Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. 5 Húsgögn fyrir500 þús. keypt án auglýsts útboðs — búið að semja við einn aðila áður en rætt var við aðra umhugsanlegtilboð Bygging Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur enn komizt í sviðsljósið og nú vegna efasemda húsgagna- framleiðanda um að eðlilega hafi ver- ið staðið að innkaupum húsgagna í Framkvæmdastofnunarhöllina við Rauðarárstíg. Var ákveðið að flytja ekki húsgögn úr skrifstofuhúsnæði stofnunarinnar innar við sömu götu, heldur kaupa ný húsgögn í höllina. Er farið var að spyrjast fyrir um, af hverju ekki fengjust svör við skrif- legum tilboðum varðandi húsgögn, kom í ljós að málið var frágengið og búið að semja við Gamla Kompaníið um smíði húsgagna fyrir 500 þúsund krónur (50 milljónir gkr.). DB hefur reynt að leita upplýsinga um þessi-viðskipti, en þau hafa m.a. komið til umræðu á stjórnarfundi Framkvæmdastofnunar ríkisins, sem skipuð er þingkjörnum fulltrúum. Voru kaupin gagnrýnd á þeim fundi en þá kom í ljós að búið var að gera kaupsamninga án undangenginna opinna tilboða. Og ekki yrði aftur snúið. -A.St. „ENGINN KOM AÐ SKOÐA 0G BRÉFUMVAR EKKISVARAД — segir fulltrúi Á. Guðmundsson h.f. í Kópavogi „Við heyrðum það áskotspónum, að búið væri að ákveða að kaupa ný húsgögn í allt stórhýsi Framkvæmda- stofnunar ríkisins,” sagði Guðmundur Þorbjörnsson fulltrúi hjá Á. Guðmundsson hf., húsgagna- vinnustofu í Kópavogi. Það mun hafa verið fyrirspurn frá því fyrirtæki sem vakti umræður um húsgagnakaupin á stjórnarfundi stofnunarinnar. „Við sendum verðlista og ýmsar upplýsingar um framleiðsluvörur okkar til arkitekta hússins, en það er Teiknistofan Óðinstorgi sem umsjón hafði og hefur með byggingunni. Við vitum ekki til þess að nokkur maður frá Teiknistofunni eða Fram- kvæmdastofnun hafi komið hingað til okkar til að líta á framleiðslu okkar, verð hennar og gæði. Bréfum okkar með fyrrgreindum upplýsing- um okkar hefur aldrei verið svarað,” sagði Guðmundur. „Við teljum okkur einn af þremur aðilum, sem vel eru færir um að framleiða það magn sem þarf í hús Framkvæmdastofnunar og því þótti okkur súrt í broti er við fréttum að leitað hefði verið tilboða frá aðeins tveimur framleiðendum,” sagði Guð- mundur. Hann bætti því við, að e.t.v. hefði Á. Guðmundsson hf. frétt of seint af möguleikanum, en hann kvað þó furðulegt að svo umfangsmikil viðskipti á vegum rikisins væru ekki boðin út á almennum markaöi. „Ég gert fullyrt að Á. Guðmunds- son hf., sem er mjög vel samkeppnis- hæft framleiðslufyrirtæki um fram- Ieiðsluvöru og þá ekki síður hvað verð snertir, hefur átt mjög erfitt uppdráttar að komast inn í viðskipti við opinberar stofnanir,” sagði Guðmundur. -A.St. Nýbygging Framkvæmdastofnunar ríkisins við Rauðarárstig: athugasemdir á stjórnarfundi við „óeðlileg” húsgagnakaup. DB-mynd: Gunnar Örn Sjálfdæmi arkitekta um svo viðamikil innkaup tortryggð á stjórnarfundi — ekki virðist Ijóst hvernig arkitektarnir fengu heimild til sjálfdæmis um kaupin „Ég get staðfest að umræður um þessi húsgagnakaup urðu á siöasta stjómarfundi Framkvæmda- stofnunar rikisins,” sagði Eggert Haukdal formaður stjómarinnar. „Það voru ekki allir stjórnarmenn sama sinnis um kaupin. En þessi hús- bygging var ákveðin löngu áður en ég tók við núverandi stjómarfor- mannsstarfi og ég hef ekkert með húsbygginguna að gera og vil ekki að svo stöddu ræða um hana opinber- lega,” sagði Eggert. Hann vísaði á Guðmund Ólafsson framkvæmda- stjóra lánadeildar. 1 hann hefur ekki náðst ennþá. DB haföi samband viö annan stjórnarmann Framkvæmda- stofnunar varðandi húsgagnakaupin. Hann vildi ekkert heldur láta eftir sér hafa um kaupin né umræður sem um þau urðu á stjórnarfundi. Hann staðfesti aö ákveðið hefði verið að láta Innkaupastofnun ríkisins selja hin gömlu húsgögn stofnunarinnar en kaupa ný í nýja húsið. „Slíkt kostar mikið fé og margir aðflar munu hafa boðið ffam framleiðslu sína og gert tilboð. Þegar nú um er spurt, kemur í ljós að arki- tektar húsbyggingarinnar voru látnir ráða þessum húsgagnakaupum fyrir 50 milljónir gkr. Því er nú haldið fram aö arkitektarnir hafí aðeins tekið út tvö fyrirtæki sem þeir ræddu húsgagnakaupin við, en svöruðu alls ekki öðrum aðilum,” sagði stjórnar- maðurinn. Kvað hann ýmsa stjórnarmenn hafa gagnrýnt þessi vinnubrögö sem óeðlileg og svo lokasamninga við annan aðilann af þeim tveimur sem haft var samband við um húsgagna- kaup fyrir 500 þúsund nýkrónur.'-Lét stjórnarmaðurinn i veðri vaka, að ekki hefðu fengizt svör við því á stjómarfundinum, af hverju svo viðamikil kaup hefðu verið fahn sjálfdæmi arkitekta hússins. -A.St. skóverzlun Póstsendum ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR Kirkjustræti 8 v/Austurvöll, sími 14181 Laugavegi 95, sími 13570. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Joke Teg. 10 Litir Brunt ede svurt leður Stærdir: 3b 46 Veró kr 298, 70 Hi Litir: Brúnt ledur, nr. 37 46 Svurt ledur, nr 40 46 fSJ.itur ledur nr. 35—40 Verd kr. 298,70 § Bifreiðarstjóri - læknavakt Hér með er starf bifreiðarstjóra læknavaktar Sjúkrasam- lags Reykjavíkur auglýst laust til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum um starfið skal skilað á skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28 Reykjavík, fyrir 4. september nk. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. FILMUR OG VÉLAR S.F. 0 <

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.