Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.08.1981, Blaðsíða 13
35. thl. 43. ár«. 27. ágúst 1981 Verð 24 kr. 12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. ð fþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Steve Ovett, Englandi, endurheimti heimsmet sitt i miluhlaupi. Heimsmet hjá Ovett — í míluhlaupi í Koblenz í gærkvöld Steve Ovett endurheimti heimsmet sitt i miluhlaupi á frjáisiþróttamóti í Koblenz i Vestur-Þýzkalandi i gær. Hljóp á 3:48.40 min. og bætti heims- met landa sins Sebastian Coe um þrettán hundruðustu úr sekúndu. Coe setti það fyrir viku, fyrra miðvikudag, i Zúrich i Sviss. Þeir eru hreint stórkostlegir þessir ensku hlauparar og Ovett setti metið i gær nær keppnislaust. Byrjunarhrað- inn var gifurlegur, 55,63 sek. á fyrstu 400 m og 22 þúsund áhorfendur — troðfullur vöilur — voru heldur betur með á nótunum. Bon Benn var fyrstur og Ovett fylgdi fast á eftir. Millitimi á 800 m var 1:53.59 min. og þá tók James forustu í hlaupinu. Hann hélt henni þar til 1100 m var lokið og þá tók Ovett forustuna. Skildi hina beinlinis eftir. Millitimi á 1200 m var 2:50.62 min. Síöan geystist Ovett i mark og var sex sekúndum á undan næsta manni, Craig Masbach, USA, sem hljóp á 3:54.14 mín. Þýzki stórhlauparinn Thomas Wess- inghage ætlaði að reyna að setja nýtt heimsmet i 1500 m á mótinu. Tókst ekki og varð meira að segja að sætta sig við annað sætið. Steve Scott, USA, sigraði á frábærum tímaJJ:31.94 — 58 sekúndubrotum frá heimsmetinu, sem Ovett á. Henry Rono, Kenya, náði bezta heimstimanum i 5000 m hlaupi, 13:12.15 mín. Reyndar er heimsmet Rono frá 1979 13:08.40 mín. eini betri timinn sem náðst hefur á vegalengd- inni. -hsim. Ajax og AZ’67 efst íHollandi Ajax og AZ ’67 Alkmaar eru efst og jöfn i hollenzku 1. deildinni i knatt- spyrnu með fimm stig að þremur um- ferðum ioknum. í 3. umferð sigraði Ajax PEC Zwolle 5—1 á heimavelli og meistararnir frá Alkmaar unnu PSV Eindhoven 2—4 á útivelli. Feyjenoord gerði jafntefli við Groningen á útivelli 2—2. BRÚÐKAUP ALDARINNAR Þorsteinn Bjarnason, markvörður — bezti maður íslands á Idrætsparken. Vafasöm vftaspyrna —sagði Allan Simonsen Frá Ólafi Unnsteinssyni, Kaupmannahöfn. ,,Það var ekki mikill áhugi hjá minum mönnum á þessum leik og sigurinn var léttur. Ég er ekki ánægður með leik danska liðsins. Þar vantaði nokkra góða menn,” sagði Sepp Piontek þjálfari Dana eftir landsleikinn og bætti við: „ís- lenzku leikmennirnir voru harðir en léku drengiiega en mínir menn voru greinilega hræddir við meiðsli. Vinstri armur sóknarinnar var slakur í f.h. og leikur danska liðsins var ekki góður í síðari hálfleik. Þá voru áhorfendur mjög daufir. Markvörður íslands, Þorsteinn Bjarnason, var mjög góður en ég bjóst við meiru af Atla Eðvaldssyni. Vítaspyrn- an var réttilega dæmd. Vörn isl. liðsins var góð.” Gunnar Nu Hansen, útvarpsmaðurinn kunni: „Þetta voru sanngjörn úrslit. Danska liðið betra. Atli Eðvaidsson var einna beztur ísl. leikmannanna.” Per Röntved, fyrirliði danska liðsins: „Ég er mjög ánægður með leikinn. Þetta var drengilegur leikur og ég er bjartsýnn á'góðan árangur í HM-leiknum við Júgóslava. Ragnar Margeirsson kom mér sérstaklega á óvart í ísl. lið- inu. Það var erfitt að gæta hans.” Allan Simonsen minntist með gieði landsleiksins sem hann lék við ísland i Reykjavik og sagði: „Ég er mjög glaður að hafa skorað tvö mörk. Það hefur ekki oft skeð hjá mér i landsleik. íslenzku Ieikmennirnir léku fast gegn mér en voru drengilegir. Nei, ég vil ekkigera upp á milli einstakra leikmanna ísl. iiðsins. Vitaspyrnan sem við fengum var vafasöm að minu áliti. Ég hef oft verið leikinn verr i vítateig en ekki fengið víti.” Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari íslands: „Ég er ekki beint ánægður með úrslitin, því Danir fengu tvö mjög létt- væg mörk. Ég er ekki óánægður með leikinn og isl. liðið átti allgóðan leik i heild." Atli Eðvaldsson: „Ég er ósáttur við tvö mörk Dana. Fyrsta markið var skorað úr rangstöðu og vítiö var hrein gjöf,” sagði Atli hress að vanda. -ÓU/hsím. St. Etienne náði aðeins jöf nu 1-1 Christian Lopez, fyrirliði St. Etienne, skoraði sitt markið hvorum megin á vellinum er St. Etienne og Dynamo Berlin skildu jöfn 1—1 í undanieik fyrír Evrópukeppni meistara- liöa í Frakklandi í gærkvöidi. Eftir þessi úrslit bendir allt til þess að austur-þýzka liðið komist i 1. umferð keppninnar, en siöari leikur liðanna verður i Berlín 1. september. Lopez skoraði sjálfsmarkið á 25. mínútu er hann stýrði skalla frá Schulz framhjá markmanni sinum. Stundarfjórð- ungi fyrir Ieikslok bætti Lopez fyrir mistök sín er hann potaði knettinum í mark Berlínarliðsins eftir mikla pressu St. Etienne. Stjörnuslagur á Akranesi! Það verður væntanlega mikið um að vera, a.m.k. mikið fjör, á grasvellinum á Akranesi kl. 18.15 i dag er þar mætast stjörnulið tveggja valinkunnra knattspyrnukappa. Eigast þá við Stjörnulið Hermanns Gunnarssonar og Stjörnulið Jóns Gunnlaugssonar. Lið Jóns verður að mestu skipað leikmönnum sem gerðu garðinn frægan með Akra- nessliðinu á árunum í kringum 1970. Má þar nefna menn á borð við Einar Guðleifsson, Þröst Stefánsson, Harald Sturlaugsson, Matthias Hallgrimsson, Jón Alfreðsson, Eyleif Hafsteinsson o.fl. -SSv. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir I Ólaf ur Unnsteinsson símar f rá Kaupmannahöf n: Sanngjarn sigur en var í stærra Frá Ólafi Unnsteinssyni, Kaup- mannahöfn. Danir unnu veröskuldaðan sigur á tslandi i fjórtánda landsleik þjóðanna að viðstöddum rúmiega 16 þúsund áhorfendum á Idrætsparken i gær. Úrslit 3—0 og öll mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik. Danska liðið þá áberandi betra þó tvö mörk liðsins væru heldur léttvæg. t siðari hálfleiknum jafnaðist leikur mjög og þrír varamenn, sem komu inn á hjá íslandi, Ragnar Margeirsson, Ómar Torfason og Sigur- lás Þorleifsson hleyptu miklu iffi i islenzka liðið, einkum Ragnar. tslenzka liðið fékk nokkur allgóð færi i leiknum en Danir voru þó fremri á flestum sviðum. Þorsteinn Bjarnason mark- vörður var aðalmaður tslands i leikn- um og bjargaði oft vel. Hjá Dönum var Allan Simonsen frábær. Hreinn yfir- burðamaður á vellinum hvað knatt- tækni og sóknarieik viðkom en hann var knattspyrnumaður Evrópu 1977. Eini atvinnumaðurínn i danska liðinu. Þrátt fyrir tapið má islenzka liðið allvei una sínum hlut i leiknum. Vörnin yfirleitt sterk og alltaf góð samvinna milii sóknar og varnar. Þar slitnaði aidrei neitt i sundur eins og oft hefur viljað brenna við. En tsland fékk á sig tvö slysaleg mörk og það gerði að úrslitin voru óhagstæðari en efni stóðu til. Allan Simonsen, sem dreif félaga sina i danska liöinu áfram með stórieik sínum, skoraði tvö af mörkum danska liðsins. AUir fjórir varamennirnir, sem nota mátti, voru notaðir í íslenzka liðinu. Viðar Halldórsson meiddist snemma