Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. («1 Erlent Erlent Ertent Erlent ■B) ■ 1 GUNNLAUGUR A. JÚNSSON I REUTER i FærKekkonen friðarverðlaun Nóbels? Finnsk blöð hafa skýrt frá því að Tage Erlander, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, leggi til að Kekk- onen Finnlandsforseti fái friðarverð- laun Nóbels við næstu úthlutun. En eins og öllum landsmönnum mun kunnugt leitar Kekkonen einmitt síns einkafriðar helzt við laxveiðar á íslandi svo kannski má segja að við höfum þannig á óbeinan hátt stuðlað að aukn- um friði I heiminum. Fastlega er reiknað með því að Kekkonen láti af embætti sem forseti Finnlands alveg á næstunni og eru þegar uppi miklar vangaveltur í Finnlandi um hver sé lík- legastur eftirmaður hans. Koivisto for- sætisráðherra er einkum nefndur í því sambandi. Herlið Suður-Af ríku enn þá í Angóla: Angólamenn krefjast fundar Öryggisráðsins —átökin hafa magnazt síðastliðinn sólarhring Angóla hefur krafizt þess að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman þegar í stað til fundar vegna innrásar hersveita Suður- Afríku i Angóla. Jose Eduardo dos Santos forseti Angóla hefur jafnframt krafizt þess að hersveitir Suður-Afríku verði þegar í stað og án skilyrða á brott úr Angóla. Að sögn angólsku fréttastof- unnar Angop hefur ástandið versnað mjög á síðastliðnum sólarhring og átökin magnazt. Stjórn Angóla segir að tvær skrið- drekasveitir Suður-Afríku hafi ráðizt inn yfir landamæri Namibíu (Suð- vestur-Afríku) á mánudag og stefnt í átt að höfuðborginni Lubango, sem er um 300 kílómetra frá landa- mærunum. Stjóm Angóla hefur skipað her sínum að berjast gegn innrásarliðinu. P.W. Botha forsætisráðherra Suður-Afríku viðurkenndi í gær að hersveitir Suður-Afríku berðust nú í Angóla en sagði jafnframt aö fréttir af atburðum þar væru „stórlega ýktar”. Hann sagði þinginu að suður- afrískar hersveitir hefðu lent í átökum við herlið Angóla er skæruliðasveitum SWAPO var veitt eftirför inn í Angóla. SWAPO-hreyf- ingin hefur þrásinnis gert árásir inn i Namibíu frá bækistöðvum sínum í Angóla. í orðsendingu forseta Angóla til Kurt Waldheims* framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna óskar hann eftir því að gripið verði til aðgerða sem komi í veg fyrir meiri og alvar- legri átök. 'iaM Suður-Afrikumenn réðust með skriðdrekum inn f Angóla og voru skriðdrekarnir dyggilega studdir af suöur-afriskum orrustuþotum. TVö tonn af hassi til Noröurianda Um síðustu helgi komust franskir tollverðir yfir tæplega tvö tonn af hassi að verðmæti 47 milljóna norskra króna. Farmurinn fannst um borð i skemmtiferðabát sem rekið hafði af leið. Báturinn var á leið til Norður- Evrópu og bendir margt til þess að Norðurlöndin hafi verið ætluð sem markaður fyrir þetta umfangsmikla hasssmygl, eitt það mesta í sög- unni. Hassið kemur frá Marokkó en hefur verið smyglað um borð í bátinn einhvers staðar við Miðjarðarhafið. FerðVoyagerll: BILUNIN HEFUR VERIÐ LAGFÆRÐ Vísindamenn við geimvísindastöðina í Pasadena vonast nú til að tekizt hafi að gera við bilun á myndavélakerfi geimfarsins Voyager sem vart varð við á leið þess kringum Satúrnus. Tals- maður stöðvarinnar sagði fréttamönn- um að líklegt væri að geimfarið hefði rekizt á íshröngla um leið og það fór í gegnum yztu hringi Satúrnusar. Það tók Voyager fjögur ár að komast til Satúmusar og áætlað er að ferð þess til næsta áfangastaðar, Úranusar, taki ári betur. Kosningabaráttan f Noregi harðnar nú dag fri degi enda ekki nema rúmur hálfur mánuður f þingkosningarnar. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hefur að undanförnu ferðazt um Noreg þveran og endilangan til að reyna aö afla flokki sfnum Verkamannaflokknum, aukins fylgis. Skoðanakannanir sýna þó að flokkur hennar á mjög f vök að verjast fyrir Hægrí flokknum undir forystu Kare Willoch. Lfklegt þykir að hann verði forsætisráðherra ef stjórn Verkamannaflokksins heldur ekki veíli. Á myndinni hér að ofan stfgur Brundtland forsætisráðherra léttan dans við blaðamann norska Dagblaðsins. reg. 14 Stærðir 37-40 Núkr. 49,95 Teg. 610 Stærðir 36-41 Núkr. 49,95 Teg.83 Stærðir 36— Núkr. 49,95 Teg.29t». Stærðir 36—41 Núkr. 49,95 Teg.26 Stærðir38—41 Núkr. 49,95 Teg. 1150 Stærðir36—40 Núkr. 49,95 Teg.2800 Stærðir39,40og 4i Núkr. 49,95 Teg. 3413 Stærðir 37-41 Núkr. 49,95 Teg.124 Loðfóðruð með hrágúmmisóla Stærðir 36 og 37 Núkr. 49,95 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti8 vAusturvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.