Dagblaðið - 22.08.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981.
Fyrsta mótið í röðinni var hið
árlega „Politiken Cup” í
Kaupmannahöfn sem fram fór í júní.
Fyrstu verðlaun á mótinu voru
jafnhá og á Norðurlandamótinu, eða
10.000 danskar krónur. Mótið var
samt ekki eins vel skipað og í fyrra,
þegar Smyslov og Mikhalkhishin frá
Sovétríkjunum deildu efsta sæti. Nú
kom sigurinn í hlut þeirra Velikovs
(Búlgaríu), Taulbuts (Englandi) og
Wedberg (Svíþjóð) sem allir hlutu 7
1/2 v af 10 mögulegum. Þátt-
takendur á mótinu voru 64, meðal
þeirra Margeir Pétursson (6 v.) og
Sævar Bjarnason (5 1/2 v.).
Margir þátttakendur í
Kaupmannahöfn héldu síðan rak-
leiðis til Esbjerg en þar var haldin
heilmikil skákhátíð. Þar var teflt í
tveimur flokkum, stórmeistaraflokki
og alþjóðameistaraflokki og voru 12
keppendur í hvorum. í efri flokki
tefldu 5 stórmeistarar og 5
alþjóðlegir meistarar auk tveggja
„óbreyttra” skákmanna. 5 Danir og
7 erlendir skákmeistarar. Úrslit urðu
þessi:
1. Lars Karlsson (Svíþjóð) 8 1/2 v.
2. Csom (Ungv.land) 7 1/2 v.
3. -4. Mestel og Keene (England) 7
v.
5. Mortensen (Danmörk) 6v.
6. -7. Jansa (Tékkó) og Höi
(Danmörk) 5 1/2 v.
8. Farago (Ungv.land) 5 v.
9. Jakobsen (Danmörk) 4 1/2 v.
10. Iskov (Danmörk) 3 1/2 v.
11. -12. N.J. Fries Nielsen (Dan-
mörk) og Nicholson (England) 3 v.
Með þessum glæsilega sigri hlaut
Lars Karlsson annan áfanga að stór-
meistaratitli. Fyrsta áfanganum náði
hann á skákmóti í Hradec Kralove í
Tékkóslóvakíu um áramótin ’79-’80.
Þriðja mótið hófst síðan fljótlega
eftir að mótinu í Esbjerg lauk og fór
það fram í Svendborg á Fjóni —
fyrsta alþjóðlega skákmótið sem þar
fer fram. Það var af styrkleikaflokki
7, einum flokki lægra en Esbjerg-
mótið. Enn var Lars Karlsson á eftir
stórmeistaraárangri, þriðja og síðasta
áfanga, en í þetta sinn munaði
hálfum vinningi. Úrslit:
1. Farago (Ungv.land) 7 1/2 v.
2. Lars Karlsson (Svíþjóð) 61/2v.
3. Jasna (Tékkó) 6v.
4. Donner (Holland) 5 v.
5. Öst Hansen (Danmörk) 4 1/2 v.
6. Sloth (Danmörk) 4v.
7. Iskov (Danmörk) 3 1/2 v.
8. -9. Bednarski (Pólland) og
Poulsen (Danmörk) 3v.
10. J.O. Pedersen (Danmörk) 2 v.
Og enn sér ekki fyrir endann á
skákiðkun í Danaveldi. í janúar er
fyrirhugað að halda Svæðismót í
danska bænum Randers á Jótlandi
og þangað eiga Íslendingar rétt á að
senda þrjá menn.
Esbjerg 1981
Hvítt: Keene
Svart: Mestel
Tékkneskur Benóní
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3
d6 5. e4 g6 6. Be2 Rbd7 7. Rf3 Rh5 8.
0-0 Rf471 9. Bxf4 exf4 10. Dd2 g5 11.
e5J dxeS 12. d6 Hb8 13. h4! gxb4 14.
Hfel Df6 15. Re4 Dh6 16. Dd5 Bg7
17. Rxc5 h3?
18. RxeS! RxeS 19. d7+ Bxd7
Ef 19. — Rxd7, þá 20. Bg4+ Re5
21. Hxe5 + Bxe5 22. Dxe5+ og Hb8
fellur.
20. Rxd7hxg2?
Sterkara er 20. — Rxd7 21. Bh5 +
Kd8, en hvítur hefur sterka sókn eftir
22. Hadl Dc6 23. Bg4! Lakara er 21.
Bg4+ Kf8 22. Dxd7 hxg2 23. Kxg2
Dc6+ o.s.frv.
21. Bh5! Dxh5 22. Hxe5+ Bxe5 23.
Rf6 + ! Bxf6 24. DxhS
Samkvæmt nýjum kenningum
eru hrókur og biskup jafnoki
drottningar ef engir veikleikar eru í
stöðunni. Hér er svarta kóngsstaðan
veik og drottningin því sterkari.
24. — 0—0 25. Kxg2 Bg7 26. Hhl h6
27. Hh4 Hbe8 28. Hxf4 He5 29. Hf5
He6 30. b3 b6 31. Hf3 He5 32. Dh3
Hd8 33. Hg3 Kh8 34. Dg4 Hg5 35.
Df3 Hxg3 + 36. Kxg3 Be5 + 37. Kg2
Kg7 38. Dg4+ Kf8 39. Dh5 Bg7 40.
c5! Hc8 41. cxb6 axb6 42. Db5!
