Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 10

Dagblaðið - 08.09.1981, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981. Útgefandi: Dagblaðið hf. r-ramkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. bkrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íhróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. tÁlaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjórí: Valgorður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrHstofur Þvorholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl í lausasölu kr. 6,00. Beðið um rólega festu ísal ætti að hagnast verulega, þótt ^ raforkuverð væri þrefalt eða fjórfalt hærra en það er nú. Það fær kílówatt- stundina á um það bil 0,6 cent á sama tíma og álver annars staðar borga allt upp í 5 cent eða næstum tífalt meira. Samkvæmt samningum við Alusuisse á ísal að fá súr- ál og rafskaut á samkeppnishæfu verði og á, með sér- stakri þóknun til Alusuisse, að fá bezta verð fyrir af- urðir sínar. Ef við þetta hefði verið staðið, væri ísal ofsagróðafyrirtæki. Ekki er launakostnaður ísals meiri en annarra ál- vera, því að sjálfvirkni er hér óvenju mikil. Fjármagns- kostnaður getur ekki verið óvenjulega hár, því að ísal hefur fengið tíma til afskrifta. Ekkert ætti því að skyggja á reksturinn. Á eftir súráli er raforka stærsti kostnaðarliður ál- vera. Hið ofboðslega lága orkuverð til ísals ætti því að koma fram í gífurlegum hagnaði þess og hlutfallslegum opinberum gjöldum. En hagnaðurinn hvarf í bókhald- inu. Ekki er nýtt, að fyrirtæki reyni að spara skatta. Það er eitt verkefni stjórnvalda að sjá um, að ekki sé undan skotið. Enginn þarf að fara upp á háa sé, þótt ráðu- neyti geri háar kröfur og álmenn geri lítið úr þeim. Það kemur smám saman í ljós, hvort eða hversu langt bókhaldsbrögðin duga til að koma tekjum undan skattlagningu á íslandi. Um það gilda ákvæði í samn- ingi, en ekki neinir úrskurðir af hálfu Morgunblaðs og Þjóðvilja. Hitt skiptir okkur meira, að gera okkur grein fyrir, að orkuverðið til ísals er gersamlega út í hött. Upphaf- lega átti það að duga til að afskrifa orkuver á borð við Búrfellsvirkjun, en mundi ekki duga til að afskrifa nýja virkjun. ísland er í svipaðri aðstöðu og kaupmaður í verð- bólgu, sem vill fá hækkaða álagningu, svo að vöru- birgðir hans haldist ekki aðeins óbreyttar í krónutölu, heldur í raunverulegu magni, en fær ekki áheyrn verð- lagsstjóra. Kostnaður við gerð orkuvera hefur hækkað í tölu- verðu hlutfalli við hækkun olíuverðs og almenns orku- verðs í heiminum. Stofnkostnaður orkuvera er að miklu leyti erlendur. Og innlendi kostnaðurinn breytist líka eftir orkuverði. Við getum auðvitað kennt okkur sjálfum um, að hafa ekki i upphafi samið við Alusuisse um orkuverð, sem hefði eitthvert samhengi við orkuverð í umheimin- um eða við breytingar á því. Við kunnum ekki að semja í þá daga. Hins vegar mælir ekkert á móti því, að viðræður um undandrátt opinberra gjalda verði notaðar til að flýta mjög svo brýnni endurskoðun orkuverðs til ísals. Það er margfalt merkilegra mál en rukkun vangreiddra gjalda. Við megum ekki hafa um þetta slík læti að erlendir stóriðjumenn verði hræddir við að festa fé í samstarfi við okkur. í álframleiðslu getum við til dæmis ekkert gert án markaðsaðildar hjá einhverju stóru fyrirtækj- anna. Iðnaðarráðherra og Þjóðviljinn mega því gjarna spara eitthvað af orðbragðinu. Hið sama er að segja um Morgunblaðið og álmenn. Þeir þurfa nefnilega líka á okkur að halda, þótt við stöndum af festu á okkar rétti. Jafnvel þótt íslenzk orka til álvinnslu hækkaði úr 0,6 centum í 2,4 cent, eru í rauninni fá lönd í heiminum, sem væru samkeppnishæf við ísland í framboði á ódýrri forgangsorku. Við höfum góð spil, ef