Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Gaddafi leiðtogi Libýumanna heilsar Zaid Bin Sultan forseta arabisku fursta- dæmanna. Af fundi hans hélt Gaddafi til Sýrlands. Gaddafi og Assad ræða um „hættuna af Camp David” Gaddafi leiðtogi Líbýumanna og Hafez A1 Assad forseti Sýrlands höfuðandstæðingar Camp David- samkomulags Ísraels og Egyptalands, komu saman til fundar í Damaskus i gaer. Fundur þeirra er haldinn á sama tíma og fundur þeirra Begins og Sadats í Alexandríu um sjálfstjórnar- mál Palestínumanna. Gaddafi og Assad ræddu um hvernig bregðast ætti við því sem talsmaður Sýrlandsforseta kaUaði „hættuna af áætlunum Camp David samkomulagsins”. Frelsissamtök Palestínuaraba, PLO, ítrekuðu í gær þau myndu ekki eiga aðild að sjálfstjórnarviðræðun- um og talsmaður samtakanna í Beirút sagðist gera sér vonir um að enginn Palestinumaður tæki þátt í viðræðunum. RÓMANTÍK OG STUTTBUXUR Koss á hönd kvenna og Bermúda- buxur eru nú efst á blaöi í heimi tízk- unnar. Það fyrmefnda má þakka KarU Bretaprinsi, það síðarnefnda nýbak- aðri eiginkonu hans, Díönu, en hún sást klædd slíkum buxum á brúðkaups- ferð þeirra hjóna um Miðjarðarhafið. Fatnaður prinsessunnar hefur hleypt nýju lifi í brezkan fataiðnað og hafa verksmiðjur vart undan að framleiða eftirlíkingar. Sjálf kveðst hún harð- ánægð með Ufið en þau hjón eyða nú leyfisdögum í Balmoralkastala í Skot- landi. Enn á ný ágreiningur í Póllandi: Læt ekki stöðva fjölmiðlana á ný —segir Kania formaður pólska Kommúnistaflokksins Prentarar í Olsztyn sem verið hafa í verkfaUi í rúma viku tUkynntu í gær að starfsbræður þeirra víða um land myndu fara í samúðarverkfaU ef ekki yrði gengið að kröfum prentaranna í Olsztyn. ' Stjóm Einingar hefur skorað á prentarana að snúa aftur til vinnu en þeir hafa lýst því að þeir muni ekki sinna þeim óskum. Lech Walesa leiðtogi Einingar kvartaði enn á ný undan áróðursher- ferð stjórnvalda á hendur Einingu. Hin opinbera fréttastofa PAP svaraði því tU að Eining virtist ekki gera sér grein fyrir því að Eining hefði sjálf hafið áróðursstríð gegn stjómvöldum. —Ðning hótar nýju prentaraverkfalli Enn á ný stefnir í átök Einingar, samtaka hinna óháðu verkalýðs- félaga, og stjórnvalda í Póllandi. Viðræðum þessara aðila verður haldið áfram í dag en þær snúast um þá kröfu Einingar að fá aukinn aðgang að fjölmiðlum. Eining hefur hótað að boða til nýs prentaraverkfaUs til að leggja áherzlu ákröfur sínar. Kania formaður pólska Kommún- istaflokksins virðist hins vegar stað- ráðinn í þvi að láta sUkt verkfaU ekki endurtaka sig. Hann sagði í ræðu sem útvarpað var í gær að hann myndi ekki láta það viðgangast að þaggað yrði niður í fjölmiðlunum. Hann varaði einnig við afleiðingum mótmælagangna og sagði að þær myndu leiða tU sprengingar. Kania formaður. Alls hafa nú tfu fangar litizt af völdum mótmælasveltis I Maze-fangelsinu á Norður-írlandi og ekki er enn nein lausn I sjón- máli á deilum þeirra við brezk stjórnvöld. Fangarnir hafa sem kunnugt er krafizt mjög bætts aðbúnaðar i fangelsinu en brezk yfirvöld hafa itrekað lýst þvi yfir að þau geti ekki fallizt á kröfur fanganna. Þeir séu ekki pólitfskir fangar heldur glæpamenn. Myndin var tekin f Belfast er fréttist um dauða Michael Devines á dögunum. Hann var tiundi fanginn sem lét Iffið f Maze og eins og jafnan áður kom til mikilla óeirða á Norður-írlandi eftir að fréttist um dauða hans og eldar loguðu vfða. Viðræðum Egypta og ísraelsmanna haldið áf ram: Mikill ágreining- ur viðræðuaðila Egyptar og tsraelsmenn hafa ákveðið aö halda áfram umræðum um að ísraelsmenn yfirgefi Sinai- skaga þrátt fyrir mikinn ágreining á milli aðila. Þetta fylgir i kjölfar ákvarðanar þeirra Anwars Sadats forseta Egyptalands og Menachem Begins forsætisráðherra ísrael um að taka aftur upp samningaviðræður um sjálfstjórn Palestínumanna, en slikar viðræður hafa legið niðri síðan í maí. Israelsmenn hafa þegar gefið eftir tvo þriðju hluta Sinaískagans sem þeir hertóku 1967. Áætlað er að fela afganginn Egyptum til eftirlits við samningalok i apríl. . Þær viðræður sem nú halda áfram undir stjórn Kamal Hassan Ali utan- ríkisráðherra Egypta og Ariel Sharon vamarmálaráðherra ísrael ganga þó stirðlega. Egyptar hafa neitað boði ísraelsmanna um búðir alþjóðlegra friðargæzluhluta á norður og suður- hluta skagans og ísraelsmenn ásaka Egypta fyrir hálfvelgju i afstöðu sinni til menningar- og viðskipta- mála. SKOLARITVÉLAR SKRIFSTOFUTÆKNI HF ÁRMÚLA 38.105 RE'fKJAVIK. ICELAND. SÍMI85455. RO. BOX 272.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.