Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.08.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1981. „ buwið Utgsfandi: Dagblaðið hf. v _ . Framkvnmdastjön: Svakui R. Eyjótfuon. Rhstjórí: Jónas Krístjánsson. Aóstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes RaykdaL íþróttir. HaHur Simonarson. Manning: Aóaisteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jónas Harakisson Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. ^ Blaöamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar HaHdórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urösson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuM 'Hókonardóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Siguröur Sverrísson. Ljósmyndir Bjamlerfur Bjamlorfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ótafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn Þorieifsson. Augl/singastjórí: Mór E.M. HalF dórsson. Droifingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síöumúla 12. Afgreiösla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverhotti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Aikriftarvarð á mánuai kr. M,00.VerO (iMnúfilu kr. tfiO. Utan við lög og rétt Séra Jón Bjarman, sem hefur verið fangaprestur í rúman áratug, lýsti í við- tali við Dagblaðið á mánudaginn óánægju sinni með afgreiðslu dóms- málayfirvalda á kærum, sem hann hefur flutt um óviðeigandi meðferð fanga í Síðumúla. x" Fyrst óskaði hann árið 1976 eftir rannsókn á kærum um, að fangar hefðu verið lagðir á gólf einangrunar- klefa, járnaðir á höndum og fótum og festir annars vegar við stólfót, sem skrúfaður var við gólfið, og hins vegar við rúmfót. Presturinn fékk aldrei að sjá niðurstöður úr þeirri at- hugun. Honum var hins vegar tilkynnt kurteislega í bréfí,að hann skyldi ekki hugsa meira um þetta mál. Þetta svar ber greinileg merki undanbragða dómsmála- ráðuneytisins. Næst óskaði séra Jón árið 1978 rannsóknar á með- ferð fanga, sem töldu, að sér hefði verið misþyrmt, bæði líkamlega og með ógnunum. í þeim kærum kenndi margra grasa, sem hljóta að teljast langt utan við lög og rétt. Gripið átti að hafa verið í hár fanga og honum kippt og hrint til og frá og hann síðan löðrungaður. Þetta átti að hafa gerzt að viðstöddu fjölmenni, sex fulltrú- um dómsvaldsins og þremur gæzluföngum. Ekki voru svo mörg vitni að öðrum kærumálum, svo sem beitingu fótjárna tvisvar í þrjár vikur í senn, hefti- plástrum fyrir munn, skipulega hindrun svefns, neitun um lesefni og skriffæri og sífellda notkun hrakyrða. í fyrsta tilvikinu var engin skýrsla gerð um yfir- heyrsluna, þótt hana væru viðstaddir bæði vararíkis- saksóknari og fulltrúi yfirsakadómara. En það er því miður ekki nýtt, að lögregluyfirvöld bóki það, sem þeim þóknast. Niðurstaðan af beiðni sr. Jóns um óvilhalla rann- sókn var sú, að árið 1979 var hún falin vararann- sóknarlögreglustjóra, sem þar með tók að sér að athuga sakarefni bæði yfirmanns síns og undirmanna, það er að eyða málinu. Við yfirheyrslur virtust flestir fulltrúar dómsvaldsins hafa misst minnið. Yfírfangavörðurinn neitaði að hafa löðrungað fangann, en játaði svo, þegar vararíkissak- sóknari og einn rannsóknarlögreglumaðurinn vottuðu löðrunginn. Útkoman varð sú, að fangaverðir voru áminntir um að vera ekki að yfirheyra fanga, enda er þeim bannað það með lögum, en að öðru leyti þótti ekki ástæða til að ætla, að