Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. 12 Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdóttir, EKn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Krístján Már Unnarason, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: BjamlaHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson og Svainn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkari: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. DreHingarstjórí: Valgeröur H. Svainsdóttir. Rhstjóm: Siðumúla 12. Afgraiðsla, áskríftadaild, auglýsingar og skrífstofur ÞverhoW 11. Aðalsimi blaðsins ar 27022 (10 Knur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prantun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarvarð á mánuði kr. 05,00. Varð I lausasölu kr. 6,00. Frekar eintal en viðræður Geir og Gunnar eru fremur á eintali en í viðræðum. Þannig hafa svokallað- ar sáttaviðræður sjálfstæðismanna verið til þessa. Þeir, sem til þekkja, eru sammála um, að hingað til hafi þetta verið einberar málamyndaviðræður, án árangurs og innihalds. Geirsmenn tala á fundunum um, að sættir geti ekki orðið.meðanGunnarsmenn eigi aðild að ríkisstjórninni en Geirsmenn ekki. Gunnar er ekki á því að fara úr stjórninni, segir að nú verði verðbólgan „bara” um fjörutíu prósent og stjórnin sé ágæt. Gunnarsmenn segja á fundunum, að til lítils væri, að þeir ryfu stjórnarsamstarfíð. Þá yrðu annaðhvort kosningar, sem sennilega þýddi, að Sjálfstæðisflokkurinn gengi klofinn til leiks, ellegar yrði mynduð ný samsteypustjórnog þá kæmi upp sama staða og var við myndun núverandi stjórnar. Geir gæti ekki myndað slíka stjórn, segja Gunnarsmenn. Fulltrúar málamiðlunar í Sjálfstæðisflokkum segja, að þó sé alltént gott, að fúlltrúar armanna ræðist við. Eitthvað hagstætt geti hugsanlega út úr því komið, þó illa horfí að sinni. í reynd er það uggur hófsamra sjálf- stæðismanna vegna komandi landsfundar, sem mestu veldur um viðræðurnar nú. Þeir reyna að komast hjá hörðu uppgjöri á landsfundi, og slátrun. Mikill sigur Geirsmanna á nýafstöðnu þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna erenn eitt skrefíð til algerrar sundrungar sjálfstæðismanna. Þingið álykt- aði, að þingmenn flokksins skyldu bundnir af flokks- samþykktum varðandi myndun stjórnar og þátttöku í stjórn. Þessi ályktun fær meðferð á landsfundinum í októberlok, ef að líkum lætur. Hún þýddi, að gengið yrði milli bols og höfuðs á stjórnarsinnunum í flokkn- um. Reynist hinir hörðustu hafa yfírhönd á landsfundi, stefnir í klofning. Gunnarsmenn mundu þá stofna til sérframboðs til þings. Fyrir áeggjan þeirra sjálfstæðismanna, sem horfa uggandi til þróunar næstu vikna, hafa foringjar arm- anna því setzt saman til viðræðna. Enn hefur ekkert gerzt í viðræðunum, sem huggar hina hófsamari harmi gegn. Að óbreyttu stefnir í harðari átök. Þegar þing kemur saman, mun sem fyrr koma til harðra deilna stjórnar og stjórnarandstöðu um meginstefnur. Slíkar deilur liggja fremur niðri milli þinga. Viðræðufundir, þar sem menn tala aðeins út og suður, koma ekki að notum. Viðtöl í Dagblaðinu á föstudag varpa ljósi á sitthvað athyglisvert í þessu samhengi. „Fyrst ætla ég að lýsa furðu minni á því, að heimurinn skuli ætla að farast þegar forystumenn flokksins ræða saman, jafnsjálf- sagt og það er í mínum augum,” sagði Friðrik Sophus- son í viðtali í Dagblaðinu. Eins og Friðrik þekkir manna bezt hafa forystumennirnir, Geir og Gunnar, ekki haft margt að segja hvor við annan, síðan ríkis- stjórnin var mynduð. Ragnhildur Helgadóttir talar vafalaust fyrir hönd margra Geirsmanna, þegar hún segir í viðtali í Dag- blaðinu: ,,Allar stofnanir Sjálfstæðisflokksins, sem vald hafa til að ákveða afstöðu flokksins til ríkis- stjórna, hafa tekið afstöðu gegn þessari ríkisstjórn. Þeir, sem mynda eða ganga í ríkisstjórn við þessar aðstæður, hafa þar með sjálfir sagt sig úr lögum við flokkinn. Grundvöllur til samninga við þá er þvi ekki fyrirhendi. . . Er nema von, að svokallaðir „sáttafundir” verði ómerkilegir? V