Dagblaðið - 22.08.1981, Page 16

Dagblaðið - 22.08.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981. Nýráöinn framkvœmdastjóri Tónabœjar: Byrja áþvíað ná sam- bandi við ungttngana — segir Ólafur Jónsson sem œtlar að stefna að vínlausum skemmtunum í Tónabœ Ólafur Jónsson fyrir utan fólagsmiðstöðina Tónabœ. Hann tók við fram■ kvæmdastjórastarfi sl. fimmtudag og i gmr var formlega opnað með diskóteki fyrir unglinga. Sjólfur ætlar Ólafur að byrja á því að breyta Tónabæ fréþvísem hann var og stefna að víntausum skemmtunum. „Ég hef starfað mikið í félagsmið- stöðvum, bæði Fellahelli og Bú- stöðum. Var um tveggja mánaða skeið framkvæmdastjóri Bústaða í veikindum Hermanns Ragnars Stefánssonar. Ég hef því kynnzt starfi félagsmiðstöðva vel og hef þar að auki mikinn áhuga fyrir því starfi. Það lá því beint við að sækja um þetta starf og ég vissi alltaf að ég myndi fá það,” sagði nýráðinn fram- kvæmdastjóri Tónabæjar, Ólafur Jónsson, handknattleiksmaðurinn kunni, í samtali við Fólk-síðuna. Ólafur tók við starfinu á fimmtudag og strax í gærkvöldi var Tónabær opnaður að nýju eftir nokkurra ára hvíld. „Ég mun fyrst og fremst einbeita mér að því að breyta húsinu virkilega og hlakka til að fást við það. Hér áður fyrr var Tónabær samkunda þar sem fyllirí var allsráðandi, því verður að breyta. Hér eiga að vera vínlausar skemmtanir. Félagsmiðstöðvar byggjast upp á félagsstarfi fyrir unglinga þar sem þeir vinna saman i smáhópum eftir áhugamálum. Má þar nefna umræðuhópa, bridgespil- ara, kvikmynda- eða ljósmynda- klúbba, leiklist og fleira og fleira. Þar sem ég er að taka við starfinu hefur endanleg skipulagning ekki verið gerð. Hins vegar mun Tónabær starfa í grófum dráttum eins og aðrar félagsmiðstöðvar. . Hér eru þrír grunnskólar í nágrenhinu og vona ég að gott samstarf takist með þeim. Tónabær verður fyrir unglinga — 13 ára og eldri — úr Hlíða- og Háaleitis- hverfi. Ég hef þá skoðun að félagsmið- stöðvar sem þessar séu mjög gagn- legar, þar læra unglingarnir að skemmta sér auk þess sem þarna fá þeir tækifæri til að starfa sjálfir að sínum áhugamálum,” sagði Ólafur ennfremur. Þá sagði hann að Tóna- bær gæfi góða möguleika fyrir ann- ars konar starfsemi, t.d. fyrir ferða- leikhús, fundi, ráðstefnur eða annað slikt. „Hér verður boðið upp á veitingar og gæti það komið sér vel fyrir ráð- stefnur eða fundi svo og það mikla húsrúm sem við höfum. í framtíðinni verður einnig hér félagsstarfsemi fyrir aldraða. Ég verð hér í fullu starfi við að fylgjast með starfsem- inni og byrjunin verður að ná sam- bandi við unglingana,” sagði Ólafur. — Nú voruð þið tveir sem komuð til greina i starfið og málið ekki fljót- afgreitt í borgarráði. Hvernig fannst þér þessi bið? „Þessi tími sem ráðningin tók bitnar bara á mér því hér var margt ógert sem þurfti að vera tilbúið fyrir föstudag. Það var sem sagt lítill timi til að skipuleggja og það þýðir meiri vinnu. Ég á von á því að næsta vika fari i að klára standsetningu og koma rekstrinum í gang og það er vegna þess hve mikið ráðningin dróst,” sagði Ólafur Jónsson. Hann er 27 ára, kvæntur Kristínu Guðmunds- dóttur og eiga þau tvö börn. -ELA Hór er verið að leggja siðustu hönd á breydngamar