Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.08.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 24.08.1981, Qupperneq 9
9 Lögreglan i Suður-Afrfku lætur til skarar skrfða gegn fbúum hreysanna f Nyanga. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. Erlent Erlent Erlent HARKA STJÓRNVALDA íS-AFRÍKU VEKUR ÓHUG VÉÐÁ UM HEIM Stefna stjómvalda í Suður-Afriku gagnvart hinum hörundsdökka meiri- hluta landsmanna hefur löngum valdið fordæmingu umheimsins. Engu að siður hefur fólk undrazt þá hörku sem birtist i aðgerðum stjórnvalda gagnvart allslausum blökkumönnum í Nyanga, fyrir utan Höfðaborg, á dögunum. Það var í dögun eftir eina af köld- ustu nóttum vetrarins að vopnað lögreglulið með hunda sér við hlið réðst til atlögu gegn íbúum Nyanga og reif niður hreysi þeirra sem mörg hver voru aðeins úr plasti og öðru lauslegu sem raðað hafði verið saman til að veita ibúunum nokkurt skjól. Sendinefnd bandarískra þingmanna varð vitni að þessum atburðum og blöskraði þingmönnunum aðfarirnar gegn þeim fjögur hundruð blökku- mönnum sem þarna höfðu leitað skjóls enda var mikill fjöldi íbúanna konur og börn. Lögreglan stöðvaði hóp sjálf- boðaliða sem hugðust faera íbúunum mat, ábreiður og lyf. Þingmönnum bandarísku var einnig vísað frá, svo og fréttamönnum. Einn bandarísku þingmannanna, Richard L. Ottinger frá New York, sagðist hafa viðbjóð á hinu ómannúð- legu aðgerðum lögreglunnar í Suður- Afríku. ,,Eini valkostur íbúanna er nú að snúa aftur til heimalands síns þar sem þeir munu líklega svelta til bana. Ég get ekki skilið stjórn sem leyfir slíkt, hvað þá stjórn sem beinlínis beitir sér fyrir slíku.” Þingmaðurinn Shirley Chrisholm klökknaði er hann sagði: ,,Ég hef aldrei séð slika mannlega niðurlæg- ingu. Þessar vesalings svörtu mæður og börn þeirra.” íbúarnir í hreysunum í Nyanga höfðu komið ólöglega til Suður-Afríku í von um að fá þar vinnu. Stjórnvöld þar í landi hafa áður kynnzt vandamáli þessarar tegundar og telja það svo stórt í sniðum að ekki verði hjá því komizt að sýna hörku. Umheiminum blöskrar hins vegar það miskunnarleysi sem konum og börnum var sýnt þarna og hefur ekki orðið til að auka skilning á aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í S- Afríku eða eins og bandaríski þing- maðurinn Howard E. Wolpe sagði: „Slíkir atburðir sýna að aðskilnaðar- stefnan er sársaukafullt og ómannúð- legt kerfi sem sviptir einstaklinga grundvallarréttindum og mannlegri reisn.” MANNSKÆÐUR HVIRF- ILVINDUR í JAPAN —óttazt að 42 hafi farizt og 20 þúsund séu heimilislaus Óttazt er að 42 hafi farizt um helgina i öflugasta hvirfilvindi sem herjað hefur á iðnaðarhéruð Japans í tvö ár. Vindurinn olli mikilli skelf- ingu á þéttbýlissvæðum í Japan. Lögreglan segir að átján iík hafi þegar fundizt. Meira en eitt hundrað mannsslösuðust og a.m.k. 20 þúsund eru heimilislaus. Ár flæddu yfir bakka sína og flytja varð um fimm þúsund fjölskyldur frá heimilum sinum nærri borginni Ryugasaki, sem er um 40 kílómetra fráTókíó, vegna flóða í ánni Kokai. í Suzaka, fyrir vestan höfuðborg- ina, var óttazt aö tíu manns hefðu drukknað á heimilum sínum. Margir aðrir létu lífið annars staðar í landinu af völdum hvirfilvindsins. Til dæmis sópuðust sex litlir bátar beinlinis í burtu þar sem þeir voru á siglingu úti á vatni. I morgun hafði dregið úr hvirfil- vindinum er hann stefndi yfir Okhtosk-haf í átt til Sovétríkjanna. Vindurinn lamaði alla umferð í Japan, hvort heldur það var flug, járnbrautir eða ferjur og víða varð umferðaröngþveiti á vegum er bif- reiðir fólks sem var að snúa heim úr helgarfríum stöðvuðust. Mikil UTSALA verðlækkun ,e*'( Teg. 1804 Litir: fíautt leður eða blátt foður Stærðir 37-41 Áður kr.JMW Núkr. 89,95 Teg. 8058 Litur: fíautt leður Stærðir 36-41 Áður kr. J&J.80 Núkr. 89,95 Litir: Svart, gritt, vínrautt eða rautt rúskinn m/hrágúmmísóla Stærðir 36-41 Áður kr. 228&0 Núkr. 99,95 Teg. 15 Litur: fíautt leður/rautt rúskinn Stærðir 36—41 Áður kr.J88frtf Nú kr. 149,95 Teg. 410 Utir: Svart, hvitt, rautt, blátt, beige, brúnt leður. Stærðir 36-41 Áður kr. JfS/OO Núkr. 89,95 Teg. 4135 Litur: Svart rúskinn Stærðir 36—41 Áður kr. 224fT& Núkr. 129,95 Teg. 3401 Utur: Svart rúskinn Stærðir 36—41 Áður kr. 22405' Núkr. 129,95 Teg. 949 Litur: Brúnt leður Stærðir 36—41 Áðurkr. J4tffff Núkr. 89,95 Teg. 36004 Litir: Blátt eða bleikt Stærðir 36—41 Áður kr.ja8&0 Núkr. 129,95 Teg. 1001 Litur: Blátt Stærðir 36—41 Áður kr. J88&0 Nú kr. 89,95 Teg. 438 Litur: fíosa/hvítt Stærðir 36-41 Áður kr. J86&0 Nú kr. 99,95 Teg. 646 Utur: Beige leður Stærðir 36—41 Áður kr. JZkOff Núkr. 79,95 Skóverzlun />. Þórðar Péturssohar %, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.