játningar fanganna væru fengnar með þvingunum. Þetta síðasta skiptir miklu. Samkvæmt lögum eru ógildar þær játningar, sem fengnar eru með þvingun- um. Dómsmálaráðuneytið komst því hér naumlega fyrir horn með því að beita rannsókn, sem alls ekki getur talizt óvilhöll. Það er ekki furða, þótt prestinum sé brugðið. Hann hafði komizt að því, að fangaverðir lugu um, að fangar vildu ekki hitta hann. Hann hafði reynt, að fangi var færður honum í fótjárnum og bannað lengra en 10 minútna viðtal. Við teljum okkur lifa í réttarríki, þar sem hefðir, reglur og lög hafa þróazt á löngum tíma og gilda um alla menn, líka þá, sem grunaðir eru um að hafa brotið lög. Þessu réttarríki má ekki spilla með skilningsleysi eða athugunarleysi. Tímabært er orðið, að dómsmálaráðherra og ráðu- neyti hans gangi úr skugga um, að í Síðumúla verði aldrei beitt neinum þeim brögðum, sem eru utan ramma þess réttarríkis, er þróazt hefur á löngum tíma á Vesturlöndum. BRÚIN TIL GRÆNLANDS Batnandi lifskjör blasa við alls flestar aðrar þjóðir. Þannig má lengi ar vilja viðurkenna, hvað við njótum staðar hér á landi. Okkur er sagt, að telja. i raun og veru mikiUa Ufsþæginda. við eigum í dag fleiri bila á íbúa en Samt er það svo, að fáir íslending- Við gerum okkur jafnvel leik að þvi Frá Grænlandi. ll§* GOÐUR BÓNUS Fimmtudaginn 2. júlí skrifar Árni Benediktsson framkvstj. grein í Þjóðviljann sem mig langar til að þakka honum fyrir. Ég vil þakka honum fyrir að hann viðurkennir það sem ég hef ekki fyrr heyrt frá at- vinnurekendum: Sem sé þá staðreynd sem fram er tekin í grein sem hann er ekki sáttur við frá 25. júní sl. í Þjóð- viljanum og ber yfirskriftina: Hvað er bónus? Þreföld afköst, tvöfalt kaup. Hann reynir ekki að mótmæia þessari staðreynd sem raunar er ekki hægt þar sem ailar tölur, töflur, línur og laun sem bónusinn byggist á og gefinn er út til hvers bónusvinnu- staðar og einnig til verkalýðsfélag- anna með hverri kaupbreytingu er nákvæmlega eins og sagt er í grein- inni. Byrjað er að mæla bónus við hraðatöluna 67. Þegar sú tala er komin uppí 210 þ.e. hraðinn hefur þrefaldast, þá hefur kaup aðeins tvöfaldast. Áð visu segir hann að þetta sé ekki svona samkv. kokkabókum atvinnu- rekenda heldur hafi þeir viljað hafa Herdís Ólafsdóttir þetta á annan hátt. En hvernig vildu þeir hafa það. Nú skal segja frá þvi Hraðatala 40—60 í upphafi þegar atvinnurekendur sneru sér til verkalýðsfélaganna og óskuðu eftir því að taka upp bðnus i frystihúsum, lögðu þeir fram plagg til skýringar þar sem lýst var rann- sókn sem gerð hafði verið í frystihús- um viðsvegar um landið og komið hefði í ljós að afköstin væru í hraða- tölu 40—60. Nú í þessu sama plaggi boðuðu þeir að við hraðatölun 100 vildu þeir byrja að greiða bónus. Það væri sú tala og þau afköst sem eðlileg væri og fólki bæri að leggja fram fyrir timakaupið sitt. Þetta tekur Árni einnig fram í greininni að hann viðurkenni. En mér er ekki kunnugt um það að verkalýðshreyfingin hafi nokkurn tíma viðurkennt það og alls ekki fólkið sem vinnur í þessu, að 100 sé réttmæt viðmiðunartala á afköst fyrir tímakaupið. Sem sé, þannig vildu þeir hafa það. — Afköst frystihúsanna lágu í 40— 60, að meðaltali 50 og þau skyldu aukast að meðaltali um helming, hvorki meira eða minna þar til byrja skyldi að greiða nokkurn eyri í bónus. En atvinnurekendum gekk illa

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.