Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 24.08.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. 19 „VORHERRE HAR GIVET MIG ET LYST SIHD” —segir Tove Olafsson myndhöggvari sem ekki hef ur komið til íslands í 28 ár og finnst allt hafa breytzt nema Esjan Sjötíu og eins árs er hún Tove Olafsson, myndhöggvari, en svo lífs- glöð og hress að við gætum öfundað hana ýmsar af þessum yngri. „Ja, vorherre har givet mig et lyst sind,” segir hún, og útleggst það eitthvað á þá leið, að skaparinn hafi skenkt henni létta lund í vöggugjöf. Nokkur af verkum Tove eru nú á sýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, ásamt með olíumálverkum eftir Kristján Davíðsson og myndum í lit og svart-hvítu á pappír eftir Þorvald Skúlason. Þetta er þrælsæt sýning, held ég, en annars skrifar Aðalsteinn um hana fijótlega og segir á henni kost og löst. Ég ætla bara að geta þess að högg- myndir Tove eru ýmist unnar f tré eða stein og flestar af fólki. Það eru elskendur, litlar fjölskyldur, stúlka að mjólka, geit, tveir sjómenn. Sjómennirnir eru gerðir eftir gamalli ljósmynd frá Eyrarbakka. „Mér finnst abstrakt-höggmyndir margar hverjar mjög skemmtilegar, en það hentar mér ekki að búa þær til, það er ekki minn stfll,” segir Tove. „Mig langar að gera eitthvað hlýtt og mannlegt, og mér þykir vænt um flest fólk sem ég kynnist, þótt mér finnist mannkynið í heild hegða sér hræðilega heimskulega,” segir hún. „Við höfum meira en nóg af sorg, grimmd og skelfingum í heiminum, það veit ég, en manneskjan getur líka verið stórkostlega hlý, óeigingjörn og kær- leiksrik. Ógnir vofa yfir, kannske verður okkur öllum tortímt á morgun, en meðan við fáum að lifa skulum við reyna að njóta þess. Og stúlkan, sem mjólkar geitina sina á myndinni minni, hún er i snertingu við sjálft h'fið og er ekkert að hugsa um gjöreyðingar- sprengjumar.” Fjögurra metra hár listskautahlaupari Myndirnar eru gerðar á seinustu árum og þegar ég dáist að því við Tove, hvað hún er full af sköpunarþrótti, þá segir hún: ,,Já, ég er ein af þessu óþolandi duglega fólki, ég verð blátt á- fram niðurbrotin, ef ég hef ekki nóg að gera. Og nú hef ég alveg nýlega fengið pöntun á stærsta verki sem ég hef gert um ævina. Það er fjögra metra hár skautahlaupari sem verður settur upp fyrir framan Bröndby-hahen (íþrótta- og tónleikahöll í Kaupmannahöfn). Ég fékk hugmyndina að honum þeg- ar ég sá amerískan iistskautahlaupara í sjónvarpinu. Hann verður steyptur í brons en fyrst þarf ég ég að gera hann í gifs, og það er nú meira puðið. Ég er prilandi í stigum upp eftir honum öhum. Það er alveg merkilegt að mennirnir sem pöntuðu hann hjá mér skyldu ekki spyrja hvort ég yrði ekki dauð áður en ég gæti lokið við hann! ’ ’ Oft búin að vera blönk Tove var á árum áður gift Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. En hvort sem það hefur verið of þröngt um tvo myndhöggvara i skúrnum sem þau bjuggu í inni i Laugarnesi, eða af einhverri annarri ástæðu, þá slitu þau Mig langar að gera eitthvað hlýtt og mannlegt, og abstrakt-listin, hún er falleg, en það er bara ekki mitt eðli að gera slikar myndir,” segir Tove Olafs- son, 71 árs gömul, og full af lifsorku. DB-mynd Gunnar Örn. samvistum fyrir 28 árum og Tove fór til Danmerkur með dætur þeirra tvær, eins og sautján ára. Höggmyndir hennar (sumar úr grá- grýti sem hún fékk dálæti á þegar hún bjó hér á landi) standa nú á ráðhús- torgum út um aila Danmörku. En oft er hún búin að vera svo blönk að hún vissi ekkert hvernig hún ætti að geta keypt í matinn næsta dag. „Það gildir um alla listamenn,” segir hún. „Þetta er áhættusamasta starfsgrein sem hægt er að