leiks og fékk aftur spark á 28. mín. Varð þá að fara út af og kom Ólafur Björnsson, Breiðabliki, inn á í hans stað. Snemma í síðari hálfleik kom Ragnar Margeirsson, Keflavík, í stað Lárusar Guðmundssonar, Víking — síðan kom Ómar Torfason, Víking, í stað Árna Sveinssonar á 77. mín. og Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, i stað Péturs Ormslev, Fram, á 82. mín. Fyrsta markskotið íslands íslenzka liðið byrjaði ágætlega og Magnús Bergs átti fyrsta markskotið á 2 min. Varið — en síðan fóru Danir að láta meira að sér kveða. ísl. vörnin stöðvaði þá þó og eitt sinn bjargaði Sigurður Lárusson hættulegu skoti. Á 10.min. lék Pétur og Lárus skemmti- lega saman en Dönum tókst að bjarga í horn, sem ekki nýttist og aðeins síðar fékk Viðar slæmt spark. Danir náðu forustu á 12. mín. eftir að Berthelsen hafði átt hörkuskot á markið. Knötturinn hrökk af varnar- mönnum til Lars Lindquist og hann skoraöi frá vinstra vítateigshorninu. Þorsteinn var úr jafnvægi eftir skot JON PALL BÆTTI EIGIÐ EVRÓPUMET Jón Páll Sigmarsson KR setti i gær- kvöldi nýtt Evrópumet i réttstöðulyftu á kraftlyftingamóti i Jakabóli. Jón Páll lyfti 360 kg og bætti þar með eigið met um sjö og hálft kg. Gamla metið var 352,5 kg. Undramark færði Reyni 2-1 sigur Ómar Björnsson skoraði svo sannar- lega mark ársins i Sandgerði i gær- kvöldi, þegar Reynismenn léku við Fylki að nýju i 2. deildinni, en leik þessara aðila var slitið á laugardaginn vegna óveðurs. Ómar fékk knöttinn fram við miðlinu þegar tvær minútur voru til loka, spyrnti honum i blindni aftur fyrir sig hátt i loft upp i áttina að marki. Knötturinn féll mjög bratt niður og smaug á milii handa Ögmundar Kristinssonar markvarðar og þversláar- innar og i netið. Sannkailað undramark sem nægði Reynismönnum til sigurs, þvi staðan var jöfn, 1—1, þegar þarna var komið sögu. Fylkismenn léku undan nokkuð sterkum vindi fyrri hálfleikinn en tókst ekki, þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga, að skapa sér opin færi enda var Reynis- vörnin mjög traust þar til á 43. mínútu. Þá skoraði Loftur Ólafsson með koll- spyrnu af markteig. Seinni hálfleikinn hófu Fylkismenn með mikilli snerpu. Reyndu að halda knettinum við jörðina og spila stutt en smám saman tóku heimamenn að færa sig upp á skaftið og sóttu fast en tókst ekki að nýta nema eitt margra gullinna marktækifæra. Jón Gunnar Pétursson skoraði þá með kollspyrnu eftir send- ingu frá Ara Arasyni, rétt eftir miðjan hálfleik. Ómar skoraði svo sigurmarkið og tryggði heimamönnum bæði stigin. Dómari var Úlfar Steindórsson og dæmdi prýðilega. -emm. Formaður KSI hindr- aði f réttamann DB — þegar Ólafur Unnsteinsson ætlaði að ræða við leikmenn fsl. liðsins Frá Ólafi Unnsteinssyni, Kaup- mannahöfn. Ég er ekki sáttur við það að for- maður KSÍ og ritstjóri Vísis, Ellert B. Schram, reyndi að hindra mig i starfi eftir iandsleik Danmerkur og íslands á Idrætsparken. Það var köld kveðja eftir að Danir höfðu állt fyrir mig viljað gera á vellinum enda var ég með blaðamannapassa. Þegar ég kom að dyrum búnings- herbergis isl. liðsins hljóp Ellert’i veg fyrir mig og meinaði mér inngöngu — spurði hvaða erindi ég ætti, reyndi beinlinis að hindra að ég gæti talað við leikmenn ísl. liðsins. Margir íslendingar urðu vitni að þessu og urðu mjög hissa á framkomu for- mannsins og ritstjórans. Fyrir náð og miskunn fékk ég að tala við tvo menn en ég hélt það værí einmitt