Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981.
Þar var keppt, sungið og dansað:
Gufustrókinn lagði úr
tjaldinu af sveittum dansköppunum
— jjör á héraðsmóti Ungmennasambands Dalamanna
Ungmennasamband Dalamanna
hélt dagana 8. og 9. ágúst héraðsmót
í frjálsum íþróttum. Mótið sótti
margt manna og fór það mjög vel
fram. Menn styttu sér stundir með
ýmsum uppátækjum fyrir utan að
taka þátt eða horfa á keppnina
sjálfa.Farið var í leiki, horft á kvik-
myndasýningar í samkomutjaldi,
sundlaugin var óspart notuð svo ekki
sé minnzt á fjörugan dansleik að degi
loknum.
Hljómsveitin Fellsstrandarkarlar sá
um fjörið ásamt diskótekinu Dísu.
Tugir manna skelltu sér í dansinn og
var aðsóknin mun meiri en húsrúm
leyfði þar sem var 40 fermetra tjald.
En það mun hafa skolfið af tónlist,
söng og danssveiflum. Sögðust menn
varla hafa séð svo mikinn gufustrók
en hann barst úr tjaldinu frá sveittum
dönsurum.
Fyrir utan tjaldið sat Sveinn bóndi
á Staðarfelli og seldi þyrstu og
svöngu fólki brauðsneiðar, gos-
drykki og heitt kaffi úr hitabrúsa.
Söluturn Sveins var gamall og góður
hestvagn.
í matartímanum var kveikt upp í 5
metra löngu útigrilli þar sem Skúli
Jóhanns og kona hans Guðrún
Björnsdóttir aðstoðuðu fólk við að
grilla bitana sína. En erfiðlega gekk
að halda hitanum í skefjum og hvað
sem tautaði þá fór grillbotninn að
loga. Þá var tekið til þess ráðs að
setjast undir grillið með plastkút og
Smíðaði sér
Mercedes Benz
á fimm vikum
„Ég ætla nú ekki að taka þennan
út nema þegar sólin skín og halda mig
algjörlega frá malarvegunum,” sagði
Sveinbjörn Ragnarsson þegar blaða-
maður DB hitti hann að máli í
Mosfellssveitinni. Sveinbjörn hafði
þá stuttu áður látið skrá nýjan bíl
sinn i Bifreiðaeftirlitinu.
Nýjan? Ef marka má myndina lítur
Mercedes Benz Sveinbjörns ekki út
fyrir að vera nýr. Enda voru bílar
með þessu lagi framleiddir árið 1929
hjá Daimler-Benz undir tegundar-
heitinu Mercedes Benz SSK. Ekki er
þó bíll Sveinbjörns svo gamall,
heldur er hér um eftirlíkingu úr plasti
að ræða. Slíkir bílar eru enn sem
komið er fátíðir hér á landi en óhætt
mun að spá því að ýmsir hugsi sér til
hreifings eftir að þeir hafa litið Benz
Sveinbjörns augum.
,,Ég keypti bílinn í Bandaríkjunum1
að því undanskildu að ég nota ýmsa
hluti úr Ford Pinto svo sem stýrisvél
og hásingu, þá keypti ég einnig Benz
vél í hann,” sagði Sveinbjörn. , ,Það
fóru fimm vikur i að setja bílinn
saman og ég vann við hann að
meðaltali um tólf klukkutíma á dag.
Sjálfsagt yrðu vanir menn öllu fljót-
ari að setja saman bil sem þennan.
Sjálfur hef ég ekki fengizt ýkja mikið
við bilasmíðar og viðgerðir umfram
það sem gengur og gerist.”
Benzinn er dæmigerður gamall
sportbíll. Hann er snjóhvítur að lit og
með svarta blæju. Stýri og mælaborð
eru úr tré, sætin með þykku leður-
áklæði og nóg er af krómi á honum.
Mercedes Benz SSK 1929 af
upprunalegri gerð mun kosta þrjátíu
þúsund dollara í Bandaríkjunum, —
svo framarlega sem enginn þekktur
maður hefur átt hann. Þá hækkar
verðið upp úr öllu valdi. Hingað
kominn mundi slíkur vagn kosta um
600 þúsund krónur. Sveinbjörn var
að lokum spurður hvað hans bíll
hefði kostað:
„Allt í allt gæti ég trúað því að
hann hafi kostað mig um níu
milljónir gamlar,” svaraði hann.
„En þá reikna ég ekki vinnuna með
viðaðsetjahannsaman.” -ÁT-
Blaðsölustrákur
sœkir mynd sína
,,Ég man alveg hvenær myndin var
tekin. Þessi maður kom til mín og
stillti mér þarna upp. Ég skildi hann
nú eiginlega ekkert,” sagði Þor-
bergur Grétar Helgason, 9 ára gamall
blaðsöludrengur. Þorbergur hefur
selt Dagblaðið í sumar til að safna sér
fyrir hjóli sem hann hefur þegar
keypt sér. Það var einmitt einn góðan
dag í sumar sem útlendingur vatt sér
að honum og fékk að smella mynd.
Þessi mynd kom síðan hingað til
okkar frá Frakkanum, L. Bourgun
frá Strasbourg með beiðni um að
drengurinn fengi myndina.
„Amma mín sá myndina og lét
mömmu vita. Við vorum í ferðalagi
þannig að við vissum ekki af þessu
strax,” sagði Þorbergur. Myndin er
sem sagt komin til eiganda og Þor-
bergur var ekki svo litið hrifinn að fá
hana. -ELA.
Ánægðir moO myndhta sína.
DB-mynd: Elnar Ólason,
Sveinbjörn Ragnarsson viö Benzinn góðe. Hann var fimm vikur að setja biiinn saman með tóif tíma vinnu é dag.
DB-mynd Einar Ólason.
En allt i einu fór grrihð að loga og þa var ekki annað að gera en skvetta
vatni á arit dótaríið.
-m - - ' m
Útígrillið var fimm metrar og þar
griiiuðu gestír brtana sína undir
stjórn Skúla Jóhanns.
Sveinn bóndi á Staðarfelli seldi brauð, gosdrykki og kaffi úr hrtabrúsa úr gamla hestvagninum sínum og líkaði
fólki vel.
sinalcoflösku og ausa á eldinn vatni.
Það starf tók að sér Guðrún, kona
Skúla yfirgrillara.
Mótinu lauk síðla sunnudags og
þótti fólki svo vel hafa tekizt, að
beðið er eftir því næsta. Það eina sem
setti skugga á mótið var þegar einn
keppandi meiddist á öxl, í síðasta
atriði mótsins, öldungaknattspyrnu.
ELA/Anna Flosad., Búðardal.
FÓLK