við beitum rólegu viðskiptaviti. r Ný aðferð til að af la sér kjörbarna: FÆÐING SAM- KVÆMT PÖNTUN — Legleiga nýtur vinsælda í Bandaríkjunum Fyrir nokkrum árum hefði þótt með ólíkindum að konur tækju að sér að ala börn eftir pöntun annarra, en slikt er nú orðið algengt í Banda-. ríkjunum. . - , Að vísu er þetta enn talið vafasamt að siðferðilegu og lagalegu mati en þeim fjölgar sífellt sem borga konum fyrir að ala barn fyrir sig. — Nú þegar hafa 50 börn fæðzt á þennan hátt, segir lögfræðingurinn William Handel í Los Angeles, en hann hefur haft milligöngu um að finna konur sem taka slíkt að sér fyrir barnlaus hjón, gegn góðri greiðslu. Handel segist þó gera sér fulla grein fyrir að þetta geti haft í för með sér sálrænar flækjur fyrir viðkom- andi aðila og hefur þess vegna komið á fót sjóði sem rannsakar áhrif þess arna á foreldrana, börnin og konurn- ar sem fæða þau af sér. — Við vitum ekki hvað gerist, segir hann. — Kannski fær fólkið sektarkennd fyrir að fara þannig að. Þessi aðferð við barnaframleiðslu vakti fyrst almenna athygli á síðasta ári þegar 37 ára gömul kona frá Illin- ois, sem kallaði sig Elísabet Kane, seidi blaði frásögn sína, en hún hafði eignazt dreng gegn greiðslu frá barn- lausum hjónum í Kentucky. Elísabet þessi, sem var gift kona og þriggja barna móðir fyrir, fékk um 10.000 dollara fyrir vikið. Síðan hefur verð þetta tvöfaldazt. Á blaða- máli hafa viðskiptin verið kölluð leg- leiga. Legleiga er kœr- leiksverk sem fáir vinna ókeypis Elísabet fullyrti þó að hún liti á slíka þjónustu sem kærleiksverk, hún hefði ekki gert þetta peninganna vegna. Hjónin hefðu þráð það heitt að eignast barn en þar sem konan var með stíflaða eggjaleiðara var það úti- lokað. Elísabet var því frjóvguð með sæði eiginmannsins. Þetta var fyrsta þekkta málið sinnar tegundar en lögfræðingar sögðu þó að aðrir hefðu orðið á und- an en haldið því vandlega leyndu. en þar með beindist líka athygli yfir- valda að fyrirbrigðinu. Kentuckyfylki hefur nú stefnt sjúkrahúsi því í Louisville sem hafði milligöngu um þungun Elísabetar og sá um samninginn þar sem hún lofaði að láta barnið frá sér til ættleiðingar strax eftir fæðingu. Yfirvöld halda því fram að þetta flokkist undir barnssölu og sé því lögbrot. Flest fylki í Bandaríkjunum búa við svipuð lög sem eiga að sporna við svarta- markaðsbraski á börnum til ættleið- ingar. Það er þannig bannað með lögum að verzla með kjörbörn og þar sem Elísabet fékk greiðslu fyrir að ala barn sem hún hefði annars ekki eign- azt flokkast gjörðir hennar undir brot á þessum lögum. r f Dagblaðinu, 2. september, blaðsíðu 10—11, birtist grein eftir Guðmund S.Jónasson um kynlíf og unglinga. Dagblaðið á hrós skilið fyrir að birta þessa grein, vegna þess að höfundur hennar heldur fram skoðunum sem eru held ég að mati flestra íslendinga og sennilega flestra siðmenntaðra manna bæði fyrr og síðar gjörsamlega fráleitar. Það er einmitt kosturinn við að búa í lýðræðisríkjum aö menn fá i sumum tilvikum að greina frá skoðunum sínum á opinberum vett- vangi án þess að vera ofsóttur af yfirvöldum. Sú skoðun, sem G.S.J. heldur fram, er meðal annars þessi: Aragrúi vísindarannsókna hefur leitt í ljós að likamlegt ástand í bernsku og óheft kynlif á unglingsárunum sé undir- staða almennrar heilbrigði. Undir- strikun min. Sannfœrandi rök vantar Ég er ósammála G.S.J. um að óheft kynlíf á unglingsárum sé undirstaða almennrar heilbrigði. Og það sem skiptir meira máli er að ég fæ ekki séð að hann færi fram nein sannfær- andi rök fyrir þessari skoðun sinni. G.S.J. styður mál sitt með tilvitnunum í vísindarannsóknir sem eru svo takmarkaðar að ekki er nokkur leið að leggja á þær skynsamlegt mat. Við skulum líta á umfjöllun hans um rannsókn