í mig. Ég hef
aldrei kviðið fyrir veðri á ævinni.
-FG