Dagblaðið - 24.08.1981, Side 22

Dagblaðið - 24.08.1981, Side 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981. D Menning Menning 22 Menning Menning r Björn Bjarman — „Meinlausskrýlla, sett i samtöl,” segir Ó.J. um út- varpsleikrit hans. Myndlist OLAFUR JÖNSSON Gólábls. 18 Útvarp: JARÐARFÖR. Lelkrit eftir Bjöm Bjarman. Lelkatjóri: Baldvin Halldórsaon. Eitthvert leiðinlegasta les hér i Dagblaðinu eru rokur sem menn jafht og þétt reka upp á bls. 18 út af því hvað leiðinlegt sé að hlusta á út- varpið. Og segjast blaðamenn aldrei ótilneyddir hlýða á fjölmiðil þennan sem þeir segja að gangi fyrir gufu. Mér er spurn: af hýerjfl poppar ekki fólkið bara á græjurnar sínar þegar það ekki er að góna á imbann, eða þá súperimbann: videógræjurnar nýju. Og lætur okkur hin um útvarpið og þau gæði sem þar er að hafa, óþrot- legar útvarpssögur, kvöldvökurnar og útvarpsleikritin, lærdómsríka fyrirlestra um hin ólíklegustu efni, sinfóníur og serenöður. Ég hef af allmikilli þrákelkni haldið þeim barnsvana við að hlusta á leikrit í útvarpinu. Og gengur þá á ýmsu. í miðju uppvaski á dögunum fann ég mig til dæmis öldungis niðursokkinn í gamalt og gott leikrit eftir J.B. Priestley, Óvænta heimsókn. Skyldi það vera hugar- burður að leikurum hafi í fyrri daga látið fátt betur en að leika þannig lagaðar fastar manngerðir, „enskar týpur”, sem ganga í gegnum leikrit eins og þetta? Það er þá íþrótt sem mikilstil hefur týnst niður í leikara- stéttinni, og var það svo sem auðheyrt á þessari upptöku En vel man ég hvernig maður i fyrri daga sökkti sér niður í útvarpsleikrit eftir Priestley, Maugham og fleiri slíka karla, og voru að vísu öllsömul samin fyrir svið. Og það bar ekki á öðru: Óvænt heimsókn lét mig hlusta á sig frá upphafi til enda upp á nýtt. Hitt er skrýtið ef útvarpsleikur stendur sífellt í sömu sporum í þrjátíu ár og þaðan af meir. Og það er þvi miður sjaldgæft að útvarpsleikir gefist svona vel: fyrr en varir er manni á fimmtudagskvöldum farið að líða eins og poppsjúkum dag- blaðsmanni á útvarpsvakt og langar mest að fara að góla. fslensk útvarpsleikritun er skrýtileg iðngrein. Mestöll er hún undir merkjum einhvers lags raunsæisstefnu. í sumar ein- hvemtíma heyrði ég sem oftar nýtt leikrit, eftir Þorvarð Helgason, og átti víst að gerast hér í bænum og í nútiðinni. Þar kom í byrjun leiks maður inn i íbúð uppi á sjöundu hæð, að mig minnir í einhverri blokkinni, og fór að tala við kvenmann sem hann hélt að væri þar inni. Auðvitað var áheyrandinn undireins klár á því að enginn var í íbúðinni, og þetta skrýtna ræðuform haft til þess að láta manninn i leikritinu lýsa sínum eigin hug og innra manni. En úr því ekki var með neinu móti hægt að festa trú á raun- sæislegar forsendur ræðunnar, manninn sem var að tala í útvarpinu sem mögulega manngerð, raunhæfa mannlýsingu — þá var því miður ógerningur að taka mark á siðferðislegum álitaefnum sem síðar meir átti vist að fara að reifa í leikriti þessu. í leikriti Björns Bjarmans í fyrra- kvöld voru raunsæislegu for- sendumar þær að ágreiningur um tilhögun útfarar geti orðið lög- reglumál og endanlega úrskurðarefni í dómsmálaráðuneyti. Hver veit nema svo sé, hvað veit ég? En það var aftur sama sagan: ógerningur að festa trú á kringumstæðurnar og atburðina í leiknum af orðræðu fólksins í honum. f rauninni held ég að Björn Bjarman hafi í leiknum farið með efnivið smásögu í líkingu við sögur Guðmundar Hagalíns í fyrri daga og snúast mundi umfram allt um eina skopnæma mannlýsingu. í slíkri sögu hefði Helgi karl Ámundason auðveldlega dregið bust úr nefi hinna ágjömu ættingja sem allt vflja sölsa undir sig, útför konunnar hans og arfinn eftir hana, og það þótt þeir fengju bæði prest og sýslumann í lið með sér. Hér varð það í staðinn sýslumaður, „yfirvaldið mitt” sem Helgi kallaði svo í hverju orði, sem sigurorð bar af hyskinu að sunnan. Meinlaus skrýtla, sett í samtöl: hvað gerir það til? Ekkert. Nema raun var að umkomuleysi leiksins gagnvart leskforminu, leikhúsi hins mælta máls, þar sem raddir þess einar eiga að láta fólkið allt uppi. Og skrýtið til að vita að þetta skuli vera almenn regla um ný útvarpsleikrit. Leikendur fóru eins og vænta mátti og þeir eru vanir með efnið, svo sem hvorki vel né illa: Valur Gísla- son