Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 9

Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. 9 „en verð í þessu á meðan ég hef gaman af sundi.” „Ég er harðákveð- inn í því að taka að mér sundþjálfun eftir að ég hætti sem keppnissund- maður og ég hef reyndar verið að fikta við þjálfun hjá UMSB,” sagði Ingi Þór, en Ingólfur kvaðst ekki hafa neinar slikar hugmyndir fast- mótaðar. ,,Ég ætla bara að bíða og sjáhvað verður.” Aðstaða sundmanna á Akranesi er framúrskarandi slök og hefur verið svo alla tíð frá því sundlaugin þar í bæ var byggð árið 1948. Hún er aðeins 12,5 metrar á lengd og líkast til búa engir sundmenn — hvað þá heldur afreksmenn á við þá félaga — við eins bágborna aðstöðu. Um þessar mundir er hart lagt að bæjar- stjórn á Akranesi að hraða sem mest má verða byggingu nýrrar sundlaugar en málið virðist ætla að stranda í kerfinu og er orðið að pólitísku bit- beini. „Það er eiginlega synd, þó e.t.v. sé rangt að orða það þannig, að við eigum jafngott sundiólk >graun ber vitni,” sagði Ingi Þór. „Forráða- menn bæjarins hunza þá fram- kvæmdir við nýja sundlaug í skjóli þess að við höfum ekkert við hana að „Ég stefni ótrauður á ólympíuleikana I Bandaríkj- unum 1984, " segir Ingi Þór Jónsson. „ Værum ekki á Akranesi ef gera úr því, að við náum hvort eð er svo góðum árangri í litlu lauginni. Árangurinn má hins vegar fyrst og fremst þakka stórkostlega ötulum þjálfurum sem leggja sig fram af lífi og sál. Má þar nefna Helga Hannes- son, sem er frábær, svo og Snorra Magnússon sem hefur allt til að bera sem góður þjálfari, þótt ungur sé. Það kemur vel í ljós,” sagði Ingi Þór, ,,að við á Akranesi eigum eingöngu sprettsundsfólk. Við eigum enga sém eru sterkir á lengri vegalengdunum. Okkar fólk hefur yfirleitt meiri tækni í snúningunum við bakkana en hinir og það er mikilvægt en þar sem laugin er svo lítil hjá okkur eru þetta eiginlega ekkert nema snúningar og spyrnur. Maður er orðinn ruglaður í kollinum eftir 5—700 metra á sama tíma og maður endist hæglega 2,5—3 kílómetra, t.d. í Laugardalnum.” „Vœrum f Reykjavík ef Guðmundur Harðar- son vœri á landinu" Eruð þið þi á leið úr bænum? „Ég veit það nú ekki,” segir Ingi Þór, ,,en það er öruggt að við værum í Reykjavík við æfingar nyti Guð- mundar Harðarsonar ennþá við. Hann er geysilega fær þjálfari. Það má í raun segja að brottför hans af landinu hafi gert það að verkum að við æfum enn á Akranesi og á meðan við erum enn þar og látum okkur nægja þessa aðstöðu sem þar er er síður við því að búast að bæjaryfir- völd hraði framkvæmdum”. Betri aðstaða Borgfirðinga Það er í raun hlálegt að hugsa til þess en spölkorn frá Akranesi nánar tiltekið í Borgarfirðinum, er að finna tvær 25 metra sundlaugar. Sund- fólkið í Borgarfirði hefur því mun betri aðstöðu en sundfólk Skaga- manna. , ,Það er svo þröngt í lauginni heima,” segja þeir félagar, „að það er eins og að horfa á mauraþúfu þegar litlu krakkarnir eru að busla í henni, oft 30—40 talsins. Það er ekkert tiltökumál að koma upp þessari sundlaug og það mætti hæg- lega koma henni upp áður en heita vatninu verður hleypt á í vetur ef vilji er fyrir hendi”. Framtíðin hjá sundfólki á Akra- nesi er björt þrátt fyrir aðstöðuleysið. Mikill fjöldi unglinga æfir af krafti undir leiðsögn mikilhæfra þjálfara og vonandi sjá bæjaryfirvöld að sér áður en langt um líður og hefja framkvæmdir við laugina, sem allir hafa beðið eftir alltof lengi. „Stefnum að bættum árangri" Hvaða vonir getið þið gert ykkur um árangur i Split? „Ég held að það eina rökrétta sé að fara með þvi hugarfari að bæta eigin Guðmundar Harðarsonar nyti enn við” —segja sundkappamir Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson, sem eru nú að keppa á Evrópumeistaramótinu í Split, i viötali við Dagblaðið ■ „Okkur var fyrst tilkynnt í júlí af