Dagblaðið - 08.09.1981, Page 6

Dagblaðið - 08.09.1981, Page 6
6 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska, þýzka, franska, spánska IMorðurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga. Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist i talmáli allt frá byrjun. Síðdegistimar — kvöldtímar. MimÍr, Brautarholti 4 — sími 10004 (kl.1-5 e.h.) Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða pilt eða stúlku til sendiferða hálfan daginn, fyrir hádegi, í vetur. Möguleikar á fullu starfi í skólaleyfum og næsta sumar. Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið. SENDLAR ÓSKAST Afgreiðsla Dagblaðsins óskar að ráða sendla í vetur eftir hádegi. Þurfa að geta byrjað strax. Upplýsingar ísíma 27022. MWBIAÐW HAFNARFJÖRÐUR Blaðburðatfólk óskast strax í Hafiiar- jjörð, sérstaklega Hvaleyrarholt og gamla bceinn. Uppl. hjá umboðsmanni Dagblaðs- ins, sími 51031. MEBIAÐIÐ BÍ LAMÁLAR AR Aðstoðarmaður eða nemi óskast. ÁFERÐ HF., Funahöfða 8, sími 85930, á kvöldin 75748. ---------VILLIBRAÐ-------------- Erum kaupendur að alls konar villibráð hreindýrakjöti, gæsum, rjúpum o.fl. Allt greitt í gjaldeyri. Hafið samband við: COCKPIT-INN General Patton Blw. 43, Luxemburg Sími 90-352-488-635 Til sölu Njálsgata: Risíbúð með sérinngangi, gæti losnað fljótlega. Verð kr. 380 þús., útb. 270 þús. Suðurbær, Hafnarfirði: Hæð og ris í tvíbýlishúsi, stór bílskúr fylgir. Möguleiki að hafa tvær íbúðir. Verðtilboð óskast. Norðurbær, Hafnarfirði: Raðhús á einni hæð, ca 130 ferm. auk bílskúrs. Næstum fullgerð eign. Skipti möguleg á 4—5 herb. íbúð. Verð 1050 þús. Jón Rafnar heima 52844 Guðmundur Þórðarson hdl. MWBOR6 faateignauUn i Kyja bi&húiinu Raykjavik Símar 25590,21682 Erlent DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. Erlent Málefni Afganistan tekin fyrir hjá Sameinuðu þjóðunum í þessum mánuði: Leita aðstoðar hjá Indverjum — Kabúlstjómin og Sovétmenn segjast tilbúnir til „sveigjanleika” Stjórn Afganistan í Kabul hefur beðið Indland um stuðning varðandi umræður þær um landið er eiga að fara fram hjá Sameinuðu þjóðunum nú í september. ■» Utanríkisráðherra Afganistan, Shah Mohammad Dost, hefur af undanfömu dvalið í Delhi til að skýra Indverjum frá nýjum tillögum stjórnar sinnar varðandi samninga. Hann segir að Indlandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna við samningana. Dost átti fundi með Indiru Gandhi og indverska utanríkisráðherranum Narasimha i gær og sagði þeim að Kabulstjórnin væri til með að sýna sveigjanleika ef það mætti verða til að finna lausn á vandamálum iands- ins. Talsmaður indversku stjómarinnar sagðist álíta að sveigjanieikinn væri m.a. fólginn í því að Afganistar væm nú tilbúnir til að halda sameiginlegan fund með nágrannalöndum sínum, Pakistan og Iran, og sýna viðsýni i afstöðu sinni til hlutverks Sameinuðu þjóðanna í umræðunum. Bæði Pakistan og íran hafa for- dæmt innrás Sovétmanna í Afganist- an og neita að viðurkenna leppstjórn þeirra í Kabul. Þeir hafa því neitað að ræða við fulltrúa slíkrar stjómar. Afganskir embættismenn hafa veríð mikið á ferðinni að undanförnu og var Dost utanrikisráðherra m.a. I heimsókn f Moskvu i síðasta mánuði. Einnig hefur sovézki varautanríkis- ráðherrann, Fyriubin, heimsótt Pakistan og Indland, Fyriubin tókst ekki að mýkja Pakistana, forseti þeirra, Zia-Ul-Haq, viðurkenndi þó að hinar nýju tillögur sýndu meiri „sveigjanleika”. Broshýrir Sovéthermenn ásamt innfæddum, eða eins og Sovétstjórnin auglýsir innrásina f Afganistan. Guatemala