Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. r LOMBIN MEÐ VÆNSTA Sláturhús SS á Selfossi heimsótt þegar sumarslátrun hefst „Hámarksafköst hjá okkur í sauð- fjárslátrun er tvö þúsund lömb á dag, en yfirleitt er slátrað milli fimmtán og sextán hundruð á dag. Þá vinna hér um hundrað og tiu manns. í dag erum við aðeins þrjátiu talsins, enda eru þetta ekki nema eitthvaö um tvö hundruð og sextíu skepnur, sem á að slátra”, sagði Halldór Guðmunds- son sláturhússtjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi er DB menn heimsóttu hann i gær, daginn sem sumarslátrunin hófst. Nýja kjötið kemur til höfuðstaðarins í dag, mið- vikudag. Fallþungi þess fjár, sem slátrað var á Selfossi i gær, var þetta frá 12 upp í 18 kg sem er sérlega gott. ,,Ég man ekki eftir þetta góðum þunga og heldur ekki eftir að það hafi áður verið slátrað svona snemma sumars,” sagði Halldór Guðmuns- son. „Nú er ár frágosdeginum í fyrra og við slátruðum viku oftir að gosið hófst. Fallþungi var ekki nándar nærri svona mikill þá. Þetta er alveg sérlega gott. Þessar skepnur eru úr Kjósinni, Þingvallasveit og Hraun- gerðishreppi,” sagði Halldór. Mesti fallþungi sem hann mundi eftir var 28—29 kg og er þaö alveg Aðalsláturtíðin hefst um# 20. sérstakt. september á Selfossi, en Haíldór Lömbin voru afar spök og biðu dauða sins eins og ekkert hefði f skorizt. Það hafði það jú heldur ekki frá þeirra bæjardyrum séð. Við spurðum Haildór Guðmunds- son hvort hann héldi að skepnurnar hefðu hugboð um hvað f vændum væri. Hann sagði það væri af og frá. Dauðinn skipti skepnurnar ekki nokkru minnsta máli. sagöi aö reikna mætti með að slátrað yrði einn til tvo daga í hverri viku þangað til aðalsiátrunin hefst. Tvö sláturhús ,,Hér eru i rauninni rekin tvö sláturhús,” sagði Halldór. „Nautgripa og svínaslátrun er í gangi allt árið. Hér vinna um áttatíu manns allt árið að slátrun, úrbeiningu, í frystihúsinu og við vamba- og garna- hreinsun. Kjötvinnsla fer að öðru leyti fram í vinnslustöð Slátur- félagsins i Reykjavik,” sagði Halldór. Tólgarbragö af útlendu lambakjöti —Að fenginni jákvæðri reynslu af páskalömbunum svokölluðu, sem seld voru úr landi ófryst og slátrað að vori utan hefðbundins sláturtfma, hefur þá ekki komið til tals að taka upp sauðfjárslátrun allt árið? ,,Það getur aldrei orðið hér á iandi i stórum stil, þvf ræður hnatt- staöa okkar. Þeir á Nýja Sjáiandi geta slátrað sauðfé i tíu mánuði ársins. Við getum aldrei leikið það eftir,” sagði Halldór. Við spurðum Halldór hvort hann hefði smakkað nýsjálenzkt lambakjöt. ,,Já,” svaraði Halldór. ,,Ég hef bæði smakkað það og einnig kjöt frá Argentinu. Mér finnst það ekki nánd- ar nærri eins gott og okkar kjöt. Mér finnst vera eitthvert tólgarbragð af því,” sagði Halldór. Halldór hefur unnið hjá Slátur- félaginu á Selfossi frá því að stöðin opnaði fyrir tíu árum. Hann er búsettur í Hveragerði. -A.Bj. Halldór Guðmundsson stöðvarstjóri Sláturfélagsins á Selfossi hefur unnið þar f sl. tiu ár. Skrokkarnir koma á færibandi úr „afiffunarklefanum.” ReiBð er „skorið upp” og skrokkarnir færðir úr þvi eins og hverri annarri Bfk. „Tekið er innan úr og innyfli og skrokkar skoðaðir af Jóni Guðbrandssyni dýra- lækni á Seifossi. Þvi næst eru skrokkarnir látnir f kæligeymslu og klæddir i kjöt- poka. Þeir sem eiga að fara strax á markað eru fluttir til höfuðborgarinnar en f aðalsláturtfðinni eru skrokkarnir frystir strax að kvöldi. Halldór sagði að þeir væru ekki látnir hanga, til þess er engin aðstaða. Kindakjötið má selja ó- f rosið en ekki kjúklingana „Ástæðan fyrir því að kjúklingar eru aðeins seldir frystir er salmon- ella sýkingin sem upp kom i einu af sláturhúsunum i fyrra. Var látiö eitt yfir alla ganga og bannað að selja ófrysta kjúklinga yfirleitt. Þetta hefur ekki verið endurskoðað,” sagði Hrafn Friðriksson yfirlæknir hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins i sam- tali við Neytendasíðuna. Tilefnið var að nú er að koma i verzlanir ófryst kindakjöt, eins og jafnan þegar slátrun stendur yfir. — Hins vegar er bannað að selja ófrysta kjúklinga. Við spurðum Hrafn hvort salmon- ellubakteriurnar sæktu ekki jafnt á aUt kjöt. Sagði hann það ekki vera. Salmon- ellubakteríur eru algengastar í þörmum svína og fugla. Ef slík sýking kemur upp í fugla eða svina- búi er mjög erfitt að uppræta hana. -A.Bj. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.