Dagblaðið - 24.08.1981, Síða 3

Dagblaðið - 24.08.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. 3 Athugasemd við f rétt: Einar Ólafsson stjórnarmaður I Leigjendasamtökunum skrifar: 1 Dagblaðinu 20. ágúst sl. er frétt um ákaflega slæma umgengni leigjenda í leiguhúsnæði og viðtal við eigandann. Fréttinni er slegið upp á forsíðu undir yfirtitlinum Hin hliðin á húsnæðisvandamálinu. Ég get satt að segja ekki séð að þetta sé „hin hliðin á húsnæðis- vandamálinu” en það er einfaldlega gífurlegur skortur á leiguhúsnæði sem ýtir undir brask og okur þannig að leigjendur þurfa upp til hópa (og þeir eru reyndar 20% þjóðarinnar) að eyða miklum tíma og fjármunum í að leita að húsnæði og fá það svo með afarkostum. Þó eru vissulega til margir sanngjarnir leigusalar, sem betur fer. En húsnæðisvandamálið er fyrst og fremst samfélagslegt, það væri hægt að bæta úr því með byggingu leiguíbúða á vegum sveitar- félaga. Hitt er annað mál að í öllum sviðskiptum geta menn lent á slæmum viðskipta,,vini”, þannig lenda leigutakar stundum á af- skaplega leiðinlegum, ósanngjörnum og óheiðarlegum leigusölum og svo öfugt. En munurinn er hins vegar sá (og hann er anzi mikill), að leigusal- inn hefur venjulega betra tækifæri til að níðast á leigutakanum — eftir- spumin eftir leiguhúsnæði er nefni- lega meiri en framboðið. íbúðareigandinn í umræddri frétt segist hafa leitað til Leigjenda- samtakanna en þar var, segir hann skv. frétt DB, „hlegið að mér og það síðasta sem ég gerði væri að leita þangað aftur”. Fréttinni lýkur síðan með þessum orðum tilfærðum eftir íbúðareigandanum: „Enn verra væri að Leigjendasamtökin virtust gjör- sneidd allri ábyrgðar- og sóma- tilfinningu, eins og viðbrögð þeirra er hann leitaði til þeirra benti til”. Nú kannast starfsmaður Leigjendasamtakanna alls ekki við að leitað hafi verið til skrifstofu samtakanna út af þessu máli. í öðru lagi er hér út í hött að tala um ábyrgðartilfinningu Leigjenda- samtakanna varðandi þetta mál þar sem þau eru frjáls samtök sem í er aðeins hluti leigjenda — því miður — og þau bera að sjálfsögðu enga á- byrgð á einum og einum svörtum sauði meðal leigjenda. í þriðja lagi vil ég benda á að verksvið Leigjendasamtakanna er eins og nafnið bendir til að berjast fyrir hagsmunum leigjenda og vera þeim til ráðleggingar og aðstoðar. Engu að siður hefur skrifstofa samtakanna oft veitt leigusölum upplýsingar og ráð eftir því sem tök hafa verið á en að sjálfsögðu er eðlilegra að leigusali sem lendir I vandræðum leiti til húseigendasam- taka eða húsaleigunefnda, sem skv. núgildandi húsaleigulögum eiga að vera til í hverju bæjarfélagi. Að lokum má geta þess að oftast eru þau skilyrði í leigusamningi að leigutaki eigi að skilja við húsnæðið i sama ástandi og hann tók við því ef undan er skilið það viðhald sem heyrir undir húseigandann, en þetta er líka lögbundið, ef ekki er um skriflegan samning að ræða. Þama eiga lögin að tryggja leigusala rétt ekki síður en leigutaka. íbúðar- Stærðir 40—45 Verð kr. 372,00 . Póstsendum Laugavegl3 Sími13508 Rafn Guðjónsson við dyr húss slns, en hann kom að ibúðinni i „rúst”, eftir sex mánaða ieigu eins og greint var frá f DB á fimmtudag. DB-mynd Einar Ólason. HOOVER er heimilishjálp SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 T0FRA' Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogsfyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður um4 gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hun. Raddir lesenda FRANZISCA T GUNNARSDÓTTIR 'búi vog1 ig erl n 80 I2 lítr léttust... \ OWmótor ) arykpoka.< t* Made i in USA]iy jt Spurning dagsins Telur þú aö erlendir ferðahópar eigi að fá að ferðast um landið án íslenzkra leiðsögu- manna? Oddgeir Gestsson sjómaður: Nei, þaö held ég ekki. Ég tel að islenzkir leið- sögumenn eigi að vera skilyrði. Sigurður Einarsson fyrrv. vörubil- stjóri: Það er nú vafamál. Mér finnst ástæöulaust að láta þá valsa um eftir- litslaust. Friðrik Ragnarsson sendibllstjóri: Nei, það tel ég alls ekki. Elín S.H. Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og húsmóðir: Ekki þegar hóparnir eru stórir. Svanhildur Helgadóttir bankaritarí: Mér finnst sjálfsagt að stóru hópunum fylgi islenzkur leiðsögumaður. Dagur Ásgeirsson skrifstofumaður: Alls ekki. Mér finnst alveg óþarfi að láta þá vaða um og eyðileggja, eins og t.d. í Hvannalindum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.