r v» MA VINNA SAMAN? Dapurleg einkenni — Flokkarnir? — Þeir eru allir eins. Þetta segja afar margir um íslensku stjórnmálaflokkana. Ekki vegna þess að stefna þeirra í orði sé eins, heldur vegna þess að starfshættir, baráttu- aðferðir og loforðaefndir eru eins. Karp um smáatriði, fýla út í einstakl- inga, þögn um spurningar, gagnrýni eða stefnu andstæðinga og skortur á samvinnu stjórnmálasamtaka eru allt sérstök einkenni á íslensku stjórn- málalifi. Auðvitað verður fólk fyrr eða siðar pirrað á of persónulegum deilum og skömmum eins flokks um aðgerðir annars þegar tyftarinn gerist svo sekur um sams konar athæfi ári síðar. Samvinna flokka er helst bundin samstarfi einstakra þing- manna og í stjórnarstofnunum og al- gengast að nafn eins flokks ráði meiru um afstöðu hinna til mála en málefnið sjálft. Hér er ólíku saman að jafna ef litið er til hinna Norðurlandanna. f Dan- mörku hafa nokkrir flokkar unnið saman í fóstureyðingamálum og í Noregi gátu flestir flokkanna samein- ast um mótmæli til Sovéskra yfir- valda á 13 ára ártið innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Hvort tveggja væri óhugsandi hér. Líklega verður að taka það skýrt fram að hvorki ég né hin marx-len- inisku kommúnistasamtök eru sak- laus af borgaralegum eymdarháttum svona stjórnmálabaráttu. Meiri mannsbrag Flokkarnir fjórir keppast við að búa til vinsæla pólitík. Fólk er hvatt til að kjósa flokkana. Seta þeirra í bæjar- og sveitarstjórnum, stofnun- um og á Alþingi á svo að tryggja framkvæmdir loforðanna. En trygg- ingin er lítil og alltaf hægt að skjóta sér undan umkvörtunum með því að benda á að gera þurfi málamiðlun við samstarfsflokka í bákninu. Þáögefur hins vegar auga leið að efna mætti miklu fleiri loforð og vinna mun meira gagn ef samvinna stjórnmála- samtaka næði út fyrir stofnanirnar og fjöldinn væri virkjaður — t.d. um kröfur sem beinast gegn umræddum stofnunum. Hér skilur milli borgara- legra og verkalýðssinnaðra aðferða. Svokallað „unglingavandamál” er á vörum margra og flokksblöðin standa með unglingunum. Sum gagn- rýna meira að segja stofnanirnar sem flokkar þeirra stýra um þessar mundir. Úr því að fiest allir eru sam- mála um að gera eigi bragarbót, því þá ekki að taka höndum saman (með unglingunum) og hjóla í „vanda- málið”? Annað dæmi varðar stríðandi alþýðu í löndum þar sem risaveldin troða á sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Allir flokkar hafa að einhverju leyti fordæmt t.d. innrás Sovétmanna í Afganistan En þeir geta horft aðgerð- arlausir upp á hörmungarnar og hetjulega baráttu þjóðfrelsisliða. Samstarfstilboð Kommúnistasamtak- anna var hundsað eða því neitað. Aumingjaskapurinn er samur varð- andi Pólland og E1 Salvador. Eða er hér um þaulhugsaða stefnu að ræða? í verkalýðshreyfmgunni hafa and- ófsmenn, sem vilja sjálfstæðari og beittari hreyfingu, ekki náð saman. Svo er sumpart fyrir flokkstryggð, sumpart fyrir þá sök að fylkingar- menn reyna að troða „sósialískum markmiðum” uppá þá hægfara og sumpart vegna þess að menn þykjast ekki geta starfað saman nema vera 90% sammála um allt frá A til Z. Þetta eru aðeins fáein dæmi um hvernig þvermóðskan hamlar um- bótum í íslenskum stjórnmálum og • „Eftir dágóöa fjölmiölarispu ætti aö vera ljóst að sameining Alþýöuflokks og Kommúnistasamtakanna stendur ekki fyrir dyrum. Hvorki Vilmundur né Jón Baldvin hafa brotiö gegn flokki sínum.” Einstaka sinnum birtast lesenda- bréf í dagblöðunum þar sem hælt er mjólkurvörum frá mjólkursamlögun- um á Norðurlandi og einnig kemur það fyrir að kjötið sé talið betra í öðrum landshlutum en það sem neyt- endum stendur til boða á höfuðborg- arsvæðinu. Ég man ekki eftir að Sunnlending- ar hafi sérstaklega skrifað um ágæti mjólkurvara frá Mjólkurbúi Flóa- manna og jafnframt haldið því fram að nýmjólk og aðrar mjólkurvörur væru ekki hæfar til neyslu fyrir norð- an. Enda eru Sunnlendingar taldir hófsamir eða að minnsta kosti hæ- verskir. Þótt þeir séu stoltir af sinni framleiðslu og sínum