— Svartur gafst upp. Ef 42. —
Bd4, þá 43. Dd7! og 42. — Hb8 er
svarað með 43. a4 o.s.frv.
Hvitt: Mestel
Svart: Karlsson
Sikileyjarvörn.
I.e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Rde2 d6 7. g3
Bg4 8. Bg2 Dd7 9. b3 Be6 10. Rd5
Rf6 11. Ref4 Bxd5 12. exd5 Re5 13.
04) 04» 14. b3 Hfc8 15. a4 Df5 16.
JÓN L. ÁRNAS0N
SKRIFAR UM SKÁK
Goldie
Hawtt
vel
launuð
Goldie Hawn, stúlkan meö
stóru augun, er komin í flokk
með bezt launuðu kvikmynda-
ieikurunum vestanhafs. Kvik-
myndaleikstjórinn Norman
Jewison hefur boðizt til að
greiða henni þrjár milljónir doll-
ara (um 23 milljónir íslenzkra)
fyrir að leika í myndinni Best
Friends.
Mótleikari Goldie Hawn
verður enginn annar en Burt
Reynolds. Honum hafa verið
boðin sömu laun og Goldie.
Gokfie Hawn.
Audrey Hepburn í
skilnaöarmáli:
Fékk ekki
að halda
syninum
Quinn — hjátrúarfullur?
Hin heimskunna leikkona
Audrey Hepburn hefur staðið i
skilnaðarmáli við fyrrum eigin-
mann sinn, ítalska lœkninn
Andrea Dotti. Út úr þeim
málum hefur. meðal annars
komið að Audrey hefur þurft að
gefa eftir foreldraréttinn yfir ell-
efu ára syni þeirra, Luca, til að
fá skilnað frá Dotti.
Hoppaði fram
af hóteli
— til að vinna viskíflösku
Ofurhuginn Robert Gasser hefur
ekkert á móti því að syna hugrekki sitt.
Það gerði hann fyrir nokkru er hann
stökk fram af 26 metra háu hóteli og
hafnaði í pappakassahrúgu á gang-
stéttinni fyrir neðan. Var stökkið fram-
kvæmt í bænum Nykobing á eyjunni
Falstri i Danmörku.
Ástæðan fyrir því að Robert stökk
fram af var veðmál. Hann hafði veðjað
einni viskíflösku á móti öðrum
manni, sem hélt því fram að Robert
þyrði aldrei að stökkva. En Robert,
sem er 23 ára gamall, sýndi fram á
annað.
Hann hefur lifibrauð sitt af því að
K
Robert Gasser ftýtur fram af
hótelinu.
ferðast um heiminn og sýna fífldirfsku
sína þannig að hann er alls ekkert
óvanur því að leika sér að hættunni.
Lentur og staðinn upp úr
pappakassahrúgunni.
Zappa afkastamikill:
30 plötur
á!5 árum
Frank Zappa er afkastamikill
tónlistarmaður. Hann er búinn
að vera 15 árí bransanum og nú
nýlega sendi hann frá sér 30.
hljómplötu sína. Titill hennar er
Tinseltown Rebillion en tónlist-
in var aðallega tekin upp á tón-
leikum í London ogNew York.
... \
Ha2 h6 17. g4 Dd7 18. Re2 Dc7 19. c4
He8 20. Rd4 a6 21. Hel Bf8 22. f4
Red7 23. Hae2 Pc5 24. Khl Db4 25.
Bd2 Dc5 26. Bc3 Hb8 27. Dd2 Hbc8 28.
Bf3 Dc7 29. h4 Rc5 30. Bb2 Rh7 31. g5
Dd7
a b c d e f g h
32. Re6!
Gegn hótuninni 33. Dc3 eða 33.
Dd4 á svartur ekkert svar. Ef 32. —
fxe6 33. dxe6 Dc7, þá 34. Dc2 eða 34.
Dc3 og vinnur.
32. — Bg7 33. Bxg7 fxe6 34. dxe6
Dc7 35. Bxh6 Rf6 36. gxf6 exf6 37. e7
Dd7 38. f5 Dxf5 39. Dd5+ Dxd5 40.
Bxd5+ Kh7 41. Bf8
— og svartur gafst upp
ingrid Bergman tilbúin tíi upptöku.
Því er ekki að neita að töluverður
svipur er með henni og Goldu Meir.
Ingrid
Bergman
leikur
Goldu
Meir
Ingrid Bergman lýsti því yfir í
febrúar sl. að hún væri endanlega hætt
að leika. Sagðist hún ákveðin ætla að
fara að sinna barnabörnunum.
Svo virðist sem Ingrid, sem orðin er
65 ára gömul, ætli sér ekki að standa
við þá yfirlýsingu þvi við höfum frétt
að hún hafi tekið að sér að leika Goldu
Meir, sem eitt sinn gegndi embætti
forsætisráðherra í fsrael.
Paramount-kvikmyndafyrirtækið
stendur fyrir gerð fjögurra klukku-
stunda langrar sjónvarpsmyndar sem
bera á heitið A Woman Called Golda.
Sjónvarpsmyndinni verður líklega skipt
niður í tvo eða fleiri þætti þegar að út-
sendingu kemur en stefnt er að þvi að
það verði næsta vor.
Áður en Ingrid tók að sér hlutverkið
setti hún það skilyrði að lítill farði yrði
settur í andlit hennar og útliti hennar
yrði ekki breytt of mikið.