Dagblaðið - 24.08.1981, Side 6

Dagblaðið - 24.08.1981, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. Ljóma-ralli ’81 lauk í gær: Einvígi milli Hafsteins og Ómars frá u zizzr Ómar og Jón Ragnarssynir fagna sigri á þaki bils sfns við Austurbæjarskólann. DB-mynd: Gunnar Örn. Philips solarium heimilislampinn kostar aðeins 3.289.- króhun meðstandara og sjálfvirkum tímastilli Philips solarium er fisléttur og meðfærilegur og tekur sára- lítið pláss í geymslu. Það er líka hægt að nota hann án standaransen þannig kostar hann aðeins2416 krónur. Rafmagnseyðsla 0.24 kg. wött Þyngd - 7,5 kg Stærð dxbxh - 10x38x74 cm heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 —Ómarog Jón Ragn- arssymr sigruðu enn einu smm Gefið i á Fjallabaksleiðinni á föstudag. Jón og Ómar eru búnir að keppa þrettán sinnum á Renault Alpine bfl þess fyrrnefnda. Hann á væntanlega eftir að fara aðeins eitt rall i viðbót. DB-mynd: Árni Biarna. Aðeins tæplega fjórar mínútur skildu að sigurvegarna í Ljóma-ralli ’81 og þá sem næstir komu á eftir. Það voru bræðurnir Ómar og Jón Ragnars- .synir sem sigruðu eina ferðina enn. I öðru sæti voru Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson. Keppnin öll var eitt stanzlaust einvígi milli Ómars og Hafsteins. Allt frá fyrstu sérleið til þeirrar síðustu var ekið í botni og hvergi slegið af. Lengi vel hafði Ómar örugga forystu en á síðari hluta laugardagsins og í gær tókst Hafsteini að saxa verulega á forystuna. Það voru Norðmaðurinn John Hauglandog Svíinn Jan Olav Bohlin sem urðu i þriðja sæti í keppninni. Lestina ráku bræðurnir Birgir og Hreinn Vagnssynir. Alls hófu tólf bílar keppnina á föstudagsmorguninn. Lítið sem ekkert bar út af hjá öku- mönnunum í tveimur efstu sætunum. Óþétt kertahetta gerði Ómari og Jóni gramt í geði á tímabili. Vegna hennar gekk Renault bill þeirra aðeins á þremur strokkum þegar þeir óku í vatni. Ástæðan fyrir því hversu mörg refsistig John Haugland fékk var fyrst og fremst sú að Skoda bíll hans drap á sér úti í á á Kili. Þar slitnaði einnig dempari í bílnum. Loks var miðstöðin þeim Haugland og Bohlin til hins mesta afma. í hvert skipti sem þeir óku út í á fylltist bíllinn af gufu þannig að þeir urðu að aka blindandi. Eftir að Haugland sá að hann ætti ekki möguleika á efsta sætinu sló hann tals- vert af og ákvað að komast örugglega í mark með heilan bíl. Það þykir ágætis árangur hjá Birgi og Hreini Vagnssonum að hafa lokið keppninni. Þeir óku á óstyrktri Cortinu með 2000 cc. mótor. Þeir voru sagðir fallnir á tíma á laugardaginn vegna þess hve lengi þeir voru að komast vestur Fjallabak. Þann úrskurð kærðu þeir og komst dómnefnd keppninnar að þeirri niðurstöðu að lágmarkstími á Fjalla- baksleiðinni hefði verið of lágur. Ljómaralli ’81 er lengsta rall sem haldið er hér á landi. Að þessu sinni var það um 1.700 kílómetra langt. í fyrra var það nær þúsund kílómetrum lengra. -ÁT/ÁB. Unnið að viðgerð á C'ortinu bræðranna Birgis og Hreins Vagnssona á tímavaröstöð núlli Fjallabaks og Dómadalsvegar. Þarna hafði bensingjöfin gefið sig. DB-mynd: Árni Bjarna. Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson slógu helzt aldrei af sér á sérleiðum hvort sem ekið var á þurru eða blautu. DB-mynd: Árni Bjarna. John Haugland og Joan Olaf Bohlin á ferð á Skodanum. Þeir urðu fyrir nokkrum óhöppum á Kili og fóru sér þvi fremur rólega eftir að ljóst varð að þeir ættu litla möguleika á sigri. DB-mynd: Árni Bjarna. ÓSA Úrslitin íLjóma-ralli urðuþessi: Sæti 1. ökumaöur 2. ökumaöur Tegund Refsistig 1. Ómar Ragnarsson Jón Ragnarsson Renault Alpine 1.10:47 2. Hafsteinn Hauksson Kári Gunnarsson Escort 2000 1.14:44 3. JohnHaugland Jan Olaf Bohlin Skoda 130RS 2.10:15 4. Birgir Vagnsson Hreinn Vagnsson Cortina 2000 4.34:43

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.