Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. 10 frjálst, úháð-dagblað Útgofandi: Dagblaöið hf. ^ Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarrítstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Eiin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hu»d rlákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Siguröur Sverrísson. Ljósmyndir: Bjamloifur Bjamlorfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorrí Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. Drerfingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir liff., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskifftarvwð á mánuði kr. BO.OO. Varð f lauusölu ki. Sfld. Ekki tap á innanlandsflugi Ástæðulaust er að taka hið minnsta mark á fullyrðingu Flugleiða um 20 milljón nýkróna tap á innanlandsflugi á þessu ári. Þetta er bókhaldstala, sem er búin til með því að sýna 25 milljón nýkróna bókhaldsgróða af leiguflugi. í stóru og fjölþættu fyrirtæki er yfirleitt mikill fasta- kostnaður, sem erfitt er að skipta niður á einstaka rekstrarþætti. Matið á skiptingunni getur verið ýmsum aðstæðum háð, í þessu tilviki kröfum um hækkuð far- gjöld. Ef ráðamönnum flugfélags þóknast, geta þeir litið á leiguflug sem viðbótartekjur með viðbótarkostnaði. En alveg eins væri hægt að líta á þær sem fyrirhafnar- miklar tekjur með sérstaklega hárri hlutdeild í fasta- kostnaði. Að elta þessi bókhaldsatriði uppi er eins og að reikna út, hvar Alusuisse tapar peningum og hvar það græðir peninga. Aðalatriðið er að átta sig á, hvort Flugleiðir eru að reyna að fá hækkuð fargjöld og á hvaða sviði. Flugleiðir geta ekki sótt um neina hækkun á leigu- flugi. Þar ræður hinn frjálsi markaður. Þar er félagið í harðri samkeppni. Það hefur því ekkert pólitískt þrýsti-markmið fyrir það að halda fram tapi í leigu- flugi. Innanlands eru Flugleiðir hins vegar háðar verðlags- eftirliti. Þær þurfa í verðbólgunni stöðugt að knýja dyra og biðja um hækkanir. Engin samkeppni er því til sönnunar. Þess vegna er ætíð liaft tap á innanlands- flugi. Hér má skjóta inn utan dagskrár, að hvort tveggja er óheilbrigt, verðlagshöftin og samkeppnishöftin. Ef þau væru ekki, mundi markaðurinn sjálfur finna, hver væru rétt og sanngjörn fargjöld í innanlandsflugi. Vandinn versti er þó, að samgönguráðherra okkar er fremur trúgjarn. Hann hefur tekið bókstaflega tölur Flugleiða um skiptingu taps og gróða og segir ,,óeðli- legt að niðurgreiða fargjöld útlendinga innanlands”. Fyrst ætti Steingrímur Hermannsson að benda flokksbræðrum sínum á, að óeðlilegt er að greiða niður mat ofan í útlendinga, bæði hér heima og er- lendis, áður en hann gleypir hráar tölur um ímyndaða niðurgreiðslu fargjalda. Hann mætti til dæmis muna árið 1980, þegar Flug- leiðir ákváðu að hætta Luxemborgarflugi. Hann mætti bera það saman við nýja fullyrðingu ársins 1981 um, að ekki megi leggja þetta flug niður, af því að það haldi uppi öðrum rekstri! Nú getur annað af þessu verið satt, en ekki hvort tveggja. Ef hið síðara er satt, hefur upplýsingum í fyrra verið hagrætt til að fá ríkið til að taka fjárhagslega ábyrgð á Luxemborgarflugi, sem það og gerði. I fyrra sögðu Flugleiðir, að Loftleiðaævintýrið væri úr sögunni og ákváðu af fúsum og frjálsum vilja að hætta við Luxemborgarflugið. Með því tóku þær Steingrím og ríkisstjórnina á taugum til að fá þetta flug borgað. Nú henta allt i einu aðrar röksemdir. Nú er sagt, að Luxemborgarflugið standi undir ýmsum öðrum rekstri félagsins. Það telur sig ekki geta án þess verið. Nú á enn að taka pólitíska valdið á taugum, en á annan hátt. Þessar sviptingar þverstæðra fullyrðinga sýna, að fráleitt er að taka mark á, að hagnaður á leiguflugi Flugleiða sé 25 milljónir nýkróna og tap á innanlands- flugi þeirra 20 milljónir. Hér er bara verið að heimta fargjaldahækkun. KRÖFUROG SAMFLOT Senn munu flest verkalýðsfélög landsins verða með lausa samninga sem kallað er. Að vera með lausa samninga þýðir raunverulega að engir samningar eru f gildi en hins vegar er svo í reynd að gömlu samningarnir gilda uns samið er á ný eða til verkfalls