Dagblaðið - 24.08.1981, Síða 26
26
c*
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1981.
DAGBLAÐIÐ ER SMAAUGLYSINGABLAÐIÐ
SÍMI 27022
ÞVERHOLT111
i
Til leigu strax
góð 3 herbergja 90 ferm séríbúð mið-
svæðis í borginni. Leigutími samkomu-
lag, leiga pr. mán. 3500 með hita og raf-
magni. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist
afgreiðslu Dagblaðsins fyrir miðviku-
dagskvöld merkt „H—507”.
Góð þriggja herbergja íbúð
til leigu í Heimahverfi, sími fylgir, leigist
til 2ja ára, fyrirframgreiðsla, tilboð
óskast sent DB merkt „Heimar 11” fyrir
miðvikudag.
Til leigu tvö stór herbergi
og eitt litið ásamt sameiginlegri eldunar-
aðstöðu. Tilvalið fyrir námsfólk.
Húsnæðið er í austurbæ Kópavogs.
Tilboð leggist inn hjá DB fyrir miðviku-
dagskvöld 26. ágúst merkt „H—548”.
Þriggja herb. ibúð,
ca 70 ferm, í góðu ástandi, á I. hæð til
leigu frá l. september. Tilboð sendist á
augld. DB fyrir kl. 18 26. þessa mánaðar
merkt „Vesturbær 520”.
íbúð, 55 ferm, I tvíbýli
til sölu í Keflavik. Allt sér, stór lóð. Verð
150 þús. Útborgun 90—100 þús. Eftir-
stöðvar á hagkvæmum lánum. Uppl. í
símum 44462 og 92-3868.
Til leigu 50 m' húsnæði,
við Hringbraut í Hafnarfirði, hentar
fyrir verzlun, heildverzlun, hárgreiðslu-
stofu, snyrtistofu, fatahreinsun, eða
léttan iðnað, jafnvel sem íbúðar-
húsnæði, i húsnæðinu eru verzlunarinn
réttingar, búðarkassi, sími og fleira sem
fæst keypt. Uppl. í síma 83757 eða
51517.
(
Húsnæði óskast
9
Miðaldra maður
óskar eftir herbergi. Uppl. í síma 26037.
Ég fer bara að vinna á
skrifstofunni hjá pabba
þínum og þá getur hann
rekið eitthvað af
einkaritarastóðinu!
Fullorðinn maður
sem vinnur hreinlega vinnu óskar eftir
herbergi og eldhúsi eða eldunaraðstöðu,
áríðandi f. 1. sept., á rólegum stað.
Borga vel fyrir húsnæði sem mér lízt á.
Vinsamlegast hringið í síma 13397 frá
kl. 8—18. Jón.
Tvö systkin utan af landi,
bæði i framhaldsnámi, óska eftir að taka
á leigu 3—4ra herb. íbúð í Reykjavík
eða nágrenni. Algjörri reglusemi og
góðri umgengni heitið. Uppl. í sima
34464 eftir kl. 17.
Húseigendur athugið!
2 reglusamar systur í námi óska eftir
íbúð eða sitt hvoru herberginu.
Skilvísum greiðslum og góðri umgengni
heitið, fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Erum á götunni 1. september. Uppl. i
síma 19587 og 85960.
Ég er bandariskur stúdent,
sem vantar herbergi þangað til í maí. Ég
er hér til þess að vinna og kynnast
íslandi en vantar fastan samastað á
meðan. Ég er reglusamur og geðgóður,
gæti hjálpað þér með enskuna. Vilt þú
hjálpa mér? Uppl. hjá auglþj. DB eftir
kl. 12 ísíma 27022.
H—346.
Ljósritum
I sant -
i stundis
\Vélritunar■
þjónusta
FJÖLRITUN
LJÓSRITUN
VÉLRITUN
STEMSILL
ÓÐINSGÖTU 4 -REYKJAVÍK - SIIVII24250
Hjálp!
Reglusama konu á miðjum aldri, vantar
tvö herbergi og eldhús, eða íbúð, helzt i
gamla bænum. Er á götunni frá 1.
október. Get borgað fyrirfram. Uppl. í
sima 25936 eftir kl. 16.
Tveggja herbergja íbúð.
