Dagblaðið - 24.08.1981, Page 5

Dagblaðið - 24.08.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. 5 Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á landi á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Rakarastofan Klapparstíg, sími 12725, mánudag 24. ágúst, miðvikudag 26. ágúst, föstudag 28. ágúst. AKUREYRI: Jón Eðvarðs, rakarastofa, Strandgötu 6, sími 24408, þriðjudag 25. ágúst. KEFLAVÍK: Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, fimmtudag 27. ágúst. Biblíuhátíðin á Kjarvalsstöðum: Biblian losnar undan armi skattheimtunnar —„Vel mun fara á þvf að biblían verði handleikin og lesin,” sagði Friðjón Þorðarson kirkjumálaráðherra, sem tilkynnti að ríkisstjómin hefði ákveðið að fella niður söluskatt af Biskup flytur ávarp sitt i hátiðinni. Fyrir framan ræðustólinn eru nokkrar af hinum nýju biblium. DB-myndir: Gunnar örn. „Samkvæmt því verður biblían ein bóka sem þeirrar náðar nýtur að losna undan armi skattheimtunnar að þessu leyti,” sagði Friðjón Þórðarson, kirkjumálaráðherra er hann á Biblíuhá- tíð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn lýsti því yfir að ríkisstjórnin hefði samþykkt að fella niður söluskatt af hinni nýju biblíuútgáfu. Það þýðir að biblían kostar um 50 krónum minna en ella hefði verið og kostar hún því um 230krónur. í ávarpi sínu sagði kirkjumála- ráðherra einnig: „Hin nýja biblíuút- gáfa mun vissulega sóma sér vel í bóka- skáp. Vel mun þó á því fara að þess sjáist nokkur merki með tímanum að hún verði handleikin og lesin á heimilum landsmanna til andlegrar uppbyggingar, huggunar og sálubóta.” Á hátíðinni afhenti biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, eintak af hinni nýju biblíu. í ræðu sinni rakti biskup aðdraganda út- gáfunnar og ástæður þess að í þetta mikla verk var ráðizt. Hann afþakkaði þeim fjölmörgum aðilum er á einn eða annan hátt hafa unnið að þessu verki. Síðan sagði hann: „En öllum mönnum framar ber að þakka Hermanni Þor- steinssyni, framkvæmdastjóra Hins íslenzka biblíufélags. Enginn hefur fyrr eða síðar lagt fram þvílíkt starf í þágu Biblíufélagsins sem hann. Slík sjálf- boðavinna af hugsjón einni saman sem hann hefur látið í té er fágæt ef ekki einstök nú á tímum hvar sem er í heimi hér.” Mikið fjölmenni var á Biblíuhá- tíðinni á Kjarvalsstöðum. Þar sungu HEIMSINS FULLKOMNASTI FRÁ Herra Sigurbjörn Einarsson biskup býður Vigdfsi Finnbogadóttur forseta velkomna á Bibliuhátiðina á Kjarvalsstöðum. Þar var fslcnzku þjóðinni formlega afhent hin nýja biblfa „um hendur forseta Islands.” þrjár ungar stúlkur, Marta Guörún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórs- dóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir, nokkur lög, Hannes Pétursson skáld las stutta kafla úr biblíunni, Halldór Vilhelmsson söng Úr biblíuljóðum eftir Dvorak við undirleik Gústafs Jóhannessonar og Hermann Þorsteins- son flutti lokaávarp. Hátíðinni lauk síðan með því að viðstaddir sungu kröftuglega sálminn: Þitt orð er, Guð, vort erfðafé. í hinni nýju biblíu eru guðspjöllin og Postulasagan endurþýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testamentisins (frá 1912) endur- skoðuð. Þar hefur átt stærstan hlut að máli Jón Sveinbjörnsson prófessor og að sögn hans felst meginbreytingin í því að setningaskipan griska textans er ekki fylgt eins nákvæmlega og áður og textinn gerður „íslenzkulegri”. Nokkrar umbætur voru og gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins og hefur dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor átt veg og vanda að því verki. Mikil breyting hefur og verið gerð á áferð og uppsetningu textans og marg- vísleg hjálpargögn fylgja hinni nýju biblíuútgáfu er eiga að auðvelda lestur bókarinnar. Sagðist Hermann Þor- steinsson framkvæmdastjóri Biblíu- félagsins eiga þá ósk heitasta að biblían yrði nú lesin og að það yrði ekki lengur feimnismál að játa trú á Jesú Krist. -GAJ. Sambyggt: útvarp, magnari, plötuspilari og tveír hátalarar. Verð: 7.392.- (greiöslukjör) 29800 Skipholti19 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR Type No. 6401 Application Stereo Principle Orthodynamic Sensitivity 94 dB 8 mW Continuous load 2 watts Frequency range 16-20,000 Hz Impedance 140íohms Distortion Length of cord and plug type 3 m,Jack Weight 300 g

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.