Dagblaðið - 24.08.1981, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981.
Um Nýlendugötu og nágrenni:
Slysahætta af hraðahindrun
hún beinir allri umferð inn á bflastæðin
Annar ibúi skrifar:
Vegna svars Ásgeirs Þórs Ásgeirs-
sonar við fyrirspum til Dagblaðsins
um opnun Brunnstigs, birt 17/8 ’81,
langar mig til að koma eftirfarandi á
framfæri.
Úr svarinu má lesa að Albert Guð-
mundsson hafi verið að vinna gegn
vilja íbúa við Nýlendugötu er hann
fékk því framgengt i borgarráði að
aðeins „ein” einstefna skyldi vera i
Nýlendugötu. Hið rétta er að Magnús
nokkur Skúlason, Bakkastig 1 (á
horni Nýlendugötu), fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í skipulagsnefnd, og að
ég held formaður þeirrar nefndar nú,
hamraði í gegn þá breytingu sem gerð
var 1974. Þannig varð Nýlendugatan
lokuð i báða enda og aðeins með inn-
akstur frá Mýrargötu, yfir gangstétt,
um Bakkastig og fyrir blindhorn.
Þessu vildu ibúar Nýlendugötu ekki
una. Þeir tóku loks á sig rögg í janúar
síðastliðnum og sendu borgarverk-
fræðingi bréf (hjál.). Þar óskuðu þeir
(72 undirskr.) eftir breytingu á
akstursstefnu um götuna, þannig að
hún yrði ekin frá vestri til austurs frá
Seljavegi að Ægisgötu. Þessu fengu
þeir framgengt með hjálp réttsýnna
manna eins og Alberts Guðmunds-
sonar.
Ég bið Ásgeir að leiðrétta mig ef ég
fer með rangt mál en staðfesta þetta
að öðrum kosti.
í samþykkt borgarráðs var gert ráð
fyrir hraðahindrun við innkomu í
Nýlendugötu frá Seljavegi. Búizt var
viö venjulegri upphækkun á götunni.
Hindrunin kom. Fyrirmyndin gæti
allt eins verið sótt austur fyrir
„Chekpoint Charlie”. Sjón er sögu
rikari. í einstefnuakstursgötum, eins
og Nýlendugötu, er ekið vinstra
megin en bilastæði eru hægra megin.
Hindrunin beinir allri umferð inn á
bílastæðin og er því mikil slysagildra.
Gegnt Magnúsi við Bakkastíg býr
Sigurður Tómasson, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins i umferðarnefnd og for-
maöur hennar. Hann virðist ekkert
athugavert sjá við umrædda hindrun
svo hún hlýtur að vera í lagi.
Ég tel að svar Ásgeirs við fyrir-
spum til Dagblaðsins um opnun
Brunnstígs hefði átt að vera: „Tveir
nefndarformenn vilja minnka um-
ferðarþunga fyrir framan hús sín.”
Bréf fbúa Nýlendugötu
Til borgarverkfræðingsins í
Reykjavík.
Við undirritaðir húseigendur
og/eða íbúar við Nýlendugötu i
Reykjavík óskum vinsamlegast eftir
því, að sú breyting verði gerð, á.
leyfðri akstursstefnu um „götuna
okkar”, að hún verði öll einstefnu-
akstursgata frá vestri (Seljavegi) til
austurs (að Ægisgötu).
Það hefur borizt okkur til eyrna,
að þegar akstursstefnu var breytt í
það horf sem hún nú er hafi það verið
háð því, að ekki bærust mótmæli frá
íbúum götunnar. Þessum mótmælum
er hér með komið á framfæri þar eð
við teljum það óverjandi fyrirkomu-
lag að hafa götuna lokaða i báöa
enda og aðeins með innakstur yfir
gangstétt og fyrir blindhorn.
Væntum skjótra úrbóta.
vm
Grandvar
minnka
skipta-
prósentu
sjó-
manna?
Myndin sýnir hraðahindrun á Nýlendugötu.
DB-mynd Gunnar Örn.
Bflamarkaðurinn
12-18-Sími25252
Volvo 244 GL 1980. Gullsanseraður
Ekinn 12 þús. km. Beinsk., aflstýri
Verð kr. 145 þús.
tr I I
Honda Accord 1980. Hvitur, ekinn
16 þús. km, útvarp. Fallegur bHI.
Verð 95 þús.
Qldsmobile disll 1978. Svartur.
Ekinn 115 þús. km. Ný vél, sjálfsk.,
aflstýri og -bremsur. Útvarp, 120
þús. kr. Sklptl á ódýrari
Honda Prelude Sport Coupé 1980.
Rauður, ekinn 17 þús. km. Aflstýri,
sjálfsk., m/overdrlve. Sóltoppur.
Stórglæsilegur sportbill. Verð kr. 115
þús.
Mazda 929 station 1977. Græn-
sanseraður. Ekinn aðeins 37 þús. km.
Einkabfll f sérflokki. Verð kr. 70
þús.
Einnig Mazda 929 Sedan 1979. Ekinn
45 þús. km. Verð kr. 87 þús.
Plymouth Horlzon Hatschback 1979.
Grænsanseraður, 4ra cyl., sjálfsk.,
m/öllu. Ekinn 30 þús. m. Ath.: fram-
drifsbUI. Verð kr. 105 þús.