áhugamál Ellerts B. Schram að fréttir bærust heim af landsleiknum. Ég er engan veginn sáttur við framkomu hans. -ÓU/hsím. Berthelsen og tókst ekki að verja. Á næstu mín. skiptust liðin á upphlaup- um. Eftir samleik Viðars, Marteins og Péturs átti Siggi Lár. skot rétt framhjá á 20 mín. og á næstu mín. átti Lárus skot, sem markvörður Dana varði. Einnig eftir góðan samleik. Einnig var varið frá Sigga Lár. á 20. mín. En Danir voru þó sókndjarfari og Þor- steinn hafði talsvert að gera í markinu. Varði vel, einkum glæsilega frá Rönt- ved. Síðan varð Viðar að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 28. mín. en á þeirri 30. hefði ísland átt að jafna. Árni gaf vel á Atla inn í vitateiginn en Atli skallaði rétt yfir markið úr góðu færi. Þá var aftur hætta við danska markið aðeins síðar, þegar Lárus gaf vel fyrir en sóknarmönnunum tókst ekki að ná knettinum. Svo var gert út um leikinn. Það var á 36. mín. Danir sóttu upp vinstra megin. Frank Olsen gaf fallega sendingu á Allan Simonsen inn undir vítateig, beint á tærnar á honum. Simonsen lék á ísl. varnarmennina með frábærri tækni, og skoraði með föstu skoti. Virkilega fallegt mark, hið eina fallega í leiknum. íslenzka liðið brotn- aði ekki þó Danir kæmust í 2—0. Magnús Bergs átti skot í hliðarnet danska marksins og örn Óskarsson spyrnti framhjá eftir aukaspyrnu áður en rothöggið kom á 38. mín. Mannike skallaði knöttinn til Simonsen, sem lék á miklum hraöa inn í vitateiginn. Lenti þar í árekstri við Ólaf Björnsson og lét sig greinilega falla. Dómarinn féll á bragðinu. Dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu, sem Simonsen sjálfur skoraði úr. Flóðljósin sett á Flóðljósin voru sett á í siðari hálfleik eftir að sólin hneig til viðar í loginu á Idi ætsparken. Hálfleikurinn var miklu belur leikinn af hálfu ísl. liðsins en sá fyrri og átti Ragnar þátt i því, þegar hann kom inn á á 53. mín. og lokakafl- inn var beztur hjá íslandi í leiknum; Danir voru þó oft hættulegir en Þor- steinn varði allt, sem á markið kom. Pétur var bókaður í leiknum og Danir skiptu inn á þremur varamönnum 1 s.h. eins og ísland. Lítið var um opin færi hjá íslenzka liðinu en góð skot sáust. Til dæmis átti örn hörkuskot rétt yfir á 63. mín. Siggi Lár. skallaöi yfir danska markið og varið var frá Erni í lokin. Mér fannst varamennirnir Ragnar, Ómar og Sigurlás setja nýtt líf í íslenzka liðið. En það fór þó ekki milli mála að betra liðið sigraði í leiknum. Verðskuldaður sigur Dana. Hjá íslandi var Þorsteinn beztur, öruggur og gat ekkert gert hvað mörk- unum viðkom. En oft varði hann vel. Vörnin var nokkuð sterk með Martein Geirsson fyrirliða sem bezta mann, Örn og Viðar voru traustir bakverðir. Lárus og Pétur gerðu laglega hluti að venju en mér fannst Atli ekki alveg njóta sin í leiknum. Hann hefði átt að leika framar. Ragnar Margeirsson kom verulega á óvart með sterkum leik. Ásgeir lék á miðjunni og var hrósað mikið fyrir leik sinn — Bayen sigraði Dusseldorf 1-2 á útivelli, og var Ásgeir óheppinn að skora ekki Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen. Bayern Múnchen sigraði Fortúna Dússeldorf 2—1 á útivelli i gærkvöldi en þá var leikin heil umferð i Bundes- ligunni. Ásgeir Sigurvinsson kom inn á snemma í fyrri hálfleik og var látinn leika á hægrí kantinum. Wolfgang Kraus og Paul Breitner voru á miðj- unni og tók Kraus stöðu Breitners. Ásgeir átti mjög góðan leik og var mikið