kemur. Þetta þýðir að svo lengi sem atvinnurekendum tekst að draga samninga á langinn, án þess að til verkfalla komi, þá er það þeirra hagur. Hver sem ástæðan er, þá er alkunna að þegar Alþýðubandalagið er aðili að ríkisstjórn, þá reynist þolinmæði verkalýðsfélaganna nær óþrjótandi í samningum án verkfalla. Vitanlega hlýtur ánægja at- vinnurekenda að vera lúmsk við slíkar aðstæður. Slíkar aðstæður eru nú og þvi má vænta langvarandi samningaþófs, hvort sem launþegar ganga sameinaðir til samninga eða sundraðir, svo sem allt útlit virðist fyrir. Samflotið á ekki upp á pallborðið um þessar mundir. Kjallarinn Krístinn Snæland þjónustustörfum sem koma sem kostnaður á fyrirtæki og stofnanir, kostnaður sem ekki er auðvelt að velta yfir á þriðja aðila. Atvinnurekendur þeir sem hafa Sóknarfólk í vinnu hafa því verulegra hagsmuna að gæta að halda launum starfsfólksins niðri. Viðsemjendur pípulagningarmanna eru aftur á móti meistarar sem selja vinnu sinna starfsmanna beint út til þriðja aðila. Tekjur meistaranna eru viss álagning á greidd laun til sveinanna, sem þýðir í raun að þvi hærri laun sem þeir greiða sveinunum, því hærri verða tekjur meistaranna. Það liggur því í augum uppi að miklu léttara er fyrir pípulagningarmennina að ná fram hárri launahækkun en fyrir fél- aga Sóknar. í samfloti verkalýðs- félaganna hefur því reyndin orðið sú, að í grófum dráttum hafa félög iðnaðarmanna druslast með lág- launafélögunum uns grófir samning- ar eða svokallaðir rammasamningar hafa náðst en þá hefjast svikin. Á þessu stigi samninga draga iönaðarmannafélögin sig til hliðar og bíða átekta uns láglaunafélögin hafa Samflot og svik Það er löngu ljóst að með sam- floti félaganna innan A.S.l. verða samningarnir í heild miklu umfangs- meiri og róðurinn oft þyngri um launahækkanir a.m.k. til sumrastétt- arfélaganna. Við skulum hugsa okkur samflot, t.d. Sóknar og félags pípulagningar- manna. Þeir aðilar sem semja þarf við hafa gersamlega ólíkra hagsmuna að gæta. Starfsfólk Sóknar er í /*................ ^ „Hver sem ástæðan er, þá er það alkunna að þegar Alþýðubandalagið er í ríkis- stjórn, þá reynist þolinmæði verkalýðs- félaganna nær óþrjótandi í samningum án verkfalla.” — Er íslendingum ekki hollast að fá danska einokunarverzlun aftur, varla verður hún þyngri en sú íslenzka... Mikið hefur verið rætt og ritað um skrefagjald það er Póstur og sími, þ.e. samgöngumálaráðherra, hefur ákveðið að fella á landslýð þrátt fyrir þá hörmungarþjónustu, sem lands- lýður hlýtur, svokallaöa sima- þjónustu frá þessari stofnun. Að vísu verður ekki yfir því þagað, að þjónusta símans hvað útsendingu reikninga og innheimtu varðar er ein sú fullkomnasta sem um getur, en þegar til þjónustuliða þessarar ágætu einokunarstofnunar kemur fyrir- finnst engin slík og það sem verst er af öllu er að starfsmenn þessa fyrirtækis umgangast hinn almenna símnotanda eins og hann hafi aldrei greitt reikninga sína. Innbyrðis jafnt sem opinberlega hefur almenningur velt fyrir sér eymd þessa „öryrkja” íslenzks viðskipta- lífs, sem situr einn að eUi- og örorkubótum hins raunverulega öryrkja, öldunga þjóðarinnar. Láglaunastóttir Ekki er það ætlun mín að gera öryrkja og gamalmenni að umræðuefni, þó þess gerist full nauðsyn meö hUðsjón af aðgerðum ríkisvaldsins, Pósts og síma, og' mætti sú athugasemd fylgja með, hvort hinni „drottnandi stétt” finnist raunverulegar bætur þessara þjóðfélagsþegna vera nægUegar tU framfærslu auk greiðslu sím- reikninga (en sími er nauðsynlegt tæki til tjáningaskipta fyrir þessa einstakUnga). Hér á landi fyrirfinnast vissulega láglaunastéttir. Þegar þessir þjóðfélagsþegnar fá launaumslag sitt I hendur er þar oft og tíðum lítið eftir tU bjargþurfta þegar búið er að draga frá hin svokölluðu opinber gjöld og þá eru ekki meðtaldar nauðsynjar á borð við slma, rafmagn, hita og húsaleigu (hvort heldur hún bútist I opinberum fast- eignagjöldum eöa beinni húsa- leigugreiðslu). Greindarmaðurinn Steingrimur Hermannsson samgöngumála- ráöherra ásamt sjentUmanninum Ragnari Amalds fyrrv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.