Mazda 323 station 1980. Hvftur,
ekinn 19 þús. km, útvarp. Snjód. +
sumard. Verð kr. 87 þús.
Mazda 323 Sport 1980. Grásanser-
aður. Eklnn 20 þús. km. Fallegur
bill. Verð 85 þús.kr.
Range Rover 1978. Drapplitur, fal-
legur bfll. Verð kr. 200 þús. Skiptl
möguleg á ódýrari bU.
VW Golf 1979. Drapplltur. Ekinn
aðeins 34 þús. km. Sparneytinn fram-
drifsbUI. Verð kr. 75 þús.
Daihatzu Chairmant station 1979.
Grásanseraður, eklnn 10 þús. km, út-
varp. Verð 75 þús.
fmWm.
Bronco 1974. Grænn, ekinn 50, þús.
mflur, 8 cyl., beinsldptur. Aflstýri og
-bremsur, ný, breið dekk. Upphækk-
aður. Verð 70 þús. kr. Sklpti á minni
og ódýrarl bfl.
Fiat 127 900 1980. Rauður, ekinn
aðelns 7 þús. km. Verð kr. 61 þús.
Galant 2000 GLX 1979. Blásanser
aður 5, gira, eklnn 17 þús. km., út
varp, Verð 95 þús.
mmam* tm>. *,» . -
Subaru 1600 (4 x 4) 1980. Rauður.
Eklnn 24 þús. km, útvarp, segul-
band. Verð 110 þús.
Mazda B 1800 Pick Up 1979. Gulur,
eklnn 34 þús. km. Verð kr. 70 þús.
Citroén Visa 1979. Grænn (m/fram-
drifi). Ekinn 28 þús. km. MJög spar-
neytinn. Verð 66 þús. kr.
Toyota Cressida Coupé 1978.
Rauður, sjálfskiptur, útvarp +
segulband. Telnafelgur. Bill f sér-
flokki. Verð kr. 94 þús. Sklptl mögu-
leg á ódýrari bll.
Pontiac Grand Prix Coupé 1979.
Grásanseraður, vél 8 cyl„ eklnn 25
þús. km, sjálfskiptur, aflstýri og -
bremsur. Lúxusbfll. Verð 140 þús.
Skipti möguleg á ódýrari.
Fiat 132 (1600) 1978. Blásanseraður.
Ekinn 37 þús. km„ útlit o.fl. f sér-
flokkl. Verð kr. 65 þús. (Góð lán).
Mazda 323, 1979. Gullsanseraður, 5
gfra, Eklnn 32 þús. km„ útvarp,
segulband, sumar- og vetrardekk.
Verð 74 þús.
Elnnig árg. 1980, ekinn 9 þús. Verð
kr. 80 þús.
Dalhatsu Charade Runabout, 1980.
Rauður, eldnn aðelns 20 þús. km.
Verð 73 þús. kr.
— eða setja þak á
tekjur þeirra?
Dagmar Jónsdóttir hringdi:
Mig langar til þess að svara bréfi
Grandvars, „Launabrjálæði hjá sjó-
mönnum”, DB 19. ágúst.
Veit Grandvar ekki að sjómenn eru
á hlutaskiptingu þannig að bátur sem
fiskar mikið gefur mönnum mikið i
aðra hönd?
Þessum tekjum, sem Grandvar
minnist á, hefur þurft að vinna fyrir
ötulum höndum. Það er t.d. ekki óal-
gengt að unnið sé 18—20 tima í beit
(þ.e. sleitulaust), þá fá menn sér kriu
og siðan byrjar sami erillinn aftur.
Sjómenn eru því ekki neitt ofsælir af
þessum aurum.
Vill Grandvar kannski minnka
skiptaprósentu sjómanna? Eða vill
hann setja þak á tekjur þeirra — og
hvar þá?
Grandvar gefur i skyn að humar-
bátur fari á loðnu. Það er alrangt því
100 tonna bátur fer ekki á loðnu.
Kannski Grandvar vilji fara á loðnu
til Jan Mayen á humarbát? Auk þess
kemst sami maður ekki á haust-
loðnuveiðar nema hætta á humarver-
tíðinni. Grandvar leitast við að tína
saman aflatoppa ársins og setja
samaníeina mynd.
Hann segir að sjómenn og fisk-
vinnslufólk í landi fari illa með af-
urðir. Því vil ég einnig mótmæla
kröftuglega. Það er að vísu rétt að
fiskverð hér er lægra en í Færeyjum
en því ráða hvorki útgerðarmenn né
sjómenn.
Grandvar minnist síðan á lánakjör
útgerðarmanna. Ég held at' þeir fái
ekki aðra fyrirgreiðslu en aðrir at-
vinnurekendur. Og hvað sjómanna-
frádráttinn varðar þá tel ég sjtmenn-
ina vel komna að honum og þurfi
ekki að öfunda þá af því.
Grandvar, þú ættir að tryggja þér
pláss á humarbát og drffa þig á loðnu
til Jan Mayen sem fyrst.
„Grandvar, þú ættir afl tryggja þér
pláss á humarbát og drffa þlg á loðnu
til Jan Mayen sem fyrst,” seglr Dag-
mar Jónsdóttir.
DB-mynd Sv.Þ.