Ungur verkfræðingur óskar eftir að taka
á leigu í eitt ár 2ja herb. íbúð á Reykja-
víkursvæðinu. Áhugasamir vinsamleg-
ast hringi í sima 38590 á skrifstofutíma.
Ungt, reglusamt par,
barnlaust, óskar eftir lítilli íbúð sem
fyrst. öruggum mánaðargreiðslum og
reglusemi heitið. Uppl. í síma 36329.
Sinfóniuhljómsveit íslands
óskar að taka á leigu litla íbúð fyrir er-
lendan hljóðfæraleikara, helzt í
vesturbæ eða gamla bænum, annað
kemur til greina. Leigutími 1. sept. ’81 til
30. júní ’82. Uppl. á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar, Lindargötu 9a, sími 22310.
Óska eftir að taka á leigu
frá 1. sept., upphitaöan bílskúr eða
rúmgott herbergi til geymslu á hús-
gögnum. Uppl. hjá auglþj. DB i síma
27022 eftirkl. 12.
H—080.
Tvö systkin,
er stunda nám viö Háskóla íslands, óska
eftir 3ja herb. íbúð strax. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma
10881.
Erum að byggja.
Hjón með 2 börn óska eftir 3-4ra herb.
íbúð á leigu í 1 ár. Helzt í Seljahverfi.
Góð fyrirframgreiðsla og góðri
umgengni heitið. Uppl. í síma 72326.
Rúmlega þritugur maður
óskar eftir að taka á leigu herbergi með
baðaðstöðu. Skilvísum mánaðar-
greiðslum heitið. Uppl. í síma 25573
eftirkl. 19ákvöldin.
Reglusöm eldri kona,
sem gengur vel um, óskar eftir 1—2ja
herb. íbúð sem næst miðbænum.
Vinsamlegast hringið í síma 13512.
Einstaklingsibúð
eða herbergi óskast til leigu fyrir karl-
mann. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma
20769.
Herbergi óskast.
Ég stunda nám í Ármúlaskóla og mig
vantar herbergi frá 1. sept., helzt með
eldunaraðstöðu. Reglusemi og
snyrtimennsku heitið. Meðmæli ef
ósicaðer. Uppl. í síma 99-3793.
Kona óskar eftir ibúð.
Óska eftir íbúð sem fyrst, er með tvö
börn. Upplýsingar eftir kl. 17 i síma
86658.
Herbergi eða lítil ibúð
óskast á leigu sem fyrst. Algjör reglu-
semi. Uppl. í síma 11931.
Austurbær. — Bflskúr
eða önnur geymsla óskast á leigu,
gjarnan í Fossvogs- eða Bústaðahverfi.
Góð umgengni. Uppl. hjá auglþj. DB í
síma 27022 eftirkl. 12.
H—552.
Óska eftir 2ja herb. ibúð
frá 1. september eða 2 herbergjum,
þurfa ekki að vera á sama stað, með
aðgangi að snyrtingu og helzt einhverri
eldunaraðstöðu. Reglusemi og góð um-
gengni. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í sima
78768 eða 39428.
Ungan mann vantar herbergi
með aðgangi að eldhúsi. Reglusémi.
Fyrirframgreiðsla möguleg. Er á
götunni. Uppl. i sima 35965 eftir k. 18.
Takið eftir!
Tvo bræður (námsmenn) vantar hús-
næði í vetur, helzt með aðgangi að eld-
húsi. Fyrirframgreiðsla. Get útvegað
sveitadvöl fyrir 11—12 ára dreng næsta
sumar. Uppl. í síma 99-6313.
Ung, barnlaus hjón
óska eftir 2—3ja herb. íbúð sem fyrst.
Má þarfnast lagfæringar. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 23017
eftirkl. 17.
23 ára gamall Svii óskar
eftir húsnæði, hefur fasta vinnu. Er
reglusamur og vantar íbúð strax. örugg
mánaðargreiðsla. Getur borgað 2500 á
mánuði fyrir góða íbúð. Sími 51266.
(Spyrjið eftir Þóreyju).
Atvinna í boði
Vantar laghentan mann
í rafljósagerð. Uppl. í sima 77766.
Stúlka óskast.
