Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. Leyft verði að stof na skoðanahópa innan Alþýðuf lokksins sem síðan kysu sér fulltrúa á flokksþing: „Lyktar af stjómleysi en það er ekki alvont" — segir Vilmundur Gylfason um tillögur að uppstokkun skipulags Alþýðuf lokksins — lagt til að flokksformaðurinn verði kosinn af öllum félagsbundnum krötum Formaður Alþýðuflokksins verði kosinn beinni kosningu allra flokks- manna. Fulltrúum á flokksþingi verði fjölgað um helming. Framkvaemdastjóm fiokksins veröi öll kosin á flokksþingi og póli- tískt hlutverk hennar aukið. Heimilt verði að stofna fleiri en eitt flokksfélag f sama sveitarfélagi. Hér eru nefnd fáein aðalatriði í tillögum til breytinga á lögum Alþýðuflokksins sem lagðar verða fyrir aukaflokksþing 24. og 25. októ- ber í haust. Sérstök milliþinganefnd, undir forsaeti Vilmundar Gylfasonar, vann tillögurnar. Framkvaemda- stjórn Alþýðuflokksins prentaði þær síðan og sendi félðgum til skoðunar. „Gundvallarhugmyndin er að opna Alþýðuflokkinn, draga úr mið- stýringunni og styrkja hann,” sagði Bjarni P. Magnússon formaður framkvaemdastjórnar við Dag- blaðið. Hann sagði ef tillögumar yrðu samþykktar myndu lagabreyt- ingar taka gildi strax. Þannig myndi naesti formaður Alþýðuflokksins verða kjörinn af öllum Alþýðu- flokksmönnum fyrir upphaf næsta aöalþings, árið 1982. „Hér er talað um fjöldreift vald og lýðræði. Þetta lyktar af stjórnleysi en stjórnleysi er ekki alvont. Það yrði til óendanlegs gagns fyrir Alþýðuflokk- irin ef tillögumar yrðu samþykktar,” sagði Vilmundur Gylfason við Dag- blaðið í gær. „Meiningin er að dreifa valdinu frá flokkseigendunum. Um tillög- urnar eiga því eftir að heyrast sömu mótrök flokkseigenda og mið- stýringarmanna og um prófkjörin forðum.” Vilmundur var beðinn að skýra hvað fælist í hugmyndum um „fleiri en eitt flokksfélag í sama sveitar- félagi”: „Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916. Þá var rikjandi viðhorflð að míðstýringin væri fyrir öllu. Það viðhorf var þýzkt að uppruna en flutt meðal annars til Rússlands, þar sem Lenín stýrði byltingunni árið eftir stofnun Alþýðuflokksins og einnig hingað til íslands. Miðstýringar- kerfið er í dag einfaldlega úrelt og ónothæft. í tillögunum er bent á nýjar leiðir til valddreifingar. Við getum hugsað okkur að hópur t Rvík stofnaði flokksfélag frjáls- iyndra jafnaöarmanna, annar hóp marxískra jafnaðarmanna. Enn annar kysi að setja frjálst útvarp á oddinn. Þessir skoðanahópar kysu síðan fulltrúa á flokksþing í samræmi við fjölmennið. Valdið þeirra yrði fólkið i áhrifum á flokks- þingum. Þar yrði vitanlega tekist á en er nokkuð nema gott um það að segja?! Þetta er hliðstæð hugmynd um valddreifingu og Mitterrand beitti sér fyrir innan franska jafnaðarmannaflokksins.” -ARH. Allt sjónvarp í kapal í f ramtíðinni Einfalt og ódýrt að taka á móti gervihnattasendingum Víðs vegar um land er nú verið að leggja svokölluð kapalhverfi fyrir sjón- varp og eru menn nokkuð sammála um að þetta fyrirkomulag gefist mun betur en gamla þráðlausa kerfið, sem þó flestir landsmanna búa við í dag. Helzti kostur kapalkerfisins er sá að aðeins þarf eitt loftnet og góðan magn- ara fyrir t.d. stórt einbýlishúsakerfi og ef vel er að þessum málum staðið verða móttökuskilyrði mun betri en gengur og gerist um hið hefðbundna loftneta- kerfi. Þá