slítur stjórnmálasambandi við Bretland: Astæðan ágrein- ingur um Belize Bretar halda þó áfram að undirbúa sjálfstæði landsins Guatemala hefur slitið stjóm- málasambandi við Bretland, aðeins tveimur vikum áður en brezka Mið- Ameríku nýlendan Beiize fær sjálf- stæði. Talsmaður forsetans, Carlos Toledo Vielman, sagði blaðamönnum að ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að Bretland tryggði Belize „ein- hliða” sjálfstæði. Stjórnin lét loka tveimur ræðis- mannsskrifstofum sínum í Belize og öUum brezkum ræðismannsskrifstof- um í Guatemala. Einnig var sUtið öUu viðskiptasambandi við BeUze. Ástæðan er sú að Guatemala gerir kröfur til þessa nágrannalands síns en þar hafa Bretar haft 1.600 manna her- Uð í þrjár aldir. Utanríkisráðherra Guatemala, Rafa- el Castíllo, segir að land hans muni ekki reyna að leggja undir sig Belize eftír að sjálfstæði þess er endurheimt 21. september. Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins í London segir að þeir muni halda áfram með að undirbúa sjálf- stæði BeUze. — Við höfum alls ekki í hyggju að styrkja vamarUð okkar í BeUze, bættí hann við. Sovétríkin: Hvatt til bameigna — Fólksfækkun er stjórnvöldum áhyggjuefni Stjórn Sovétríkjanna hefur nú hækkað mæðralaunin til að örva konur tU barneigna, en hún hefur miklar áhyggjur af sifeUt lækkandi fæðingar- tölum. Málgagn kommúnistaflokksins, Pravda, segir að með þessu nýja fyrir- komulagi fái konur mánaðargreiðslur að upphæð 50 rúblur (66 dollarar) í heilt ár eftir fæðingu barns síns. Þar til nú hafa konur að vísu fengið ársfrí eftir hverja barnsfæðingu en án launa. Pravda segir ennfremur að 50 rúblnareglan gildi aðeins um konur i Síberiu og hefjist greiðslur þar í nóvember. Á öðmm landsvæðum verða mæðralaunin 35 rúblur (47 dollarar) á mánuði og hefst útborgun á þeim árið 1982 á evrópskum land- svæðum en 1983 i rússnesku Asiu. Stjórnvöld tilkynntu lika að konur fengju eina heildargreiðslu eftir hvern barnsburð. Fá þær þannig 50 rúblur fyrir fyrsta barn, en 100 rúblur fyrir öll börn sem á eftir koma. Barnsfæðingum hefur á síðustuárum fækkað mjög á Evrópusvæðunum en aftur á móti fjölgað í Mið-Asíu. Að óbreyttri þróun mun Rússum innan Sovétríkjanna hafa fækkað um 50% við næstu aldamót og er stjórn- völdum mjög í mun að hamla á móti því. Samkvæmt nýju reglugerðinni verða einstæðrum mæðrum greidd sér- stök mánaðarlaun frá og með ára- mótum og verða þau 20 rúblur (27 dollarar) með hverju barni. Áður voru laun einstæöra mæöra aðeins fjóröi hluti þessarar upphæðar. Ellilaun hækka örlítið en stjórnvöld tilkynntu ennfremur að konur sem ættu fimm börn eða fleiri ættu í framtíðinni rétt á fullum elUlaunum, hvort sem þær hafi unnið utan heimilis eðaekki. Félagsmálapakki þessi mun kosta Sovétríkin um 2,5 billjónir rúblna á ári, eða 3,3 billjónir doUara. Hinckley: —Éger saklaus John Hinckley jr., sem sést hér á myndinni, hefur lýst sig saklauan af ákærunni vegna banatilræðis við Ronald Reagan forseta. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa sært þrjá aðra lífshættulega. Reynt var að tryggja öryggi sakborningsins tU hins ýtrasta þegar hann var leiddur fyrir dómstól í Washington. Vopnaðir verðir gættu réttarsalarins og sjálfur var Hinckley í skotheldu vesti. Hinckley var heldur óupplitsdjarfur en lýsti sig samt saklausan af ákærunni sem er í 13 Uðum. Barington Parker dómari tilkynnti að Hinckley væri full- komlega sakhæfur og undirbúningur réttarhaldanna heldur því áfram.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.