Starfiö er fólgið í vinnu við pappír og
fleira. Bílpróf æskilegt. Nánari uppl. á
staðnum. Fjölritunarstofan Stensill hf.,
Óðinsgötu 4.
Vanan gröfumann vantar
á Case 680 G, til afleysinga frá 10. sept.
(Má byrja fljótlega). Upplýsingar hjá
auglþj. DBísíma 27022 eftirkl. 12.
H—422.
Afgreiðslumaður óskast
nú jiegar í vörumóttöku. Framtíðar-
vinna kemur til greina. Uppl. i síma
84600.
Óskum að ráða duglegar stúlkur
til hreinlegra verksmiðjustarfa í
Árbæjarhverfi. Bæði heildags- og hálfs-
dagsvinna kemur til greina, hálfsdags-
vinnan er frá 12 til 4 á daginn. Uppl. í
síma 82700.
Starfskraftur óskast
í kjötafgreiðslu, ekki yngri en 20 ára.
Uppl. hjá verzlunarstjóra (ekki í síma).
Verzlunin Hringval, Hringbraut 4
Hafnarfirði.
Plastprent h/f Höfðabakka
óskar eftir að ráða fólk til verksmiðju-
starfa. Vaktavinna — Mötuneyti —
Kaupálag. Umsækjendur komið til við-
tals á morgun milli kl. 10 og 11.
Bifvélavirkjar-V élvirkjar.
Óskum eftir að ráða vanan bifvélavirkja
eða vélvirkja á verkstæði vort nú þegar,
laun samkvæmt samkomulagi. Uppl.
gefur verkstjóri, Vigfús Vigfússon, í
síma 40677.
Stúlkur óskast til saumastarfa.
Scana hf., Suðurlandsbraut 12, sími
30757.
Maður óskast
á 10 tonna bát frá Húsavík. Þarf að vera
vanur beitingu. Uppl. í síma 96-41738
eftir kl. 20.
Hótelstörf.
Óskum að ráða starfsfólk til starfa á
hótelinu nú þegar eða eftir sam-
komulagi. Helzt vant fólk, húsnæði á
staðnum. Hótel Borgarnes, sími 93-7119
eða 93-7219.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa hálfan eða allan
daginn. Þarf að geta hafið störf sem
fyrst. Verzlunin Neskjör, simi 19292.
Viljum ráða stúlku
til afgreiðslustarfa. Uppl. á staðnum, kl.
16—18, ekki i síma. Kjörbúðin
Laugarás, Norðurbrún 2.
Sölumennska.
Karl eða kona óskast til þess að selja
prjónafatnað á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, þarf að hafa bíl, vinnutími eftir sam-
komulagi. Umsóknir sendist afgreiðslu
DB sem fyrst, merkt „Aukavinna”.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í sjoppu, hálfsdags-
vinna. Uppl. í síma 33921 frá kl. 19 til
22.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa allan daginn strax. G.
Ólafsson og Sandholt Laugavegi 36.
Starfskraftur óskast
hálfan eða allan daginn, einnig kona til
matargerðar (heitur matur) frá kl. 8—
13. Upplýsingar á staðnum eða í síma
17261. Verzlunin Nóatún.
Verkamenn óskast
til starfa frá 1. sept. Uppl. í síma 52707.
Trefjar hf., Hafnarfirði.
Starfsstúlka óskast
í bóka- og ritfangaverzlun. Þekking á
skrifstofuvörum æskileg. Vinnutími
13—18. Uppl. ísíma 10384 eftir kl. 18.
2—4 smiðir
vanir mótasmíð óskast nú þegar. Uppl. i
síma 86224 og 29819.
Starfsfólk óskast
í söluturn í Hafnarfirði. Þrískiptar
vaktir. Uppl. hjá auglþj. DB í síma
27022 eftir kl. 12.
H—545.
Okkur vantar nokkrar stúlkur
í vinnu eftir hádegi. Uppl. í sima 45776
milli kl. 15 og 17. Nýja Kökuhúsið
Hafnarfirði og Nýja Kökuhúsið
v/Austurvöll.
Afgreiðslustarf.
Stúlka óskast í matvöruverzlun, þarf að
geta hafið störf strax. Uppl. í síma
33100.