vinnslustöðvum þá gleöjast þeir með sjálfum sér en flika því ekki á síðum dagblaðanna. Fyrir stuttu birtist klausa í Morgun- blaðinu eftir þó nokkuð þekktan mann, þar sem mjólkinni í Þingeyjar- sýslu var sérstaklega hælt, jafnframt var g'efið í skyn að blaðafulltrúi bændasamtakanna væri „penna- glaður”. Það virtist eitthvert sam- hengi vera þar á milli. Þetta með pennagleöina væri betra að satt væri, en enginn efast um ágæti mjólkurinn- ar úr þingeysku kúnum. Er mjólkin öóruvísi fyrir norðan? Getur það veriö að eitthvert sér- stakt bragð sé af norðlensku mjólk- inni, sem sumir finna, en aðrir ekki. Það er að vísu aðeins munur á fitu- innihaldi mjólkur fyrir norðan og sunnan, það getur verið um 0,1 % eða svo. Sunnlenska mjólkin er með 3,8-3,9% fitu, en fyrir norðan gæti hún verið um 4,0%. Sá maður sem finnur mun á fitu í slíkri mjólk og getur staðfest mun upp á 0,1% hlýtur að vera með innbyggðan fitumæli. Kýrnar eru af sama stofni fyrir norðan og sunnan. Nú er aðeins ein nautastöð á landinu, þaðan er sæði úr úrvals nautum dreift um allt land. Svo kýrnar eru meira og minna skyld- ar. Það er mikið um hálfsystur sunnlensku kúnna fyrir norðan. Næringargildi fóðursins er mjög áþekkt í landshlutunum. Stundum er meira protein í töðunni á Suðurlandi en fyrir norðan og stundum er þessu öfugt varið. Sömu fræblöndum er yfirleitt sáð í nýræktir um allt land. Ríkjandi túngresi er vallarfoxgras og túnvingull i báðum landshlutum að minnsta kosti fyrstu ár eftir sáningu. Síðan getur snarrótin náð yfirhönd- inni, en það á við i báðum landshlut- um. Áburðarskammtar á tún eru eins að mestu leyti. Þaö rignir meira fyrir sunnan en norðan! Varla er það nægileg skýring á mismun á bragð- gæðum. Samskonar aðferðum er beitt við vinnslu mjólkurinnar í öllum mjólkursamlögunum. Umbúðir eru hliðstæðar. Þó eru einstöku mjólkur- samlög enn með plastpoka. Samskonar mjaltavélar eru um allt land og heimilismjólkurtankar áþekkir. Fóðurblöndur eru svipaðar um allt land, þó má gera ráð fyrir að erlendar innfluttar blöndur séu meira notaðar fyrir norðan. Bœndur vilja framleiða 1. flokks mjólk Það er sameiginlegt með bændum um allt land að vilja framleiða. sem bestar búfjárafurðir, hvort sem það er mjólk eða kjöt. Það er þeirra hagur. Mjólkursamlögin gera það sem i þeirra valdi stendur til þess að sú vara sem frá þeim fer sé einnig óaöfinnanleg. Þess vegna eru bændur hvattir til þess að láta mjólk renna niður úr mjólkurkæli ef hún hefur skemmst einhverra hluta vegna. Það getur verið bilun í kælikerfi eða að rafmagnið hafi farið af um lengri tíma. Bændur sem verða fyrir þessu þurfa ekki annað en að hringja í sitt mjólkursamlag og tilkynna, að þeir hafi látið injólkina renna niður í niðurfallið, vegna þess að hún hafi verið gölluð. Þeir fá þessa mjólk greidda. Svo það er engin ástæða fyrir bændur að reyna að koma á mjólkurbílinn skemmdri mjólk, því á Kjallarinn Agnar Guðnason þann hátt gæti tjón bóndans orðið meira en ef hann hreinlega hellir henni niður. Fyrir nokkrum árum var mjólk sett á sérstakar auglýsingaumbúðir, sem voru eins fyrir öll mjólkursamlögin, sem notuðu þá gerð umbúða. Þetta voru tveggja lítra fernur, sem þá voru algengastar á svæði Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Ég frétti af neyt- endum í bæ á Norðurlandi, sem kvörtuðu sáran yfir sunnlensku mjólkinni og vildu ólmir fá mjólk frá eigin mjólkursamlagi. Þeir stóðu í þeirri meiningu að mjólkin hefði verið flutt að sunnan. Auðvitað var þessi mjólk frá þeirra samlagi en teikningar á umbúðum aðrar. Ég geri fastlega ráö fyrir að 99,9% af neytendum finni ekki nokkurn mun á mjólkurvörum fyrir norðan eða sunnan. Það er þetta 0,1% eins • „Ég frétti af neytendum í bæ á Noröurlandi, sem kvörtuöu sáran yfir sunnlenzku mjólkinni og vildu ólmir fá mjólk frá eigin mjólkursamlagi. Þeir stóðu Fþeirri meiningu aö mjólkin hefði verið flutt aö sunnan. Auðvitað var hún frá þeirra samlagi en teikningar á umbúðum aðrar.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.