Dagblaðið - 24.08.1981, Side 8

Dagblaðið - 24.08.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. 8 Erlent Erlent Erlent Erlent Ógnaröldin íGuatemala: Konur og böm þvinguð til að grafa sér gröf —áður en þau voru skotin til bana Fimmtán manns, þar á meðal konur og börn, voru þvingaðir til að grafa sér gröf áður en þeir voru skotnir til bana af óþekktum vopn- uðum mönnum í síðasta voðaverki þeirrar borgarastyrjaldar sem nú geisar í landinu. Auk þess létu nítján manns lífið í skotbardögum víðs vegar um landið yfir helgina. Fólk er varð vitni að fjölda- morðunum í San Miguel Acatan, nærri landamærum Mexíkó, síðast- liðinn miðvikudag segir að hópur vopnaðra manna hafi kúgað bæjar- stjóra þessa litla bæjar, sem einkum er byggður indíánum, til að leggja fram lista yfir helztu ráðamenn bæjarins. Er hinir vopnuðu höfðu valið sér fórnarlömb, og í þeim hópi voru bæði konur og börn, skipuðu þeir þeim að grafa fjöldagröf og skutu þau síðan. Helztu skæruliðahreyfmgar Guate- mala hafa látið mjög til sín taka í þessu héraði og hafa hersveitir stjómarinnar þrásinnis orðið fyrir barðinuáþeim. Mannréttindahreyfingar í landinu hafa sakað herinn og stjómvöld um að styðja svokallaðar „dauðasveitir” hægri manna í hermdarverkum ■þeirra gagnvart íbúum þessa héraðs, sem sýnilega eru ætluð til þess að hræða íbúana frá því að veita skæru- liðum stuðning. Talið er að a.m.k. þrjú þúsund manns hafi látið lífið í Guatemala af völdum borgarastyrjaldarinnar á síð- astliðnu ári. Sú ákvörðun ríkisstjórnar Bandarikjanna að hefja framleiðslu nifteindasprcngju hefur mælzt illa fyrir víðast hvar í Evrópu. Sprengjan er, sem kunnugt er, þeirrar náttúru að eyða lífi en valda litlum spjöllum á mannvirkjum og hefur það siðferði sem að baki Frakkland: l,75tonnaf kannabis gert upptækt Frönsk tollyfirvöld komust yfir 1,75 tonn af kannabis í brezkri skútu síðast- liðinn föstudag. Þetta er langmesta magn fíkniefna sem frönsk yfirvöld hafa nókkru sinni gert upptæk á einu bretti. slíkri vopnasmið býr verið harðlega gagnrýnt. Til mótmæla hefur komið víða i Evrópu og var myndin hér að ofan tekin við sendiráð Bandarikjanna i Haag af hópi fólks sem þar hafði safnzt til að mótmæla nifteindasprengjunni. Bandaríkja- stjórn gef ur ekkert eftir — ideilunnivið flugumferðarstjóra Drew Lewis, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur hafnað þeirri ósk Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra að bandarísk stjómvöld taki upp viðræður við þá bandarísku flugum- ferðarstjóra sem sagt hefur verið upp störfum vegna ólöglegra verkfallsað- gerða þeirra. Höfðu Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, sem voru á fundi í Amsterdam um helgina, boðizt til að miðla málum í deilunni. Þau hafa látið i ljós áhyggjur um að öryggi sé áfátt í bandarískri lofthelgi vegna þess að þeir er nú stjórni flugumferð þar kunni ekki nægilega til verka. 40 PRÓSENT EIGINKVENNA ÓTRÚ MÖNNUM SÍNUM Iran: 500 manns fyriraftöku- sveitir Átta stjómarandstæðingar og fjórir aðrir afbrotamenn voru um helgina leiddir fyrir aftökusveitir í fran, að því er útvarpið í Teheran skýrði frá. Alls hafa nú um 500 manns verið leiddir fyrir aftökusveitir stjórnarinnar á síðastliðnum tveimur mánuðum. Haig vill mæta Sovétmönnum á „miðri leið” Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjastjórn sé reiðubúin að niæta Sovétmönnum á miðri leið í viðleitni til að bæta samskipti þessara tveggjastórvelda. Moskvubúar fá kynlífs- fræðslu ífyrsta sinn í næsta mánuði verður í fyrsta sinn tekin upp fræðsla í kynlifsmálum í skólum í Moskvu. Hér er um tilrauna- kennslu að ræða, sem hefur að mark- miði að brjóta niður þá andstöðumúra sem verið hafa gegn þessari kennslu- grein í Sovétríkjunum. Eystrasaltslýðveldin eru eini hluti Sovétríkjanna þar sem kynlífsfræðsla hefur átt sér stað í skólum og mun kennslan þar verða notuð sem fyrir- mynd að þeirri kennslu sem nú á að taka upp í Moskvu. Muammar Gaddafi. GADDAFIÁ SKILIÐAÐ VERDA TEK- INN AF LÍFI Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, hefur lýst því yfir að Mu- ammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu- manna, eigi það skilið að verða tekinn af lífi ef hann ber ábyrgð á loftorrustu Bandaríkjamanna og Líbýumanna yfir Miðjarðarhafi í síðustu viku. „Ef hann skipaði flugvélum sinum að skjóta á bandarísku þoturnar þá á hann skilið að verða líflátinn fyrir þessa brjál- æðislegu árás,” sagði Sadat í viðtali við blaðið Mayo, sem er málgagn fiokks hans. Sadat sagði að í egypzka hern- um væru hinar sovézku Sukoi Su- 22 vélar (þeirrar gerðar voru líbýsku vélarnar sem áttu í orrust- unni við Bandaríkjamenn) kall- aðar „fljúgandi líkkistur” og það væri hreinasta brjálæði að etja þeim gegn bandarískum þotum. Atef, bróðir Sadats forseta, lét lífið í Sukoi-fiugvél á fyrsta degi októberstríðsins við ísrael 1973. Franskar kynlífsvenjur kannaðar: Áhrif strangtrúaðra gyðinga hafa aukizt mjög i israelsku þjóðlifi eftir að Menachem Begin myndaði hina nýju rfkisstjórn sina á dögunum. Likudbandalag Begins myndaði, sem kunnugt er, stjórn með stuðningi þriggja litilla flokka sem allir byggja á trúarlegum grunni enda voru margar af kröfum þeirra f stjórnarmyndunarviðræðunum trúarlegs eðlis, svo sem um aukna helgi hvildardagsins o.s.frv. Myndin er af hópi strangtrúaðra gyðinga. meðaltali þriðja hvern sólarhring. Aðeins tiu prósent kvenna eru giftar þeim karlmanni sem þær sænguðu fyrst með og meira en helmingur þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnuninni kannaðist við að leita á fund skyndi- kvenna að staðaldri. látið gera varðandi kynlífsvenjur frönsku þjóðarinnar. Óvæntustu niðurstöðurnar eru vafa- laust þær hversu margir iðka nú hóp- kynlíf. Meðal þess sem síður kemur á óvart í könnuninni má nefna að hún sýnir að frönsk hjón hafa samfarir að Fjörutíu prósent franskra eigin- kvenna eru mönnum sinum ótrú. Fimmti hluti kvenna og þriðjungur karlmanna tekur þátt í hópkynlífi og stúlkur á vinstri væng stjórnmálanna missa meydóm sinn fyrr en hinar íhaldssömu. Þetta kemur fram í könn- un sem franska blaðið Le Matin hefur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.