Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST1981. — 192. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. —[ Sölumannamálið fyrirsakadómi: 1 Víxlar fyrir sjötíu milljónir gkr. fundust undir rúmdýnu —sölumennimir ákærðir fyrir fjársvík, skjalafals og skilasvik Kynslóöabi! I Hafnarfiröi, eins og þaö kemur Magnúsi Hjörleifssyni (jósmyndara fyrir sjónir. Orfið sem sá aldni heldur utan um er fúlltrúi fyrri tíma eins og eigandinn. Þá kroppuöu bœndur gras af þúfum með orfi og Ijá en léttklœddar og liprar vinnukon- ur busluðu I Ijánni meö hrífunum slnum. Á þeim tíma þótti óráð aö skilja amboðin eftir utan dyra I hléum frá slœtti, sérstaklega ef hestar gengu lausir I grenndinni. Hestar éta nefhilega trjávið ef svo ber undir. Það gerðist á ónefhdum bœ skammt framan við Akureyri að hestar komust i amboðin i hádegishléi. Þegar að var komið höfðu þeir étið orf og hrífur að mestu upp til agna og skyrptu út úr sér tindunum. ARH Séra Sigurjón Einarsson á Klaustri, einn þriggja sem áttu ógilda atkvæðaseðla: Sjálfur myndi ég end- urtaka biskupskjörið” - þvertek fyrir að kjörst jórn fari að opna minn atkvæðaseðil „Tveir valkostir eru í stöðunni, sýnist mér. Annaðhvort að kjörnefnd standi fast á fyrri ákvörðun og úrsiit- in standi óhögguð eða biskupskjörið verði endurtekið í heild. Sjálfur myndi ég láta kjósa aftur,” sagði séra Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjar- klaustri við Dagblaðið í morgun. Hann er einn þriggja manna sem áttu „ógilda kjörseðla”. Kjörstjóm taldi ákveðnum formskilyrðum í frágangi seðlanna ekki fullnægt og taldi þá ekki með. „Kosningaleyndin er undirstaða mannréttinda. Ég þvertek fyrir að kjömefnd fari að opna minn seðil, þannig að ég fari að greiða atkvæði með handauppréttingu frammi fyrir alþjóð. Að standa fast á prinsipi um leynilegar kosningar er mikilvægara en það hvor verði biskup, séra Ólafur eða séra Pétur. Þeir em báðir tveir ágætis menn. Ég furða mig á að kjörnefnd skuli ekki taka atkvæðaseðilinn minn gildan. Hún segir að vanti skríflega yfirlýsingu um að ég eigi umrætt at- kvæði. Á sama tíma er mér sagt að atkvæðið sé bókað á mínu nafni í dómsmálaráðuneytinu. Og kjör- nefndin líka var ekki í vandræðum með að upplýsa blöðin um hverjir eigi vafaatkvæðin!” Séra Sigurjón kvaðst ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann myndi kæra úrskurð kjörnefndar til dómsmálaráðherra. Hann taldi þó liklegra að svo yrði og sagðist hafa borið sig saman við séra Árna Páls- son i Kópavogi um málið. Séra Árni hyggst kæra af sams konar ástæðum fyrir hönd Jósafats J. Líndal. Undir- búningur vegna kæru sr. Árna er í fullum gangi og útlit fyrir að þar verði gerð krafa um að auk at- kvæðanna þriggja, sem voru dæmd frá talningu, verði einnig talið gilt at- kvæði sr. Sigfúsar Jóns Ámasonar í Vopnafirði. Sr. Sigfús setti atkvæði sitt í ábyrgð og hraðpóst á föstudegi. Það skiiaði sér ekki á ákvörðunarstað í dómsmálaráðuneytið fyrir kl. 17 næsta mánudag og var því dæmt úr leik. Þykir mönnum þetta benda til að ekki megi reiða sig um of á áreiðanleika póstþjónustunnar í landinu þegar mikið liggur við. - ARH { —sjábls.9 Y Góð byrjun hjá Jóni L Jón L. Ámason hefur farið vel af stað á alþjóðlegu skák- móti í London sem hann tekur nú þátt í ásamt Margeiri Péturssyni. Jón hefur unnið tvær fyrstu skákir sínar en Margeir hefur hálfan vinning eftir 2 umferðir. Sjö stór- meistarar taka þátt í mótinu og eru nokkrir þeirra i efsta sæti ásamt Jóni. í þeim hópi eru Miles, Gheorghiu, Keene og Seirawan, allt heims- þekktir stórmeistarar. -GAJ/JLÁ, London. Framkvæmda- stofnun ríkisins: 500,000kr. húsgagnakaup tortryggö á stjórnarfundi — sjá bls.5 Harðræöis- rannsóknin: Þögninlanga rofín — segirsr.Jón Bjarmaníviðtali ábls.8 Sólkoliaö hætti malara- konunnar — sjá DBáneyt- endamarkaði ábls.4 El Salvador: Hermenn drápuheilt knattspymufíð — sjáerlenda yfirsýnábls. 16

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.