var Helgi Ámundason, Þóra Friðriksdóttir og Gunnar Eyjólfsson frekjudallarnir að sunnan, Rúrik Haraldsson hinn væni og virðulegi sýslumaður. Seinna um kvöldið las Eyvindur Eiríksson smásögu, Félagi fimmkall nefndist hún. Og allt í einu var reglulega gaman að hlusta á útvarpið. Ekki bara af hinni kostulegu at- burðarás og mannlýsingu í sögunni, einkum af hinu að mannlýsingin og frásagnarefnið fólst að mestu leyti í málfari, talsmáta sögunnar, sjálfri orð- ræðu karlsins sem verið var að lýsa og segja frá. Efnið var í rauninni samið til munnlegs flutnings, og lika hið besta flutt. BETRIER SMAR FENGINN... — Smámyndasýning í Djúpinu Myndlistarsýningar hér á landi eru yfirleitt fremur fábreytilegar að formi. Þær eru oftast með tvennum hætti: einkasýningar og samsýningar einstaklinga. Aðra möguleika virðast menn sjaldan íhuga og ætti söfnum okkar þó að vera í lófa lagið að breyta út af þessari leiðinlegu reglu þar sem þau hafa greiðan aðgang að fjölda verka í geymslum sínum. Möguleikarnir eru nánast óteljandi. Það mætti ímynda sér sýningar byggðar á ákveðnu þema, svo sem fiskveiðum, landbúnaði eða lands- lagi, sýningar um uppgang einhverrar listastefnu á íslandi (afstraktlistar, nýlistar o.s.frv.), sýningar um ákveðin myndræn vandamál sem hver listamaður stendur andspænis. Halda mætti sýningu á stjónarmiðum kvenna í myndlist, sérstaka sýningu á teikningum myndlistarmanna o.s.frv. Og því ekki að setja upp sér- staka smámyndasýningu, eins og Djúpið við Hafnarstræti hefur nú gert? Auknar vinsœldir Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn sem slikt er framkvæmt hér á landi Ég man eftir a.m.k. einu fordæmi, minatúrsýningu Textílfélagsins forðum. Smámyndir eru sérstaklega skemmtilegt fyrirbæri innan mynd- listar og vinsældir þeirra aukast stöðugt. í fyrra var t.d. haldin fjórða alþjóðlega sýningin á smá- myndum í París. Smámyndir eru handhægar, oftast ódýrar og þær gera allt að því eins miklar kröfur til listamannsins eins og stærri verk. Það er sem sagt ánægjulegt að Djúpið skuli hafa endurvakið þetta fyrirbæri sem óneitanlega eykur fjölbreytnina í myndlistarlífi borg- arinnar. Þetta er jafnframt önnur sýningin sem galleríið sjálft stendur að, sú fyrri var haldin til minningar um A. Paul Weber í janúar sl. Djúpið hefur einnig tekið upp þann góða sið að greiða myndlistarmönnum fyrir afnot af verkum þeirra meðan á sýningartimanum stendur. Nú hafa Norræna húsið og Djúpið gengið á undan í þeim efnum og eiga nú opinberar myndlistarstofnanir erfitt með að hunsa slíkar kröfur myndlistarmanna. Fjölbreytt og tætingsleg Þessi smámyndasýning i Djúpinu er að sönnu einnig opin samsýning og hefur kosti og galla slikra sýninga. SVFR Vakin er athygli á nýju veiðisvæði, sem er Staðará á Snæfefísnesi fyrir landi Staðastaðar, en þar verður veitt á 4 stangir samtímis og mega tveir vera saman um stöng. Lax- og sjóbirtingsveiði. Verð veiðileyfis kr. 250. Frá Akranesi er um 2ja klst. akstur að Staðará. Athugið að enn eru nokkrar stangir lausar á Lýsuvatnasvæðinu sem er í næsta nágrenni við Staðará. Gisting að Hótel Búðum, á félags- heimilinu aö Lýsuhóli eða að Görðum. Tjaldstæði fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar á skrifstofu SVFR, Austurveri, sími 86050, eða 83425. Stangaveiðifólag Reykjavíkur. Hún er fjölbreytt en einnig tætings- leg. Þar hanga hlið við hlið verk gerð af mikilli kunnáttu og myndir föndrara, enda viðhafði Djúpið ekki strangan „sensúr” á aðsendum verkum. Þarna fær sem sagt alls konar fólk að spreyta sig á smá- myndum og sýna afraksturinn. Fátt er um þekkta listamenn meðal sýnenda, en þeir geta sjálfum sér um kennt því þátttaka var auglýst og öllum opin. Eins og búast mátti við, er mest öryggið að finna í verkum þeirra atvinnumanna sem þarna eru: Brians Pilkington, Richards Valtingojer, Sigurþórs Jakobssonar, Sigrúnar Eldjám og Guðbergs Auðunssonar, en af ágætu framlagi annarra má nefna verk eftir Ásgeir Lámsson, Hildigunni Gunnarsdóttur, Kazuya Tachtbana, Rúnu Gísladóttur og Valgarð Gunnarsson. Vonandi verða sýningar af þessu tagi að reglulegum viðburði og þá mætti reyna að grisja þær betur og fá fleiri listamenn af eldri kynslóð til þátttöku. -AI. Myndlist

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.