Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON Kflóverð á pakkavöru liggur ekki alltaf í augum uppi Kartöf lumús getur kostaö f rá 94 aurum upp í 2,58 kr. hver skammtur Þegar pakkamatur er keyptur getur verið dálítið erfitt að átta sig á hvert verðið raunverulega er. Mismunandi magn er í pökkunum og verðið að sjálfsögðu mismunandi. Fæstir eru með reiknivélar á sér til þess að reikna út einingaverð, þótt algengara sé orðið nú en áður að sjá fólk með litlar vasareiknivélar í matvöruverzl- unum. Neytendasíðan hefur áður tekið ómakið af neytendum og reiknað fyrir þá út einingaverð á ýmsum mat- vörutegundum. í dag skulum við at- huga kartöflumús í pökkum. í þremur verzlunum Við lögðum leið okkar í þrjár stór- verzlanir, Hagkaup, SS Glæsibæ og Stórmarkað KRON á Skemmuvegin- um. Úrvalið var áberandi minnst í Hagkaup en mjög gott úrval bæði í SS og Kron. Ekki var teljandi munur á verðinu í heild, þótt það væri hæst í SSáfleiritegundum. í ljós kom að hægt er að fá kart- öflumús á 2,58 pr. skammt og allt niður í 0,94 kr. Dýrasti skammturinn var Mills, bragðbætt með ýmsu góð- gæti, í litlum, þriggja skammta pökkum sem kosta frá 7,30 upp í 7,75 pakkinn. Ódýrasti skammturinn, sem Neyt- endasíðan rakst á, var stór pakki með 60 skömmtum frá Hungry Jack sem kostaði 53,80 í Kron. Hungry Jack er einnig til í 40 skammta pakka á 38,20 kr. (Kron) og 40,55 (SS). Maggí reyndist næstódýrast í stórri, 75 skammta pakkningu sem kostaði 70,90 kr. bæði í Kron og Hagkaup. Hver skammtur kostaði því 0,94 kr. Við fundum kartöflumús í tólf vörumerkjum í þessum þremur stór- verzlunum, sem við lögðum leið okkar í. Það eru raunar fleiri en tólf tegundir því í a.m.k. tveimur vöru- merkjunum voru ti! fleiri en ein tegund af kartöflumús (með púr- lauksbragði, hvítlauks, selleríbragði o.s.frv.).-Fara hér á eftir töflur yfir útreikninga okkar. - A.Bj. Neytendasíðan fór i kartöflumúsleið- angur og sá ódýrasti sem varð á vegi var Hungry Jack i stórri pakkningu. DB-mynd Bjarnleifur. Stórmarkaður KR0N: Gott úrval og hagstætt verð Vöruúrval almennt er mjög gott i Stórmarkaði Kron á Skemmuvegin- um. Þar voru fimm vörumerki og nokkrar tegundir innan eins merkisins eins og í Glæsibæ. Þarna var ódýrasta kartöfiumúsin sem við fundum, stór 60 skammta Hungry Jack pakki á 53,80, eða 89 aura hver skammtur. Hungry Jack er mjög góð vara sem við höfum oft notað og ekki nauðsynlegt að mæla svo nákvæmlega það sem út í pottinn fer. Hagkaup: Aðeins tvær tegundir t Hagkaup fundum við ekki nema tvær tegundir, Maggí og Erin, en tvær stærðir af Maggí. Tegundarheiti Fyrir hve marga Verð Verð pr. mann Maggi 4 7,00 1,75 Maggí 75 70,60 0,94 Erin 34J 39,60 1,15 Að vísu stóð ekki utan á Erin pakk- anum fyrir hve marga hann væri ætlaður. En samkvæmt því sem var í stóru Maggí dósinni ættu að vera 34,3 skammtar í Erin pakkanum. Leiðbeiningarnar á Maggí dósunum eru á hollenzku, en ekki á íslenzku eins og lögboðið er. íslendingar eru kannski svo klárir í tungumálum að þeir geti alveg klárað sig af hollenzk- um leiðbeiningum utan á matvælum. Tegundarheiti Fyrir hve marga Verð Verð pr. skammtur Hungry Jack 60 53,80 0,89 Hungry Jack 40 38,20 0,95 Mills 6 13,65 2,27 Mills m/bragði 3 7,30 2,43 Mills vanal. 3 6,65 2^1 Coop 5-6 7,25 1,20-1,45 Brugsen 6 7,15 1,19 Maggi 75 70,90 0,94 SS Glæsibæ: til samanbunðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? G0TT URVAL ENI DÝRARIKANTINUM Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- 1 tæki. 1 Nafn áskrifanda ,---------------------------------------------------------------- Heimili interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S. 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Hjá SS í Glæsibæ fundum við eftirfarandi tegundir: •I i Sími l-------- J Tegundarheiti Fyrir hve marga l Fjöldi heimilisfólks. Verð Verð pr. mann Mills m/bragði 3 7,75 2,58 Mills venjul. 6 14,50 2,41 Bordens 8 9,25 1,15 Hungry Jack 40 40,55 1,01 Lidano (extra) 6-8 12,20 1,52-2,03 Lidano (mild) 6-8 11,50 1,91-1,43 Maggi 4 7,80 1,95 1 Kostnaður í júlímánuði 1981 i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annaö kr. Alls kr. w nií t v t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.