Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGUST 1981. Rækta flesta fískana siálfír — Litið inn íDýraríkið á Hverfisgötunni „Það var eiginlega sameiginlegt áhugamál okkar um fiskeldi sem lejddi okkur félaga saman í upphafi og varð til þess að við stofnuðum fyrirtækið sem nú er orðið að einni af þremur verzlunum í höfuðstaðnum, Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 — Simi 15105 sem verzlar eingöngu með bað sem þarf til gæludýrahalds auk nokkurra dýrategunda,” sagði Gunnar Vilhelmsson er neytendasíðan leit inn hjá þeim í Dýraríkinu aö Hverfisgötu 52 á dögunum. Eigendurnir eru þrir talsins; auk Gunnars Jón Agnar Sverrisson og Hallgrimur P. Helga- son. „Fiskarnir sem eru á boðstólum hjá okkur eru svo til allir ræktaðir af okkur sjálfum. Þar að auki höfum við á boðstólum nagdýr og margar fuglategundir,” sagði Gunnar. Það voru orð að sönnu . Því Það yar sannarlega eins og í „fuglabjargi” hávaðinn í Dýrarikinu. Hver fugl söng með sínu nefi. Fuglarnir kostuðu frá 70 kr. upp í 300 kr. þeir dýrustu. Eru það svokallaðar skottemlur, sem eru mjög sjald- gæfar, afar fagrar með eldrautt nef og hvítan blett framan á hálsinum. Þarna voru einnig ris- fuglar, sem voru eins og þeir hefðu hvít eyrnaskjól. — Litlir- páfagaukar í mörgum litum voru til. Við spurðum hvort þeir hefðu ekki einn sem talaði. Jú, mikið rétt. Þarna var páfagaukurinn Tommí (kvenkenning) en hann var ekki til sölu. Þarna var til mjög gott úrval af gæludýrafóðri, ólar á hunda og ketti yfir hundrað tegundir, dælur í fiska- búr og gott úrval af bókum um gæludýr á enskri tungu. Þarna voru einnig til skrautspennur í hunda og litlar blúndubuxur fyrir kjölturakka. „Það er hægt að standa að gæludýrarækt á ýmsa vegu,” sagði Jón. „Hægt er að sjá þeim aðeins fyrir því alla nauðsynlegasta og þá er það ekKi dýr útgerð. En það er einnig hægt að kaupa ýmislegt fyrir dýrin sín, sem er bæði gott og gagnlegt fyrir þau og kannski ekki síður fyrir eigandann.” -A.Bj. Er mengaður jarðvegur ástæðan fyrir lélegum kartöflum? Sigurður Einarsson hringdi: „Ég var að enda við að þvo nýjar kartöflur úr Þykkvabænum. Þetta er ekkert nema bannsett drasl. Ég tel að þetta sé ræktað í svo menguðum jarðvegi að það getur ekkert þrifizt þar. Þessar kartöflur eru áreiðanlega ræktaðar við útlendan áburð eingöngu og ekki verið sinnt um skiptiræktun, eins og brýnt er- fyrir fólki. Ég veit hvað ég er að tala um, því hef ég sjálfur ræktað kartöfiur.” MALARAKONUNNAR — „Himnaríkismunnfylli” Einföld matreiðsla Allan glænýjan og gómsætan fisk ber að matreiða á sem allra einfald- astan hátt, segir í matreiðslubókum. Það er óþarfi að fela fyrsta flokks hráefni í sterku kryddi eða bragðmiklu meðlæti. Þetta hefur malarakonan vitað, því hún veltir sólkolaflökunum aðeins upp úr hveiti, sem kryddað hefur verið með salti og pipar. En fiskurinn er steiktur í smjöri. Ekkert minna dugar tii. Og það krefst nokkurs undirbúnings, því venjulegt 'smjör vill gjarnan brenna vegna sorans sem í því er. Ekki má fara svo illa með litlu sólkolaflökin. Fyrst verður að bræða smjörið, sjóða aðeins upp á því og sigta það síðan í gegnum fínt sigti (í mat- reiðslubókinni stóð að fóðra ætti sigtið með músselini), eða láta það kólna og skafa þá syrjuna neðan af. Þá fyrst er smjörið tilbúið til þess að steikja i glænýjan sólkola eða annan fisk. Notið ekki allt smjörið í fyrstu, geymið svolítið af því og hitið fatið sem bera á fiskinn fram á. Þegar hann er orðinn gullbrúnn er honum raðað á heitt fatið og afgangurinn af smjörinu er brúnaður á pönnunni. Því er svo hellt yfir fiskinn á fatinu. Skreytt með sítrónusneiðum og niðurklipptu persille eða steinselju. Þetta er „himanríkis munnfylli” eins og þeir eiga til að segja í Danmörku þegar eitthvert lostæti er borið fyrir þá. Auðvitað spillti ekki réttinum að borða með honum ný- uppteknar kartöflur (en endilega ekki nema úr einkagarði). Verði ykkur að góðu. A.Bj. Það var alveg eins og I „fuglabjargi” hávaðinn f Dýrarfkinu. PáfagaukurinnTommi (kvenkenning) var ekki til sölu. Hann tók sér strax blýant i hönd og fór i „blaðamannaleik”, en i stað þess að skrifa niður eitthvað skynsamlegt, beit hann og nagaði blýantinn. Þarna situr fröken Tommi á öxlinni á Jóni Arnari Sverrissyni. DB-myndir Bjarnleifur. Óhætt er að fullyrða að sólkoli „að hætti malarakonunnar” er 1. flokks matur. Við reyndum þennan einfalda rétt, en flöskuðum á að biðja ekki fisksalann að fiaka fiskinn fyrir okkur. Meistarakokkar hefðu sennilega grátið ef þeir hefðu séð klaufalegar aðfarir blm. í glímunni við sólkolann. Þar að auki kostaði þessi glíma tvær neglur. — Við ætlum að hafa þennan rétt aftur í kvöld og biðja þá fisksalann ásjár. Sólkolinn er mjög likur venjulegum kola i útliti. Hann kostar 15 kr. kg. en flakaður um 30 kr. Hins vegar er hann mjög sjaldgæfur að sögn Jóns Péturssonar i fiskbúðinni Hafrúnu i Skipholti. Sagði Jón að sólkolinn slæddist svona með öðrum fiski. En það voru til mjög girniieg smálúðuflök á 35 kr. kg, glæný lúða á 35 kr. kg, rauðsprettuflök á 30 kr. kg og glænýr skötuselur á 30 kr. kg. DB-mynd Bjarnleifur. SÓLK0LIAÐ HÆTTI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.