Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. * [( Erlent Erlent Erlent Erlent Popp- punktar Rotting Stones senda frá sér nýja LP plötu I enda mánaöarins. Henni hefur verið valið nafnið Rolling Stones Tattoo You. Hún kemur út samtímis l öllum heimsálfum og kann- ski hér á landi líka. Fálkinn hefur ákveðið að láta pressa hana I Alfa. Á plötunni verða ellefu lög. Eitt þeirra nefnist Slave. Þar kemur Pete Townshend gítarleikari Who fram og leikur á gítar og syngur bakraddir. ★ Rage In Edon er nafnið á nýjustu LP plötu UHravox. Opinber útgáfu- dagur plötunnar er 11. september. Eitt lag af plötunni, The Thin Wall, mun nú vera komið út á bœði sjö og tólf tommu plötu. Á B-hliðinni er lag sem verður ekki á LP plötunni. — Vltra- vox fýlgja útgáfunni eftir með hljóm- leikaferð um England I september og október. ★ Elvis Presleys var minnzt hvar- vetna um heiminn á sunnudaginn var. Þá voru fjögur ár liðin frá dauða hans. Eftir fréttum að dtema gerðu útvarps- stöðvar víða um veröld vel við minn- ingu rokkkóngsins. (Jtvarp Reykjavík sá þó ekki ástœðu til að minnast hans sérstaklega. Kemur það annars nokkr- um á óvart... ? ★ Hvaða söngvari, hvltur á hörund, skyldi hafa náð mestum árangri á bandaríska soul-vinsœldalistanum? Jú, enginn annar en rokkkóngurinn Elvis Presley. Ótrúlegt en satt. Sú „hvíta” hljómsveit sem bezt hefur staðið sig á sama lista er ekki einu sinni bandarisk. Hún kemur frá Skotlandi og heitir A verage White Band. ★ Líf vinsœlla rokktónlistarmanna er fullt af freistingum. Þvi fylgir gjarnan að konur hafa oft samband við þú og tjá þeim að nýfcett ajkvæmi þeirra sé grunsamlega likt viðkomandi rokk- stjörnu. Sem einmitt hajði verið á ferð- inni níu mánuðum áður. David Lee Roth, tuttugu og fimm ára gamall söngvari hljómsveitarinnar Van Halen var orðinn hundleiður á öllu þessu ónœði svo að hann greip til úrrœðis sem reyndar er ekki sérlega örugg getnaðarvörn. Hann hafði sam- band við Uoyds tryggingufélagið fræga í London og bað fyrirtœkið að tryggja sig gegn því að verða pabbL Hjá Lloyds tryggja menn allt milli himins ogjarðar svo að þeir gátu ekki neitað. Söngvarinn verður hins vegar að greiða dálítið hátt iðgjald. Yfir tíu þúsund dollara á ári. * Joe Jackson og Jimpin' Jive hljómsveitin eru á ferðalagi um Eng- land um þessar mundir. Ferðina kalla þeir Bring Your Parents eða Taktu foreldrana með. ★ Sú var tíðin að ef plata kom út með Leo Sayer fór hún nær sjálfkrafa á topp vinsældalistans I Englandi og viðar. Fremur hljótt hefur verið um söngvarann nú hin slðustu ár. Þó sendi hann frá sér plötu I fyrra sem vakti minni athygli en ástœða var til. Á næstu dögum er vœntanleg á hér- lendan markað tvöföld plata með beztu lögum Sayers frá þvi hann hóf feril sinn til þessa dags. — Nýjasta lagið kom reyndar út fyrir nokkrum vikum. — Plata þessi nejhist Leo Sayer — Beztu kveðjur. Þessi plata hefur hvergi komið opinberlega út áður. ★ Trompetleikarinn og útgefandinn Herb Alpert sendi nýlega frá sér LP plötuna Magic Man. Ferill Alperts er með ólíkindum. Fyrir nokkrum árum var hann skær stjarna ásamt hljóm- sveit sinni Tijuana Brass. Síðan hvarf hann af sjónarsviðinu um nokkurt skeið og kom þá, sá og sigraði með plötunni og laginu Rise. —- Herb Alpert er einn aðaleigandi hljómplötu- útgáfunnar A&M Records. Er þá nokkur vafi á þvl hver gefur út plötur hans? Paul McCartney og Michael Jackson meö sameiginlega plötu? Paul McCartney og söngvarinn Michael Jackson hafa ákveðið að standa að útgáfu tveggja hljómplatna albúms í sameiningu, að sögn blaðsins New York Daily News. Talsmaður Michaels Jackson hefur staðfest að McCartney hafi ferðazt með Jackson meðan á hljómleikaför Jacksons-söngsveitarinnar til Atlanta og New Orleans stóð í síðasta mánuði. Talsmaðurinn sagði einnig að í ráði væri að tónlistarmennirnir lékju með á plötu hvor hjá öðrum. Paul McCartney hélt til Englands eftir að hann og Jackson höfðu ræðzt við. En Jacksons-bræðurnir héldu áfram hljómleikaferðalaginu. Paul McCartney. Nauðgaði pelikana Fjögur þúsund manns á grísku eynni Syros réðust í fyrri viku inn í réttarsal þar á eynni og hugðust lifláta án dóms og laga 28 ára gamlan marokkanskan aðstoðarkokk sem þar var fyrir rétti. Marokkaninn hafði viðurkennt að hafa átt samræði við pelikana og jafnframt að hafa síðan drepið fuglinn, sem var verndarfugl eyjunnar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa gert til- rauntilað nauðga tveimur vestur-þýzk- um stúlkum, sem voru á nágranna- eynni Tinos i sumarleyfi. Aðstoðar- kokkurinn heitir Abdelbrim Taltal, að sögn danska blaðsins Extrabladet, og er kvæntur maður. Hefur blaðið eftir lögregluyfirvöld- um á Syros, að upp um ódæðið hafi komizt þegar fjaörir fundust í nær- fatnaöi Marokkanans. Tatum OfNeal ekki orðin 18 ára: Má ekki vinna að nóttu til Tatum O’Neal, hin unga dóttir Ryans O’Neal, verður 18 ára gömul 5. nóvember nk. Það þykir að vísu ekki sérlega frétt- næmt en hún hefur þurft að gjalda dálítið fyrir sinn unga aldur. Þannig var að Tatum þurfti að hætta við hlutverk í kvikmynd vegna þess að banda- rísk lög banna fólki innan 18 ára aldurs að vinna á nóttunni. Af einhverjum ástæðum þótti nauðsynlegt að taka upp sum at- riði myndarinnar að næturlagi og því gat Tatum ekki verið með. Tatum O'Neal — syngur hún „Ég vildi ég væri orðin 18"? Michael Jackson. Lome Greene — fluttur i snarhasti a sjúkrahús. Lorne Greene át eitraða sveppi Lorne Greene, hinn kunni bandaríski leikari sem íslenzkir sjón- varpsáhorfendur þekkja úr myndaflokkunum Bonanza og Rótum, var fyrir nokkru fluttur ísnarhasti á sjúkrahús vegna eymsla í maga. Dœlt var upp úr maga hans því í Ijós kom aö hann haföi lagt sér til munns eitraða sveppi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.