Dagblaðið - 22.08.1981, Qupperneq 11
Talið cr að a.m.k. ein milljón manna hafi látið lifið af völdum stjórnar
khmcranna.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981.
Hann lagði áherzlu á að Rauðu
khmerarnir berðust á þeim grundvelli
að þeir væru hin löglega stjórn
Kampútseu og eina aflið sem veitt
gæti Víetnömum umtalsverða mót-
spyrnu.
Ieng Sary sagði að það hefði enga
þýðingu að fá Son Sann stjórnina í
hendur ef hann legði ekki til neinar
hersveitir í baráttunni við Víetnama.
Sihanouk prins og Son Sann hafa
hvor um sig mjög fámennu liði
vopnaðra manna á að skipa og það
sem vakir fyrir þeim sem vilja koma á
hinni sameinuðu andspyrnu gegn
Víetnömum er fyrst og fremst að losa
andstæðinga Víetnama við mesta
óorðið sem á þeim hvílir vegna
fjöldamorða Rauðu khmeranna. Ef
Sihanouk prins eða Son Sann væri
fyrir hinni sameinuðu hreyfingu ættu
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
auðveldara með að réttlæta stuðning
við slíka stjórn.
Enn sem komið er virðist þó fátt
benda til þess að Son Sann geti hugs-
að sér að láta bendla sig við Rauðu
khmerana á þennan hátt og
Sihanouk prins virðist ekkert yfir sig
hrifinn heldur.
Ieng Sary segist ekki hafa fengið
nein svör við símskeytum, sem hann
kveðst hafa sent þeim Son Sann og
Sihanouk þar sem hann óskaði eftir
viðræðum við þá einhvern tíma síðar
í mánuðinum.
Sihanouk prins.
11
»ÞeiíS‘eíg-- „
hverg»tól’
OÍZ o
Tl-...
get'5;
Þegar hér ber að garði Islending
sem ekki eru vituð náin deili á eða á
hvers ferli þarf að glöggva sig er
laumast i uppsláttarbækurnar. Viti
maður ekkert um manninn er byrjað
á æðri tölunum, þ.e. lækna, lögfræð-
inga, verkfræðinga og guðfræðinga.
Ef ekkert finnst þar er flett gegnum
Merka samtíðarmenn og þaðan dengt
sér í Kennaratalið og Skipstjóra- og
stýrimannatal, en þá eru upptalin
tölin á þessu heimili.
Finnist viðkomandi ekki i áður-
nefndum merkum bókum, sem nátt-
úrlega er ekki alltof traustvekjandi,
er til vonar og vara flett í Síina-
skránni. Það er gert til að ganga úr
skugga um að þessi ómerkingur hafi
þó að minnsta kosti síma, sem er lág-
marksskilyrði fyrir virðingu og sjálf-
stæðri tilveru á lslandi.
Uppsláttarbækurnar eru auðvitað
bráðnauðsynlegar til að svala forvitni
landa vorra hver um annan. En
stundum getur það verið ankanna-
legt, t.d. fyrir mikilsmetna lögfræð-
inga að láta einhverja ómerkinga hér
úti í henni Ameríku fletta sér upp og
hlæja að 20 ára gamalli mynd og
komast þar að auki að því, að þeir út-
skrifuðust „bara” með II. einkunn
frá Háskólanum.
En hvað með alla þá íslandsmenn
og -konur, sem ekki eru læknar, lög-
fræðingar, prestar, verkfræðingar,
kennarar, skipstjórar og stýrimenn?
Verða þeir að láta sér nægja að vera
eingöngu skráðir í Símaskrána?
Veigamikið uppsláttar-
rit í undirbúningi
Nú hefir verið ákveðið að ráða bót
á þessu vandræðaástandi. Undirbún-
ingi er að ljúka á útgáfu á nýju og
veigamiklu uppsláttarriti sem koma
mun út fyrir jólin. Verkið, sem
nefnist , ,Þeirra-sem-hvergi-er-getið-
manna-tal”, kemur út í tveimur
bindum, samtals 996 blaðsíður.
Þarna verða birt, í stuttu máli, ævi-
ágrip 3743 manna og kvenna og
munu myndir prýða ritið.
Til að sýna fram á að fólk sem ekki
hefir komist í hin tölin á fyllilega
skilið að vera skráð í uppsláttarbók
veröa birt nokkur dæmi úr bókinni
hér að neðan. Munu þau vonandi
kveða niður í eitt skipti fyrir öll þær
illu tungur sem hvískrað hafa um
landið að þetta verði eins konar
Bréf frá
henni Ameríku
Þórir S. Gröndal
„Þeir-sem-ekkert-komust-áfram-manna-
-tal”.
Nr. 743: Guðmundur Guðmunds-
son, f. 31. des. 1939 í Kópavogi.
For.: Guðmundur Guðmundsson og
k.h. Guðmunda Guðmundsdóttir.
Nám í Grænuborg 1944—46 og próf
þaðan með I. eink.; Næst ungl.próf
1953 með ágætiseinkunn. Síðan í
Lífsins skóla og brautskr. þaðan með
heiðri og sóma. Snemma byrjað að
verzla (lét t.d. móður sína borga sér
fyrir að fara á koppinn tveggja ára)
og opnuð tízkuverzlun fyrir táninga
1958. Á nú keðju af slíkum ver?lun-
um um land allt og einnig í Grímsey.
K. 1960 Guðmundínu Guðmanns-
dóttur og eiga þau einn son, Guð-
mund.
Nr. 1019: Jón Jónsson, f. 1. jan.