I Tónabæ fyrir opnun- ina i gær en Ólafur kvað samt ekki öllu vera lokið. „Unnlð verður að þvi að klára í næstu viku, "sagðihann. DB-myndir ELA Sœgarpar í heimsókn — hrijnar af landinu og íslenzku verðlagi Það er ekki á hverjum degi að sæ- garpar sækja okkur heim hér á Dag- blaðinu, hvað þá að sjóararnir séu konur — en allt getur nú gerzt. Þær Leah Hominda frá Washington og Allison Miller frá Louisiana eru bandarískir sjóskátar og miklir siglingasérfræðingar. Heimsókn þeirra hingað er liður í að kynnast norræna skátastarfinu og eru þær nýkomnar frá Noregi, þar sem þær dvöldust í 4 vikur. Síðastliðið mánudagskvöld sátu þær foringjaráðsfund skátafélagsins Garðbúa en höfðu þá dvalizt undán- farna 3 daga að Úlfljótsvatni til þess að kynnast starfsemi íslenzkra skáta. Áhuginn var gagnkvæmur, því ekki fer mikið fyrir starfsemi sjóskáta á íslandi þótt fregnir hermi að það standi til bóta. „Það kom okkur á óvart,” sagði Leah, ,,að stúlkur og drengir starfa saman innan norrænu skátahreyfing- arinnar. í Bandaríkjunum erum við í sitt hvorum félögunum þótt félögin starfi síðan saman en hér er allt sam- eiginlegt.” „Mér kom mest á óvart,” sagði Allison, „að norræna skátastarfið virðist fara fram alveg eins og hjá okkur. Einhvern veginn hafði ég búizt við einhverjum mun. Svo kom í ljós að maður þarf ekki að kunna orð í viðkomandi máli til þess að geta tekið þátt í skátastarfi hér og í Noregi. Viðhafnir eru eins, söngvar líka, meira að segja voru sumir á ensku, og allt skilst.” „Okkur þykir verst að geta ekki verið nema viku á íslandi,” bætti Leah við, „okkur langar til að vera lengur og skoða landið betur.” Þær kváðust ekki hafa valið neitt tiltekið land. „Maður sækir um að fara út,” sagði Allison, ,,og það kom í okkar hlut að fara til Noregs og íslands . . . ,,Og verðlagið kom okkur á óvart,” greip Leah fram í. Blaðamaður var nú ekki hissa á því og brosti langþjáða brosinu, enda ekki viðbúinn framhaldinu sem var: „Hér er miklu ódýrara en í Noregi, t.d. eru peysur helmingi dýrari og ykkar eru miklu fallegri.” — Við þyrftum að fá fleiri skáta í heimsókn. Þær stöllur voru mjög ánægðar með allar móttökur íslenzkra skáta og sögðust vonast til þess að fá tæki- færi til að koma hingað aftur. - FG Á puttanum um landið Hann Bœring okkar Cecilsson fréttaritari i Grundarfirdi rakst á þessar tvœrjrönsku stúlkur þar sem þter voru gangandi með bakpoka áleiðis til Stykkishólms. Stúlkurnar eru franskar og heita Odde Covrav og Fréderigve Bouqvet. Bœring sagði okkur að stúlkurnar hefðu gengið um allt Snœfellsnesið. Slðan lá leið þeirra um Breiðafjörðinn með flóabátnum Baldri. Mjög algengt er orðið að útlendingar gangi um landið en flestir þeirra koma með Smyrli til Seyðisfjarðar og fara svo á puttanum um gjörvallt landið. Misjafnlega gengur að vonum fyrir þetta fólk að fá bílfar. En hann Bœring lœtur ekki að sér hœða þegar hann sér fallegar stúlkur og auðvitað bauð hann þeim far með sér. Hann fékk llka að taka þessa skínandi mynd af þeim í staðinn. - ELA Bandarisku sjóskátarnlr sem litu viö hjá DB, þær Loah Hominda frá Washington og Allison Miller frá Louisiana. DB-mynd Bj.Bj. FÓLK

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.