hælt i sjónvarpi fyrir frammi- stöðu sina. Hann var lika mun meira með i leiknum en um daginn, var ekki sveltur eins og þá. DUsseldorf komst í 1—0 eftir 12 mínútur, en þá var Ásgeir kominn inn á og skoraði Wenzel það mark. Kraus jafnaði metin fyrir Bayem á 29. minútu með þrumuskoti langt utan af velli og Dieter Höness gerði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik. Þetta var fimmta mark Höness fjórum leikjum i deildinni. Ásgeir Sigurvinsson var óheppinn að skora ekki í leiknum, hann átti hörkuskot rétt framhjá mark- inu í síðari hálfleik. Annars þótti þessi leikur ekkert sérstakur, en Bayem var mun sterkara liöiö. Köln sigraði Eintracht Frankfurt á heimavelli 2—0 og skoraði Tony Woodcock fyrra mark Kölnar í fyrri hálfleik. Rainer Bonhof bætti síðara markinu við í síðari hálfleik er hann skoraði úr vítaspyrnu. í síðari hálfleik fékk Frankfurt einnig vítaspyrnu en Harald Schumacher markvörður Köln- ar varði spyrnu Bernd Nickel. Þetta er áttunda vítið af níu sem Schumacher hefur varið í deilda- og vináttuleikjum í sumar. Hamburg lék á útivelli gegn Niirn- berg og sigraði 3—0. Liðið átti mjög góðan leik og er allt annað að sjá það eftir að Ernst Happel þjálfari tók við því. Hamburg leikur nú stórskemmti- lega sóknarknattspymu. Daninn Lars Bastrup lék með liðinu og átti skínandi leik. Önnur úrslit í 4. umferð Bundeslíg- unnar urðu þessi: Werder Bremen-Bayer LeverkusenO—0 Eintracht Brunschw.,-Mönchenglb.0-1 Kaiserslautern-Stuttgart 3—2 Darmstadt-Bochum 2—0 Borussia Dortmund-Duisburg 2—1 Karlsruher-Arminia Bielefeld 2—1 Eftir þessa leiki er Bayern Múnchen eitt í efsta sæti með fullt hús stiga eða átta. Stuttgart og Bochum töpuðu nú bæði sínum fyrsta leik. -VS/SA Olafur'Jnnsteinsson, fréttamaður DB á landsleiknum Íslenzku leikmennirnir þurfa alls ekki að vera óánægðir með frammistöðu sína. Sigur danska liðsins, sem hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa auk Simonsen og þar var Rönt- ved fremstur, í stærra Iagi. Margir íslenzkir áhorfendur voru á leiknum og hvöttu landann. Þeir gátu alveg ófeimnir litið framan í Dani eftir leikinn. ÓU/hsim. Guðrún Ingólfsdóttir — fimmta íslandsmetið i ár. íslandsmet Guðrúnar Guðrún Ingólfsdóttir, KR, setti nýtt íslandsmet í kúluvarpi á kastmóti á Laugardalsvelli á þriðjudag. Varpaði 14,21 m en eldra íslandsmet hennar var 14,11 m. Sett fyrr i sumar. Á móti á Selfossi sl. sunnudag varpaði Soffía Gestsdóttir, HSK, 13,19 metra. Bætti sinn bezta árangur verulega. Átti 12,60 m áður. -hsím. Afrekskeppni Flugleiða á Nesvelli Hin áriega afrekskeppni Fiugleiða i golfi verður haldin á Nesvelli helgina 29. og 30. ágúst nk. Keppnin er ein sú sterkasta sem haldin er hérlendis þvi þátttökurétt eiga einungis meistarar golfklúbba sem hafa meistaraflokk, sigurvegarar i opnum stigamótum GSI auk íslandsmeistara og unglingameist- ara. Eftirtaldir eiga rétt á þátttöku: Sigurður Pétursson GR Gylfi Kristinsson GS Þorbjörn Kjærbo GS Sigurjón R. Gíslason GK Ómar örn Ragnarsson GL Sveinn Sigurbergsson GK — RagnarÓlafssonGR — Páll Ketilsson GS — Sigbjörn Óskarsson GV — Jón Haukur Guðlaugsson NK — Geir Svansson GR — Jón Þór Gunnarsson GA Eins og sjá má á þessari upptalningu er hópurinn geysisterkur og má gera ráð fyrir hörku keppni. Keppnin er höggleikur, 72 holur, og verða leiknar 36 holur hvorn dag og hefst keppni kl. 10 á laugardag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.