velja sér.” Hún er fjarska glöð yfir að fá þetta tækifæri til að skoða ísiand aftur eftir 28 ár. „Allt hefur breytzt nema I sjan,” segir Tóve. „Hún er alveg eins og þegar ég sá hana fyrst, eftir að hafa verið í Reykjavík í fjórtán daga í þoku og rigningu. Þá stytti upp, og hvað sé ég þá nema þetta heljarstóra fjall! Því gleymi ég aldrei.” -IHH. Hvað er að gerast í íslenzkum veiðiám?: Erum við að ganga frá ánum okkar? Það fer ekki á milli mála að eitthvað meira en litið er að gerast í íslenzkum ám því laxleysið í sumum ánum er óeðlilegt. Dæmi eru um það, að veiðin i nokkrum ám hafi aldrei verið lakari. Nægir þar að nefna Langá á Mýrum og Laxá í Aðaldal. Ég er anzi hræddur um að ein- hverjum bregði við ef næsta sumar verður verra en þetta. Mikið minni fiskur í ánum og þegar laxinn ætti að ganga í ámar kæmi hann alls ekki. Þá risum viö kannski upp og létum í okkur heyra. En það yrði líklega bara nokkuð seint í rassinn gripið. Vitað er að Færeyingar hafa veitt mikið af laxi á hverju ári.Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því. En tölumar hafa aldrei verið teknar hátiðlega, hafi þær á annað borð verið gefnar upp. Það mun hafa verið fyrir áratug sem veiðamar hófust. Að þær hafi ekki áhrif á veiöar 1 okkar ám er hrein fjarstæða. Þau gætu einmitt verið að koma í ljós núna. Á hverju ári veiða Færeyingar svona 5—6 sinnum meira en veiðist í öllum islenzku ánum á hverju sumri, sem er ekkert smávegis magn. Það eina raunhæfa sem við getum gert er að semja við Færeyinga STRAX. Við höfum ekki efni á að ala upp mörg þúsund laxa fyrir þá á hverju ári. Þetta getur ekki gengið til lengdar. Það hlýtur hver maður að sjá. „Síðan ég byrjaði i laxinum hefur maður á hverju sumri séð mikið af laxi í ánum, þó hann taki kannski ekki alltaf. En í ár keyrir þetta um þverbak. Sumar ár sem ég hef veitt i, em næstum fisklausar. Það er eitt- hvað að gerast.” Þetta hafði einn af reyndari veiðimönnum þjóðarinnar aösegja um laxveiðina i sumar. Hann VEIÐIVON * hefur veitt í mörgum góðum veiðiám i sumar. En árangurinn er færri laxar en nokkm sinni áður.Já, auðvitað hafa veiðimenn tekið eftir þessu, því alltof margar ár em hreinlega fisklausar, svo ömurlegt sem það er nú. En það em fleiri ástæður en þessi. Allt bendir til þess að gífurlegur seiöadauði hafi orðiö ’79. Þó sumir telji að seiðin hafi bara frestað för sinni í sjó. Það er hæpið. En það mun þá koma í Ijós næsta sumar. En netaveiðin. Vitað er að netaveiðin í ölfusá og Hvítá tekið sinn toll. Með netaveiði Hvítá hefur stórlax svo gott sem þurrkazt úr ánum i Borgarfirði, ám eins og Norðurá og Grímsá, sem voru rómaðar sem stórlaxaár. Þetta nær vitanlega engri átt. Og í ölfusá veiðist alltaf mjög vel, enda hafa árnar sem renna i ölfusá, fengið að finna fyrir þvi. Margir héldu að eitthvað merkilegt væri að gerast í Stóru-Laxá í upphafi veiðitimans. Þá veiddist vel til að byrja með. Það hefur auðvitað verið fiskur sem slapp áður en netin vom sett í ölfusá. Veiðin hefur alveg dottið niður uppá siðkastið. f fyrra veiddust í Hvitá og ölfusá um 22 þúsund laxar í net. Ég held aö það sé kominn tími til að gera eitthvað róttækt i netaveiðimálunum. Við getum varla hrópað hátt á Færeyinga ef við erum litið betri sjálfir. Ef réttlátari löggjöf bannaöi alla netaveiði, myndi veiðin batna til muna í mörgum ám. Núna fer neta- veiðin í skjóli haustmyrkanna að byrja, hún er stunduð á versta tima fyrir ámar. Þetta ættum við að hugleiða svona um leið og við sjáum að lax fer minnkandi i ánum okkar. Við höfum ekki efni á að eyðileggja þær. Það eiga þær ekki skilið. -GB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.