Bandaríkjamannsins Prescott. Hann komst að þeirri niðurstöðu að meginorsök fyrir of- beldi vséíi vöntun á þeirri ánægju er líkamleg snerting og óheft kynlíf veitir. í rannsókn sinni gerði hann meðal annars samanburð á 49 menningarsamfélögum hvað varðar tengslin milli ofbeldishneigðar annars vegar og ástríkis gagnvart börnum og frjálslyndi gagnvart kynlifi unglinga hins vegar. Markleysa G.S. J. er að vonum ánægður með svo glæsilegar niðurstöður, en honum sést yfir eitt atriði. Það er kjarni málsins sá að þessar tölfræðilegu niðurstöður eru algjör markleysa nema rannsóknin sé vandlega unnin. Égskal útskýrahvað égá við. Hugsum okkur ofsafenginn púritana sem gerir rannsókn á sambandi „óhefts kynlífs” og lifs- hamingju. Til að gera slíka rannsókn þarf viðkomandi ítrekað að draga ályktanir og meta vafaatriði. Segjum að púritaninn fái út himinháa fylgni milli skírlífis og óhamingju og greinilega fylgni óhefst kynlifs og hamingju. , Slík niðurstaða væri hugsanlega fengin fyrir óhlutlægni viðkomandi vísindamanns í mati sínu á vafaat- riðum og því lítils virði. Þó aö ég geti ekkert fullyrt um rannsókn Prescotts þá kann hún að vera göliuð vegna þess að þær upplýsingar sem G.S.J. gefur um rannsóknina eru svo takmarkaðar, að gjörsamlega er ómögulegt fyrir mig að meta gildi hennar. Ef Prescott heldur I raun og veru fram þeirri Kjallarinn Guðjón Eyjólfsson skoðun, sem G.S.J. lýsir, þá gerir hann sig sekan um hrikalegar einfaldanir. Styrjaldir vegna bælds kynlrfs? Það að skýra jafnvíðtækt fyrirbæri og ofbeldi eingöngu með skírskotun til sálfræðilegra atriða er að mínu mati ekki beinlínis gáfulegt. Hrikalegasta tegund ofbeldis sem finnst í þessum heimi er styrjaldir. Eru orsakir þeirra bælt kynlíf unglinga? Hvað með siði, venjur, efnahagslega þætti og pólitík? Sannleikurinn er sá ao allar einfaldar skýringa á þjóðfélagsfyrirbærum eru ónákvæmar. Ætíð er um að ræða samspil margra þátta. G.S.J. er óvenju gáfaður ungur maður. Hann er svo skarpur að hann veit um allar þær röksemdir er hugsanlega er hægt að setja fram gegn óheftu kynlifi unglinga. Hann afgreiðir þær allar í einni setningu: „Ef hugmyndin um óheft kynlíf unglinga hljómar illa, þá er það vegna þess að flestir sem alist hafa upp í samfélagi nútímans þjást af ómeðvituðu hatri á kynlífi.” Letur- breyting mín. Er það, Guðmundur? Getur ékki verið að allir þeir sem halda fram hugmyndinni um óheft kynlíf þjáist af ómeðvituðum ótta við að takast á við vandamál daglegs lífs, svo sem vinnu, nám og venjulegt fjölskyldulíf, og leiti sér meðal annars uppbótar í óheftu kynlifi og líkamlegri snertingu við annað fólk? Ef Guðmundur dregur fullyrðingu sína til baka þá skal ég einnig draga mína til baka. Þær eru sennilega álíka gáfulegar. Guðmundur er róttækur ungur maður sem hugsar sjálfstætt og lætur ekki blekkjast af hugmyndum úreltra'siðapostula. Hvers virði er til dæmis siðalærdómur kristindómsins, hvers virði smáborgaralegar fordildir um hömlur á kynlífi, mót skoðunum upplýsts manns, sem vitnar i „vísindalegar niðurstöður”? Hann komst að eftirfarandi niðurstöðu: Líkurnar á að ofbeldi brjótist út í samfélagi þar sem kornabörnum er auðsýnd mikil blíða og þar sem einnig er ríkjandi umburðarlyndi í kynferðismálum (kynmök utan hjónabands ekki litin hornauga) eru aðeins tveir af hundraði (48/49). Möguleikinn fyrir því að þessi fylgni verði fyrir tilviljun er 1:125.000 (einn á móti 125 þúsundum). „Hrikalegasta tegund ofbeldis sem fínnst í þessum heimi er styrjaldir. Eru orsakir þeirra bælt kynlíf unglinga? Hvaö meö siði, venjur, efnahagslega þætti og pólitík? Sannleikurinn er sá aö allar einfaldar skýring- ar á þjóðfélagsfyrirbærum eru ónákvæmar.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.