þykir það og kostur að flestir ef ekki alUr nota tækifærið um leið og kerfið er lagt og tengja myndsegul- bandstæki við kerfið og fá þannig ódýrt lokað sjónvarpskerfi svo að segja í kaupbæti. Auk þess hugsa menn til framtíðarinnar, en með slíku kerfi er auðvelt að taka við sendingum frá gervihnöttum án þess að ieggja þurfi i mikinn kostnað. Einn slíkur hnöttur mun væntanlega stafa geislum yfir ísland innan tveggja ára og hugsa þeir sem kapalsjónvarp hafa sér því gott til glóðarinnar. -ESE. „MIKILL ÁHUGIÁ KAPAL- SJÓNVARPIHÉRLENDIS” — segir Örlygur Jónatansson hjá Heimilistækjum hf. — Við höfum fengið mjög margar fyrirspurnir upp á síðkastið og það er greinilegt að fólk hefur mikinn áhuga á að koma sér upp kapalsjónvarpi og tryggja sér um leið lokað sjónvarps- kerfi, sagði örlygur Jónatansson hjá Heimilistækjum hf. í samtali við DB en fyrirtækið hefur að undanförnu séð um að leggja allmörg slik kerfi. örlygur sagði að algengast væri að um 30—40 einbýlishúsaeigendur tækju sig saman um að leggja kapalsjónvarp og væri kostnaðurinn þá um 2000 krónur á hvert hús. Þess væru einnig dæmi að allt upp í 100 einbýlishús hefðu verið tengd við eitt og sama kerfið og væri kostnaðurinn þá ekki nema um 1000 krónur á hús. í þessu verði er innifalið myndsegulbandstæki, kaplar og annað efni og öll tengivinna, auk loftnets og magnara. Húseigend- urnir sæju sjálfir um að grafa fyrir köplum og lækkuðu þannig kostnaðinn mikið. Nú er verið að undirbúa lagningu á milli 10 og 15 kapalkerfa á vegum Heimilistækja, en slik kerfi hafa þegar verið lögð viðs vegar á höfuðborgar- svæðinu á vegum fyrirtækisins, auk þess sem tveim kerfum hefur verið komið upp í Stykkishólmi og á Hvols- velli. Fyrirhugað er að ráðast í fram- kvæmdir á Akureyri, Siglufirði og Hornafirði, en auk þess eru fram- kvæmdir vel á veg komnar í Vest- mannaeyjum og f Borgarnesi. örlygur sagði að þeir hefðu kynnt sér þessi kerfi mjög vel en þau væru sniðin eftir danskri fyrirmynd. Slík kerfi væru mjög algeng í Danmörku en þar væri hægðarleikur aö ná fjölda erlenda sjónvarpsstöðva með góðu loftneti. Jarðstöflin Skyggnlr — Um iramótln verður hægt að taka á móti sendlngum fri gervihnöttum í gegnum jarðstöðina og innan tveggja ira er von til afl hægt verði afl taka i móti sjónvarpsmyndum fri brezkum gervihnetti. DB-mynd: RagnarTh. — Það er ljóst að þegar hægt verður að taka við sjónvarpssendingum frá gervihnöttum hérlendis þá verður öllu sjónvarpsefni dreift í gegnum kapla og þvi ekki seinna vænna að fara að hugsa þessi mál, sagði örlygur Jónatansson. -ESE. Dæmi um hvernig hægt er aö leggja kapalsjónvarpskerfi í einbýlishúsahverfi. Breiðdalsvík Umboðsmaður óskast á Breiðdalsvtk. Uppl. hjá umboðsmanni, sími 97-5677 eða 91-27022. MMiBIAOID TÁLKNAFJÖRÐUR Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Tálknafirði. Uppl. hjá umboðsmanni, sími 94-2565 eða 91-27022. mmiABiÐ Merkasta reióhjólanýjung eftir bremsuna Eilifðarslangan sem aldrei springur • Engar viðgerðir • Aldrei að pumpa • Minnkar dekkjaslit • Engir vendar • 10 ðra ðbyrgð! HJÓL& VAGNAR Háteigsvegi 3 - 105 Reykjavík "St 21511 SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - SÍMI2023S. Áskriftarsími Eldhúsbókarinna er 2-46-66 PUCAN0R Stærðir 32—47 Hjólaskautar Laugavegl3 Sími13508

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.