Sundsambandinu að við ættum að fara á Evrópumeistaramótið í sundi í Split í Júgóslavíu. Síðan var hætt við allt saman og það kom flatt upp á okkur og fór illa með einbeitinguna. Það var síðan fyrir tilstuðlan Sund- félagsins á Akranesi og þeirra dugnað að það fékkst í gegn að við yrðum sendir en það var ekki tryggt fyrr en Akranessbær var svo vinsamlegur að styrkja okkur myndarlega til farar- innar. Þó við keppum undir merki Sundsambandsins erum við ekki á þess vegum á einn eða annan hátt og svo er heldur ekki um Guðrúnu Femu sem fer út á vegum síns félags, Ægis”. Sundmenn í sérflokki Viðmælendur Dagblaðsins eru þeir sundkappar af Akranesi Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson sem vel á annað ár hafa einokað fyrsta sætið í sínum greinum. Ingi Þór er flugsunds-, skriðsunds- og baksunds- maður en Ingólfur leggur aðaláherzl- una á bringusundið en er að auki sterkur í fjórsundi. Hafa þeir verið iðnir í meira lagi við metaslátt og það var því tilvalið að ræða við þá félaga áður en þeir héldu til Split. „ Já, það var slæmt að fá þessi tíð- indi að við ættum ekki að fara út eftir að við höfðum gert ráð fyrir þessu móti í okkar æfingaprógrammi. Við misstum dálítið niður „tempóið” og þetta hafði slæm áhrif sálfræðilega. Við höfum vanalega tekið okkur hvíld eftir íslandsmótið en nú not- uðum við það sem hluta uppbygg- ingar fyrir Evrópumótið. Við fáum því vart nema 7—10 daga fri frá æfingum í ár í stað 3—4 vikna venju- lega.” árangur,” sagði Ingi Þór sem varð fyrri til að svara. „Við eigum mun lakari tíma en flestir þeir sem eru þarna á mótinu þannig að við verðum bara að stefna að því að bæta okkur. Svo færir þetta okk'ur dýrmæta reynslu i keppni á stórmótum.” Þeir félagar eru báðir 18 ára gamlir, aðeins mánuður á milli þeirra í árinu. Ingólfur tók þegar að stunda sundlaugina 6 ára gamall og hefur æft nær óslitið síðan. Ingi Þór tók hins vegar ekki við sér fyrr en hann var 10 ára og það var þá með harmkvælum að hægt var að koma honum niður í Iaugina. „Ég var svo rosalega vatnshræddur,” sagði hann. Venjulega ganga karlmenn úr sér í kringum 20 ára aldur í sundinu, stundum fyrr, og konur eru yfirleitt ekki mikið lengur en til 16—17 ára aldurs i sundi með keppni fyrir augum. Gífurlegar æfingar liggja að baki hjá keppnissundfólki og þeir félagar sögðust æfa 14 sinnum í viku þegarbezt léti. Verðið þið aldrei leiðir á þessum gifurlegu æfingum? „Ja, stundum kemur upp leiði hjá manni,” segir Ingólfur, „ogstundum leiðist okkur báðum í einu en við æfum mikið saman. Þegar annar byrjar hins vegar að kvarta eitthvað er það yfirleitt þannig að hinn lætur sem allt sé í himnalagi. „Hvaða vitleysa, þú ert ekkert leiður á þessu” og eitthvað í þeim dúr látum við þá flakka, jafnvel þó maður sé eitthvað ekki nógu vel innstilltur.” „Fólk er aö vorkenna okkur" „Annars er þetta dálitið skrýtið með fólk,” grípur Ingi Þór fram „Það er eins og það haldi að við séum að æfa svona stíft af einhverri skyldurækni en ég segi fyrir mitt leyti að ég væri ekki að þessu ef ég hefði ekki gaman af því. Fólk er að vor- kenna okkur en þetta er það sem ég vil sjálfur. Ég verð meira að segja pirraður ef ég kemst ekki í laugina i 2 eða 3 daga. Fólki finnst þetta vera svo geysilega mikil fórn og e.t.v. er það svo, en sundið er orðinn órjúfan- legur hlud af mínu lífsmunstri.” Ingi Þór: 1984" ,Stefni á ÖL Hvað haldið þið að þið komið til með að æfa í mörg ár til viðbótar? „Ég er harðákveðinn að taka þátt á ólympíuleikunum 1984 og ætla að æfa stíft þangað til,” sagði Ingi Þór einbeittur. „Ég hef hins vegar engar sérstakar áætlanir,” sagði Ingólfur, „Sækir stundum að manni ieiði við æfingar," segir ingóifur Gissurarson. DB-myndir Sig. Þorri. Sigurður Sverrisson LJÓSMYNDIR: SIGUROUR ÞORRI SIGURDSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.