1935 í Reykjavík. For.: Jón Jónsson
og k.h. Jónína Jónsdóttir. Nám í
Menntask. Rvk 1953—57, þávisaðúr
skóla vegna óreglu. Stúdent
Menntask. Ak. 1960. Nám í ýmsum
deildum Hásk. ísl. 1960—67, en
prófum ekki lokið. Varð fasteigna-
sali 1971 og alkóhólisti nokkrum
árum síðar. Útskr. Freeport 1979.
K.I. Jónmundina Jónmundsdóttir;
þau slógust og skildu 1978. K.II.
Jóna Jónsdóttir og eiga þau eitt barn.
Ritstörf: Lesendabréf til Dagblaðsins
1975 (Fasteignasalar eru líka fólk).
Nr. 1925: Þórarinn Þórarinsson, f.
1. júní 1931 á Akureyri. For.: Þórar-
inn Þórarinsson og k.h. Þóra Þórs-
dóttir. Eftir skyldunám stundað nám
við Bréfaskóla ASÍ, fékk útskrif-
unarskjal í ábyrgðarpósti 1953. Nám
við Samvinnuskólann og útskr. 1959.
Rak verzlun 1959—61, sem fór á
höfuðið. Frkvstj. Útgerðarfél.
Krummavikur 1962—66; félagið varð
gjaldþrota. Ráðinn bæjarstj. í
Uglubæ 1967 og var þar til 1970, en
þá varð bærinn fyrir greiðsluþroti.
Fór þá út í stjórnmál og var kosinn á
þing fyrir Lýðræðisbandalagið 1976.
Er nú í fjárveitinganefnd, útgerðar-
nefnd og viðskiptanefnd. Kosinn í
stjórn Sjávarútvegsbankans 1979. K.
Þórdísi Þórmundsdóttur 1957. Þau
eiga fjögur börn, tvö saman og eitt
hvort með öðrum aðilum.
Þórir S. Gröndal.
O „En hvað meö alla þá Islandsmenn og
-konur sem ekki eru læknar, lögfræö-
ingar, prestar, verkfræöingar, kennarar, skip-
stjórar og stýrimenn? Veröa þeir aö láta sér
nægja aö vera eingöngu skráöir í Síma-
skrána?”
reit, sem vitanlega er nú niðurníddur
og þar finnst ekki stingandi strá
heldur aðeins mold og í vætu drulla.
Af þessum „göngustíg” lendir hinn
tillitssami göngumaður inn á bíla-
stæðum við blokkimar á móti og nú
nálgast síðasti hálsinn, að komast á
milli blokkanna niður að verzlunar-
miðstöðinni, Ásgeirskjöri. Blokkirn'
ar sem sigla verður á milli eru
blokkirnar sem heita Strandasel 8 og
Stíflusel 11. íbúar þessara blokka
hafa að sjálfsögðu gengið frá lóðum
sínum en við það hefur myndast lítiU
og góður gangstígur á milli lóða
blokkanna, en líkt og annað i
hverfinu þá er þessi mjói stígur
ekkert annað en skítur og drulla, þá
er vætusöm tíð sýnir sig.
Óf œrt í haust
Þegar haustar að þá eiga íbúar
Strandasels 8 og Stíflusels 11 það á
hættu að þegar stígur Reykjavíkur-
borgar verður ófær vegna drullu, þá
reyna gangstígsfarendur frekar að
stikla inn á grasið sem blokkarfólkið
hefur ræktað við hús sín.
í stað drullunnar í hné sem borgin
býður fólkinu sínu, milli blokkanna
Strandasel 8 og Stíflusel 11, þá reyna
vegfarendur að finna sér þurra braut
og klofa yfir girðingar hins elskulega
fólks í viðkomandi blokkum og troða
niður grasið, sem þetta góða fólk
hefur verið að reyna að rækta upp í
garði sínum.
Hrikaleg er skömm borgarinnar,
ef hún getur ekki skilið og séð
þörfina fyrir góðar og vandaðar
gangstéttar. Vita mega vitringar
borgarinnar að ekki eru hinir
almennu borgarar vængjaðir, frekar
en arkitektar þeir sem skipuleggja
borgina. En mikið værum við
almennir borgarar þakklátir, ef
skipuleggjendurnir skildu að við
erum ekki vængjaðir frekar en þeir.
Loks má spyrja hvenær
göngufólki verði ætlað að komast
gangandi úr villimannahverfinu
Breiðholti til borgarinnar? Nú sjáum
við margvíslegar framkvæmdir með-
fram Breiðholtsbraut, m.a. á Blesu-
grófarsvæðinu, en á gangstíg eða
hjólreiðarstíg bólar ekkert. Við sem
eigum heima í Breiðholti skulum ekki
hafa neitt samband við Reykvíkinga
nema með einkabU eða í strætó.
Við sem hjóluðum í gamla daga úr
Blesugróf niður í Laugarnesskóla
eigum erfitt með að skilja það að nú í
dag skuli ekki vera hægt að hjóla eða
ganga úr Breiðholti niður í bæ. Þess
vegna er ekki ósanngjarnt, þó mér sé
spurn, hversu lengi verðum við að
vaða drullu og skít, til þess að verzla
í hverfinu okkar, Seljahverfinu, og
hversu lengi verðum við að eiga bíl
eða aðgang að strætisvagni til þess
að komast niður i Reykjavík?
Kristinn Snæland.
£ „Við sem hjóluöum í gamla daga úr
Blesugróf niöur í Laugarnesskóla eigum
erfítt með að skilja það að nú í dag skuli ekki
vera hægt aö hjóla eöa ganga úr Breiðholti
niöur í bæ.”